Tíminn - 21.05.1948, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.05.1948, Blaðsíða 7
110. blað TÍMINN, föstudaginn 21. maí 1948. 7 Nýsköpimin í ISöfðakaupstað. (Framhald af 4. siðu) nokkrar fyrirspurnir varð- andi framkvæmdir í Höfða- kaupstað. Svar Gunnars ber það með sér, að svo er um þetta verk eins og margt annað, sem gera átti, að meiri hafa verið loforðin en efndirnar. Samkvæmt upplýsingum Gunnars stendur málið þann ig: 1. Búið er að kortleggja kaup túnið. 2. Búið er að kaupa eitthvað af erfðafestulóðum, um eignarlóðir var ekki að ræða, utan eina lóð, og sennilega búið að fram- selja eitthvað af þessum nýkeyptu löndum til nýrr- ar erfðafestu. 3. Nálega lokið að leggja vatnsveitukerfi. 4. Byrjað á skólpræsalögn. 5. Byggt 1 hús. 6. Keyptir 150 std. af timbri og maður ráðinn til af- hendingar á því. Flest af þessu er nauðsyn- legur byr j unarundirbúning- ur, ekki sízt kortlagning kaup túnsins og umhverfis. Meira má deila um vatns- leiðslukerfið, sem miðað er við 3000 manna bæ, sem tæp- ast verour kominn innan 50 ára. Ekki sízt þar sem nokk- urn veginn vatnsleiösla var fyrir. Kostnaður við þetta telur Gunnar að orðinn sé 1 y2 millj., þar með sennilega tal- inn stjórnarkostnaður. Venjulegum bónda eða sjó- manni munu finnast þess- ar framkvæmdir ekki meiri en - það, að hreppsnefnd Höfðakaupstaðar hefði getað annast þetta, undir umsjón skipulagsstjóra ríkisins. Þeir, sem kunnugir eru, vita vel, að nýbygging í Höfðakauptúni hefir sízt orð ið meiri hin síðustu ár, en margra annarra kauptúna, t. d. Húsavíkur. Svar Gunnars Þórðarsonar sannar tvennt. í fyrsta lagi, að öll sú yfirstjórn, sem tildr að hefir verið upp fyrir ný- sköpun þessa, er með öllu ó- þörf og framkvæmd hennar brosleg. T. d. virðist verkefni rramkvæmdastjóra aðeins vera, að halda eitthvert bók- hald, og ferðast á rnilli nefnd arhlutanna, þeirra 3ja, sem búsettir eru í Reykjavík og þeirra 2ja, sem búsettir eru á Skagaströnd. Skyldi það hafa verið ofverk fram- kvæmdastjóra að annast starf byggingafulltrúa og sjá urn afhendingu á umræddu timbri, sem eins hefði rnátt fá hjá Kaupfélagi Skagstrend inga. í öðru lagi sést á svari G. Þ., að af 5 millj., sem Alþingi lofaði, hafi aðeins fengist iy2 millj., og hefir því „ný- sköpunin“ laglega lofað' upp í ermina sína þar eins og víð- ar. Gunnari Þórðarsyni finn- ast launakjör nýsköpunar- stjórnar Höfðakauptúns mjög til fyrirmyndar, og skýrir frá því, hvað hver nefndarmaður fái. Samkvæmt því virðast laun stjórnarinnar samkv. núgild- andi vísitöl vera 36 þús. á ári. Sjálfsagt hefir framkvæmda stjórinn ekki minna en 1000 kr. á mánuði, sem gera önn- ur 36 þús. á ári, svo kemur allur ferðakostnaður fram- kvæmdastjóra og nefndar- raanna, og auk þess þóknun- ^ in til þeirra, sem vinna það verk, sém framkvæmdastjór- inn ætti að vinna. Samtals má því ætla, að ár legur stjórnarkostnaður þess arar nýsköpunar liggi á milli 85 ög 100 þús. krónur. Nú mun yfirstjórn þessi hafa staðið a.m.k. J2 ár og kæmi mér ekki á óvart, að 15—20% af öllu framlaginu, 1 y2 millj., hafi farið til slíkra hluta. Búmannlegra hefði það ver- ið af þjóðfélaginu að láta hreppsnefnd Höfðakaupstað- ar annast þetta, undir stjórn skipulagsstjóra ríkisins, sem embættismanns, en ekki sem sérstaks. neíndarmanns. Þó að upplýsingar G. Þ. hvað kostnað áhrærir séu ekki eins fullkomnar og skyldi, þá er ég honum þa'kk- látur fyrir molana. Þeir sýna að nokkru, hvað unnið hefir verið og benda vel til þess, hvernig stjórnað er. En eitt vil ég benda hr. fram- kvæmdastjóranum á í sér- stakri vinsemd. Hann segir í grein sinni, að ég megi ekki taka svar sitt svo, að honum sé skylt að ganga í spurninga tima til mín; hann rnuni gefa skýrslu til yfirboðara sinna. Mér og öðrum slíkum gefur hann aöeins svar af náð. Sælir eru hógværir, stend- ur í þeirri sígildu bók. Þeirra orða mun G. Þ. minnzt hafa, og því gerzt svo lítillátur að láta mola falla af boröum sín jum til þess óbreytta fólks, sem borgar skattana til þess verks, sem hann á að sjá um. | Mér finnst nú, og- svo mun j fleirum fara, að allan almenn ing varði nokkru, hvernig slík störf, sem ráðstöfun 5 1 millj. eru unnin. Það séu j ekki aðeins einhverjir yfir- 1 menn, sem um það þurfi að ' vita. En meðal annarra orða: Hefir fjármálaráðherra rík- isins eða fulltrúar hans í höndum sundurliðaða reikn- inga, hvernig umræddri iy2 millj. hefir verið eytt? Þakka ég svo G. Þ. fyrir það, sem komið er. Hannes Pálsson, Undirfelli. Úíilegumaðnrliui Skíðamenn, sem voru á ferð uppi á Þrándheimsfjöllum núna um vera skógarbjörn, en þegar þeir gáðu betur að sáu þeir að þar var maður nokkur klæddur loðskinn- um. Gekk þeim illa að handsama hann og urðu að færa hann í bönd er þeir höfðu náð honum, en hann braust um fast og virtist ekki skilja þá. Þeir sáu að hann var í hermannaskóm og reyndu að ta!a við hann á þýzku og kom þá þar að hann skipti orðum við þá. Þetta reyndist að vera þýzkur her- maður, sem lagðist út efir uppgjöf Þjóðverja í Noregi. Hann hefir í þrjú ár hafzt við í hreysi, sem hann gerði sér í hellisskúta einuni, en sér til matar hefir hann veitt fisk og dýr og tínt ber. Hvorki hafði hann skorið né grátt hár sitt eða skegg missirum saman, en allvel var hann vopnum búinn í bæli sínu. — En nú er hann kominn aftur í menninguna. Fappás* iír hálmi. Samkvæmt fréttum frá Svíþjóð hefir sænskum verkfræðingum nú tekist að finna aðferð til að gera fyrsta flokks pappír úr hálmi og úrgangi úr sykurreyr og bambus- reyr. Hingað til hefir það ekki þótt tiltækilegt að vinna nema lökustu pappírstegundir úr hálmi, en sænskir vísindamenn hafa unnið kappsamlega að því, að gera hann að verðmætu hráefni. FRÁ CATERPILLAR TRAKTOR CO. PEORIA getum vér útvegað til afgreiðslu L 'úgúst eða september drátiarvélar með jarðýtu og skurðgröfuútbúnaði H. 1. SKODA bifreið. 2. Málverk eftir Kjarval (10 þús. króna virði). 3. ísskáp (enskan). 4. ísskáp (amerískan). 5. Þvottavél. 6. Hrærivél. 7. Strauvél. 8. RAFHA-eldavél. 9. Stáleldhúsborð með tvöföldum vaski. 10. Flugferð til Akureyrar. Happdrætti Heiisuhælissjóðs N. L. F. j. ■ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllHIIJ H||llllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll..-(itl»H i Aðeins 5 krónur miðinn j f Dregið 17. júni j 'íimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iTiiiiiimiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiii.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.