Tíminn - 05.03.1948, Blaðsíða 4
6
TIMINN, föstudaginn 5. marz 1948.
.Heyrist mér gráta harpan þín’
Meðan Þjóðviljinh gleíist
yfir sigrum og velgengni Gott-
walds hins tékkneska, verður
honum ýmislegt að angri hér
heima fyrir. Austur í Bæ-
heimslöndum sér hann
bjarma af hinu austræna
lýðræði, þar sem flokksstjórn-
in hefir vald til að meta og
dæma verðleika manna til að
sitja á þingi, sem þjóðkjörnir
fulltíúar. Þar eru sérstakir
flokksdómar stofnaðir • til að
kveða á um það, eftij^ að hafa
kynnt sér afstöðuna til ríkis-
stjómarinnar.
Merk.jamáfkommúnista.
ÍSl'enzkir lesendur fara nú
að skilja nokkur helztu tákn-
in í merkjamáli Þjóðvilja-
manná. „Alþýðan“ og „þjóð-
in“ táknar kommúnista og
ríkisstjórn Rússlands. Þeir,
sem tala og skrifa -eða á ein-
hvern hátt beita áhrifum sín-
um gegn kommúnistum, heita
því „skemmdarverkamenn" og
„fjandmenn þjóðarinnar“ eða
„böðlar alþýðunnar".
Og ekki þarf að því að
spyrja, að „skemmdarverka-
mennirnir“ hafa fyrirgert
rétti sínum, ekki aðeins til
valda, heldur líka til lífsins.
Svo var það um „skemmdar-
verlí;amennina“ Petkoff og
ManuiJsky og svo er það sjálf-
sag t um þá, sem hér eru á
móti „þjóðinni" eins og t. d.
núverandi ráöherrar. Þeir
hafa. að minnsta kosti óspart
verið nefndir „skemmdar-
verkamenn“, sem von er, því
að ggngi kommúnista fer
hrakandi í landinu.
Harmatölur Þjóðviljans.
Fyrir nokkrum dögum ráku
kommúnistar hér upp harma-
kvein. Blaðamenn Þjóðviljans
létu merki hamarsins og sigð-
armnar síga á miðja stöng og
meðal þeirra var grátur og
gnístrah tanna. Með „and-
vörpunum og -trega sárum“
skýrðu þeir frá því, að ein af
verzlúnum bæjarins hefþi nú
lokað annarri vefnaðarvöru-
búð sinni af tveimur, „þar til
úr rættist".
Þarna sagði Þjóðviljinn, að
menn gætu. ^éð ávextina af
hinni slæmu ríkisstj órn
„skemmd arverkamannanna".
Hennar vegna væri nú einni
sölubúð færra i miðbæ Rvíkur.
Það er mál út af fyrir sig
hvers vegna umrædd verzlun
hafir verið lokað. Ýmislegt
benúir til þess, aö vöxtur
hennar og velgengni á undan-
förnum þenslutímum hafi
ekki verið í hlutfalli við gengf
annarra verzlana. Það kemur
mai-gt til greina við verzlun-
arrekstur, en hitt þarf engan
að„undra, þó að kaupmaður,
sejn lítið færðist í aukana und
ir.,sarnstjórn Ólafs Thors og
kommúnista, þurfi nú að
drá^ga saman seglin. Hér skal
því alveg ósagt látið, að nú-
véranði ríkisstjórn, ráðuneyti
eðá'’fjárhagsráð, beri nokkra
ábyrgð á lokun þessarar búð-
ar. Það getur alltaf atvikast
svo, að einstakur aðili minnki
rekktur sinn, jafnvel á hin-
Um' mestu uppgangstímum í
gréifíinni. En sleppum því.
Þjóðviljinn telur það áhrif
núverándi stjórnarstefnu, að
þessari vefnaðarvörubúð var
lokað. í því tilefni er fyrir-
skipuð sorgarathöfn í flokkn-
um.
Og grátkonur Sameiningar-
flokks Alþýðu úthella sorg
Efíir ISalldór Krssíjásissoia.
hjartna sinna í beiskum tár-
um, því að einn af kaup-
mönnum bæjarins hefir fært
saman kvíarnar. Slík er of-
sókn ríkisstjórnarinnar á
hendur „alþýðunni“.
Hagsmunir þjóðárinnar.
| Flestum hugsandi mönnum
murt koma saman um það, að
vöxtur og útþensla verzlunar-
stéttarinnar sé með fullu ó-
eðli. Áhrif þess koma fram í
fernu, sem vert er að gefa
gaum:
Of margt fólk fer frá þjóð-
> hagslega arðbærum fram-
jleiðslustörfum til milliliða-
starfa og verzlunar, sem
framleiðslan ein ber uppi.
Of mikið húsnæði er bundið
af verzlunarstarfsemi og því
búa fleiri við óviðunandi
húsakynni og gróðaskilyrði
braskara og okrara vaxa.
Verzlunin í heild verður
þjóðinni óeðlilega dýr.
Of mikið fjármagn er bund-
ið í verzluninni. •
Þessi fjögur atriði eru svo
mikilvæg, að hugsandi menn
og góðviljaðir gleðjast yfir
því, að verzlunum fækki, og
reksturinn í heild losi sig við
hús og fólk og fé, sem allt
vantar átakanlega til annarra
hluta.
Þegar jaröir fara í eyði og
fiskiskipum er ráðið til
hlunns, vekur það ekki neina
þjóðarsorg, þó að einni verzl-
unarbúð sé lokað. Hitt væri
hættulegt, ef kaupmanna-
stéttin græddi gegndarlaust,
svo að enginn, sem inn gengi
í þjónustu hennar, ætti þaðan
afturkvæmt, þó að stéttin sé
orðin miklu fjölmennari en
þjóðin þarf með.
Það er því nauðsynlegt fyrir
þjóðina að fleiri búðum sé
lokað, þó að það kunni að
opna tárakirtla kommúnista.
Út af hverju ertu að vola?
„Mér heyrist gráta harpan þín.
Hvað veldur þeirri sorg?“
Svo kynnu margir að spyrja
Þjóðviljámenn þessa dagana.
Hann hefir lengstum viljað
eigna íhaldinu fjölgun og
vöxt verzlananna í bænum á
tímum samstjórnar þeirra.
Ekki mun það rakið til róta
hér, en þunnt virðist nú móð-
ureyra Þjóðviljans, þegar
verzlun Björns Kristjánsson-
ar lokar annarri vefnaðar-
vörubúð sinni. Þjóðvilja-
mönnum virðist þá ekki hafa
verið svo leitt, sem þeir létu,
hvernig heildsalarnir höfðu
það, þegar Áki og Brynjólfur
sátu í stjórn.
Tvær skýringar kynnu aö
vera hugsanlegar á harmatöl-
um Þjóðviljans.
Önnur er sú, að hér séu á
ferðinni taugaveiklaðir vesal-
ingar, sem er alls kostar ó-
sjálfrátt, eiga sér enga sjálf-
stæða skoðun, en nudda og
nöldra út.af öllu, sem ríkis-
stjórnin gerir, án tillits til
þess, hvort það er í samræmi
við fyrri kenningar þeirra
sjálfra eða ekki.
Sj á allir hversu ráðlegt væri
að fela slíkum mönnum forsjá
sína eða taka á þeim eitthvert
mark.
Hin skýringin væri sú, að
kommúnistar vilji raunveru-
lega öngþveiti og vandræði og
gleðjist yfir öllu, sem dregur
frá framleiðslunni. Þá væri
líka eðlilegt, aö þeir beittu
sér fyrir verkföllum af þvi, að
verkfallið væri þeim í sjálfu
sér takmark. Þeim væri það
þá aðalatriði, að fólkið kæmi
ekki að framleiðslunni, en
væri við ófrjóa milliliðastarf-
semi eða í verkfalli. Fjár-
magn, húsnæði og vinnuaíl
vildu þeir hafa bundið um-
fram allar þarfir við milliliða-
störfin, blátt áfram til þess, að
það notaðist ekki annars-
staðar.
Ekki batnar hagur þeirra við
þá skýringu.
í þriðja lagi er sú skýringin
til, að Þjóðviljamenn trúi því,
að það sé raunverulega skaði
fyrir þjóðina, ef einhverri búð
væri lokað. Þjóðin megi ekki
missa neinn af sínum kaup-
höndlurum til annars. Trúi
blaðið þessu, þrátt fyrir allt,
sem það hefir áður sagt, þá er
harmur þess eðlilegur og sorg
þess virðingarverð.
En afstaða þess er í jafn-
miklu ósamræmi við hags-
muni þjóðarinnar og vilja
þjóðarinnar fyrir því.
Skyldi annars ástin til
kaupmannanna geta leitt
Þjóðviljamenn svo langt, að
að þeir vildu draga saman
starfsemina hjá Kron, svo að
„elztu og þekktustu“ kaup-
mannaverzlanir bæjarins
gætu haldið áfram?
Að fylkja rétt.
Hér skal ekki um það dæmt
hver þessara skýringa. sé rétt-
ust, eða hvort hægt kynni að
vera að finna fjórðu skýr-
inguna. Hún er þó ekki kom-
in fram ennþá og ólíklegt
að Þjóðviljinn vilji ekki leiða
menn í allan sannleika um
það efni, ef hann getur betur.
Það er fjarri lagi, að fjand-
skapast við kaupmenn al-
mennt. Þeir geta verið mjög
góðir og gagnlegir starfs-
menn og hafa ýmsir reynzt
nýtir menn. En þjóðfélagiö
hefir ekki ráð á að hafa verzl-
unarstéttina alltof fjölmenna.
Auk þess er það algild
regla, að búi einhverjar
stéttir við forréttindi og ó-
eðlilega gróðaaðstöðu um-
fram aðra menn, fylgir því
jafnan spilling, því að ævin-
týramenn og braskarar leita
þar að, sem þeir sjá sér leik
á borði, og sjást þá lítt fyrir
um frekju og óíyrirleitni.
Slíkum mönnum þótti fýsilegt
að stunda verzlunarrekstur
meðan kommúnistar voru hér
í ríkisstjórn. Og með þeim
hefir auðvitað borizt spilling
inn í stéttina.
Ekki væri kaupmönnum
gert rangt til persónulega, þó
að sumir þeirra sæu sér hag
í því að söðla um og leggja fé
sitt í útveg, landbúnað eöa
iðnað. En þjóðfélagið þarf
þess með, að slík þróun verði
knúin fram.
Skipulagsgáfa, hagsýni og
dugnaður myndi áreiðanlega
notast jafnvel við hin nýju
viðfangsefni.
Þeir, sem stjórna þjóð til
framsóknar og sigurs, verða
að fylkja rétt. Til að ná bezta
árangri, þarf hver maður að
hafa fullt verk að vinna, svo
að liðsaflinn notist til fulls.
Því gleðst þjóðin, þegar
Þjóðviljinn hnípir í sorgum
yfir því, að ofþenslan í milli-
liðastarfseminni byrjar að
hj aðna.
Mér er sagt í tilefni af bréfi
hlaupara um daginn, að þegar upp-
kastiö fræga var á ferðinni áriö
1908, hafi þetta víáuupphaf komið
á loft:
Er til. grafar komu kurl
kappar landsins átu snarl.
Einn af mörgum botnum, sem þá
voru kveönir, er þessi:
Betra en þetta bölvað nurl
er brennivín og skyrhákarl.
Nú botna Sósíalistar þetta svo:
Stefanía stundar nurl.
Stebbi Jóh. er lítill karl.
Þaö er nú náttúrlega eins og á
þaö er litið, en svo mikið er- víst,
að gæfulcgri er ráðherradómur
Steíáns en þeirra Bryniólfs og Áka,
enda hægt við að jafnast. Hann
gæti því svarað eins og strákarnir:
„Étt ann sjálfur. Verri varst þú.“
En hvað um það. Þetta var nú
botn frá einum forystumanni Sósí-
alistaflokksins.
| Svo er hér bréf frá Guðmundi
Inga:
j „Ég þakka þér fyrir það, Pétur
minn, að þú tókst svari mínu, þeg-
ar Síiða)M(eistari) Þjóöviljaris tók
mig til bæna í Bæjarpóstinum sín-
um. Þaö tekur okkur útkjálka-
mennina langan tíma, þegar við
viljum koma svörum á framfæri.
Siðameistaranum hefði verið óhætt
að nefna mig á Kirkjubóli, en
ekki frá Kirkjubóli, því að hér sit
ég vestur í Önundarfirði, á Kirkju-
bóli í Bjarnardal, og hér les ég
Þjóðviljann við eldhúsborðið og á
baðstofuloftinu. Sá draumur hefir
enn ekki rætzt, að allir flýi úr
| dölum Vestfjarða til fteykjavíkur
eða annarra kaupstaða.
Annars hefði Siðameistarinn átt
að hugsa sig betur um áður en
I hann kom með harða dóma. Ég
, skrifaöi engar fullyrðingar, heldur
| hin hógværlegu orð: „Ekki furðar
| mig.“ Það var fallega gert af rit-
; stjóra Bæjarpóstsins að feitletra
þessi orð í fyrirsögnina. Þegar ég
skrifaði bréfið til þín, datt mér í
hug að byrja setninguna: „Það ér
j engin furða,“ — en ég sá mig
I óðara um hönd. Ég vildi ekki fara
með neinar órökstuddar fullyrð-
ingar, heldur aðeins segja mitt á-
lit. Þess vegna vona ég, að allir
greindir lesendur hafi fundið, að
ég var aðeins að segja mína skoð-
un öðrum til umhugsunar, en ekki
að staðhæfa og hrópa ósannaöar
fullyrðingar. Ég skrifaði líka undir
fullu nafni öðrum til fyrirmyndar,
því aö mér hefir alltaf fundizt það
; aumingjaskapur og ræfilsháttur að
koma með ásakanir og fela sig á
bak við dulnefni, eða sundurlausa
bókstafi.
Sunnudaginn 8. fcbrúar fékk
Helga Sigurðardóttir hnútur hjá
Þjóðviljanum fyrir að tala um
bræðing í útvarpinu. Bæjarpóstur-
i inn kveðst hafa fengið bréf frá
! ungri húsmóður, en ég held, að
blaðamenn Þjóðviljans hafi samið
þetta sjálfir. Þar er bræðingurinn
alltaf nefndur „þetta frumstæða
viðbit." Hitt skiptir engu máli,
hvort hann er hollur eða bragð-
góður, hann er bara „þetta frum-
stæða viðbit,“ „sem var eitt af hin-
um óhjákvæmilegu einkennum
daglegs lífs, meðan hér lifði
hungrað fólk.“ Mér þykir bræðing-
ur góður, og ég veit, að hann er holl
ur og þá gæti ég neytt hans, þótt
hann hefði verið fæða fólks í
hungri og haröindum á aumustu
niöurlægingartímum. En mér datt
í hug, livort þeir, sem ekki vilja
láta borða bræðing, muni fá sig
til að lesa Heimskringlu Snorra
Sturlusonar. Hún var skrifuð á
þeim hryggilegum timum, þegar ís-
lendingar glötuðu frelsi sínu og
sjálfstæði og skriðu undir kon-
52. blað
ungsokið. Eigum við nokkuð að líta
á efni hennar eða málfar? Eigurn
við ekki að -fordæma hana sem
bræðing frá ófremdartímum þjóð-
arinnar?"
Þingeyingurinn, sem gerði vart
við sig. hjá okkur um daginn, er
kominn aftur. Hann færir nú rök
að því, að' um dali Þingeyjarsýslu
varð alls ekki bilfært fyrr en í
febrúar, og dráttarvélinni, seiri
getið var um, „vár ekið ofan á
snjó frá Einarsstöðum til Húsavík-
ur“ og ruddi það eðlilega ekki veg-
inn. En að þessum áréttingum máls
síns loknum snýr hann að oðru
og segir:
„Til þess aö þú og aðrir fái*ekki
þá leiðinlegu hugmynd um mig,
að ég geti ekki látið mig uppi með
annað en 'skammir og aðfinnslur,
vil ég víkja að öðru efni, og er
beint tilefni þess.' „óskemmtileg
saga,“ sem sögð er í Baðstofu-
hjalinu, af skömmtunarbókinni,
sem leysa varð út með of fjár. En
sá er munurinn, að mín saga er
þar til mótvægis, falleg saga, saga
af mönnum, sem ekkert girnast,
sem náungans er, mönnum, sem
ekki telja eftir ómak og fyrirliöfn
fyrir náungann og ekki vænta eða
þægju laun fyrir ómök sín. Slíkir
menn eru, því betur, ,fjölmargir til.
Um þáð get ég borið.
En sagaií er svona:
Þaö var seint í janúar í ár,
i þegar enn var ekki bílíært innan
, héraðs í Þingeyjarsýslu, að maður
var að koma heim úr kaupstað,'
með nokkuð af myitvöru á sleða,
þar á meðal matbaunir í poka. Svo
vildi til, að gat kom á pokann og
rann nokkuð úr honurn niður á
fönnina áður pn vart varð við. Er
gert hafði verað að lekanum var
háldið áfram, enda' dimmt af
nóttu. Næsta dag á aldrað'ur mað-
j ur leið um þessar stöðvar og sér
baunaröstina á hjarninu og lízt að
auðvelt muni að ná nokkru upp
en hafði sjálfur ekkert ílát hand-
bært. Per hann þá heim á næsta
bæ og lætur vita í síma, þann, er
baunirnar haföi misst, en sá taldi
lítils virði og ekki sv'ara fyrirhöfn
a'ö hiröa. En frá bay.iúm, þar sem
gamli maðuririn sagöi frá fundi
sínum, fór maður ■ meö ílát og
hreinsaði með kostgæfni baunirn-
ar af fönninni og færði síðan heim
gamla manninum, sem fúndið
hafði, þar sem upphaflegur eig-
andi taldi þær sér einskisvirði.
Gamli maðurinn felldi sig ekki við
þá ráöstöfun og færði hinum upp-
haflega eiganda baunirnar heim
til sín.
Ég get búizt við, aö einhver ykk-
ar brosi og finnist sagan smá-
munaleg. En ég vel hana úr mörg-
um hliðstæðum, einungis vegna
þess, að hér er um smátt að ræða,
og vegna þess,- að þessir menn og
þvílíkir, eru þeim mun líklegri til
þess að leggja á sig ómök. og erfiði
til að varðveita eignir náunga síns,
þegar um meira er að ræða og
greiðinn stærri.“
Pétur landshornasirkill.
Vanskil
Þeir kaupendur Tímans,
sem verða fyrir vanskilum á
blaðinu eru vinsamlega beðn-
ir að láta afgreiðsluna strax
vita um þau. Endurtákist van
skilin, eru menn vinsamlega
beðnir að reyna áftur —
þangað til að blaðið er
farið að koma með skilum.
Tíminn kemur venjulega út
nokkru eftir hádegið alla
virka daga.