Tíminn - 05.05.1948, Side 4
4
TÍMINN, miðvikudaginn 5. maí 1948.
99. blað
Vettvanéur
í erindi mínu um húsmæð-
ur nútímans, ræddi ég um
ýmsa kosti sveitalífsins og
margt það, sem lífið í sveit-
inni hefif" sér til ágætis. Þarf
ekki að fjölyrða um það, að
sveitaheimili með góðri bygg
ingu á góðri jörð, með raf-
magni, ýmsum tækjum, sem
létta vinnuna og er vel í sveit
sett, er ágætis heimili fyrir
fjölskyldu með börn og hefir
.mikla möguleika til að ala
þau þannig upp, að þau kom
ist til manns, og það er mesta
gleði foreldranna að það
mégi takast.
Sveitaheimili, þar sem allir
vinna saman, foreldrar og
börn, er skóli, verklegur skóli,
sem húsbóndinn og húsmóðir
in stjórna. í þeim skóla eiga
börnin að geta sýnt eðlis-
gáfur sínar og haft margþætt
viðfangsefni. Verk foreldr-
anna er að leiðbeina þeim og
beina hneigðum þeirra og
hæfileikum í réttar áttir.
Það er með mörg okkar dýr
mætustu verðmæti þannig,
að við gerum okkur ekki
grein fyrir þvi hvers virði þau
eru fyrr en við höfum misst
þau. Svo er einnig með heim-
ilið. Fyrst þegar heimilið hef
ir verið uppleyst eða lagt í
rústir, kunnum við að meta
það.
Við heyrum nú hörmunga-
sögurnar utan úr stríðslönd-
unum, þar sem heimilin hafa
verið ejðilögð og fólkið lifir
við húsnæðisleysi, kulda,
klæðleysi og sult. Heimilin og
öll þeirra verðmæti eru eyði-
lögð og um Ieið öll vellíðan og
öryggi milljónaþjóða. Við hér
á íslandi höfum nú sloppið
við þessar hörmungar af
völdum stríðsins, loftárásir,
herskyldu og annað, sem því
fylgir.
En það er annað, sem ógn-
ar okkar íslenzku heimilum,
það er flótti ungu stúlknanna
frá heimilunum. Fljótlega eft
ir ferminguna fara þær í ein_
hver önnur störf en þau, sem
til falla á heimilinu, bæði í
bæ og byggð, og eftir stendur
móðirin, meira og minna
þreytt, með yngri börn og
annað heimilisfólk.
Það er fínna að fara á
skóla, helzt þar sem lítið þarf
að læra, eða þá í búð eða
vinna við einhvern iðnað,
?heldur en að vinna við heim-
ilisstörf hjá mæðrum sínum
eða öðrum, sem vantar hjálp.
Þessi hugsunarháttur er skað
legur heimilunum. Með þessu
dragast stúlkurnar meir og
meir frá heimilunum. Þær
læra engin algeng heimilis-
störf. Þegar bezt lætur fara
þær einhvern tíma á hús-
mæðraskóla áður en þær
gifta sig, ef það ber þá ekki
svo brátt að, að enginn tími
vinnist til þess. Þessar konur
verða því í vandræðum, þeg-
ar þær þurfa að fara að
stofna heimili og heimilið
verður eftir því, sem efni
standa til.
Margar duglegar konur
sigrast á þessum erfiðleikum,
ef maðurinn skilur þær og
hjálpar til, en margar gugna
því miður og heimili þeirra
verður ekkert heimili. Ungu
konurnar vantar almennt
allan undirbúning til starfs-
íns. Þá hefir þjóðfélagið
reynt að ráða bót á þessu með
Útvarpserineli fru Jéníim Sigasrl^ardóttur
fjíndal á liækjarmáti.
stofnun húsmæðraskólanna
og lögum, sem ekki hafa náð
framkvæmdum um aukna
verklega kennslu í barna_ og
unglingaskólum.
Eg held nú, að margar hús-
freyjur gætu haft meiri áhrif
á dætur sínar í því efni að
halda þeim við heimilisstörf-
in, en þær gera. Þeim finnst
mörgum það ekki vera fínt
fyrir þær að vinna heimilis-
störf, öll önnur störf utan
heimilis séu þeim hentugri.
Þetta álít ég mikinn miskiln
ing^Ég held, að þeim sé yfir-
leitt hollt að fá vinnu á heim
ilum sínum, að minnsta kosti
til 18 ára aldurs, þó æskilegt
væri, að þær, á þeim tíma,
gætu fengið einhverja
kennslu á unglingaskóla eða
námsskeiðum. Ég beini
þessu máli mínu einkum til
sveitahúsfreyjunnar. 18 ára
gamlar eru stúlkur teknar á
húsmæðraskóla og eftir það
getur þeim frekar verið fært
að velja sér eitthvert starf og
fara sinna ferða. Auðvitað
væru þar vissar undantekn-
ingar með stúlkur, sem hafa
einhyerjar sérstakar gáfur og
stunduðu langskólanám. En
að senda ungar' stúlkur, á
aldrinum 14—18 ára til
Reykjavíkur, til allra ókunn-
ugra og jafnvel þó það séu
einhverjir vandamenn eða
kunningjar, er mjög athuga-
Vert og hefir valdið margri
ungri stúlku mikilla rauna,
sem hafa varanleg áhrif allfc
lífið.
Ég veit, að margri húsfreyj
unni finnst ekki staða sín svo
góð eða glæsileg, að hún óski
dætrum sínum þess að lenda
í hinu sama. Ég hefi heyrt
konur segja: „Það er ekki von
að dætur mínar vilji vera hjá
mér,þeim líður ekki svo vel“.
En vita þessar konur nokkuð
hvað ungu stúlkunum líður,
þegar þær eru komnar af
æskustöðvum sínum og börn-
um að aldri ætlað að sjá um
sig sjálfar.
Flestar konur lenda í nús-
móðurstöðu seint eða
snemma á ævinni, og fái þær
ekki undirbúning undir hana
á unglingsárunum, er hætt
við að það verði aldrei.
ÞajJS- þarf að gera meira fyr
ir unga fólkið í sveitunum en
nú er gert. Það er ekkert gert
fyrir það, þar sem ég þekki
bezt til. Ungmennafélagsskap
urinn er í kalda koli vegna
fólksfæðar og unglingarnir,
sem vaxa upp, hafa ekkert
sér til skemmtunar og enga
hjálp við lærdóm í grennd-
inni, ekkert nema það, sem
( heimilin geta veitt.
| Sveitabörnunum þykir yf-
. irleitt gaman að vera í barna
1 skóla, ef kennarinn er góð-
ur og aöbúð þeirra sæmileg.
Þegar skólatíminn er ekki
( nema 2—4 mánuðir er þetta
j tilbreyting frá venjulegum
störfum og félagsskapurinn
! við jafnaldrana er þeim mik_
ils virði. Þau taka fullnaðar-
próf og eru fermd 14 ára. Þá
er öll kennsla búin og lítil
tækifæri til að hitta skólafé-
laga sína. Ég hefi oft fundið
jsárt til þess, hve mikil þörf
j væri á því að gera meira fyr-
, ir þessa unglinga, hafa nám-
skeið fyrir þá eða góðan fé-
lagsskap tii fróðleiks og
skemmtunar. En ég legg á-
herzlu á það, aö það sé fé-
lagsskapur og fræðsla, sem
ekki taki unglingana burt af
heimilum, heldur fi’æðsla,
sem fari fram í sambandi við
heimilin og verði þannig
heimilunum til styrktar, en
ekki niðurrifs, með því að
taka unglingana alveg burtu.
Væri hentugra að taka upp
það fyrirkomulag, sem
fræðslulögin einnig gera ráð
fýrir, að hafa sérstaka ungl-
ingakennara í hverri sýslu,
sem gætu stundað kennslu á
ýmsum stöðum, þar sem ungl
ingarnir gætu komið saman.
Eins og vegir eru nú víða
orðnir góðir, gætu kennararn
ir átt sín heimili og jeppa til
að fara á milli þeirra heimila
og staða, þar sem unglingarn
ir kærnu saman. Væri þeim
vissulega ekki síður þörf þess
ara farartækja en starfs-
mönnum ríkisstofnana hér í
borginni, sem hafa jeppa og
lúxusbíla til að fara í milli
húsanna, þrátt fyrir það, að
strætisvagnar gangi um göt-
urnar allan daginn.
En í þessar kennarastöður
er ekki til neins að hafa
nema duglega, áhugasama
kennara, sem vita hvað þeir
eru að gera og gera sér ljósa
grein fyrir því, sem þarf að
gera.
Skólabila fyrir skólabörn
og unglinga er líka víða farið
að nota. Tel ég það mikið
betra fyrirkomulag en setja
! öll börn og unglinga á heima
j vistarskóla, sem áreiðanlega
! tekur börnin meira burt af
| heimilum og dregur hu^ann
j burt frá þeim.
Þar næst er iðnaðurinn.
Hann hefir ekk'i mátt hverfa
úr sveitunum og kauptúnum
eins og nú hefir orðið raunin
á. Áhrifamáttur heimilanna
hverfur með honum. Börn og
unglingar hafa færri við-
fangsefni, færri áhugamál.
Það' þarf að dreifa honum
aftur út um landið ,í ein-
J hverri mynd. Utan um iðnað-
! inn skapast atvinna, þar þarf
fólk og þar er líf. Vélar eru
ómissandi við búskap og ann
að, en þær eru dauðir hlut-
ir, sem gera fólkið óþarft að
miklu leyti. Vélarnar skapa
einangrun og leiðindi, ef
ekki er bætt við nýjum við-
fangsefnum. Vinnan og gleð-
in yfir vel unnu starfi verð-
ur ávallt þung á metunum,
en við þurfum líka að hafa
félagsskap og sambúð við
gott fólk.
í bók, sem liggur á borðinu
hjá mér, er mynd af her-
bergi, sem heimasætunni er
ætlað. Það væri ánægjulegt,
að sem flestar ungar stúlkur
gætu átt hlýtt og vinalegt
herbergi heima hjá sér og
sinnfc þar áhugamálum sín-
um og viðfangsefnum.
Síðastliðið sumar kom hér
til landsins finnsk kona, sem
hafðj sett sér það mark að
koma iðnaði affcur inn á heim
ilin. Einu kynni, sem ég hafði
af henni,var erindi, sem hún
lét þýða og flytja í útvarpið.
Hún átaldi mjög þá stefnu,
að stóriðnaður ætti að taka
Fengið hef ég bréf frá sveita-
manni úti á landi, þar sem tekið
er nokkuð í annan streng, en stund
um er gert, þegar rætt er um sveita
lífið. Þessi hefir séð ljósu hliðarn-
ar við sveitalífiö og heldur þeim
fram. Og ég sé ekki annað, en
hann hafi að mörgu leyti lög að
mæla, þrátt fyrir allt, sem rétti-
lega er mælt á annan veg.
„Ýmsir hafa haft orð á því í bað-
stofunni, aö nú væri oröið fámennt
í sveitunum, stúlkur sæjust þar
varla framar og ekki vildu þær gift
ast bændaefnuui og horfði því víða
til landauðnar. Á þennan veg er
lesturinn rakinn og þetta er svo
skýrt með þægindaleysi, strjálbýli,
érfiðleikum og skemmtanaleysi.
Ég ætla ekki að mótmæla þessu
í heild, en ég ætla mér að benda
á annað. sem þessu er samfara.
Sveitafólkið þolir engan skort. Lífs
kjör þess eru að vissu leýti engu
verri en annarra, því að það er í
rauninni ekki aöalatriðið hváð
vinnustundirnar eru margar, —
hvort þær eru 6 eða 16 eða eitt-
hvað þar á milli. Hvernig líður fólk
inu? Hvernig er afkoman, heilsan
og endingin? Ég held helzt, að
sveitafólkiö þurfi ekki að öfunda
almenning í þorpunum, þegar. þessa
er gætt.
Þaö er misjafnt til hvaða starfa
menn hneigjast. Sumir hafa unun
af skepnum og ræktun og þeiin
hæfir bezt að vinna slíkt. Þeir
eru sælastir í sveitinni og eiga því
að vera þar. Ég tel það eðlilegt, að
mönnum þyki skemmtilegra að
að vinna jarðyrkjustörf í sveitinni,
brjóta nýtt land og rækta og kyn-
bæta búfé sitt og gera sem afuröa-
mest með ræktun, fóðrun og hirð-
ingu, heldur en að lulla til bókhalds
á skrifstofu, gatnasópunar, upp-
skipunar, afgreiðslustarfa o. s. frv.
Og ég held að menn slitni meira
og endist ver við vinnu, sem þeim
leiðist, enda þótt vinnutíminn sé
styttri og verkin léttari. Því held
ég, hvað sem tímareikningi og
taxtakaupi líður, að skipti um til
hins verra fyrir ýmsa, sem yfirgefa
búskapinn.
Svo cr það kvenfólkið. Ég mót-
mæli því að það sé rétt að konan
eigi að velja manni sínum lífstarf.
Vel má hafa hana með -í ráðum,
en ef hún ætlar fyrst og fremSt
að vera húsfreyja innanstokks og
móðir barna þeirra og slíkt ber
sízt að lasta, þá er það ekki henn-
ar að segja fyrir um það, hvort
bóndinn stundi landbúnaö, fisk-
veiðar eða skrifstofuvinnu. Ég er
ekki hér að mæla i móti góðu sam-
starfi hjóna, en mér finnst að karl-
menn mættu stundum vera á verði
um „réttihdi“ sín á þessu sviði. Góð
kona er manni sínum holiur ráðu-
nautur, en þá hefir hún líka sjón-
armið, se.m eru hafin yfir þrengstu
eigingirni og sérgæði. Annars verð-
ur hún hvorki góð kona né holl-
ráð.
Um skemmtanir og þægindi má
margt ræða. Ég veit að við förum
ekki á bíó og ball á hverju kvöldi,
en sýniö mér í Reykjavik þann hóp,
sem á eins vel saman og nýtur
jafnvel frjálsrar, saklausrar, gleði og
títt er um okkur í sveitinni. Það
væri þá helzt innan einhverra fé-
lagshópa, en alls ekki á hinum al-
mennu skemmtistöðvum. Og þó að
við höfum kannske ekki tök á að
sækja nema tvær raunverulegar
danskemmtanir á vetri og dóms-
málaráðherrann skipi okkur heim
á slaginu eitt, hverju við erum þó
blessunarlega laus við eftirlit með,
þá skemmtun við okkur oftar og
gerum það vel og hjartanlega.
Margir mættu öfunda okkur af
skíðabrekkunum og skautasvellun-
um, sem við höfum jafnvel innan-
túns, hestunum, gróðrinum og
hreina loftinu. Og þó að þetta séu
ekki beinar tekjulindir, eru bíó-
feröir og Borgarsumbl Reykvíkinga
það ekki heldur.
Mér finnst að foreldrar meti það
yfirleitt mest, ef börnin þeirra gætu
orðið nýtir menn. Og mér hefir
sýnst að börnin úr sveitunum gætu
kinnroðalaust tekið sér stöðu á vett
vangi heiðarlegra þjóðnytjastarfa
við hlið frændsystkina sinna úr
bæjunum, svo að þrátt fyrir allt
séu uppeldisskilyrði sveitanna að
minnsta kosti sambærileg að dómi
reynslunnar. Svona er þetta, þrátt
fyrir allt, en svo getum við, ef viö
bara viljum og vinnum saman gert
óendanlega margt til bóta fyrir
sveitirnar okkar, ef við metum það
meira en að hlaupa frá öllu sam-
an.“
Og þá hafið þið þessa hugvekju.
I-Ivað segið þiö nú?
rétur landshornasirkill.
Jarðarför
I*órðar Ólafssonar,
fyrrum prófasts að Söndurn í Dýrafirði,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. maí og
hefst með húskveðju að heimili hans, Framnesvegi
10, kl. 1 e. h.
Kirkjuathöfninni verður útvarpað.
Börn og tengdabörn.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er komu og
færðu mér gjafir, blóm og skeyti á 80 ára afmæli
mínu. Þið öll gerðuð mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Ingimundardóttir,
Fossatúni, Bæjarsveit, Borgarfjarðarsýslu.
allan iðnað og fannst eins og
mér, að með því væri mikið
veiklaður máttur heimilanna
og þau gerð tómlegri að öllu
leyti. Iðnaðinn á heimilunum
þyrfti að efla og bæta eftir
föngum.
Forráðamenn landbúnaðar
ins hafa í erindum sínum
þessa dagana rætt um margs
konar framfarir á sviði land_
búnaðarins, hverjar hafa ver
ið gerðar og hverjar þarf að
framkvæma. Það er nú allt
gott og blessað, en ég vil
(Framhaltl á 6. síðu)
/