Tíminn - 03.04.1948, Síða 4

Tíminn - 03.04.1948, Síða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 3. apríl 1948. 74. blaff Fjármálastjórnin 1934-38 og 1944-46 Mbl. hefir leiðst út í það í öngum sínum út af almenn- ingsáliti því, sem nú er orðið ríkjandi um meðferðogstjórn fjármála undir forsæti Ólafs : Thors, að flytja af og til níð- greinar um fjármálastjórnina árin 1934—39. Það fer að vísu að verða nokkuð langt undan að ræða um stjórnarfram- kyæmdir fyrir meira en 10 árum, en þar sem Mbl. vill nú láta kjósendur landsins meta fj ármálastefnu Framsóknar- ’flokksins eftir þessu, er al- veg ástæðulaust fyrir Fram- sóknarmenn að skorast und- an umræðum um þau mál. Því birtir Tíminn hér örstutt :ágrip um nokkur meginatriði úr fjármálalifi þjóðarinnar á þessum umdeilda tíma. . AÖkoman 1934. Sú ríkisstjórn, sem tók við völdum 1934, hóf starf sitt við erfið skilyrði,- Heims- kreppan hafði þá lamað at- vinnulíf, viðskiptalíf og fjár- hag almennings víða um heim. Öll framleiðsla þjóðarinnar var mjög fallin í verði. Salt- fisksmarkaðurinn mátti heita lokaður með öllu. Landbún- aðarvörur seldust undir fram- leíðsluveröi innan lands og utan. Ríkissjóðurinn var rek- inn með halla og viðskiþta- jöfnuður þjóðarinnar óhag- ’ stæðúr. ■ , , Hér þurfti því að vinna al- hliða viðreisnarstarf. Afla nýrra markaða erlendis og verka framleiðsluvörurnar á nýjan hátt, svo að þær yrðu seljanlegar, en til þess sþurfti ný atvinnutæki, koma skipu- lagi á afurðasöluna innanr lands, bæta fjárhag almenn- ings, rétta við afkomu ríkis- sjóðs og laga viðskiptajöfnuð þj óðarinnar. Það kynni að virðast full- komin þraut að færast þetta allt í farig í senn, en það mark setti ríkisstjórnin sér og það tókst. Fjármálastefnan 1935—’38. Ríkisstjórnin beitti sér strax fy'rir nýjum og betri vinnubrögðum í meðferö fjár- mála á Alþingi. Það er full- kömin ástæða til að rifja þau hér upp, því að ástæða væri til fyrir núverandi fjármála- ráðherra að gefa þeim gaum, þó að þau séu arfur frá fjár- málaráðherratíð Eysteins Jónssonar. Mun það reynast betur að leita ráða og fyrir- mynda þangað en að hlíta forsjá Morgunblaðsins. Þá hafði sá þingmeirihluti, sem að ríkisstjórninni stóð, samráð með sér um afgreiðslu fjárlaga. Fjármálaráðherrann hafði þar forgöngu og mótaði afgreiðslu fjárlaganna en stjórnarflokkarnir höfðu fullt samstarf með sér um sam- þykkt þeirra. Engin lög voru samþykkt um ríkisútgjöld, hema þau væru jafnframt tekin upþ í fjárlög og tekjur áætlaðar á móti. Yfirleitt var ákveðið hámark þess hve miklu fé mætti verja til lög- bundinna gjalda í hverjum flokki og ábyrgðir ríkissjóðs takmarkaðar og yfirleitt bundnar því, að annars stað- ar frá væri lagt áhættufé til fyrirtækjanna. Þá var líka birt starfsmárinaskrá ríkisins. — Gréiðslur utan fjárlaga voru aldrei jafn lágar og þá. En jafnframt því, sem þess- ari stefnu var fylgt, var lagt Nokktir atríJSi tsl miíiiiis fyrir Mbl. meira opinbert fé en dæmi voru til áður, til að styðja framleiðslu þjóðarinnar og auka þannig almenna greiðslu getu. • Þessari stefnu var fylgt svo vel, að þrátt fyrir erfitt ár- ferði tókst að skapa glæsilegra framfaratírnabil í atvinnu- málum en dæmi voru til í sögu þj óðarinnar. Af köst síldar- verksmiðjanna urðu 5 á móti 2 áður, 25 ný hraðfrystihús voru byggð, margs konar iðju- ver og iðnaðarstofnanir risu upp, jarðrækt fleygði fram, byggðar voru nýjar hafnir og skip bættust í flotann. Þá var reist stærsta orkuver landsins. Staðreyndir, sem tala. Til að sýna enn betur ár- angur fjármálastefnunnar í fjármálaráðherratíð Eysteins Jónssonar, skal nefna þessar staðreyndir: Verzlunarjöfnuðurinn var hagstæður um 5.8 millj. kr. ár- lega, eða tvöfallt hagstæð- ari en hann var til jafnaðar næstu 10 árin á undan, þó út- flútningurinn væri 6.4 millj. kr. lægri á ári til jafnaðar á fyrrnefndu tímabili. Samt. , fékk framleiðslan nægan inn- I flutning til starfrækslu sinnar 'og iðnaðurinn efldist stór- jkostlega. Til stofnunar nýrra 'fyrirtækja var varið jafn- miklu 1935—37 og á næstu 10 'árunum á undan. Skuldirnar | við útlönd hækkuðu ekki, nema sem svaraði Sogsláninu. Á árunum 1935 til 1938 var rekstrarafkoma ríkis- sjóðs hagstæð um rær eina millj. kr. á ári, en hafði verið óhagstæð til jafnaöar um eina millj. kr. á ári næstu 4 árin áður. Framlög til opin- berra framkvæmda höfðu þó stórhækkað, og skuldir þær, sem ríkið sjálft stóð straum af lækkað. Exrnfremur voru þá ýms útflutningsgjöld lækk uð. Skattar og tollar voru þó samanlagt ekki nema 13 kr. hærri á mann á þessum árum til jafnaðar en þeir höfðu ver- ið á tímabilinu 1925—34 og aðeins 10 kr. hæril en á árinu 1934. Yfirlit þetta sýnir, að á þessu tímabili var mai'kvisst og ákveðið stjórnað fjármál- um íslenzku þjóðarinnar með það fyrir augum að eyöa sem minnstu til óþarfa en verja sem mestu til uppbyggingar og framfara. Með stórhug og gætni var fjármálum þjóðar- innar stýrt, svo að það er enn það tímabil, sem mest er til fyrirmyndar. Syndir „Nýsköpunarstjórnar- innar“. Hefði fjármálastefnu ár- anna 1934—38 verið haldið á- fram til þessa dags', væri nú öðru vísi um að litast á ís- landi. Þá hefði ekki hinum mestu fjáröflunarárum verið snúið í óáran. Þá hefðu ekki 1300 niillj. kr. af erlendum gjaldeyri eyðst þannig, að að- eins tæpur fjórði hluti hefði farið til nýsköpunarfi-am- framkvæmda. Þá hefði ríkið nú getaö átt gilda sjóði í stað lausaskulda, sem eru nú senni lega komnar á annað hundrað millj. kr. Þá þyrfti það ekki að sligast nú undir ábyrgð, sem nemur mörgum hundruð- um millj. kr. Þá þyrfti ekki að verja 50 millj. kr. úr ríkissjóði til að mæta hallarekstri fram- leiðslunnar. Þá væri ekki fjöldi fyrirtækja að sligast undir framkv., sem þau hafa ráðizt í vegna stórfelldra svik- inna ávísana, sem þeim hafa verið gefnar á löirgu tæmda sjóði. Þá myndi nú blasa bjart ur framfaratími við þjóðinni í stað hruns og öngþveitis. Það er satt, að á fjái'gróða- tímum þróast löngum and- varaleysi og skammsýn eyðslu semi með þjóðunum. Þá er það löngum ríkt í fólki að sleppa sér og njóta gæðanna ríkulega meðan þau gefast, þar sem erfiðleikarnir stæla krafta og skerpa ráðdeild. Það er því erfiðara að framfylgja skynsamlegri fjármálastjórn í góðæri en haröæri. En þetta léttir þó ekki allri ábyrgð af ríkisstjórninni, því að auð- vitað á ríkisstjórn að vera til þess að leiða þjóð sína fram til skynsamlegra hátta og far- sælla starfa. Ríkisstjórn Ól- afs Thors gerði hins vegar gælur við vitleysuna og hvatti þjóðina til ábyrgðai'leysis. Og það er hennar dauðasök. Stjórnað gegn betri vitund. Með tilliti til þess, sem áður er sagt um tilhneigingu fólks til gáleysis og glópsku í fjár- hagslegu góðæri, er það sér- staklega hættulegt, ef stjórn- málamenn gæla við þann van- þroska, svo sem hér var gert. Það er sannarlega ekki von.á góðu, þegar sjálfu ríkisvald- inu er beitt til að freista manna og glepja, þar sem þeir eru veikastir fyrir. Stjórnmálamenn eiga að hafa vit fyrir fóikinu. Þeir mega aldréi leita sér fylgis til valda og upphefðar með því að gylla ábyrgðarleysið gegn betri vitund. En hér liggur fyrir skjalfest, að forsætis- ráðherrann boðaði blessun verðbólgunnar, þvert ofan í fyrri ræður og röksemdir, fjármálaráðherrann taldi frá byrjun, að stefnt væri í öng- þveiti og sat þó, en hjá ráð- herruirx sósíalista hafði það verið stefnumál í kosningun- um að draga' niður vindbelg dýrtíðarinnar, svo sem mynd- skreytt auglýsingarit þeira frá þeim tíma voíta. Eigin orð ráðherranna vitna því gegn þeim. Þeir stjórnuðu gegn betri vitund og höfðu sjálfir kveðið upp eigin áfellisdóm fyrirfram. Það, sem Mbl. vildi, en fékk ekki. En sagan er ekki öll sögð ennþá. Þegar að þrengdi og gjaldeyrisvandræð in voru óumflýj anleg fram- undan, hafði Mbl. sínar að- ferðir til að mæta þeim. Það þrætti í lengstu lög fyrir stað- reyndir. Þrásinnis sagði það Tímann falsa tölur, þegar hann skýrði rétt frá um gj ald- eyrismálin. Þetta var vörn Mbl. til að reyna að blekkja þjóðina sem lengst, svo að stríðsvíman rynni ekki af henni og hún þyldi ábyrgðar- leysi og andvaraleysi á æðstu stöðum. Þegar kom fram á síðasta vetur, voru dæmin orðin deg- inum ljósari, svo að jafnvel Mbl. sá, aö ekki þýddi lengur að þræta. Þá viðurkenndi það að gjaldeyririnn væri að (FramHald á 6. síðu) „Vinur Reykjavíkur" sendir þetta ávarp: „Ég rak upp stór augu á mið- vikudaginn, þegar ég var að lesa Moggann. Mér varð litið í pistlana hans Víkverja og sé þá, að hann er að berjast fyrir því, að einka- leyfið, sem Hótel Borg hefir til vínveitinga, verði afnumið. Mér krossbrá, því annars átti ég frekar von af Víkverja, en að hann vildi takmarka áfengissölu. Svo fór ég að lesa þetta betur og þá skildist mér að kempan vildi I ekki taka neinn rétt af Hótel Borg, j heldur láta aðra veitingastaði fá j sama rétt. Og ástæðan er knýjandi. Það eru svo margar fjölskyldur í Reykjavík, sem ekki vilja borða heima hjá sér ■ á hátíðisdögum. Þeim fjölgar alltaf, Reykvíkingun- um, sem vilja borða úti með fjöl- skyldum sínum á hátíölegustu stundum. Það er eiginlega einn liðurinn í heimilisrækni, sem er hornsteinn góðs uppeldis og sannrar menningar, fögur hátíða- brigði, sambærileg við kirkjuferð. En það er auðvitað lítið varið í að fara með konuna og krakkana á matsölustað, þar sem ekki fást neinskonar vínföng með matnum, því að menn missa allt hátíðaskap og hátíðleika, ef þeir eiga bara að drekka sítrón eða malt með matn- um, að við nefnum ekki frum- stæða drykki, eins og mjólk og vatn. Víkverja rennur þaö til rifja, að á páskadaginn treðst fólk á Hótel Borg og fjölda margir _verða frá að hverfa svangir og þurr- brjósta. Þá er um tvennt að velja og er hvorugur kosturinn góður. Annaðhvort ■ að borða heima í hversdagsleikanum eða fara í eitt- hvert þeirra matsöluhúsa, sem ekki selja vín með mat. Það er lítil von til þess, að um- bótamaður eins og Víkverji þoli þetta ástand. En ætli það væri ekki dálítil bót í máli, að leyfa öllum veitingastöðum bæjarins á- fengissölu á mestu hátíðum ársins? Við skulum hugsa okkur að slíkir hátíðisdagar væru nýársdagur, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní í minningu sjálfstæöisins, jóladagur og gamlárskvöld, — ekki má það gleymast, því að fólk þarf að eiga athvarf annars staðar en á götunni. Þetta væri að sönnu ekki nema smásigur fyrir hugsjón Víkverja, en þaö væri þó spor í áttina og valdir þeir dagarnir, þegar hátíð- leikinn á að vera mestur. — Og nú skulum við sjá hvort fjandmönn- um Reykjavíkur tekst að spilla þessu máli.“ Þannig hljóða þau orð og má hver taka sem vill, en væri þaö ekki athugunarefni hverjir væru sannir vinir Reykjavíkur í þessu sambandi. Sá er vinur, sem til vamms segir, og í raun' reynist. Ég held, að menning Reykjavlkur þurfi fremur annars með en meiri áfengisneyzlu og fleiri vínsölustaða, og er það ekki mælt af fjandskap. En þó að dekur við drykkjuskap, og annan ólifnað, sé rekið í nafni frelsis, jafnréttis og hátíðleika, sé ég ekki, að það sé nein guðsþjón- usta eða sérstakt vináttubragð við þessa borg. En ekki meira um það. Ég var einhvern tíma að' nöldra um það, hvernig fólk kæmist fram með að láta við mjólkurbúðir sums staðar í bænum. Nú get ég sagt að þetta hefir lagast, þar sem ég þekki til, og eru það góð tíð- indi. Ég held, að það sé mælt af fullri hollustu og vinsemd við ' Reykjavík, að miklu skipti að við séum öll samtaka um það, að hafa yfir okkur menningarbrag við búð- irnar og'venja börn og unglinga á prúðmennsku og góða mannasiöi, en ekki frekju, yfirgang og rudda- skap. Hér reynir á alla, en einkum er það þó mjólkursamsalan og starfsfólk hennar, sem hefir þýð- ingarmiklu uppeldislegu hlutverki að gegna og lögregla bæjarins á að veita eftirlit og aðstoð ef þarf. Svo held ég líka, að það sé enginn fjandskapur við Reykjavík, aö vilja búa svo að sveitafólkinu, að einhver vilji vera þar áfram og framleiöa mjólk, jafnvel þó að það . fólk vilji þá hafa svipaðan húsa- kost og fólkið í Reykjávík, vatns- leiðslu, skolpleiðslu og jafnvel raf- magn. Pétur landshornasirkill. Konan mín Hakcl Jónasdóttir frá Núpi, Dýrafirði, andaðist 2. apríl. Kristinn Guðlaugsson. Konan mín Elísabet Auðiiitsdóttir Hjarðarbóli, Akranesi, andaðist 1. apríl. Sigurður Gíslason. Faðir okkar _ Þorstcinn Jónsson andaðist aðheimiji sínu Hrafntóftum í Djúpárhreppi, miðvikudaginn 31. marz s.l. fyrir hönd okkar systkinanna. Sigurður Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.