Tíminn - 16.02.1948, Síða 3
37. blað
TÍMINN, mánudaginn 16. febr. 1948
„Gesti marga að garði ber
greihi öllum veittur er"
æturakstur bifreiða
Greinargerð frá stjórn Hreyfils
í heimsókn hjá frú Elísabetu Pétursdcttur Jensen
í Sólarháli í Hilleröd
Sunnudaginn hinn 23. nóv.
fór ég áí amt tveimur íslend-
ingum frá Kaupmannahöfn
til Hilleröd, sem er höfuðstaö
ur Norður-Sjálands. í IIilli-
röd eru 14000 íbúar, en um-
hverfi bæjarins eru þéttbyggð
ar sveitir og sveitaþorp.
Ferðafélagar mínir voru
Ingibjörg Jcnsdóttir, dóttir
Jóns Sigtryggssonar fanga-
varffar og Magnús Jónssoir,
skólastjóri frá Akranesi.
Frá járnbrautarstöðinni 'í
Ililleröd héldum við rakleitt
til Frederiksborgarhallar, sem
er einn km. frá stöðinni.
Frederiksborgarhöll er ein
fegursta höll Norðurlanda,
skreytt fögrum malverkum
og búin húsgögnum, sem eiga
fáa sína líka. Kristján kon-
ungur IV. lét reisa höllina á !
árunum 1602—08. Á dögum j
Frederiks VII. brann hún, en
var endurreist og nú er hún j
fjölsótt safn sögu og lista. j
Þegar við komum út úr
höllinni stakk Magnús við fót
um og einblíndi á háan qg
þrekinn mann, sem var í
samræffum við tvær konur
rétt við hallarsýkisbrúna, og
áður en ég vissi af, var hann
farinn aff heilsa manninum
og kynna mig fyrir honum,
Þarna var kominn Sigfús
Johnsen, bæjarfógeti í Vest-
mannaeyjum, Jarþrúður
húsfreyja hans og Elísabet
systir hennar.
Magnús hafði fyrir mörg-
um árum geymt núverandi
húsfreyju sína á heimili Sig-
fúsar og Jarþrúðar og líkaði
varzlan vel, en Ingibjörgu
þekkti Sigfús úr tukthúsinu
í Reykjavík, því þar var hann
hæstaréttarritari áður fyrr,
en Ingibjörg bjó þar hjá föff-
ur sínum, fangaverðinum.
Frú Elísabet þekkti ekkert
okkar, en þrátt fyrir það
bauð hún okkur öllum til
miðdegisverðar á hinu fagra
og myndarlega heimili sinu
Sólarhólnum, sem stendur
andspænis Frederiksborgar-
höll.
Ingibjörg og Magnús eru
kurteist fólk og fannst þeim
naumast sæmandi að taka
slíku boði á öðrum eins
skömmtunartímum og nú eru,
en ég sá mér leik á borði að
fá viðtal handa Tímanum,
svo að ég þáði boðið með
þökkum, og skárust þau þá
ekki úr leik.
Á heimiii frú Elísabetar og
hins aðlaöandi manns henn-'
ar, Georgs Jensens, verksm,-
eiganda og Dannebrogs-
manns, er húsrúm óvenju-
lega mikið og hjartarúm ó-
takmarkað. Stofurnar eru
búnar ijómandi húsgögnum
og á veggjunum kynnist ís-
lenzk og dönsk myndlist jöfn
um höndum. Lahdsiagsmyntí
ir Kjarvals cg fleiri ágætra
íslenzkra rnáiara bera lista-
smekk liúsráðenda glöggt
vitni.
Að ágætum miðdegisverði
loknum settumst við Eiísabet
inn í tannsmíðastofu hennar
og ég spurði hana spjörun-
um úr.
— Hvar eruð þér fæddar
Elísabet?
— Hinn 8. febrúar 1893
fæddist ég að Ilálsl í Fnjóska
tíal. Foreldrar mínir voru
Helga Skúladóttir frá Sig-
ríðarstöðum í Ljósavatns-
skarði og sr. Pétur Jónsson,
sonur Jóns háyfirdómara,
sem var ■ ættaður úr Skaga-
firði.
Þegar ég var á fyrsta ár-
inu, fluttu foreldrar mínir aö
Káífafellsstað í Suðui’sveit.
Þetta var erfiff férff í'þ'á daga.
Faðir minn var farinn á und-
an, én ‘móðir mín fór með
okkur systurnar kornungar.
Fnjóská var þá óbrúuð og
heyrði ég sagt, aff fólkiff
hefffi kviðiff fyrir aö fara yfir
hana og önnur systir mín
æpti af öllum kröftuni, að
hún vildi fara heim aff Hálsi
aftur, en ekki yfir ána. Frá
Akureyri fórum við með
skipi til Seyðisfjarðar, en
þaðan landveg yfir Fljóts-
dalshérað, Skriðdal, Breiff-
dal, Berufjarðarskarð og það-
an sem leiff liggur til Kálfa-
feilsstaðar. Jóhanna systir
mín, sem nú ev gift Helga
Hermanni Eiríkssyni skóla-
stjóra, og Jarþrúður voru
reiddar í kláfum, en mamma
reiddi mig. Hægri hönd
mömmu á þessu ferðalagi var
Vilborg Jónsdóttir, sem síðar
gerðist verzlunarstýra í Edin
borg hjá Ásgeiri S'gurffssyni,
og Björn Klemensson, föffur-
bróffir Sigtryggs Klemensson
ar, sem nú á sæti í fjárhags-
ráði. Fluttust þau bæffi á
Suðurland með foreldrum
| mínum. Með okkur var einnig
stúlka urn fermingu, sem
jpabbi og mamma höfðu alið
upp.
Sólarhóll, hcimili frú Elísabetar.
— Hversu lengi voruð þér
á Kálfafellsstað?
— Til 16 ára aldurs.
— Þér munið þá vel eftir
lífinu í Skaftafellssýslu eins
og það var þá?
— Já, ég man vel eftir því
og endurminningarnar frá
þessum bernskuárum eru hug
ljúfar. Fólkiff var ákaflega
gott við okkur, gestrisnin var
almenn og innileg. Okkur
krökkunum var oft boðið með
pabba og mömmu í brúð-
kaup — og skírnarveizlur.
Lærðist okkur því snemma
að ferffast yfir jökulvötn og
vegleysur. Eg man, að oft
hleypti ég í söðlinum yfir
hálfgerðar ófærur og stund-
um var hleypt á sund. Við
áttum góða reiðhesta og mér
var ánægja að því, aö teygja
þá. Það er holl skemmtun,
sem því miður er óðum að
hverfa heima
] — Kom. ekki fjöldi gesta til
ykkar?
| — Jú, það komu margir,
pabbi og mamma höfðu bæði
gaman af þegar gestir komu,
hvort sem þeir voru innan-
héraffs eða utan. Móðir mín
var vön gestakomum frá
bernskuheimili sínu, sem var
annálað fyrir gestrisni. Stund
um dvöldu gestir hjá okkur
vikum og jafnvel mánuðum
saman, og þótti okkur krökk-
unum þaff mikill fengur.
— Hvaða gestir eru yður
minnisstæðastir?
— Ég man vel eftir Hann-
esi Hafstein, hann var glæsi-
legur maður og skemmtileg-
ur, Sigurði Eggerz, Guðlaugi
sýslumanni, sr. Magnúsi á
Prestsbakka, Þorgrími lækni,
Þorleifi í Hólum, Þórhalli á
Höfn og fleirum, sem of langt
yrffi upp að telja. Varla leið
sá dagur, að ekki kæmi ein-
hver gestur, enda var Kálfa-
fellsstaður bæði þingstaður
og póstafgreiðslustöð.
Meðal erlendra gesta minn-
ist ég Daniels Bruuns. Hann
var hjá okkur heilt sumar.
■ Kock kapteinn kom til okk-
ar, þegar hann var viö land-
mælingar. Kock varð að
skilja einn dátann sinn eftir
uppi á Öræfajökli. Þar var
hann matarlítill í byl í 5
daga og þegar hann kom til
okkar var hann illa haldinn.
Ég man enn í dag, hversu
matlystugur aumingja dátinn
var, hann borðaði svo mikið,
aff viff krakkarnir kölluðum
hann ,,Sult.“
Það var siður heima að
í'ylgja gestum úr garði og
voru það hátíöisstundir.
(Framhald á 6. síðu)
Frá stjórn Bifreiðastjóra-
félagsins Hreyfill hefir blað-
inu borizt eftirfarandi:
Vegna greinargerðar sam-
göngumálaráðuneytisins, sem
birtist í blöðum og útvarpi
varðandi viffskipti þau er
fram hafa farið milli Bif-
reiðastjórafélagsins Hreyfils
og skömmtunaryfirvaldanna
vegna benzínskömmtunarínn
ar og annarra ákvæða varð-
andi framkvæmd hennar, vill
Hreylill taka það fram, að
strax eftir að skömmtunar-
reglugerðin var sett mót-
mælti félagið þegar ýmsum
ákvæðum hennar og gerffi
ítrekaðar tilraunir við
skömmtunarstjóra, viðskipta-
nefnd, fjárhagsráð og sam-
göngumálaráöherra til þess
að fá henni breytt. M. a. sendi
Hreyf ill skömmtunarst j óra
tillögur tii breytinga á reglu-
gerðinni ásamt greinargerð
fyrir breytingunum. í þess-
um tillögum er lagt til að
næturakstri bifreiöa verði
hagað þannig: „Heimilt er
að halda hifreiðastöðvunum
opnum til afgreiðslu á tima-
bilinu frá kl. 8 f. h. til, kl. 1
efti: miðnœtti og bifreiðum
heimill akstur til klukkan
1,30 eftir miðnœtti. Enn
fremur getur samgöngumála-
ráðuneytið, ef þurfa þykir,
leyft akstur ákveðinnar tölu
öifreiða til kl. 3 eftir mið-
nœtti.“ Þessum tilmælum
Hreyfils um breytingar á
reglugerðinni var ekki sinnt
að neinu.
Fyrr'greind reglugerö, sem
gekk í gildi 1. okt. s.l., varð
að því er næturakstursbann-
ið snertii? alls ekki fram-
kvæmd fram til 17. nóv. s.l.
Akstur fór fram allar nætur
óátalið af lögreglunni, auk
þess sem lögreglan hafði milli
göngu um að útvega almenn-
ingi bifreiðar, þrátt fyrir
næturakstursbanniff. 17. íióv.
s.l. barst svo Hreyfli bréf frá
samgöngumálaráðuneytinu
þess éfnis, að næturakstur
yrði leyfður með þeim tak-
mörkunum að 40 bifreiðar
skuli vera á vakt frá kl. 23
til kl. 2 eftir miðnætti og
aðeins á einni stöð; enn frem
ur var þar ákveðið, að bifreið-
arnar skuli vera merktar sér
stöku merki lögreglunnar.
Bifreiðastöðvarnar fram-
kvæmdu svo næturaksturinn
samkvæmt þessu.
Hæstvirtur samgöngumála
ráðherra hefir fullyrt það í
blöðum og útvarpi, að þessi
tilhögun hafi veriff gerð með
samkomulagi við Hreyfil.
Saga þessa máls er i stuttu
máli sú, að strax eftir að
benzínskömmtunin hófst, 1.
okt. 1947, sendi Hreyfill
nefnd manna á fund skömmt
unaryfirvaldanna til þess að
reyna aö fá aukaskammt, þar
sem fyrirsjáanlegt var aö
benzínskammtur sá, er fólks
biíreiðastjórum var ætlaður,
myndi reynast með öllu ó-
nógur. Niðurstaðan af þess-
um umleitunum varð sú, að
bifreiðastjórarnir fengu auka
skammt meff því skilyröi, að
næturakstur yrði tekinn upp
í því formi, sem hann hefir
verið í til þessa. Það, að
Hreyfill sætti sig við þessa
tilhögun næturakstursins og
næturvinnubannið var m. a.
gert með tilliti til þess, að
allur næturakstur yrði bann
aður. Reýndin varð hins' veg
ar sú, að fólksbifreiðastj órar
voru eltir með kærum og
sektarhótunum á sama tíma
sem einkabifreiðar óku ó-
hindrað allar nætur. Þessl
akstur einkabifreiðanna óx
síðan smátt og smátt, og lolte
fóru einkabifreiðarnar að
aka fólki gegn greiðslu a3
næturlagi, á sama tíma sém
atvinnubifreiðastjórum var
bannað að stunda vinnu
sína, þ. e. einkabifreiðarna.
tóku upp þá vinnu, er
skömmtunaryfirvöldin höfðú
bannaö atvinnubílstjórum aff
vinna. — Einkabifreiðir þsefi
sem hér áttu hlut að máíi;
voru allra tegunda, jeppar,
seridiferðabifreiðir, hálfkaýí a
bifreiðir og vörubifreiðir. Bif
reiðástjórar ■ þessara bifreiða
höfðu fæstir meira próf; biíé
reiðarnar sjaldnast tryggða'’.
til farþagaaksturs, engra
reglna gætt um verðlag og
ástand þeirra oft og tíöuifí
þannig, að þær voru ekkí
áksturshæfar. Þetta öryggis-
leysi varð almenningur a.i
sætta sig við á sama tíma og
þaulæfðum bílstj órum vo :
bannað að aka að viðlögðum
sektum. Þetta ófremdar
ástand hélzt svo óbreytt þa::
til undirréttardómur féll uni
næturaksturinn í byrjun jan.
s.l. Þá hætti lögreglan aff
skipta sér af næturakstrin-
um. Þar til hæstaréttardóm-
ur féll í fyrrgreindu máli. Þa
var hafizt handa á ný og á-
kveðið að byrja þegar aff
beita sektarákvæðunum.
Þegar áér var komið þess-
um málum, þótti bifreiða-
stjórum misréttið um fram-
kvæmd þessara mála orðio
óviðunandi, þar sem þe'r
einir allra stétta máttu ekki
aka bifreiðum sínum að nætr
urlagi; þeir máttu ekki einu
sinni aka sjálfum sér til og
frá.heimiium sínum, þyrftu
þeir á bifreið að halda aff
nséturlagi, var þeim meinað
að nota sinn eigin bíl, 'éfl;
áttu þess hins vegar kost, aff
taka á leigu jeppa eða sendi-
ferffabifreiö gegn margföldu
gjaldi.
Af því, sem hér segir, ætti
öllum að vera Ijóst, hvílíks
misréttis hefir gætt í fram-
kvæmd þessara mála, og áð
þaff er ekki að ófyrirsynju
að bifreiðastjórar hafa mót-
mælt sem einn maður.
Halastýfingin
Út af grein í „Tímanum“ 13.
þ. m. um halastýfingu kvígú
kálfa, vil ég leyfa. mér að'
segja þetta. Hjónin á Norður-
Fossi í Mýrdal, hafa tekið
upp þann siff að halastýfa
kvígukálfa, sem aldir eru upp
til þes's að verða kýr. Hefir
þeim þótt þetta vera hið
mesta þrifa mál með kýrnar.
Ef þetta er gert á kálfunum
nýfæddum, og ekki tekiö oi'
mikið af halanum, þá verð-
ur varla vart við, að kálfarn-
ir finni þetta, og er þetta allt
annað en að þurfa að vana,
nautkálfa, hestfolöld eða —
hrútlömb. Öllum, sem -til
þekkja , mun bera saman um.
það, að hjónin á Noröur-
Fossi eru hinir mestu dýra-
vinir, og fáir munu fara eins
vel með kýr sínar en einmitt
þau.
Sveinn Sveinsson.