Tíminn - 25.02.1948, Síða 6

Tíminn - 25.02.1948, Síða 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 25. febr. 1948. 45. blað GAMLA BIO Pósttírinu hrlngir alltaf tvisvar. (The Postam Always Rings Twice) Amerísk stórmynd, gerð eft- ir- samnefndri skáldsögu James W. Cain, sem komið hefir út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: Lana Turner John Garfield Sýnd kl. 3, 6 og 9. Bönnur börnum innan 16 ára. TRÍPOLI-BIÓ „Steinblómið.“ Hin heimsfræga rússneska lit mynd sem hlotið hefir fyrstu verðlaun á alþjóðasamkeppni í Prakklandi. Efni myndarinnar er gömul rússnesk þjóðsaga, framúrskarandi vel leikin. Mynd in er jafnt fyrir fullorðna sem börn. Leikstjóri: A. Ptusjko. Myndittni fylgja skýringar- textar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. KrejBiBÍiihakui*. Mjög spepnandi frönsk stór- mynd, geíð- eftir hinni þekktu sögu eftir Paul Féval. Sagan hefir konjjð út á íslenzku. í myndinni eru danskir skýring- artextar. Aðalhlutverk: Pierre Blanchar. Sýnd kl. 5 og 9., Bönfliið tlörnum innan 12 ára. Simi 1384. HLJÓMLEIKAR KL. 7 Iðnskóli í sveit. (Framliald af 4. síöu) genginni athugun og samn- ingum, sem ríkisstjórnin ein getur látið framkvæma. En sjálfsagt þykir þó, að skóianum verði valinn stað- ur í sveit, þar sem góður kostur væri rafmagns til þess að knýja þær vélar og verkfæri’ er hann kann, að nota í verkstæðum sínum. Æskilegítyæri einnig, að hon um væri Valinn staður, þar sem gnægð væri jarðhita til upphitunar híbýla hans og verk,stæða, og í þriðja lagi væri 'Kágkvæmt, að hann væri þannig settur strax í upphafi, að verkefni væru nærtæk^jj byggingar íbúðar- húsa í riæstu framtíð. Sem dæmi um stað, sem fyrir maygra hluta sakir væri vþl fallinn til handa slíkvun skóla, mætti nefna Varma- rilíð j-.'g^agafirði, þar sem vatnspfjca til rafvirkj unar er nærtæk, mikill jarðhiti til hitunar híbýla er fyrir hendi og mikil verkefni fyrir bygg- ingarmenn í stórri, sam- felldri byggð umhverfis stað- inn. Það skal þó jafnframt tekið fram, aö á landinu eru sjálfsagt til ýmsir fleiri stað- ir, sem áþekk skilyrði hafa að bjóða og gætu þannig engu síður.komið til álita, er skólastaöur yrði valinn. Alþingi fær nú enn að taka afstöðu til -þessa máls. NYJA BIO Alexamier’s Rag- ! tiiiae Band. Músikmyndin fræga, sýnd kl. 7 og #. Síðasta sinn. TIl alls vís. Spennandi Sherlock Holmes leynilögreglumynd. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. TJARNARBIÓ Sagan af Wassell lækni Gary Cooper Laraine Day Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiimiiM Tíminn | Tíminn berst og Tíminn verst, E I Tíminn skerst í leikinn nýtur | É Tírninn festir trúnað bezt | \ Tíminn gerzt á máiin lítur. E Kr. H. Breiðdal. E íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimijii Eftir því, hvernig sú afstaða verður, má gera sér hug- myndir um kröfur alþingis- manna til húsnæðis —’fyrir hönd alþýðu manna — og jafnframt, hversu alvarlegum augum þeir líta á flóttann úr sveitunum til kaupstaðanna og þá alveg sérstaklega til Reykjavíkur. „Slægíirþras44. (Framhald af 4. síðu) inn neinn kommúnistavinur, þótt ekki vilji hann sam- rekkja de Gaulle. Ástæða til þessarar afstöðu erlendra jafnaðarmanna er auðskiidin. Eins fordæman- legt og það er af kommúnist- um að metameiraþjónustuna við Rússland en umbótabar- áttuna innanlands, eins for- dæmanlegt væri þáð af jafri- aðarmönnum og umbótaflokk um öðrum að setja áróð- urinn gegn Rússlandi ofar innanlandsmálunum. Fátt er nú þýðingarmeira fyrir umbótaflokkana, sem eru bæði andvígir kommún- istum og íhaldi, en að varast þá starfsaðferð auðvaldsins, er felst í svo öflugum áróðri gegn Rússum,að menn gleymi öllu öðru og finnist umbóta- mál heimalandsins ómerki- legt „dægurþras.“ Ef þessi á- róður bæri tilætlaðan árang- Athugasemd í 39. tbl. Tímans, sem kom út 19. þ. m., er grein, sem hefir fyrirsögnina SÍNK SKÖMMTUNARYFIRVÖLD. Greinarhöfundur átelur það, að skömmtunaryfirvöld- in veiti aukaskammta af kaffi og sykri til samkomuhalds í sveitum „svo nauma, að undr- un sæti, og fullnægi hvergi nærri þörfinni." í tilefni af þessari grein hefir viðskiptanefndin beðið mig að koma á framfæri við ritstjórn TÍMANS þeim leið- réttingum eða skýringum, er ég teldi að við þyrfti. Eftir að ég tók við starfi skömmtunarstjóra 15. ágúst s. 1. hefir verið fylgt -í einu og öllu því fyrirkomulagi, sem áður var um úthlutun á aukaskömmtum til skemmt- anahalds í sveitum, þ. e. að úthluta ákveðnu magni af kaffi og sykri, miöaö við þann fjölda gesta, sem forstöðu- menn skemmtananna gerðu ráð fyrir að sækja myndu skemmtunina, sé um skyn- samlega áætlun mannfjöld- ans að ræða. Magn aulca- skammtanna hefir verið hið sama og áður var, og hafa ekki heyrzt um það neinar rökstuddar kvartanir, að magnið væri naumt, fyrr en þessi greinarhöfundur vekur máls á því. Skammtarnir hafa verið, og eru enn t. d. handa áætluðum 100 gestum: 5 kg. sykur og iy2 kg. af óbrenndu kaffi. Til samanburðar má geta þess, að dagskammtur 100 manna af þessum vörum, samkv. núgildandi skömmt- unarákvæðum, er sem hér segir: 5 kg. sykur og 1 kg. af óbrenndu kaffi. Má af þessu vera ljóst, að aukaskammt- urinn til skemmtanahalds í sveitum er á engan hátt svo naumur, að undrum sæti, þegar gestunum er gefinn kostur á að fá jafnmikið á skemmtuninni af þessum vörum og þeir neyta venju- lega allan daginn og kvöldið með á heimilum sínum. Um fyrirkomulag á úthlut- unum þessara aukaskammta, að þeir veitist af skömmtun- arskrifstofu ríkisins í Reykja- vík, en ekki af oddvitanum í viðkomandi hreppi, er það að segja, að það er haft svona einungis til þess, að samræmi náist um stærð þessara auka- skammta í hinum ýmsu hreppum. Reynslan hafði sem sé leitt í Ijós, að tölu- verðs ósamræmis gætti í þessu efni, og að réttmæt óánægja reis út af slíku. Langt er því síðan að þessu var breytt á þennan veg. Um slæmar póst- samgöngur er óþarft að ræða í þessu sambandi, sökum þess, að forstöðumenn skemmtan- anna sækja um þessa auka- skammta nær undantekning- arlaust símleiðis og fá inn- innkaupaheimild í símskeyti samdægurs eða næsta dag, annaðhvort beint til sín eða til viðkomandi verzlunar, ef þess er óskað. Það skal fúss- lega viðurkennt, að í sumum tilfellum er hægara fyrir for- (Framliald á 7. síðu) þurrkast út og eftir verða tvær fylkingar, kommúnistar og auðvaldssinnar. Þetta þurfa umbótaflokkarnir og miðflokkarnir að varast, mynda því með sér traustari samtök og forðast ekki síður að ónetjast auðvaldinu en kommúnistum. X+Y. ur, myndu umbótaflokkarnir { A. J. Cronin: Þegar ungur ég var Allt í einu tók ég undir mig ógurlegt stökk, þaut úr úr herbérginu — út úr húsinu. Ég nötraði frá hvirfli til ilja, og ég hljóp eins og brjálaður maður. Til hvers var ,aö stríða og berjast — var ekki allt vonsvik og blekking? Hvað stoð- aði að berjast gegn syndinni — hún var alls staöar og al- drottnandi. Þarna hafði afi staðið fyrir framan. spegilinn, burstað sig og strokið og snurfusað, glaður og reifur og full- ur eftirvæntingar. Mér fannst ég hafa veriö svikinn í tryggð- um. Og þetta hafði gert sá maður, sem ég hafði elskað og treyst á. Ég þráði það eitt að flýja frá hinni hræðilegu uppgötvun, sem ég hafði gert. Ég hljóp bara beint af augum. Ósjálfrátt hafði ég tekið stefnu upp til hæðanna, og þegar ég fór fram- hjá garðyrkjustöðinni, var kallað á mig með nafni. Ég vakn- aði sem af draumi. Murdoch stóö úti við hliðið — hann var að klippa og jafna limgerðið. Ég nam staðar og rölti svo til hans. „Hvaö gengur á?“ spurði hann. Hann lagði frá sér klipp- urnar, þerraði svitann af enninu meö stórri, brúnni hend- inni og virti mig fyrir sér. „Maður skyldi halda, að þú hefðir séð draug.“ Ég gat ekki svarað svona gamansemi — ég gat yfirleitt ekkert sagt. „Gengur þér námið illa?“ Ég hristi höfuðið. Mér var of þungt í skapi til þess, að ég kærði mig um að tala við liann. En nú var forvitni Mur- dochs vakin, og hann starði á mig rannsóknaraugum. „Ég veit svo sem hvers kyns er,“ sagði hann loks drýldnis- lega. „Sá gamli er auðvitað kominn í vætuna einu sinni enn .... Er það ekki rétt til getið?“ sagði hann, þegar hann veitti því athygli, hvernig mér varð við. „Hann tekur þá ekki annað fyrir á meðan.“ „Tekur ekki annað fyrir!“ hrópaði ég, bólginn af vand- lætingu yfir því, að hann skyldi tala svona gálauslega. „Þú myndir varla segja þetta, ef þú vissir, hvað komið hefir fyrir.“ Ég gat varla tára bundizt. „Ef fólk getur ekki einu sinni reynt að lifa heiðarlegu lifi, þegar þegar það er kom- ið á hans aldur . ...“ „Nú-nú,“ sagði Murdoch glaðlega, upp með sér af því, hve fljótur hann var að geta í eyðurnar. Svo ropaði hann, dró djöflarót upp úr vasa sínum, beit í hana og tók að japl^. á henni. Hann kippti sér ekki upp viö neina smámuni. Ég sneri mér undan, fölur og titrandi. Augu mín beindust að vagni, sem ekið var upp veginn. Allt í einu fannst mér þessi vagn, sem skrönglaðist þarna áfram með rykkjum og skrykkjum, vera táknmynd alls lífsins — mér fannst ég hafa lifað þetta allt einhvern tíma fyrir mörgum öidum. „Nú skal ég segja þér eitt, drengur minn,“ sagði Murdoch eftir stundarþögn. „Þú ert. að verða fullorðinn maður og kominn tími til þess, að þú hagir þér samkvæmt því. Ég veii líka, að þú ert greindur piltur, en ég hefi alltaf verið auli við allt annað en garðrækt. En ég var samt ekki svona einfaldur á þínum aldri. Afi gamli hefir alltaf verið svona. Hann hefir alltaf haft gaman af kvenfólki. Það þótti honum meira að segja meðan konan hans lifði, og þótti henni þó vænt um hann.“ Ég þagði. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. „Hann er nú einu sinni svona,“ hélt Murdoch áfram, „og getur ekki á sér setið, þó að hann sé óneitanlega farinn að reskjast. Mér finnst, að þú þurfir ekki að kippa.þér upp við það.“ „Þetta er viðbjóðslegt,“ stundi ég. „O-jæja — segjum það. En hvað er svo sem við því að gera?“ Murdoch klappaði mér vingjarnlega á öxlina, og ég gat ekki betur séð en hann ætti fullt i fangi með að verjast hlátri. „Ekki held ég, að heiminum sé nein hætta búin af þessum sökum. Og þú tekur þig á, þegar þú eldist ofurlít- ið meira. Komdu nú og líttu á nellíkurnar mínar. Þaö er engin skömm að þeim.“ Hann tók klippurnar og opnaöi hliðið. Ég hikaði við, en skáskaut mér þó inn fyrir og elti hann að nýju vermihúsi, er hann hafði verið að vinna að. Þar sýndi hann mér ótal potta, sem í -voru nellíkurnar, er voru að því komnar að springa út. Þetta var ný tegund, sem hann hafði sjálfur ræktað, og hann var ekki lítið hreykinn, er hann sagði mér aðferðina, sem hann hefði notað. Það var yfir honum ein- hver ósegjanleg ró, þegar hann handlék þessi blóm sín, reytti burt illgresi, sem skotiö hafði upp kollinum í pott- unum kringum þau, og hlúði að þeim. Svo tók hann einn pottinn upp af mikilli varfærni. „Ég ætla að kalla þær Murdoch Leckie, ef mér heppnast þetta vel,“ sagði hann, „Hljómar það ekki fallega? Mér

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.