Tíminn - 21.02.1948, Síða 4
TÍMINN, laugardaginn 21. ferúar 1948.
42. blað
MsrgunhugSelðin
Nokkru eftir aldamót og
xram yfir 1930 var öflugasti
og um ieið þjóðhollasti félags-
sKapur æskunnar í landinu
samemaður i ungmennafélög-
unum.
Ungmennafélögin höfðu
mörg ahugamál, er voru vel
tíl þess íallin að lyfta hug
æskumannsins yfir örðugasta
hjallann á þroskabrautinni.
Þau ieystu úr læðingi ómót-
uð og dulin öfl í sámeiginlegu
ataki margra um fjölmörg
'þjóðnýt mál.
Innan vébanda ungmenna-
félaganna lærði æskan að
koma hugsjónum sínum í bún-
:ng orðs og athafna. Fyrsta
ooðorð U. M. F. er heiðaTleiki
orði, heiðarleiki í verki og
íórntýsi fyrir málum, er
horfðu til íramfara í víðtækri
merkmgu. Enginn heiðarlegur
angmennafélagi spurði hver
1 unin yrðu fyrir þá fórn.
M xrgt af þeim málum, er U.
M. F. börðust fyrir, náðu ekki
framgangi i því formi, er þau
voru hugsuð í upphafi, og
fum komust ekki í búning
veruieikans í nokkurri mynd.
Til þess skorti margt, er að
vonum var með jafn fámennri
og fátækri þjóð.
Það er raunaleg saga hve
mörgum hættir til að kasta
scemi að brautryöjendastarfi
'U. M F. af þessum ástæðum.
Hitt er venjulega lagt í lág-
ina, hve miklu U. M. F. komu
til leiðar á umræddu tímabili.
Þau mál, er U. M. F. börð-
ust otulast fyrir, voru meðal
annars fánamálið, íþrótta-
mál, íegrun móðurmálsins,
skólamál, bindindismál
Héraðsskólarnir eru nær-
cækasta vitnið. Ef sú saga
væri skráð án hlutdrægni, er
Vist, aö á nútímamælikvarða
mundu þær fjárhæðir, er U.
M. F. lögðu fram til héraðs-
skólanna vera svo miklar, að
undrun sætti.
Axmar ómetanlegur liður í
staríi U. M. F. var fundar-
starfsemi þeirra. Við funda-
hóld og ræðumennsku lögðu
xelögin mikla rækt, enda má
svo að oröi kveða, að á blóma-
árurn U M. F. væru flestir
meðlimir þeirra allgóðir ræðu-
menn, er a drengilegan og
skipulegan hátt gátu komið
nugsunum sinum í búning í
ræðutormi á óbjöguðu móður-
máli.
Bindindismálið var þá, og er
:i dag, stormál fyrir æsku þessa
lands.
Það þótti hneisa, ef sannur
angmennafélagi andmælti
bmdindisstarfsemi, og tví
mæialaust hneyksli ef hann
gerðist brotlegur í þeim efn-
um.
Á þessu glæsilega tímabili
æskunnar í landinu var ver-
aldlegur auður harla lítill.
Æskumenn þeirra ára höfðu
ekki íullar hendur fjár úr að
spila. Þær fáu krónur, er æsk-
an hafði handa á milli voru
:i augum hennar dýrmætur
sjóður, er ekki mátti verja til
annars en hugsjónamála, er
miðuðu að fegrun lands og
þroskun lýos.
I meðvitund fólksins var
mótuð sú sterka sannfæring,
að fjármununum mætti ekki
eyöa til annars en nytsam-
iegra framkvæmda, er mið-
uðu að ákveðnu marki í við-
reisnarstarfi þjóðarinnar.
Þó að æskulýðurinn eyddi
um þessar mundir engu í
„sport“, var hann áreiöan-
Hftir Baiiíel Síflsí|áBiss»Ba9 SScigSaacla.
lega miklu ánægðari með kjör
sín en æskan í ár með fullar
hendur fjár, skemmtanir og
I „lúxusbíla“.
j Ungmennafélagsæska liðnu
áranna starfaði í þeirri vissu,
að hún væri að vinna í hag-
(inn fyrir framtíðina, og hver
1 getur mælt gegn því, að hún
hafi gert það. Ungmennafé-
lögin hafa skilið eftir verkleg
og andleg verðmæti, er eiga
; eftir enn um stund að lýsa
okkur veginn fram á leið
gegnum öldurót og boðaföll
utanaðkomandi áhrifa, er
þjóðin öll skelfist af um hríð.
i Með styrjöldinni miklu 1939
hefst nýr þáttur í lífi íslenzku
æskunnar.
! Hernám og á margan hátt
leiðinleg sambúð íslendinga
og hersins, leiddu oft til á-
1 rekstra, er ekki voru til þess
fallnir að auka á sjálfsvirð-
ingu íslendinga, og því síður
,var sú sambúð vel til þess
fallin að örva íslenzka æsku til
sjálfstæðra dáöa. Einkum
varð hið veikara kyn hart úti
í þeim viðskiptum, og hafa
íslendingar þar . goldið af-
ihroð, er eigi verður metið.
Auðsóttir og óvæntir fjár-
munir flutu inn í landið.
Það má svo að orði kveða,
að þeir, sem réttu fram hend-
urnar, gætu fengið nægtir af
fjármunum hjá þessum er-
lendu gistivinum.
Umrót skapast í þjóðarbú-
skapnum. Fólkið streymir frá
framleiöslunni, einkum sveit-
unum, til höfuðborgarinnar,
þar sem erlendi herinn hefir
aðalbækistöðvar.Allir fá vinnu
og fjármuni. Öldungurinn og
fermingardrengurinn eru
jafngildir starfsmenn hjá
þeim erlendu og orkumaður
— 30 ára.
Þjóðin veit vart hvar hún
er á vegistödd.
Forráðamennirnir tvístíga,
verða ósammála um skiptingu
auðsins og gildi hans fyrir
þjóðina. Spákaupmennska og
brask er hafið.
Fjármunir eyðast á ótrú-
legan hátt, renna út í sand-
inn, án þéss að skilja eftir
varanleg verðmæti fyrir fram-
tiöina eins og efni áttu að
standa til.
Æskan fer ekki varhluta af
þessum tímum. Drengir og
stúlkur á fermingaraldri
vinna fyrir hærra kaupi nú en
æðsitu menn þj óðarinnar
höfðu fyrir nokkrum árum.
Og það sorglega skeður.
Æskan lærir ekki að meta
gildi auðæfanna á réttan
hátt.
í stað sparsemi og fullvissu
um það, að peningar séu verð-
mæti, ályktar æska þessara
ára, að peningar séu aðeins
verðmæti fyrir líðandi stund,
til að kaupa falleg föt, fara á
skemmtanir, ferðast í bílum,
kaupa vín og tóbak.
í stað þeirrar höfuðdyggöar
allra sannra ungmennafélaga,
að neyta ekki áfengra
drykkja, þykir það ekki leng-
ur tiltökumál, þótt æskumenn
séu þétt ölvaðir á samkomum,
og gildir þetta einnig um
kvenþjóðina.
Eldmóður frumherja U. M.
F. er horfinn. Stefnuleysi
æskulýðsins um flest þjóð-
þrifamál er auðsæ, þrátt fyrir
bætt lífskjör.
Mörg ungmenni eyöa —
jafnvel svo hundruðum króna
skiptir — í skemmtanir yfir
eina helgi. Auðvitað fer bróð-
urparturinn af þeim fjármun-
um í áfenga drykki.
Haldið þið, sem unnið landi
og þjóð, að sú æska, sem lifir
slíku eyðslulífi, sé líkleg til að
drýgja dáðir?
Haldið þið, að þc-tta verði
kjarnmikið fólk og uppbyggi-
legt í þjóðfélaginu?
Þetta fólk á bágt.
Það vantar flest er heilbrigð
æska þarf að eiga, en það er
viljakraftur, trú á sjálfan sig
og trú á lífið.
Að vísu eru hér margar
undantekningar, en þær eru
of fáar.
17. júní 1944 var sjálfstæði
landsins hátíðlega lýst yfir
meö ræðuhöldum og hljóð-
færaleik. Mörg hraustleg
orð voru töluð og við vorum
þá stundina óneitanlega
„stórir menn“, sem allir vegir
virtust færir. Vonandi verð-
um við alltaf sjálfstæð þjóð,
er engir örðugleikar fá bugað,
en óneitanlega grípur hroll-
kenndur kvíði inn í framtíð-
ardrauma lcomandi tíma, ef
litið er á raunverulegt viðhorf
í ýmsum málum. Nægir í því
sambandi að rninna á hætt-
una, sem þjóðinni stafar af
áfengisneyzlunni. Það hefir
löngum verið umtíeilt mál,
hvort á íslandi ætti að gild-a
bann við sölu áfengra
drykkja eða hvort leyft skyldi
að selja þá. —- Skoðanir um
málið voru skiptar, en svo fóru
leikar að lokum, að andbann-
ingar urðu bindindismönn-
um yfirsterkari.
íslenzka ríkið hefir um
nokkurt árabil rekið hér vín-
sölu af miklum dugnáði.
Oflangt mál yrði að rekja
allar þær sorgarsögur, sem
þessi verzlun íslenzka ríkisins
hefir leitt yfir hundruð heim-
ila og þúsundir einstaklinga i
landinu. Ég geri ráð fyrir því,
ef formælendur vínsins ættu í
þeim efnum að standa reikn-
ingsskil ráðsmennsku sinnar,
að mörgum þætti reikningur-
inn hár.
íslenzka ríkið selur vínið
með mikilli álagningu, og er
ekkert við því að segja, fyrst
það er selt á annað borð, því
svo virðist, að vínið sé keypt,
hvað sem það kostar.
En eftirlitsleysið með því
hverjir kaupa vínið, er með
eindæmum.
Það er staðreynd, að mikið
af því víni, sem neytt er í
landinu, er keypt á „svört-
um markaði" af neytendum.
Það er opinbert leyndarmál,
að á samkomum, sem haldnar
eru — einkum að sumrinu —
koma bílstjórar úr höfuð-
stað landsins með allmikið til
sölu á skemmtisamkomum í
sveitunum. Álagning frá
þeirra hálfu, er selja á svört-
um markaöi, mun vera all
rífleg.
Þetta hlýtur forráðamönn-
um þjóðfélagsins að vera
kunnugt um, og þetta er ein-
mitt skaölegasta vínverzlunin
af öllu. Hver áhrif þetta hefir
á skemmtisamkomur, þar sem
æska héraða og kaupstaða er
boðuð saman til saklausra
leikja, er auðsæ.
Venjulega enda samkomur
með barsmíðum og meiðsl-
um ölóðra manna, og þeir er
utanvið ölæðið standa forða
(Frc.mhald á 6. siðu)
í dag er Þorraþrællinn en á morg
un er konudagur, þegar Góa byrj-
ar. Ég var að fá bréf frá Þórarni
Þorleifssyni á Skúfi. Það er gott
bréf og skemmtilegt og af því að
þar eru konudagsvísur birti ég þær
strax, þó að þær séu í síöari hluta
bréfsins og ljóðmælið heldur langt
fyrir þessa. dálka. En nú sný ég aö
bréfinu:
„Ég hefi hér líka nokkrar skamm
hendur. Það eru Konudagsvísur. Á
konudaginn byrjar Góan, en þá er
einn mánuður til vorinngöngu og í
sumum tilfellum vaknar þá vorhug
urinn, enda segja menn hér norð-
an lands, aö það sé grimmur Góu-
dagur, ef ekki „taki í“ í þessum
eða hinum staðnum, sem við sólu
snýr.
Vísurnar eru 12 og ég held að
engar 2 séu alveg eins að rími, þó
að allar séu þær skammhendur. Þó
munar litlu með tvær. Þetta er til
gamans gert.
Sólin hækkar, sjóar lækka,
senn er komið vor,
loftið blánar, ludin skánar,
léttast mönnum spor.
Skríkjan syngur sólar óöinn
sinn um morgunstund,
hún er æfa ástarljóðin
undir vinafund.
Sér nú lóa í hugans hilling
heiðalöndin sín,,
auö og ijóð í árdagsgylling
óskaströndin skín.
Vetrar brestur bráðum ísinn
bölið sezt um leiö,
síiSim hesti himindísin
heldur br^r á skeið.
Geisla hófum hjarnið spornar
himins skeiðandi
yfir sjó og fannir fornar
faxið breiðandi.
Fjallsins brettast brúnahryggir,
björg sig fetta há.
Hrís úr fléttum hreiður byggir
hrafn í klettagjá.
Grætur klaki, grænkar þakið
gaman verður þá,
gott að vaka, vængjabaki
vorsins svífa á.
Hláku asa flæði fjasa
færa snjú í sjó,
lækir masa, lambagrasa
lifnar tó í mó.
Ljóðahreimur, ljúfur eimur
loft er fyllandi,
bjartur hreimur hverjum
tveimur
hjörtu stillandi.
í röðuls fangi rós á vanga
roðnar angandi.
Vetur strangi leið burt langa
leggur gangandi.
'Kií i
Lengist dagur gígjan gellur
Fullin drekka skal.
þrengist bragur, frýjan fellur.
gallin, rekka val,
Þjóðarvar^ra hörðum hrindi
höppin sendandi
góðir andar létti lyndi
leiðir bendandi."
Svo er hér bréf frá sveitakonu:
„Ég kom á skemmtun hér um
kvöldið. þar talaði þjóðkunnur
maður.semhefir setið í mesta valda
sæti landsins, maður sem ég hefi
dáðst að og litið upp til. Ég hlakk-
aði því mikið til að hlusta á hann.
Það er nú svo með mig, að ég er
ekki menntuð kona. Ég átti lítið
fé á unglingsárunum og hefi jafn-
an haft nóg að starfa. Þegar „á-
standið" ríkti með þjóðinni, var ég
gift kona í sveit. Ég fékk því aldrei
tækifæri til að læra ensku — —.
En þegar blessaður þjóðskörungur-
inn fór að tala, á íyrrnefndri sam-
komu, þá flaut þar með fjöldi út-
lendra orða, sem ég ekki skildi.
Þegar ég les sögur á Noröurlanda-
málunum, verð ég „sökum mennt-
unarskorts" að ráða í merkingu
margra orða af efni þeirra, sem
fara á undan og á eftir. Sömu að-
ferð varð ég að hafa við ræöu þessa
landa míns og verð' ég að segja
að mig furðar á því, að jafn
þjóðhollur maður skuli gjöra þetta
og annaö eins. Mér finnst þetta
bera vott um lítilsvirðingu á tung-
unni og á hlustendum og vera þeim,
sem talaði, til hinnar mestu liáð-
ungar. Það kemst enginn svo hátt
í þjóðfélagsstiganum, það verður
enginn svo vinsæll, að honum dugi
að misbjóða íslenzkri tungu — eða
finnst þér það Pétur minn?“
Mér cr ljúft að koma þessum or*-
um á framfæri. Ókærni góðra
manna um að vanda mál sitt er svo
mikil og almenn, að það er mjög
þarft að einhvern tíma heyrist
raddir, sem segja þeim þann sann-
leika, að þeir vaxa alls ekki af
þeirri óvöndun.
Pétur landshornasirkilL
?
Jörðin Keta
í Rípurhreppi, Skagafirði, fæst til kaups og ábúðar
á næsta vori.
1. Jörðin er vel í sveit sett.
2. Bílvegur heim í hlað.
3. Stórt, véltækt tún í góðri rækt, ótæmandi rækt-
unarland.
4. Vatnsleiðsla sjálfrennandi í íbúð og peningshús.
5. Raflýsing með mótor.
6. Traust og vandað íbúðarhús úr steini.
7. Afgirt beitiland og tún.
Áhöfn og heyvinnuvélar geta fylgt, ef óskað er.
Semja ber fyrir 20. marz n. k. við undirritaðan
ábúanda og eiganda.
Réttindi áskilin.
Ketu, Hegranesi, 14. febr. 1948
Árni Sigurhsson
UTBREIÐIÐ TIMANN