Tíminn - 21.05.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1948, Blaðsíða 3
 Slj<: í. ' s’.'i 'Y.(\ Vi' 110. blað TÍMINN, föstudaginn 21. maí 1948. úr Hoits- kreppi í Fijótum Niðurl. Símamálin Árið 1942 var okkur norð- ur hér sagt að leggja ætti síma í sveitinni heim á þá hæi, sem vildu fá síma. Ekki stóð á bændum að æskja sím ans en hvað skeður? Það var lagður sími á 3 yztu bæi sveit arinnar -r- búið og punktum. Svo fór með þau loforð og þá nýsköpun, en það er ekki þar með búið. Landsímastöö hafði verið um mörg undan- farin ár á Brúnastööum til mikils hagræðis fyrir Niður- Fljótin. Þennan síma lét, ný- sköpunarstj órnin svokallaða, taka og flytja niður á sveit- arenda. Ekki var það til hag- ræðis fyrir sveitina eða þá, sem. símann þurftu að nota. T. d. mætti nefna sem dæmi að hreppsstjóri sveitarinnar, þarf að eyða mörgum klukku tímum til þess að komast þessa leið, þegar hann þarf að nota landssímann. Hvern- ig ætli hliðstæöum embættis- mönnum í kaupstöðum þessa lands þætti sú aðstaða? Engar jarðvinnsluvélar sá- um við hér í sveit í tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar. Það var fyrst í sumar, er leið, að hing að kom jarðýta, ræfill frá búnaöarsambandi Skagfirð- inga. Komst hún með harm- kvælum yfir hálfan hrepp- inn, þrátt fyrir dugnað og vilja þeirra manna; sem henni stjórnuðu. Póstsamgöngur Þá vil ég miinnast með nokkrum orðum á póstsam- göngur sveitarinnar í vetur. Póstsamgöngum innan hér aðs er svo fyrir komið, að sendur er póstur 2 í mánuöi írá Haganesvík um sveitina og kemur sá, sem með póst fer, heim á hvern bæ. Er það hagræði frá því sem áður var, • en mætti þó vera styttra á milli pósjíerða. Póstferðir til Haganesvikur hafa verið undanfarna vetur þannig, að flóabáturinn, sem fer milli Akureyrar og Sauð- árkróks kom einu sinni í viku við og skilaði pósti. í vetur hefir þessi bátur aldrei kom- ið á Haganesvík. Liðu svo 6 vikur í vetur, að aldrei kom póstur til Haganesvíkur, og lagaðist þetta ekki fyrr en rétt fyrir jól, en þá var eftir mikið þjark og stapp fengið bátkríli frá Siglufirði til að flytja póstinn. Hefir svo þessi bátur komið vikulega, þegar fært hefir verið, en oft hefir það komið fyrir, að liðið hafa margir dagar, svo að ekki hefir verið fært á milli ■og jafnvel hálfur mánuður ■eða meir. Þessar póstsam- göngur, sem við höfum átt við að búa í vetur, hafa ver- ið fyrir neðan allar hellur og verið okkur oft til hins mesta ■óhagræðis. Vil ég í því sam- 'bandi minnast á eitt dæmi :af mörgum. Pœrdómsrikt dœmi Holtshreppur áttli kröfu- xétt í útsvör tveggja manna uppi í Skagafirði. Yfirskatta nefnd Skagafjarðarsýslu tók útsvarsskiptinguna til með- ferðar 19. des. 1947. Útskrift var útgefin 19. janúar 1948. Urskurðurinn kærður og kom til Reykjavíkur 22. febrúar 1948, eða réttum 2 mánuðum eöa vel það eftir að yfirskatta nefnd Skagafjarðar hafði úr- skurðað að Holtshreppur ætti engan lagalegan kröfurétt í útsvörin. Ríkisskattanefnd vísar þeim frá á þeim for- sentum, að þeir hafi komið 3 dögum of seint. Svo fór um sjóferð þá. Það má hik- laust telja víst, ef samgöng- ur hefðu verið betri, að þá hefði Holtshreppur náð rétti sínum, þótt úrskurðir _yfir- skattanefndar lægju 1 mánuð á skrifst. Skagafjarðarsýslu áður en þeir voru sendir odd- vita Holtshrepps, en ríkis- skattanefnd reiknar tímann frá því aö útsvarsskiptingin fer fram og þar til kæran berst henni. Önnur hlið málsins Það er annars fróölegt að athuga þetta nokkru nánar, því mál þetta hefir líka aðra hlið ekki síður alvarlega, en þá sem snýr að samgöngu- vandræöunum. Menn taki eftir því, að út- svarsskiptingin fer fram 19. desember 1947. Útskrift var ekki gefin fyrr en 19. jan. 1948. Úrskurðirnir kærðir og koma til Reykj a víkur 22. febrúar 1948 eða 2 mánuðum eftir að útsvars- skipting fer fram. Helming- inn af þessari tímalengd er Úrskurðunum haldið á sýslu- skrifstofunni. Þegar maður at hugar þetta nánar þá yiröist svo, að hreppur eða kaup- staður geti ekki náð rétti sín- um, séu kærur ekki komnar til ríkisskattanefndar áður- en tveir mánuðir eru liðnir frá því að útsvarsskipting fer fram. Menn taki eftir því, að kær unni er ekki vísaö frá af því að Holtshreppur eigi ekki kröfurétj; í áö-urgTeind út- svör heldur hitt að kærurnar koma of seint. Aftur á móti virðist svo sem svona úrskurö ir megi liggja svo og svo lengi á sýslu- eða bæjarskrifstofu áður en þeir eru sendir þaðan eða útskrift látin fram fara. Sé nú þetta svo, getur þá ekki oröið erfitt fyrir sveitir og jafnvel bæjarfélög að náf rétti sínum í svona málpm? — Ekki dettur mér í hug að álíta, að yfirskattanefnd Skagafjarðarsýslu vilji á neinn hátt níðast á Holts- hreppi heldur geri það rétt- asta og saiinasta, sem hún veit, en undarlegt er, að þetta er í annað sinn að minnsta kosti, sem Holtshreppur verð ur að leita réttar síns til rík- isskattanefndar í svona máli, úrskurðuðu áf yfirskattanefnd Skagaf j ai’ðar. í fyrra komu I kærurnar nógu snemma í hendur ríkisskattanefndar og náði þá hreppurinn rétti sínum. Þá er og ekki síöur eftir- tektarvert að nærliggjandi kaupstaðir og aðrar sveitir, sem . hreppurinn hefir sent hliðstseöar kröfur á, hafa hilc laust dæmdar réttar að vera af yfirskattanefndum þeirra kaupstaða og sýslna. Það ligg ur við að segja megi um þetta eins og karl einn sagði, eftir að hafa hlustað á tvo pré- dikara: „O, sussu, sussu ekki ber þeim nú saman. Annar segir ákveðið aö helvíti sé til, en hinn neitar því harðlega, ja, hverjum á ég nú heldur aö,trúa“. Hannes Hannesson '7V'V»r£Í W ..; -v- -.tisr • frá f jöhnörgum löndum sarrnar ágæti samvinnufélaganna Eflið samvinn.uhreyfingiincL! Verzlið við kaupféioginl Sambattd ísl. samvinnufélaga L I IJÍVV'. Vegna nafnaruglings við hlutafélag, sem byrjaði að reka veitingar að Hreðavatni fyrir tveim árum (sbr. augl. þess nýlega um starfsstúlkur o. fl,), skal tekið fram, að ég undirritaður rek Hreðavatnsskála. ' Hlutafélagið, sem nú á gamla skálann, er ég átti áður og húsin umhverfis hann, heitir Hótel Hreða- vatn. Ferðamenn! Gætið þessa t. d. í símskeytum og símtölum.. ■-(.:' Velkomnir í Hreðavatnsskála! Vigfús Guðmundssoni • ofMaqiJdj/' ..................................................................................................,iii,,i,|,ó&íh»i*,Mi_* Að lciðarlokum: Þorsteinn á Hrafntóftum Þorsteinn á Hrafntóftum er fallinn frá. Hann andaðist heima á Hrafntóftum 26. marz s.L, 82ja ára gamall og þrotinn mjög að þrótti. Þorsteinn fæddist á Hrafn. tóftum 20. ‘nóv. 1865, og ólst upp þar. Faðir hans var Jón bóndi Jónsson Þorkeissonar, orðlagður kappsmaður við öll sín störf. En móðir hans var Ingigerður Þorsteinsdóttir, bónda og hreppstjóra Run- ólfssonar á Arnkötlustöðum. Ingigerður mun hafa verið óvenjulega ágæt kona, góð- gjörðasöm og ljúf í lund. — Konu, sem nú er komin yfir áttrætt, en ólst upp í ná- grenni Hrafntófta, farast svo orð um hana: „Hún finnst mér hafi verið hjartabezta manneskjan, sem mér hefir mætt á minni löngu æfi“. Árið 1890 tók Þorsteinn v.ið búi á Hrafntóftum og bjó þar til vorsins 1924. — Um það bil er hann hóf búskapinn, var býlinu Steinstóft steypt saman við Hrafntóftir. Bjó Þorsteinn síðan á báðum jörð unum. Á þessu jarðpæði býr nú tengdasonur hans og tveir synir, og er það fjórði ætt- liöur í beinan karllegg, sem býr á jörðinni. Þorsteinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Sigríður Pálsdóttir bónda á Gadds stöðum og víðar. Hún varö ekki gömul. Síðar kvæntist hann Guðnýju Vigfúsdóttur bónda í Skálakoti undir Eyja fjöllum, Sighvatssonar. Þau voru systkinabörn. Af börn- um Þorsteins náðu þessi sjö þroska og aldri: Elzt er Guð- björg, ekkja í Reykjavík. Hana eignaöist hann fyrr en hann festi ráð sitt. Næst.er að telja tvær dætur Sigríðar: Pálínu, er fyrst giftist Bjarna heit. Jónssyni, bónda á Álf- hólum, en síðar Guðm. Þor- steinssyni frá Berustööum. Hann býr nú á Hrafntóftum. Hin heitir Ingigerður, gift kona í Rvík. Börn Þorsteins og Guðnýjar eru þessi: Vig- fús í Rvik, Sigurður bóndi á Hrafntóftum, Rafn einnig þar og Margrét, gift Birni sýslum. Rangæinga Björns- syni. í æsku sinni mun Þorsteinn hafa þótt hneigður meir til bókar en búmannsstarfa. Og víst muri bókást hafa valdið því, að hann ungur lærði bók band. Það stundaði hann síð_ an nokkuð, en þó aðallega tvo síðustu áratugi æfi sinnar. En þótt bústörf væru ef til vill ekki ljúfasta viðfangs- efni hans, var hann oftast ma,nna fyrstur til að finna, hvað til framfara 'horfði fyr- (Framhald á 6. síöu) | Tekið verður á móti árgjöldum félagsmanna í | I skrifstofu félagsins, Stórholti 16, í dag, föstudag 21. J I þ. m., kl. 8—10 e. h. og á morgun, laugardag 22., kl. | !- 1—5 e. hád. § ATH.- Þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt ár- ,§ § gjöld sín fyrir aðalfund, verða strikaðir út. |j 1 STJÓRNIN. **-■ | z *'** Í.HMinni.iiii. Rcykhiis - FrystlhMS Niðursuðuverksmiðja — Bjúguagcrð Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag: Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu : Niðursoðið-' kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. * Ilangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt alls konar, fryst og geymt í vél- frystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreidd- ar um allt land. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.