Tíminn - 23.06.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.06.1948, Blaðsíða 6
iSiiiiiiiiiiiniiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiúiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiillitiliiiiliiiiiiiiiiliíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. 6 TÍMINN, miðvikudaginn 23. júní 1948. 136. blað TRIPOLI-BÍð Þrjár sysíur (Ladies in Retirement) Mikilfengleg dramatísk stór- mynd frá Columbia, byggð á samnefndu leikriti eftir Regin- ald Denham og Edward Percy. Aðalhlutverk leika: Ida Lupino Evelyn Keyes Louis Hayward (lék í myndunum „Maður inn með járngrímuna og Sonur greifans af Monte Christo"). Sýnd kl. 5 7 og 9 Bönnuð innan 14 ára. Sími 1182 Ást og stjórnmál (Mr. Ace). Efnismikil amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: George Raft NÝJÁ BIÖ Seo&laml Yard skerst í leikiim Spennandi og vel leikin ensk leynilögreglumynd Aðalhlutverk Eric Portman Dulcie Gray Bönnuð börnum yngir en 16 ára Sýnd kl. 5. 7 og 9 TJARNARBIÖ Virgiiiia City Errol Flynn Miriam Hopkins Randolph Scott Humphrey Bogart Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl.9 lngí og íeikur sér (Our Hearts Were Young and Gay) Gail Russell Diana Lynn Charles Ruggles ......Sýnd kl. 9 i — ii ■ i — * i»‘ VF K írt' — ■ Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu) ur. Hann er annálaður mælsku- garpur og ágætlega ritfær. Hins vegar hefir oft verið deilt um hann sem samningamann og stjórn anda, enda vill svo oft verða, þegar menn hafa jafn örðuga að- stöðu og Ben-Gurion hefir haft og þræða þarf torfæra leiö milli skers og báru. Það er fyrst nú, sem Ben-Gurion fær verulegt tæki færi til þess að 'sýna stjórnhæfni sína. Það þykir sýna, að Gyðingar bera gott traust til hans, að al- gert samkomulag var um að fela honum forsætisráðherrastöðuna og töldu Gyðingar ekki annan koma til greina, ef hann fengist til að gegna henni. Völd þau, sem hafa fallið Ben- Gurion i skaut, hafa ekki haft þau áhrif á hann, að hann hafi breytt um lifnaðarhætti. Hann býr enn í litlu húsi í einu af verka- mannahverfum Tel Aviv og ber heimili hans ekki af venjulegum verkarnannaheimilum að öðru en því, að þar er óvenjulega stórt bókasafn. Ben-Gurion er hinn mesti lestrarhestur, enda jafnvígur á sex tungumál. Einkum hefir hann lesið bækur um sagnfræði og þjóð- félagsmál, en í seinni tíð hefir hann einnig lagt sig eftir bókum um hernaðarmál og þykir orðið vel fróður í þeim efnum. Hinar sósial istísku skoðanir hans eru taldar hafa gert hann víðsýnni en títt er um marga þjóðernissinna meðal Gyðinga, og er það m. a. haft til marks um þetta, að elsti sonur hans, sem var liðsforingi i brezka hernum á stríðsárunum, er giftur enskri stúlku, sem ekki er af Gyð- ingaættum. Útlit Ben-Gurions er þannig lýst, að hann sé lágur ‘vexti og gildvaxinn, hvíthærður, augun eldsnör, og hreyfingarnar fjörlegar. Hann getur því verið hinn aðsópsmesti í sjón, þegar hann er kominn á ræðupallinn og talar af krafti, sannfæringu og eldmóði um hugðarmál sín. Kaupmenn! Kaupfélög! Eftirtaldar vörur útvega ég frá Hollandi og Tékkóslóvak- íu gegn innflutnings- og gj aldeyrisleyf um. Léreft, Damask, Flúnel, Handklæði, Sokka, Nærfatnað, og hvers konar aðrar vefnaðar- vörur. Ráðstafanir hafa verið gerð- ar við útflytjendur varanna um að afskipa þeim jafn- skjótt og innflutningsleyfi eru fyrir hendi. Þess vegna fáið þér hvergi vörur þessar eins fljótt af- greiddar og hjá mér.' Talið við mig áður en þér ráðstafið leyfum yðar annað. * * Asbjörn Olafsson Heildverzlun, Reykjavík. Jóhannes Ellasson — lögfræðingur — Skrifstofa Áustutstræti 5, IIÍ. hæð." (Nýja Búnaðarbankahúsinu) Viðtalstími 5—7. — Sími 7738. Sylvia Sidney Sýnd kl. 5. 7 og 9 Vér viljum vekjá athygli almnenings á því, að vér höfum tekið við rekstri Flugvallarhótelsins í Reykja- vík. — Tekið verður á móti ferðamannahópum og öðr- urn næturgestum. - - Tveir stórir og vistlegir veitinga- og danssalir verða leigðir til samkomu- og veizluhalda. Seldar eru einstakar máltíðir, kaffi, heimabakaðar kökur, gosdrykkir og aðrar veitingar eftír vild gest- anna. Ennfremur fast fæði.',rt8SI*’S*->;*llííí Áherzla lögð á þægilegah'áðttúnáfe'! óg góðar veit- ■■■ingar. . --■■• Klassisk lög, dægurlög og danslög verða leik-in öðru hverju. Hótelið er við Nauthólsvíkina, þar sem hinn vinsæli sjóbaðstaður Reykvíkinga var áður. Borðið og drekkið við ströndina að loknu dágsverki, sjávarloft- ið er hressandi. Aðeins fimm mínútna akstur úr bænum, strætis- vagnar ganga frá Búnaðarfélagshúsinu á klukkutíma fresti. — Símar hótelsins eru 1385, 6433 og 5964. Ferðaskrifstofa ríkisins. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii AUGLÝSING NR. 171948 frá skömmtunarstjóra. Ákveðið hefir verið, að skömmtunarreitirnir „stofn- auki nr. 14“ og skammtur 1,“ sem gilda nú, hvor um sig til kaupa á einu kg. af skömmtuðu smjöri, skuli ekki vera löglegar innkaupaheimildir lengur en til 1. júlí næstkomandi. Allar þær verzlanir, er selt hafa skammtað smjör og eiga ofaíigreinda skömmtunarreiti 1. júlí skulu þann dag skila þeim til skömmutnarskrifstofu ríkisins, með því annað hvort að afhenda/jpa' á skrifstofunni’, eða póstieggja þá til hennar, í ábýf’gðai-pöst/' Reykjavík, 2Í1. juní' Sk&mrntunarstjórL ^nnmmmiiininmmmMmmmHimmmmmii..................................." UIIIIIIIIIIIUUUIIIIIIIII|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIilltv«(llllllllimillllllllllllllllllllll|}IIIIIIIIIMIIIIICI [ GtlNNAR. WIDEGREN: 36. dagur | U ngf rú Ástrós — Þú ert ætið sjálfri þér lík, kom í þungum rykkj- I um út úr minni ástkæru stjúpmóður. Þú ætlar að gera | mér þetta til skammar. En það skal verða þér dýrt | spaug. | — Nú ber ég inn smurða brauðið, og svo skaltu bara \ hringja, þegar þú'vilt fá áfengið, sagði ég góðlátlega | og byrjaði að raula lag fyrir munni mér. Með það 1 strunsaði ég út. Ég vissi aldrei, hvað stjúpa mín sagði. 1 En það hljómaði ekki fallega. Ég kom sigri hrósandi inn með vínið. En ég hefði ekki 1 átt aö vera of sigurviss, þótt mér hefði tekizt að leika 1 á stjúpmóður mína og gera fyrirætlanir hennar að I engu. Ég sást ekki fyrir. Ég rak fótinn í þröskuldinn og | hrasaði, svo að allt vínið og glösin þeyttust niður á Í gljáandi eikargólfið í stofunni. Reiðin sauð niðri í mér, \ og tár læddust fram í augnakrókana. En það gat samt Í ekki komið í veg fyrir, að ég héyrði krimtið í gestunum | og illyrmislegar athugasemdir stjúpmóður minnar. — Gestirnir verða að afsaka það, sagði hún, að | Birgittu hefir aldrei skilizt, að fólk verður að læra að | skríða, áður en það getur gengiö upprétt. Stúlkur á | greiðasölustöðum ættu að leggja meiri stund á það að | halda almennilega á bakka en leggjast á grúfu á gólf- i in fyrir framan gestina. Ég tíndi glasabrotin í svuntuna mína og hörfaði síð- | an út. Ég heyrði, að stjúpmóðir mín sagði: 1 — Það er bezt, að Emerentía gangi um beina. Það er I hyggilegast, að hver vinni þau störf, sem hann kann. 1 Gestina verö ég að biðja að afsaka þennan hræðilega | klaufaskap. Mig tekur þetta mjög sárt. Ég gat ekki annað en barizt við grátinn og sogið blóð- \ uga fingur mína. En ennþá sárar blæddi þó hjarta I mitt yfir því, að gtjúpmóðir mín, fædd Andersson, | skyldi geta hrósað sigri á svona svívirðilegan hátt, | einmitt þegar ég þóttist vera að kveða hana í kútinn. Ég var í voudu skapi í marga daga og reikaði um | niðri við ána, eins og flækingur og útlagi á fnihni eigih | lóð. Þá var það einu sinni, að ég heyröi allt í einu I skrjáfa í runna. Ég leit við og sá litla telpu, sþrota á I ættmeiði Emerentíu, smeygja sér gegnum girðinguna, i sem var á milli garðsins okkar og garðsins, sem heyrði | til prestsetrinu. Þetta var öótturdóttir bróður hennar. — Ég þori ekki gegnum hliðið, sagði barnið. Ég held, [ að konan og hundurinn bíti mig. — Hundurinn er meinlaus, sagði ég. Hvað vilt þú 1 annars, góða mín? i — Ég átti að færa Emerentíu frænku þetta. Barnið | veifaði bréfi, sem það var með í hendinni. Þetta er 1 biðilsbréf, sem við fi^idum í dóti, sem hún gaf okkur, | en mamma heldur, að það sé vitlaus maður, sem hafi I skrifað það. i — Hvað? sagði ég, agndofa yfir óvæntri endurheimt \ þessa dularfulla bréfs. — Pabbi sagði þaö líka, hélt barnið áfram. Það myndi 1 enginn heilvita maður láta sér detta í hug að kalla í gamla kerlingu ungfrú Ástrós, segir hann. Hvað finnst f þér? — Emerentía frænka er ekki heima svaraöi ég, þótt | ég vissi vel, að hún var í eldhúsinu. En ég skal taka | við bréfinu og koma þvi til skila, svo að þú getir haldið | áfram að leika þér. Hérna eru tuttugu og fimm aurar 1 fyrir ómakið. Það var mesta heppni, að ég var nýbúin að selja þrjú I bundin af hreðkum, svo að ég var með smápeninga á | mér. Annars hefði-ég orðið að fara með barnið inn í | eldhús og gefa því sáft, en þar var Emerentía einmitt. | Nú læddist ég bak við runna, sem voru niðri á árbakk- 1 anum. Þar var gott afdrep, enda þótt Emerentía kynni | að koma út. Ég hagræddi mér sem bezt og hugsaöi mér § að lesa bréfið í ró og næöi. - „Emerentía hjartans elsku ungfrú Ástrós!“ byrjaði | það, og ég kvittaði fyrir ávarpsorðin með ægilegri 1 grettu, sem þó máðist fljótlega út. Fyrst fór ég hálf- = vegis hjá mér, svo hitnaöi mér um hjartaræturnar, og | þegar ég hafði lesið fyrstu síðuna, var ég orðin ást- | fangin. Ég var orðin eins ástfanginn og blóðheit stúlka | af Hamarsættinni getur orðið — þegar aðeins er um I bréf að ræða. Ég sá stráx, að bréfið var frá piltinum i'iiimiiiimiiiuiiiimiiiiiniiiiiiiuiiimimiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiMiiiHHiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiii iiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiii iniiiiiiiiiiiiiiiniiHHiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuHiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiliiiiniiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiHiHiiiiiHiiiimiu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.