Tíminn - 19.02.1948, Blaðsíða 8
Reykjavík
39. blað
•Við kunnum illa að búa til ódýran, snotran varning, er erlendii
1 feiöamenn vilja kaupa. Við gætum lært af hinum NorðurlandahjóJ-
úúum í því efni. Myndin hér að ofan er frá danskri sýn'ngu, þar
sem keppt var til verðlauna fyrir þess liáttar muni.
Sjö brezkar flugvélar á leið
§ til Reykjavíkur
Klukkan 3 í dag koma hingað á Reykjavíkurflugvöllinn 7
þreztear Lancesterflugvélar, sem ætla að fljúga norður yfir
norðurskautið, að því er starfsmaður í flugturni Ryekja-
Vtkurflugvallarins tjáði blaðinu klukkan hálf-tólf í morgun.
' Hingað koma flugvélarnar
frá Gibraltar og munu að lík-
indum halda áfram norður á
bóginn í nótt. Munu þær hafa
stúí;ta viðkomu á Jan Mayen,
éri koma hingað aftur eftir um
þáð bil 20 klukkustundir.
:' — Annars vitum við lítið um
férðir þeirra enn þá, vegna
þess, að við erum ekki komnir
í gott samband við þær enn,
én;þær eru á leiðinni, sagði
starfsmaðurinn, sem blaðið
tala'ði við.
Það er brezki flugherinn,
Söfnun barnahjálp-
árinnar gengur vel
Barnahjálpinni hafa að
undanförnu borizt ýmsar
myndarlegar gjafir. Sjálf-
stæðiskvennafélagið Hvöt hélt
samkomu og safnaði þar kr.
21,7.00 og hafði áður gefið 5000
kr. Jafnframt tilkynnti það,
að söfnun þess væri ekki lokið.
Þá hafa borizt ýmsar mynd-
arlegar gjafir frá skipshöfn-
um og fleiri starfsmannahóp-
ar hafa bætzt við.
•Jörundur Pálsson gaf ágóð-
ann af atómsýningunni eitt
kvöld og var jafnframt efnt
tjl samkomu í Listamanna-
skálanum fyrir almenning.
Þar flutti Sigfús Halldórs frá
Höfnum ávarp um barna-
hjálpina. Sýnd var áhrifarík
kvikmynd um neyðarástandið
í Evrópulöndunum. Kjartan
Ó. Bjarnason sýndi Heklu-
kvikmynd sína. Gerðu þessir
menn þetta allt saman ó-
keypis svo og starfsfólk sýn-
ingárinnar og skálans vinnu
sína. Er þetta mjög til fyrir-
myndar.
Jón Matthiesen ,kaupmaður
í Hafnarfirði, sem bauð
barnahjálpinni aðstoð sína
þegar í upphafi, er umboðs-
maður söfnunarnefndarinnar
Hafnarfirði. Hann hefir nú
opnað skrifstofu fyrir söfn-
unina í Hafnarfirði, og vinn-
ur að söfnuninni án endur-
gjalds.
sem stendur fyrir þessu flugi,
og er það rannsóknarflug.
Þetta er stærsti flugleiðang-
ur, sem brezki flugherinn
hefir gert norður á bóginn.
Frá BpeiðfirSiitga-
félagims
Kvikmynd af at-
vinnulífi við Breiða-
fjörð
Breiðfirðingafélagið hélt
aðalfund sinn 12. febr. s.l.
Starfsemi félagsins var all-
mikil á síöasta ári og skemmt
analíf fjölbreytt. Félagið hef-
ir og ýmsa nýbreytni á prjón-
i unum í starfi sínu.
Ýmsar deildir starfa innan
félagsins svo sem verið hefir
undanfarin ár. Er markmið
þeirra að gefa félögunum
kost á að taka þátt í félags-
starfi í þrengri hring en
félagið sem heild getur í té
látið. Og líka að fólk geti
frekar fundið þar þau verk-
efni, sem hverjum einum
hentar. Eina átthagatimarit-
ið sem út kemur á landinu
„Breiðfirðing“ gefur félagið
út. Félagið hefir hug á, þegar
aðstæður leyfa, að geta kvik-
myndað atvinnulíf við Breiða
fjörð, enda eru góðir starfs-
kraftar til þess í félaginu, en
sem stendur er margt sem
hamlar því, meðal annars
gj aldeyrisörðugleikar.
Fjárhagur félagsins hefir
blómgazt mikið á árinu og er
óhætt að segja, að nú þegar
er að miklu leyti séð fyrir end
ann á skuldum þeim er stofn-
að var til vegna hlutafjár-
kaupa í Breiðfirðingah/.mil-
inu h.f. þegar Breiðfirðinga-
búð var keypt, enda hefir
félagið hug á að gera hlut
sinn þar sem stærstan.
Stjórn félagsins skipa nú:
Sigurður Hólmsteinn Jóns-
(Fram 'iald á 2. síðu)
Allir báfar frá Neskaupsfað byrj-
aðir vefrarvertíð
1V«9 ssý Iu*aðfí*ysíi5iMS s fiann vefýmii að
taka tal
Állir bátar frá Neskaupstað verða gerðir út á vertíð í
vetur. Erú þeir nú aílir farnir að heiman, ýmist til róðra frá
ífornafirði, eða verstöðvum við Faxaflóa. Tíðiniiamaður
Tímans hefir átt viðtal við Níels Ingvarsson framkvæmda-
síjóra í Neskaúpstað og spurt hann frétta af atyinnulífinu
Skipsberna af Esjn
drukknar við Akur-
eyrarbryggju
I1ÉI3, sem Ibbeib vai* í
raaasB í sjálím
þar.
Allir bátar komnir í
verið.
Ailir bátar sem heima eiga
í Neskaupstað, verða gerðir
út í vetur. Eru þeir allir farn-
ir að heiman í verið. Alls eru
gerðir út frá Neskaupstað 12
—14 vélbátar, þar af þrír stór
ir nýir bátar og 3 stórir bátar,
sem eru nokkurra ára gaml-
ir. Auk þess eu 6—8 smærri
vélbátar. Fjórir smærri bát-
anna eru í vetur gerðir út
frá Hornafirði á þorskveiðar
með línu, en aðrir frá ver-
stöðvum við Faxaflóa. Einn
gengur til veiða frá Djúpa-
vogi. Einn vélbátur, Sleipn-
ir, er gerður út með vörpu og
hefir aðsetur heima í Nes-
kaupstað.
Auk þessa vélbátaflota eru
gerðir út tveir nýir togarar
frá Neskaupstað. Annar er
Egill rauði, sem er eign bæj-
arútgerðarfélagsins. Kom
hann til landsins um mán-
aðamótin júní og júlí, síðast
liðið surriar. Hinn togarinn
heitir Goðanes og er eign
samnefnds hlutafélags. Hann
kom til landsins í desember-
lok síðastliðinn. Báðum tog-
urunum hefir gengio mjög
vel, og koma þeir við heima
í Neskaupstað í hverri ferð,
nema þegar þeir einhverra or
saka vegna eru tilneyddir að
koma til Reykjavíkur. Er
mikil atvinnubót að báðum
þessum skipum i bænum, og
flestir af áhöfn þeirra eru frá
Neskaupstað.
Fámennt í bœnum meðan á
vertíð stendur.
Á hverjum vetri, þegar bát-
ar fara í verið fækkar mikið
í bænum, þar sem svo mikill
fjöldi af mönnum fer burt,
með bátunum. Vélbátaflot-
inn er aldrei gerður út heim-
an frá Norðfirði framan af
vertið. Þegar hins vegar kem-
ur fram á, í apríl og maí,
koma bátarnir heim úr ver-
inu og ganga til róðra heiman
frá Neskaupstað, það sem eft-
ir er ársins. En þá hefjast
dragnótaveiðar þaðan af full
um krafti.
Efling hraðfrystihúsiðn-
aðarins.
Um þessar mundir er verið
að ljúka við smíði nýs frysti-
húss í Neskaupstað og er það
í þann veginn að taka til
starfa. Kemur það til með að
afkasta 10—15 smálestum á
sólarhring. Er það íshúsfélag
Norðfirðinga, sem stendur að
þessari framkvæmd. Sama
félag á annað hraðfrysti-
hús, sem byggt var árið 1936.
Auk þess er í smíðum í Nes-
kaupstað annað hraðfrysti-
hús, sem er eign samvinnu-
félags útgerðarmanna og er
það þeirra lang stærst. Nokk-
uð skortir þó á að það hús sé
fuilbúið, og vantar enn ýmis-
legt, sem til þess þarf, en
vonir standa þó. til að hægt
verði að flýta framkvæmdum
svo að hiisið koúífet sem fyrst
í gang. Þegar þegsi- frystihús
eru öll tilbúin að.*taka á móti
fiski til frystingat eru Norð-
firðingar vel settir :með hrað-
frystihúsakost.
Vegurinn yfir O&dsskarð.
Samgöngur háfa verið með
allra erfiðasta möti í vetur.
Skipaferðir mjög.strjálar og
ófærð á landi vegna snjóa.
Norðfirðingar þi.nda mikl-
ar vonir við það. áð vegurinn
yfir Oddsskarð verði fær að
sumri, og Norðfjörður komist
þannig í öruggt vegasam-
band.
Síldveiðin heldur
enn áfram
Síldveiðarnar eru nú aftur
komnar í fullan gang í Hval-
firði. Mikil veiði er þar enn.
Segja sjómenn, að óhemju
síld sé í firðinum, en enn
er örðugt að fást við hana,
sökum þess hve djúpt hún
heldur sig. Er það stundum, að
síldin greinir sig ekki frá botn
inum á dýptarmælunum.
Sýnir mælirinn þá oft nokk-
urra faðma minna dýpi en vit-
að er, að er á staðnum.
Síðan veður kyrrðist, hafa
mörg skip fengiö ágætan afla
í Hvalfirði. Nokkrir bátar lágu
líka inni í firði með fullfermi
síldar og biðu eftir því, að fært
yrði með hlaðna'P.báta út úr
firðinum til Reyícjavíkur.
í fyrrinótt byr^ilöu skipin
að koma til ReyKjávíkur með
síld og voru níu fýxstu skipin
komin í gærmorgipL.Í gærdag
komu hins vegaf-Lgngin skip,
en eftir miðnætt® úótt byrj-
uðu skipin að koniV nftur með
siid.
Frá' því eftir "ímið'oætti í
nótt og þar til kíúkkan tíu í
morgun komu 19 steip með sild
til Reykjavíkur,";sem gerði
nær tólf þúsund mál.
Skipin, sem komu í nótt, eru
þessi: Þorsteinn EA. með 700
mál, Hannes Hafsteln með 680
mál, Dagur með 300 mál, 111-
ugi með 1000 máí, Siglunes
með 1450 mál, Bjarmi með
300 mál, Fróði með 200 mál,
Ingólfur M.B. með 100 mál,
Sigríður með 800 mál, Keilir
með 880 mál, Huginn III með
650 mál, Gylfi með 500 mál,
Sveinn G-uðmundsson með 600
mál, Ægir með 450 mál, Jökull
með 1550 mál, Akraborg með
250 mál, Hafborg með 450 mál,
Hólmaborg með 800 mál, Sæ-
var með 600 mál.
Þegar er búið að losa sum
þessara skipa og verið að losa
(Framhald á 2. síðu)
Síðastliðið þriðj udagskvöld
vildi það sviplega slys til á
Akureyri, að ung stúlka, Lilja
Guðjónsdóttir að nafni,
drukknaði í höfninni þar, en
hún var í bíl, sem rann fram
af Torfunesbryggju.
Nánari tildrög þessa slyss
voru þau, aö rnaður að nafni
Haraldur Karlsson fór á bif-
reið sinni niður á Torfunes-
bryggju, þar sem strandferða-
skipið Esja lá. Er þangað kom
kom Lilja að máli við hann,
en hún var þerna á strand-
ferðaskipinu. Bað hún Harald
að lofa sér að ta,ka í bilinn,
hvað hann gerði. En Lilja
var óvön akstri og gekk taíll-
inn skrykkjótt í fyrstu. Margt
fólk var á bryggjunni og
þurfti fyrst a'ð aka aftur á
bak ,til að koma bílnum upp
af bryggjunni. En það skipti
engum togum, að billinn rann
út af bryggjunni. Tókst Har-
aldi, sem sat við hlið Lilju í
bíinum að komast út um
dyrna r,en Lilja fór i sjóinn
með bílnum.
Þá gerði ungur maður, nem-
andi í Menntaskólanum, til-
raun til að bjarga Lilju með
því að kafa niður að bilnum,
en hann komst ekki inn í
hann. Aðstoðaði hann þá
skipverja á Esju við að koma
köðlum undir bílinn, þar sem
hann lá á botninum, og kafaði
(Framhald á 2. síðu)
Leikfélag Akureyrar
sýnir leikrit eftir
séra Jakob Jónsson
Leikfélag Akureyrar er
að hefja sýningu á nýju leik-
riti eftir séra Jakob Jónsson.
Nefnist það „Hamarinn“ og
gerist nú á dögum. Jón Norð-
fjörð annast leikstjórn og
leikur aðalhliUverkið. Leik-
endur eru mjög margir, eða
alls 25.
Eitt leikrit hefir áður verið
sýnt eftir séra Jakob Jónsson.
Er það leikritið „Öldur“, sem
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
fyrir nokkrum árum.
i
Hjólreiðaraaður
slasast
í morgun fannst maður
liggjandi á Kaplaskjólsvegi.
Hafði hann fallið af reiðhjóli
fyrir þá sök, að gaffallinn
hafði brotnað. Stóð maðurinn
samt upp af sjálfsdáðum en
var fluttur í sjúkrahús og
gert að sárum hans. Var hann
allmikið meiddur 1 andliti og
tennur brotnar. Heitir hann
Ragnar Bjarnason og vinnur
hjá vélsmiðjunni Héðinn.