Tíminn - 25.02.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.02.1948, Blaðsíða 8
Fullíriíar utan aí landi á aðalfnndi miðstiórnarinnar tt | # * A5.alf undur miðst j órnar Eramsóknarflolcksins var vel sóttur. — Þeir 15 aðalmenn, Sórn, eiga saéti í miðstjórn- inai.úr Reykjavík og grennd, mætu. allir á fundinum, og a^kjþeirra utan af landi: Jón Hannesson, bóndi í P^iJ:<j.artungu, fyrir Borgar- fjayðarsýslu. Sverrir Gísla- scm,.,bóndi í Hvamini, fyrir ÁÆýr&sýslu. Sigurður Stein- ÍHM’se&n, kaupfélagsstjóri, fyr ■i-r.;;Sngefellsnessýslu. Jóhann S^?aptason, sýslumaður, fyrir B^|ga«trandarsýslu. Jóhann- es Davíðsson, bóndi í Hjarð- araal, fyrir V.-ísafjarðar- sýslu. Jón H. Fjalldal, bóndi, N.-ísafjarðarsýslu. GUH-nár Þórðarson, bóndi, Gt'S^úmýrartungu, fyrir SÍÍ’aAöasýslu. Skúli Guð- mundsson, alþm., fyrir V.- Húnávatnssýslu, Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri, fyrir A.-Húnavatnssýslu. (3,ísli Magnússon, bóndi í Ey- hilúárholti, fyrir Skagafjarð- ay^ýslu. Jón Kjartansson, §^j;;fstofustjóri, fyrir Siglu- fjorð. Jakob Frímannsson, k'áupfélagsstjóri, fyrir Akur- 'eyri'. Björn Kristjánsson, al- jjiýgjsm., fyrir N.-Þingeyjar- yjslú. Björn Kristjánsson, þ’óndi í Grófarseli, fyrir N,- Múlasýslu. Siggeir Lárusson, bóndi, i Kirkjubæjarklaustri, fyrir .V.-Sakftafellssýslu. Sig- urþór Ólafsson, bóndi í Kolla bæV fyrir Rangárvallasýslu. Heíg’í Benediktsson, útgerð- armáður, fyrir Vestmanna- pyjar., Eiríkur Jónsson, bóndi kt,ýorsabæ, fyrir Árnessýslu. Danival Danívalsson, útgerð- atmáður í Keflavík, fyrir Gúllbringu- og Kjósarsýslu. Auk miðstjórnarmannanna sóttu fundinn flest allir vara miðstjórnarmennirnir og nokkrir gestir víðsvegar af ÍáPÓinu. Wallace fer ómildum orðum um Marshall- hjálpina Henry Wallace flutti ný- lega útvarpsræðu, þar sem hann gagnrýndi framkvæmd Marshall-hjálparinnar svo- nefndu og spáði því, að hún myndi verða Bandaríkja- mönnum til lítils sóma, áður en, lyki. Hélt Wallace því fram, að Marshall-hjálpin væri dul- búin aðferð til þess að koma á markað ýmsum framleiðslu vörum auðhringanna í Banda ríkjunum. Sífelldar óeirðir í Palestínu Miklar óeirðir eru enn í Palestínu, og veitist Bretum erfitt að ganga milli Araba og Gyðinga og forða stórbar- dögum. Gyðingar kenna Bretum um sprenginguna miklu á dögun- um og hafa fjöldamargir brezkir menn verið myrtir á laun í hefndarskyni. Við tölum oft um veSrahaminn á íslansii. En víðar getur nú kulað. Myiulin hér að ofan er meðal annars vitnisburður um það. Skipið er strandað við klettótta strönd á Borgundarhólmi. Stórviðrið og sjó- gangurinn lyfti því bókstaflega á land upp, eins og myndin ber með sér. Vinnuflokkar, sem ætluðu að opna Öxnadalsheiðarveginn, urðu frá að hverfa vegna hríðarveðurs í gær Tflraim gerð íil þess aS keinast yfir hcið> ina í dag, en ólíklegí, að kúia takist. í vikunni sem leið var þíðviðri norðan lands og seig snjór mjög á fjöllum uppi. Voru menn orðnir bjartsýnir um, að mild veðrátta myndi haldast, og var nú upp úr helginni haf- izt handa nm að ryðja snjónum af Öxnadalsheiðarveginum. Var starfað að því í tveimur flokkum, óðrum frá Akureyri, hinum frá Sauðárkróki. En í gœr, þegar verkinu var langt komið, skall hriðarveður á vinnuflokkana, svo að þeir urðu að leita byggða. Tíðindamaður Tímans átti í morgun tal við Rögnvald Jónsson snjóýtustjóra á Sauð- árkróki. Var hann einn þeirra, sem unnu að opnun leiðarinn- ar um Öxnadalsheiði. Rögn- valdi sagðist svo frá, að mikl- ir skaflar hefðu verið á veg- inum, er kom efst í Norðurár- dalinn. Verkinu miðaði þó sæmilega áfram, þrátt fyrir alla örðugleika, og var því langt komið, er hriðarveður skall á af vestri. Voru þá Skagfirðingar komnir upp á miðja Öxnadalsheiöi, en Ak- ureyringar mokuðu að norðan, og áttu skammt eftir að ná saman. Hittust þeir þarna á heiðinni og ræddust við. Akureyringar sögðu, að lít- ill snjór hefði verið í Öxna- dalnum. En þegar dró upp á sjálfa heiðina, gerðist svo þungt fyrir, að snjóýturnar máttu sín ekki. Varð þá af og til að grípa til gömlu mokst- ursaðferoarinnar. Hríðina herti fljótlega þarna á heiðina, svo að aftur skefldi í brautina, sem rudd hafði verið. Varð sums staoar að beita snjóýtunum á heim- leiðinni, svo að komizt yrði í gegn. Allir náðu mennirnir þó heilu og höldnu til byggða, en þrir Akureyringanna munu hafa lent í nokkrum hrakn- ingum. | Snjóýta er nú í Bakkaseli í , Öxnadal, og munu menn ! freista þess aö opna leiðina , með henni í dag. Átti póstbíll ;að fara frá Sauðárkróki í morgun, áleiðis til Akureyrar. : En ólíklegt þykir þó, að það | takist, því að talsvert mun ihafa snjóað og skafið í nótt ! uppi á Öxnadalsheiði, þótt lít- jið hafi snjóað niðri í Skaga- 1 firði. Benelux-ríkin fá aðild að þrívelda- ráðstefnunni Samþykkt var í gær að veita Benelux-ríkjunum svo- kölluðu, Belgíu, Hollandi og Luxemburg, aðild að þrí- veldaráðstefnunni, sem nú er hafin um framtíð Vestur- Þýzkalands. Flokfc:aglíma Reykjavíkyr ¥eröur háö fQstudagskvöldið 2© kcppendssr í f Jói-síbbs flckkiim frá jjsreismr Eeykjavíkupfélögnm. Flokkaglíma Reykjavikur verður háð í íþróttahúsinu við Hálogaland i fö'slmdagskvöldið. Mœia þar til leiks flestir beztu glimumenn bcejqfeinsr og má búast við har&rí' keppni. Það eru UngmennafMág Reykjavikur, Glímufélagið Ármann og I Knattspyrnufélag Reykjavikur, sem gangast fyrir þessari j keppni. Tiðindaritaður Tímans hefir snúið sér til Lárusar Salómonssonar og fengið hjá honum eftirfarandi upplýs- I ingar um flokkaglímuna. — Flokkaglíma var aftur i tekin upp hér i, i'yrra, segir ! Lárus, en áður haföi hún ver- | Ið sfeunduð óregíulega. Eru | haldin tvö íiokkagiímumót, ílokkaglíma Reyþjavíkur og flokkaglíma, þar sem mönn- um af öllu landinu er heimil þátttaka. Úrslitin í fyrra. _ í fyrra fóru leikar þannig í flokkaglímu Reykjavíkur, að í fyrsta flokki sigraði Guðmundur Ágúktsson, i öðr- um flokki sigraði Ragnar Gunnlaugsson og- í þriðja flokki Ólafur 'Jónsson. í drengjaflokki sigraði Ár- mann Lárusson. ‘ Nú keppa fléstir þcssir menn aftur, og vérður fróð- legt að sjá, hvort þeim tekst að halda velli. Flokkaglíma Reykjavíkur hefst, eins og áður er sagt á föstudagskvöld ýíþróttahús- inu við Hálogal'and kl. 8,30 síðd. Bílferðir verða inn eftir frá ferðaskrifstpfu ríkisins frá því klukkan 7,30 um kvöldið. Keppendur um 2Q, Keppt verður í öllum þrem- ur þyngdarflokkunum og auk þess drengjaflokki. Ár- mann og K.R. senda menn til keppni í öllum flokkum, en Ungmennafélag Reykjavíkur sendir aðeins menn til keppni í drengjaflokki. Fé- lagið hefir ekki haft glímu- æfingar á sínum vegum fyrr en þrjú seinustu- árin, en sjálft er féiagið- ekki nema fimm ára og íþróttastarf- starfsemi þess þvi ung. Samtals munu um 20 kepp- endur taka þátt í glímunni. Flokkaglíman var endur- vakin fyrir tilstilli glímu- ráðsins, en fulltrúar frá öll- um þessum þremur félögum eiga sæti í því. Flokkaglíman jafnari og betri. — Hvaða kosti telur þú, að flokkaglíman hafi fram yfir venjulega glímukeppni? spyr tíðindamaður blaðsins Lárus. — Ég tel kosti hennar mikla. En aðalkosturinn er sá, að leikurinn verður jafn- ari og betri, þegar menn af líkri stærð og þyngd eigast við. Mennirnir njóta sín þá miklu betur í glímunni. Aliir geta séð, hve afdrifarík áhrif það getur haft á leik, þegar tveir menn keppa, þar sem annar er t. d. 140 pund og hinri 190. Áhorfendurnir fá líka miklu meira út úr flokka- glímunni en venjulegri keppni. Þeir sjá jafnari leik, þar sem íþróttarinnar er neytt til hins ýtrasta. Skipting í flokka. Keppendum er skipt niður í þrjá flokka eftir þyngd. í fyrsta þyugdarflokki eru menn yfir 83 kg., i öðrum fiokki eru frá 77—83 kg. og í þriðja þyngdarflokki, þeir sem léttari c-ru en 77 kg., en þó eldri en 18 ára. Þeir, sem yngri eru en 18 ára. eru í drengjaflokki. Auknar vinsœldir glímunnar. Lárus Salómonsson segist ekki vera í nokkrum vafa um það, að glíman eigi. stöðugt stöðugt auknum vinsældum að fagna meðal þjóðarinnar. Telur hann, að efling flokka- glímunnar geti átt mikinn þátt í að auka vinsældir giimunnar yfirleitt, þar sem menn venjast þá jafnari ieik og gliman verður fegurri. Skeiðará minnkandi Skeiðarárhlaupið er enn í rénun. Þegar tíðindamaður Tímans átti í morgun tal við Hannes á Núpstað, sagði hann að hlaupið hefði sýni- lega minnkað mikið í nótt. Annars sagðist Hannes ekki geta fylgzt nákvæmlega með því sem gerðist með hlaupið, þar sem það hefir ekki brot- izt vítt um sandana að þesssu sinni. Gera má ráð fyrir, að þessu Skeiðarárhlaupi sé nú að verða lokið. Verður ekkert af stofnun alþjóðahers í Palestínu? Palestínumálið kom til um- ræðu í öryggisráðinu í gær. Fulltrúi Bandaríkjamanna stakk upp á því, að óskað yrði eftir tillögum Palestínu- nefndarinnar um það, hvern- ig hún hugsaði sér stofnun alþjóðahers í Palestínu. Jafnframt vildi hann láta fara fram nýjar samkomu- lagstilraunir. Fulltrúi Tékka vildi á hinn bóginn ekki draga málið á langinn með slíku. Málin væru komin á það stig, sagöi hann, að ekki væri eigandi undir því að fresta aðgerðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.