Tíminn - 25.02.1948, Síða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 25. febr. 1948.
45. blað
—4-
n'
IÐNSKÖLI í SVEIT
-vívðurl
Greinargerðin fyrir frmnvarpi Haimilials
þvi sex ára tímabili, sem
sDyrjðidin stóð yfir, var mjög
litiö byggt í sveitum og smá-
kauptúnum. Ein af mörgum
or’sökum þessarar kyrrstöðu í
byggingarmálum sveita og
! "kaupcuna var sú, að flestir
þeir, sem helzt kunnu þar
eittnvað til smíða, gerðust
;„gervismiðir“ við byggingar
*• 'ryrir setuliðið eða fyrir inn-
'íenda íðnaðarhölda í kaup-
scöðum landsins. Síðan hefir
■^ú raun á oröið, að margir
þtíssa,ra manna hafa setzt að
■u Reykjavík og kaupstöðun-
um og vinna þar enn að ým-
iss Konar iönaðarstörfum. Af
þessu leiðir, að í sveitum og
kauptúnum er nú næsta fátt
m anna, sem nokkuð verulega
> kunna til bygginga, og reynsl
art er sú, að úr kaupstöðun-
um eru smiðir ófáanlegir til
aö veita byggingum í sveitum
eöa kauptúnum forstöðu,
jafnvel hvaða kaup og fríð-
,;p}jdi sem í boði eru.
í>að er því augljóst mál, að
iram úr þessum vanda verð-
.jrr iö ráða með sérstökum
aógeröum. Kemur mönnum
, -þá helzt í hug að byggja á
verknámi því, sem nú er haf-
:io i nokkrum héraðsskólum
pg gagnfræðaskólum lands-
íns, og gefa í viðbót við það
kost á tveggja ára skipulegu
rþpMöarnámi í heimavistar-
.SKóla i sveit, eins og hér um
xæðir
, £r það von flutningsmanna
þessa frumvarps, að með því
moti mætti takast að ala
sinam saman upp meðal
.þeirra, sem í sveitum og kaup
, tunum búa, allálitlegan hóp
.. t'öhlæröra manna til þess að
' takast þaó nauðsynlega verk-
exm á herðar að koma bygg-
"mgarmálum sveita og kaup-
Vóna i sómasamlegt horf.
•Uin ástand byggingarmála
‘f sveitum eru til nokkrar
" Skýrslur, og skal nú vikið að
■ s:uokkrum atriðum, er þau mál
Várða, til þess að sýna fram
á, hversu brýn þörf er á því
‘ Vo auövelda svo fljótt sem
■k’vérða má víðtækar bygging-
■ ’artrainkvæmdir í sveitum og
I Siávarþorpum.
r Arið 1910 voru byggð býli
x<r lia vera 6796. Þá voru torf-
m'oæir 5035 eða 74%. Timbur-
hus í sveitum voru það ár
íHlin1628 eða 24%. En þá
’-voru steinhús aðeins 139 tals-
Jus eða rétt tæpast 2%. —
r Hæsc af þessum svo nefndu
steinhúsum voru þó úr stein-
...sceypu, heldur munu þau
. xJest hafa verið hlaðin úr
sceini á einn eða annan hátt.
- Þetta voru samt einu bygg-
„mgarnar, sem talizt gátu
,,;apKKurn veginn varanlegar.
Aö pvi er timburhúsin snert-
ir, er rétt að vekja athygli á,
að tala þeirra er óeðlilega há.
Stafar það af því, að þegar
i(.þessi skýrsla var gerð, voru
;>Calm meö sveitum ýmis
...smærri þorp, sem í síðari
skýrslum voru talin sjálfstæð
. káuptún. Ekki er þess aö
'dýljast, að allmörg timbur-
húsanna munu hafa verið
iremur lélegar byggingar,
sem ekki þurftu síður endur-
byggingar við en flestir torf-
bæirnir. Flest munu timbur-
húsin hafa verið í sjóþorp-
únum. Sést það meöal annars
af þvi, að 700 þeirra, eða
nærri helmingurinn var í Gull
bringu- og Kjósarsýslu, ísa-
ájarðarsýslum og Suður-
\ a ídiiiiar.ssoisa r og Hersuaims Jónassonar,
Múlasýslu, en eins og kunn-
ugt er, er mikiö útræði í þess
um sýslufélögum og búskapur
og sjósókn víða rekin þar
jöfnum höndum af sömu
mönnum.
Af þessu sést þá greinilega,
að um 1910, eða fyrir svo sem
38 árum síöan, þurfti um það
bil 80—9Q% af húsakosti
sveita og kauptúna fljót-
legrar endurnýjunar við. Er
þetta, eins og menn sjá, all-
ömurlegt ástand, sem fæstir
mundu vilja una við.
Svona slæmt er þá ástand-
ið í þessum málum heldur
ekki í dag. Dálítið hefir þok-
azt í áttina, þótt lítið sé.
Árið 1931 eru torfbæirnir
taldir 2253 að tölu, eða 38,5%
af öllum íbúöarhúsum. Úr
ýmsu efni (aöallega timbri
og torfi) eru talin 1052 hús,
eða um 18%. Samtals gerir
þetta 3305 íbúðir, eða 56,5%.
Timburhúsin eru þetta ár
1617, eða heldur færri en þau
voru 1910. Steinhúsin eru orð
in 934, eða 16%. Hefir þeim
fjölgað um ca. 800 á þessum
20 árum. Nú er það stein-
steypan, sem hefir haldið
innreið sína sem aðalbygg-
ingarefnið í sveitunum eins
og í kaupstöðunum.
í árslok 1940 eru byggðar
jarðir taldar 6006. Þá eru
húsalausar jarðir 526. Miðað
við tölu íbúðarhúsa á jörðum
1932 hefir byggðum fjölgaö
um 150 á þessu árabili. Bygg-
ist þessi fjölgun á því, að
reist voru um 250 nýbýli á
þessum umrædda áratug.
Torfbæir eru nú 1398 og
bæir úr ýmsu efni 658, eða
samtals 2056. í þessum flokki
íbúðarhúsa eru þannig enn í
árslok 1940 34,2% allra íbúð-
arhúsa í sveitum og kaup-
túnum.
Timburhúsin eru þá enn
1918 eða 32%, en steinhúsin
éru þá orðin 2032, eða 33.8%.
Svarar það, eins og menn sjá,
til þess, að steinhús séu kom-
in á þriðju hverja jörð í
landinu.
Þetta er sem sé nokkuð í
áttina, miðað við það, sem
var 1910, en hinu má þó ekki
gleyma, að þessi skýrsla sýnir
berlega, að fullur þriðjungur
íbúöarhúsanna eru fallandi
torfkofar, auk þess sem
reikna má með því, að um
það bil hsjmingur timbur-
húsanna séu fremur lélegar
mannaíbúðir.
Þannig eru það því sam-
kvæmt ofangreindum skýrsl-
um rétt um 50% af íbúöar-
húsum sveita og sjávarþorpa,
sem ekki geta talizt mann-
sæmandi íbúðir og þurfa því
bráðrar endurbyggingar við.
Enn er þess að geta, að
samkvæmt athugun, sem
skipulagsnefnd atvinnumála
lét gera á árinu 1944 á íbúð-
arhúsnæði í sveitum og kaup
túnum, eru það fast aö þrem-
ur þúsundum fjölskyldna,
sem þar verða enn að sætta
sig við allsendis ófullnægj-
andi húsnæði. Er sú niður-
staða í fyllsta samræmi við
það, sem áður greinir.
Það þarf því ekki í neinar
grafgötur um það að fara, að
íslendingar verða á næstu
árum að endurbyggja þús-
undir íbúða í sveitum og
kauptúnum. Farist það fyrir,
verður fólk það, sem í þeim
er, húsnæðislaust með öllu
og leitar athvarfs í bragga-
hverfum Reykjavíkur eða öðr
um' þvílíkum húsakynnum.
Mundi þó hvorki hugsandi
Reykvíkingum né öðrum finn
ast það æskileg þróun í þess-
um málum.
í viðbót við það, sem að
framan er sagt um bygging-
arþörf íbúðarhúsa í sveitum,
er rétt að taka það fram, að
geysileg verkefni bíða líka í
sveitunum eftir bygginga-
fróðum mönnum vegna lé-
legra peningshúsa, svo þús-
undum skiptir. Útihúsin eru
allt of víða jafn óviðunandi
fyrir búpeninginn eins og í-
búðarhúsin eru það fyrir
heimilisfólkið. En auk kof-
anna, sem falla á næstu ár-
um, hagar víða svo til, að
verið er að breyta sauðfjár-
búum í kúabú, og leiðir af
því, að mjög víða veröur alls
ekki hjá því komizt að breyta
skipun peningshúsa í sam-
ræmi við breytta búskapar-
hætti. Er þetta eitt út af fyr-
ir sig stórbrotnara verkefni
en margur hyggur í fljótu
bragði.
Það er álit fróðra manna,
að fjárfesting flestra bænda
sé eins mikil eða meiri í
byggingum en í ræktun og
bústofni til samans. Hér er
því ekki um neitt smámál að
ræða, þegar á það er litið í
heild.
Þá hefir það ekki litla
þj óðfélagslega þýðingu, aö
vel sé vandað til allra bygg-
inga, jafnt í sveitum sem í
kaupstöðum. Og víst er um
það, að þegar til lengdar læt-
ur, verða illa byggðu húsin
ávallt jafnframt dýrustu
húsin, auk þess sem þau
svara aldrei sínum tilgangi til
hlítar. Það getur því orðiö
þjóðinni harla dýrt, ef sveit-
irnar verða látnar skorta sér-
menntaða iðnaðarmenn til
þeirrar stórkostlegu endur-
byggingar, sem fram hlýtur
að fara þar á næstu árum.
Það væri myndarleg úrbót
og vænleg varnarráðstöfun í
þessum málum að samþykkja
frumvarp það, sem hér ligg-
ur fyrir, og verður að vænta
þess, að Alþingi beri gæfu til
þess.
Með þessum skóla mundi
vera stofnað til nýjungar í
skólamálum okkar, þannig,
að ekki er um verulegar fyr-
irmyndir að ræða. Því er
frumvarpið þannig samið, að
leitazt er við aö láta það
koma skýrt fram, hvaöa
verkefni skólanum er ætlað
og hvernig hugsað hefir ver-
ið, að hann leysi það í aðal-
atriðum. En hins vegar er
svo um búið, að sá maður,
sem valinn verður til að
veita skólanum forstöðu, hafi
sem frjálsastar hendur til að
haga störfum hans eftir því,
sem fyrsta reynsla sýnir, að
bezt hentar. Forstöðumann-
inum er ætlað að gera tillög-
ur um þá reglugerð, sem
skólanum verður sett og skól-
inn á að starfa eftir, og mætti
það vel dragast, þar til skól-
inn hefði verið starfræktur
eitt til tvö ár.
Ekki hefir þótt fært að
benda á ákveðinn stað fyrir
skólann, enda er það naum-
ast hægt, nema að undan-
(Framhald & 6. síðu)
Hér er komið bréf frá Hreggviði
og grípur hann nú á ýmsu, þó að
einkum sé það tekið beint úr blöð-
unum. Ég veiti honum orðið hér
með:
Fyrir nokkrum dögum birti Vík-
verji bréf í Mbl. um unga fólkið
og freistingarnar. Þar segir meðal
annars svo, að ef dæma mætti eft-
ir samþykktum kvennafunda sé ís-
lenzk æska volaðir aumingjar, sem
ekki þoli neinar freistingar. „Það
veröur að hlífa henni viö öllu, sem
reyna kann á manndóm hennar og
sjálfsafneitun.
Það verður að gæta þess, að ís-
lenzk æska fái enga erfiðleika að
yfirvinna, engar hættur til að forð
ast. Kannske þetta sé ráðið til að
ala hér upp sterka kynslóð?“
Mér þykir þetta furðulegt bréf.
Ég hefi að sönnu aldrei drukkið á-
fengi, en ég hefi ekki fundið að það
gerði mig hóti sterkari eða meiri,
þó að jafnaldrar mínir, frændur og
frænkur drykkju sér til skaða og
skammar. En seint held ég, að Vík-
verja auðnist að taká frá okkur
allar freistingar, og má þá nefna
freistingu værugirni, hóglífis og sér
hlífni, freistingu sérgæöa og eig-
ingirni, freistingu drambs og hroka
og freistingu munaöar og nautna.
Hitt er annað mál, að ég hefi aldrei
getað séð annað, en það væri alveg
óhætt að reyna að afstýra þeim
házka, sem veröur árlega fjölda
manns að voða. Ég er ekki á móti
heilsuverndarstöðvum, slysavarna-
félögum eða bindindi og banni, þó
að „ungi maðurinn“ hans Víkverja
vilji e. t. v. útrýma þessu öllu, svo
að betur reyni á manndóm kyn-
slóðarinnar og hún verði hraust-
ari.
Raunar held ég nú, að eitthvað
hafi á skort á þeim tímum, þegar I
húsfrúr og heimasætur inntu af
höndum þá manndómsraun að
sækja neysluvatnið út að vatns-
póstinum í stað þess löðurmann-
lega fyrirkomulags að skrúfa frá
krana inni í eldhúsi, — hvað sem
líða kann hugsjónum Víkverja og
manna hans.
Hvernig er svo æskan hér í bæn-
um? Hvað segir Mbl? Segir ekki
Kolka læknir að ungir menn veltist
í spýju sinni á skemmtimótum og
rífi klæöin hverir af öðrum? Var
ekki stúlka að lýsa því í Mbl. um
daginn, hvernig unglingarnir sofn-
uðu íram á veitingaborðin á
skemmtistöðunum dauðadrukknir?
Eiga svo lesendurnir að álykta að
það sé þetta fólk, sem á að styrkj-
ast og mannast við að kynnast
freistingurium? Eða eigum við að
hugsa um gamlárskvöld í þessu
sambandi?
Er þaö nú víst að uppeldismálin
og æskubragurinn í þessari góðu
borg sé svo mikil fyrirmynd, að
það hljóti að réttlæta allt, sem kom
ið er?
Raunar var einn hjá bæjarpósti
Þjóðviljans um daginn með þá
kenningu, að það væri ekki ungl-
ingunum sjálfum að kenna hvernig
þeir létu. Þaö væri sök bæjarstjórn
armeiri-hlutans. Veit ég vel að
margt má segja bæjaryfirvöldun-
um til ámælis, en illt er að treysta
fólki Víkverja eða bæjarpóstsins í
blindni. Sannleikurinn er hér á
milli. Við berum ábyrgð á okkur
sjálf og það sem við gerum er okk-
ur sjálfum að þakka eða kenna
fyrst og fremst. Það er hvorki bæj-
arstjórn né ríkisstjórn að kenna
ef við drekkum brennivín og
sprengjum bíl í loft upp á gaml-
árskvöld, en það er heldur ekki
aö þakka þroskandi áhrifum á-
fengisfreistingar, þó að við látum
það vera.“
I Önnur bréf verða að bíða að
sinni.
Pétur IandshornasirIvil>.
þakkarAvarp.
Innilegar þakkir færum við frændum okkar og
vinum, nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð við frá-
fall og jarðarför föður okkar og bróður
Halldórs Jónssonar
á Kjörseyri.
Alveg sérstaklega þökkum við sveitungum okkar
fyrir fagran vott virðingar og vinsemdar er þeir
sýndu minningu hins látna.
Kj(jrseyri, 22. febr. 1948.
Sigríður Halldórsdóttir.
Pétur Halldórsson.
Sigríður Jónsdóttir.
Jörð til sölii
Arngerðareyri við ísafjarðardjúp fæst keypt eða
leigð — og verður laus til ábúðar í næstu fardögum.
Á jörðinni er stórt íbúðarhús, ásamt geymsluhúsum.
Peningshús fyrir 320 fjár, 15 stórgripi og hlöður fyr-
ir tilsvarandi fóður. Túnið er að mestu véltækt. Rækt-
unarskilyrði mikil og góð. Hlunnindi: lax- og silungs-
veiði og jarðhiti. Þjóðvegurinn liggur að Arngerðar-
eyri. Ný bryggja er á staðnum. Skilyrði eru til veit-
ingasölu.
Væntanlegir kaupendur eða leigjendur snúi sér til
eiganda jarðarinnar, Halldórs Jónssonar, Arngerðar-
eyri (Símstöð), eða til Aðalsteins Eiríkssonar, sími
7218 í Reykjavík.