Tíminn - 03.03.1948, Blaðsíða 2
TÍMINN, miðvikudaginn 3. marz 1948.
51. blaði
I dag:
Sólin kom upp kl. 7.24. Sólarlag
kl 17.52. Árdegisflóð kl. 11.20. Síð-
degisflóð kl. 12.00.
í nótt:
Næturakstur fellur niður. Næt-
urlæknir er læknavarðstofunni í
Austurbæjarskó’anum, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur
apóteki, sími 1760.
Útvarpið í kvöld.
‘ Pastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20.30 Kvöldvaka: a) - Prásaga
Theódórs Pálssonar skipstjóra:
Pyrsta hákarlalegan, Sigurður
Björgúlfsson færði í letur (dr.
Broddi Jóhannesson flytur). b)
Jón Helgason blaðamaður: Meðal
íslendinga í Nýja-ís’andi, — er-
indi. c) Baldur Andrésson: Pranska
söngkonan og Indriði miðill, — frá-
sögn. Ennfremur tónleikar. 22.00
Préttir. 22.05 Passíusá’mar. 22.15
Óskalög. 23.00 JJagskrárlok.
Skipafréttir.
Brúarfoss fór frá Fáskrúðsíirði
27. febr. til Gautaborgar. Pjallfoss
kom til Reykjavíkur í dag frá
Siglufirði. Lagarfoss kom til Kaup-
mannahafnar 1. marz ír'á Leith.
Reykjafoss fór frá Reykjavík 23.
íebr. til Baltimore. Selfoss er í
Reykjavik. Tröllafoss kom til
Guaymas í Mexico 24. febr. frá
San Francisco. Knob Knot fór frá
Reykjavík í gærkvöldi til Siglu-
fjarðar. Salmon Knot kom í dag
frá, Halifax. True Knot fór frá
Siglufirði 19. febr. til Baltimore.
Horsa var á Flateyri í gær, lestar
frosinn fisk. Lyngaa er á Akureyri.
Varg fór frá Reykjavík 28. febr.
til "Stavanger. Betty lestar í New
York 3.—6. marz. Vatnajökull lest-
ar í New York í byrjun marz.
Sundhallargjöld hækka.
Á bæjarráðsfundi s.l. föstudag
var samþykkt að hækka aðgangs-
eyri að Sundhöllinni. Hækkar
gjaldið úrv1.50 í 2 kr. í hópklefum
og úr kr. 1.50 í 2.50 í eins manns
klefum. Gja’d fyrir börn hækkar
úr-35 aurum í 50 aura.
Skemmtun Alfreðs
endurtekin.
Alíreö Andrésson endurtekur
jkemmtun sína í Gamla bíó klukk-
an- 7,30 síðdegis í dag.
Nyi bæjartogarinn heitir
ákuii Magnússon
' Ánnar nýbyggingartogari Reykja
víkurbæjar liljóp af stokkunum
síðastliðinn laugardag 28. febrúar.
Hlaut hann nafnið Skúli Magnús-
sop.
Svoliljóðandi skeyti barst Bæjar-
útgérð Reykjavíkur frá þeim hjón-
um Þórarni Olggirssyni, ræðis-
nianni, er var fulltrúi eigenda við
atfiofnina, og konu hans, frú
Nönnu, er íramkvæmdi skírnina:
,,Skúli Magnússon var skírður og
settur á flot meo mikilli viðhöfn
k’. 11 árdegis 28. febrúar 1948.
Innílegar hamingjuóskir með skip-
ið'. Gæfa og gengi fylgi Skúla
Magnússyni og öllum, sem á hon-
uhi' sigla.“
Skúli Magnússon er byggður í
skipasmíöastíð Cook Welton &
Gemmel í Beverley . Lengd skips-
ins er 180 fet og breidd 30 fet.
Hann er því mun stærri en aðrir
nýbyggingartogarar, er til landsins
hafa komið, að Fylki og Neptúnus
undanskildum.
Slsíðamót Reykjavíkur.
•Ráðgert er að Skíðamót R’eykja-
víicur haldi áfram á sunnudaginn
og fari þá fram að Kolviðarhóli.
Er- mótið búið að standa í tvo
súnnudaga og keppni lokið í bruni
og.svigi karla. Svigkeppni í kvenna
flokki varð að fresta síðastliðinn
sunnudag, er mótið var haldið í
Jósefsdal, vegna veðurs. Er áform-
að að kvennakeppnin í svigi fari
fram að Ko’.viðarhóli á súnnudag-
inn. Þá verður líka keppt í skíða-
stökki og göngu. Ef veður verður
hagstætt má búazt við skemmti-
legri keppni að Kolviðarhóli á
sunnudaginn.
Kjarnar — nýtt tímarit.
Kjarnar nefnist nýtt tímarit,
sem nýlega hóf göngu sína. Flytur
það sögukjarna, eða langar skáld-
sögur í stuttu má’.i. í þessu hefti,
birtast kjarnar þessara sagna:
Stormurinn hvín eftir Rose Wilder
Lane, Hátíðasumar eftir Albert E.
Idell, Dröfnótti lindinn eftir A.
Conan Doyle og Tatarasöngkonan
Consuelo eftir George Sand. Út-
geíandi er Prentfell h.f.
Engin síld síðustu
dægur
Frá Færeyjísm .. . .
(Framhald af 1. síðu)
höfn, og er gert ráð fyrir, að
það kosti um 2 miilj. króna og
er það mikið á færeyska vísu.
Hefir hlutaíé verið safnað til
þess. Verður þetta gistihús
mjög fulkomið og vandað.
Herferð gegn berklunum.
— Það má telja til merkra
tíðinda, að hafin hefir verið
herferð gegn berklunum í
Færeyjum og sett lög þar um.
Þeir hafa alltaf lagzt þungt á
j þar. Nú er hver maður bólu-
| settur við þsim og allir gegn-
.iýstir einu sinni á ári. Enginn
j i'ser heidur að fara út úr
jlandinu nema gerð sé á hon-
í um nákvæm berklarannsókn.
Fandur.
Framsóknarfélag Rsykjavíkur
hcldur fund í Breiðíirðingabúð í
kvöld 1:1. 8,30.
Framsóknarvisí
veröur í Mjólkurstöövarsalnum
annað kvöld kl. 8.
Skíðamót
Reykjavíkur heldur áfram um
næstu helgi að Kolviðarhól.
Stúkan
Einingin heldur fund í kvöld kl.
8,30.
Skaftíellingafélagiö
heldur kvcldvöku að Rööli ann-
að kvöld kl. 8.30.
K. R.
Glímunámskeið og skemmti-
.fundur í kvöld, sjá auglýsingu á
öörum sfað í blaðinu.
Bóka-
markaðurinn
Lækjargata 6
Tímarit kaupfélaganna,
(complet).
Héraðssaga Borgarfjarðar,
I. og II,
Ljóðmæli Jónasar Hall-
grímssonar 1883.
Sólskin (compelt).
Kennarablaðið öcomplet).
Við héldum heim, og margt
margt fleira.
Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar
I
Síldveiðiskipin í Hvalfiröi
hafa verið aðgerðalaus síð-
astliðna fjóra sólarhringa
vegna óveðurs. Sjómenn af
þremur bátum, sem kornu með
síld i fyrradag, segja hins
vegar, að næg síld sé enn í
firöinum, og sé það veðrinu
eingöngu að kenna, að ekki er
hægt að veiða. Um þrját.íu
síldveiðiskip bíða nú inni í
Hvalfirði, eftir því að veðriö
batni og hægt sé að hefja
veiðarnar að nýju.
Unnið hefir verið að því
undanfarna sólarhringa að
aka síld, sem geymcl hefir ver-
ið á Framvellinum, í flutn-
ingaskipin. Var Knob Knot
fyllt á þann hátt, og fór það
af stað noröur í nótt. Byrjaö
er í dag að lesta íhitninga-
skipiö Hel síld, sem geymd
hefir verio á landi.
! Skilnaðarrnenn í miklum
meirihluta.
— Kvað er að frétta af
stjórnmálunum nú eftir kosn-
ingarnar?
— Fátt. Allir flokkar í Fær-
eyjum nema Sambandsflokk-
urinn vilja skilnað við Dani,
en þá greinir á um það, hve
langt skuii gengið, og hve stór
spor skuli stigin í einu. Sam-
bandsfiokkurinn hefir tæp-
Iega * l/.\ atkvæða í Færeyjum.
Fyrir hálfum mánuði fór
fram kosning tveggja fulltrúa
á fólksþing Dana samkvæmt
hinum nýja sáttmá’a þeirra
við Færeyinga. En frá úrsiit-
um þcirra mun hafá veri'ð'
sagt hér áður.
ÚtlireiSSÍÍ TÉansasm,
Við lok síldarvertíðarinnar
j Hinni óvæntu síldarvertíð í
Hvalflrði er að verða lokið. Síld-
arverksmiðjurnar hafa geíið til
kynna, að þegar þe.isari viku lýlc-
ur, ver.ði hætt að taka á móti síld
i Reykjavík. Það verða því síð-
ustu skipsfarmarnir, sem koma til
hafnar hina næstu daga, ef ekki
verður þá sífelldur rosi og ógern-
ingur að athafna sig á miðunum.
Það er ekki hægt að segja með
vissu, að svo stöddu, hversu mikil
síld er komin á land í haust og
vetur, en vera mun það nálægt tólf
hundruð þúsund málum. En í síld-
armáli er sem kunnugt 135 kíló-
grömm eða sem næst hálfum öðr-
um hektólítra.
Það er því ekkert smáræði af
•^íld, sem veiðzt heíir í haust, og
furðulegast er, að nær öll þessi
kynstur hafa veiözt í einum og
sama firðinum. Enn eru þar ó-
grynni síidar, þótt veiðunum hætti
nú, og ftíikið hefir farið forgörðum
við veiðiskapinn — drepist í nót-
um, sem hafa rifnaö, eða verið
sleppt dauðu, þegar skipin gátu
ekki borið meira.
Annars eru það ekki íslending-
ar einir, sem veitt hafa síld í vet-
ur. Á öllum norðlægum síldarmið-
um hefir síldargengd verið með
sindænfum í vetur. Norðmenn
veiddu á örskömmum tíma meiri
síld á sínum miðum en þeir fengu
á allri vetrarvertíðinni J fyrra
Danir haía verið óvenjulega feng
sælir á miðunum við vcsturströnc
Jótlands og sænskir íiskimenn
hafa fengið mokafla á miðunum
við strönd Búhúsléns. Þessi vetur
hefir sem sagt verið sildarinnar
vetur og víðar þött bera vel í veiöi
en hér.
Suain 1 iivamrði nein- 'viAio
mikið innlegg í þjóðarbúið -— hún
ætti vart að gefa af sór minna cn
sem svarar hátt upp í hundrað
milljónir íslenzkra kr. i eriend-
um gjaldeyri. Eri á það er auðvit-
að að líta, að veiðarnar hafa verið
frekar á ýmislegt, er kaupa verð-
ur erlendis frá, auk þess sem
margir bátar, sem ella hefðu far-
ið á þorskveiðar. eftir áramótin
hafa veriö bundnir við síldveiðar
og síldarflutninga, svo að af þeim
sökum höfum við mun minna að
celja af öðrurn sjávarafurðum.
En að öllu samanlögðu hefir síld-
in verið mikili og góður fengur,
1 sem komið hefir sér vel fyrir marg
I an mann og þjóðin mun njóta af.
‘ En dýrmætust er vonin um það,
‘ að sí'din komi aftur næsta haust
1 og þá verðum við betur undir það
búnir að hagnýta hana, án ó-
eðlilegrar fyrirhafnar og tilkostn-
aðar.
J. H.
tlALAKÖTTUKWiN
• sýnir gamanleikinn
stan a
á íimnitudagskvöld kl. 8 í Ið'nó
NÆST SÍÐASTA SINN
I ■ 111 ■ I IIII11 ■ I 111II1111! 11111
I I 1111111 ■ I 1111 ■ 11111111111111111111111111111111■11I11111II.II11111111...Illlllllllllll’
K.R.
KEMMTIFUND
heklur Knattspyrnufélag Reykjavíkur í kvöld kl. 9 .
í Nýju Mjólkurstöðinni.
Til skemmtunar: *
Havai-kvartettinn leikur og hinn vinsæli K.K-
sextett syngur og leikur. — Dans.
Allt íþróttafólk velkomið.
Stjórn K. R.
iiiiiiiiiiiiimiiiiiiin
»•»»«»••*•«*•*»»»»*»»*
iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiii..
»••••••«••••••••••*•»••••»•••••••»»•«
S.K.T. PARABALL
verður í Good-Templarahúsinu laugardag 6. marz
kl. 8.30. Aðgöngumiða má panta í síma 3355. — ..
»
Miðar afhentir fimmtudag og föstudag frá kl. 4—7 H
: ::
: • |
: Ásadans--------Verðlaun-------- Samkvæmisklæðnaður H
: ::
::
1..................................................4................... V
♦ ♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦*♦*♦♦♦♦•»♦♦♦••» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦**»
namsKei
keið
Glímunámskeið fyrir unglinga hefst í kvöld, miöviku-
daginn 3. marz kl. 9 e: h. í leikfimisal Menntaskólans
og stendur í tvo mánuði. Aðalkennari verður hinn
kunni glímumaður Ágúst Kristjánson svo og aðrir
, glímumenn félagsins. Glímuæfingar félagsins verða
hér eftir á þessum tíma:
Fyrir byrjendur: Miðvikulaga kl. 9—10 e. h.
Fyrir fullorðna: Mánudaga og föstudaga kl. 9—lO.e.h.
Æfið jslenzka glímu! Gangið í K. R.!