Tíminn - 25.02.1948, Síða 3

Tíminn - 25.02.1948, Síða 3
45. blað TÍMINN, miðvikudaginn 25. febr. 1948. Hallgrímur Benediktsson og semenísveröiö Byggir liaisei forréttÍHðakröínr sánai* á því aSS afncMæ rcikniagnm frá fyrlríæki síbh? Hallgrímur Benediktsson heldur áfram, í Morgunblaðinu 24. þ. m., blekkingum sínum um sementsverðið. Meðal ann- ars neitar hann því, að verð á dönsku sementi, kr. 322,35 pr. smálest, hafi verið til í verzlun sinni. Til þess að afsanna þessa neitun Hailgríms birtist hér I.iósmynd af reikningi frá H. Benediktsson & Co., dags. 10. sept. 1947. (Sjá meðfylgjandi ljósmynd af reikningi til Eddu). Samkvæmt þessum reikningi er verð H. Benediktsson & Co. kr. 54.80 pr. tunnu @ 170 kg. nettovigt, eða kr. 322,35 pr. ' 1000 kg. Eins og einnig var tekið fram í Tímanum 21. þ. m. seldi H. B. & Co. 14. okt. 1947 sement á kr. 54,80 pr. tunnu, eins og meðfylgjandi ljósmynd ber með sér. (Sjá meðfylgjandi Ijós- mynd af reikningi til Ingibergs Grímssonar). Samkvæmt þessum reikningi er verð H. B. & Co. kr. 54,80 pr. tunnu @ 170 kg. eða kr. 322.35 pr. 1000 kg. Að um danskt sement sé að ræða í báðum umræddu til- fellum, sést á því, að fjórir sekkir eru í tunnunni. Það stendur því óhaggað, að H. B. & Co. selja í sept og okt. 1947 danskt sement kr. 5,39 hærra, en Sís seldi sement úr „Hvassafelli,,, en það telur H. B. í greinum sínum að hafi verið kr. 316.96 pr. smál. Uin verðlag það á sementi frá H. B. & Co., er meðfylgjandi sölureikningar sýna, farast Hallgrími Benediktssyni svo orð í svargrein sinni í Morgunblaðinu 24. þ. m.: „I sambandi við leik „Tímans“ að tölum, í áminnstri grein, er nóg að geta þess, að verðið á dönsku sementi, krónur 322,35 hver smálest, sem „Tíminn“ minnist á, hef- ir ekki verið til í verzlun okkar.“ Lésendur Tímans geta svo dæmt um, samkvæmt ofanrit- uðu, hvort yfirleitt sé hægt að trúa nokkru orði af því sem H. B. ritar um sementsverðið. Eins og ljósmyndir af sölu- reikningum frá H. B. & Co., sem hér eru birtai’, bera með sér, er vei-ð á dönsku sementi frá þeim í septcmber og október 1947: kr. 54.80 pr. tunnu @ 170 kg. nettovigt, eða kr. 322,35 pr. 1000 kg. H. B. heldur uppi blekkingum um sementsverðið á Akureyri. En þó verðið væri upphaflega áætlað til kaup- enda, var það staðfest af umboðsmanni verðlasstj. á Akur- eyri nokkru áður en H. B. skrifaði fyrstu grein sína kr. 329,00 pr. smálest hjá Kea, en kaupmenn á Akureyri seldu sement ár samaskipi frá stór-heildsalanum á kr. 340.00 pr. smálest. Sambandssementið var því 11 krónum ódýrara. Hallgrímur Benediktsson birtir ljósmyndir af tveimur reikningum með grein sinni og eiga þær að sýna að þann 9. þ. m. hafi sementið hjá H. B. & Co. verið kr. 271.10, en hjá S. í. S. kr. 316.96. Á hinum ljósmyndaða reikningi S. í. S. sést að um danskt sement er að ræða eða sams konar sement og H. B. & Co. seldu á kr. 322.35. Þetta afsannar því ekki að neinu leyti það, sem Tíminn hélt fram, að S. í. S. selur nú enskt sement á kr. 269,68 smál. eða ódýrar en Hallgrímur sel- ur nú sitt sement. Sannleiksást Ilallgríms má m. a. dæma á því, að hann taldi í fyrri grein sinni, að verðið á enska sem- entinu hjá S. 4. S. væri kr. 316.96 pr. smál. Samkvæmt grein H. B. í Morgunblaðinu 24. b. m. segist hann hafa flutt inn frá Álaborg í september s.l. danskt sem- ent, verð 271,10 pr. smál. Er því fengin staðfesting á því, að jafnvel H. B. sjálfur flytur inn sement frá Danmörku á mis- munandi tímum og fer verðmismunurinn allt upp í kr. 51,25 pr. smálest, þar sem hann hefir selt danskt sement á kr. 322,35 smál. Það virðist því ástæðulaust að gera frekari samanburð á verði á sementi fluttu inn frá mismunandi löndum á mis- munandi tímum. En ef H. B. hyggst að afla sér einhverra forréttinda um innflutning til landsins með slíkum skrifum, verður þess vissulega krafist að hann byggi þær á sterk- ari grundvelli en að afneita í'eikningum frá fyrirtæki sínu. H. BENEDIKTSSON & CO, REYKJAVÍK /oyfc) Afhent frá heildsöíunníJt Reykbvík Skilmálar, Samtais kr. Móttekiö 0)1 viðtbihi eru báð sktlmáium Féiagt islonzkra tXórkaupmanna,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.