Alþýðublaðið - 22.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1927, Blaðsíða 2
2 ALBYÐ UÖLaÐIÐ \ ALÞÝBDBLAÐI8 kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9'/a—lO'/a árd. og kl. 8—9 síöd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Spánarsamningurinn og Krístján Albertsson. Kristján Albertsson, arftaki Magínúsar Magnússonar að rit- stjórn „Varðar“, hefir tekið sér fyrir hendur að halda uppi vörn- um fyrir Spánarvínasamninginn og pá, er stóðu að því, að hleypa vínflóðinu aftur yfir pjóðina, og fyrir alla pá, sem vilja um fram alt halda í hann óbreyttan. Ný- lega skrifaði hann heljarlanga grein, sem átti að sýna ágæti samningsins og líklega að vera rothögg á öll andmæti gegn Spán- arkúguninni. Og Kristján fór að reikna. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að æf engir samningar hefðu verið gerð- ir við Spánverja, þá hefðu Is- lendingar tapíc) 100 kr. á bverju skippundi fiskjar, sem selt er til Spánar. Hann gerir ráð fyrir há- tolli, sem allur hefði lent á selj- endunum, Islendingum. Þetta verður raunar nokkuð skrítin út- koma, þegar þess er gætt, að sölu- verð oezta fiskjarins er nú ekki nema rúmar hundrað kr. skip- pundið, og sá ódýrasti er undir 100 kr. Samkvæmt kenningu Kr. Alb. hefðu íslendingar fengið um eða innan við 10 kr. fyrir skip- pundið af bezta þorski, ef Spán- arsamningamir hefðu ekki verið gerðir, en orðið að gefa með ö- dýTari fiskinum, svo að Spánverj- ar vildu láta svo lítið að taka við honum. — Sér ekki jafnvel Krist- ján sjálfur, hvílíkt firnabull þessi álykrun hans er? Eða heldur hann, að kjósendumir séu alment svo óþroskaðir, að hann geti blekt þá með svo augljósum rökvillum? Og er þá siðavandari blaðanha sjálfur svo spiltur, að hann kjósi. að nota þá aðferð, ef hún gæti á þann hátt haft einhver áhrif á hugsunarlausasta hluta fólksins rétt fram yfir kosningarnar ? Er hann þá þar með að taka sér Hilmar Foss sinn til fýrirmyndar í því að láta þann tilgang einan að reyna að sigra einhvern veg- gnn í biii helga hvert blekkingar- meðal við kjósenduma, sem finn- anlegt er? — Að svo stöddu vill Alþýðublaðið heldur gera ráð fyr- ir því, að hann hafi ritað grein- ina í iijótfærni og af þekkingar- skorti, heldur en af öðrum verri favötum, enda er hoaum ýmislegt vei gefið, þegar hann er með réttu eðli, þótt áiög íhaldsþjónustunnar hafi leikið manninn feiknagrátt. Fyrir utan það, hvílík fjarstæða er að halda því fram, að þó að Spánverjar hækkuðu eitthvað toil- inn á íslenzka fiskinum, þá kæmi sú hækkun öll niður á íslending- um, — en það skýrist bezt með því að athuga þá reginvitleysu, að Spánverjar myndu nú ekki vilja taka sumt af fiskinum nema fyr- ir meðgjöf(!) —, þá er það stað- reynd og þjóðkunnugt, að aldrei hefir útgerðin verið í öðru eins öngþveiti og síðan Spánarsamn- ingurinn var gerður. Mesta afla- árið, sem þjóðinni hefir hlotnast frá landnámstíð, 1924, og annað ágætisár í fylgd með því, 1925, megnuðu ekki að draga stórút- gerðina upp úr því feni, sem hlutafélagabraskið hefir kafhleypt henni í. Undir eins á næsta ári er stærsta útgerðarfélagið, „Kveld- úlfur“, og fleiri stórútgerðarfélög, horfin af tekju- og eigna-skatts- skránni og hafa ekki sézt þar síðan. Það er ekki að undra, þó að spurt sé: Hvaða gagn hefir orðið að þeirri miklu fórn, sem þingið Iét þjóðina færa fyrir stór- útgerðina, þegar það samþykti Spánarvínasamninginn að þjóðinmi fornspurðri? Sú spurning á raun- ar því að eins við, að gert sé ráð fyrir því, að þeir, sem sam- þyktu Spánarvínasamninginn, hafi gert það vegna fiskverzlunarinn- ar, en ekki vegna vinsins sjálfs eða gróða á áfengissölunni, og undir þeinr feldi hefir málið oft- ast verið flutt og flækt fyrir þjóð- inni. Annað mun heldur ekki hafa þótt frambærileg ástæða. En nú talar. Kr. Alb. um spænsku vínin eins og hverja aðra verzlunar- Vöru. A. m. k. eru orðin rituð í þeim tón. Bannmenn, sem fylgt hafa íhaldsflokknum hingaö til, af því að þeir hafa ekki séð í gegn um grímu hans, hljóta nú að sjá, hvers vænta má úr þeirri átt. Grímunni er kastað. íhaldsstjórnin hefir þó ekki reynst hugaðri en svo, þegar menn, sem áður hafa fylgt henni að málum, en ekki hafa viljað fylgja andbanningastefnu „Varð- ar“, hafa krafið skýringar á grein þessari, að nún hefir svarað á þá leið, að greinin væri skrifuð á ábyrgð ritstjórans, en ékki stjórnaTinnar. Þó hefir hún ekki andmælt því opinberlega, að hún sé sammála þeirri kenningu, er blað hennar fh'tur um málið. „Gott er að hafa tvo hvoftana og rnæla sitt með hvorum." Svo lítur út, sem íhaldsstjórnin sé ekld að horfa í slíka „smámuni“, þegar kosningamar standa fyrir dyrum. Hér eiga við örðin, sem Kr. Alb. notaði f þessari sömu grein: „Hvaða orð tungunnar eru nógu sterk til að láta í ljós andstygð“, — réttmæta andstygð á slíku athæfi, slíkum burði refa- skinnskápunnar á báðum öxlum? Kr. Alb. segir, að vitanlega séu engar líkur til þess, að Spán- verjar myndu vilja ganga að samningum við oss á bannlaga- grundvelli. Hvað getur hann full- yrt um það? Hvað veit hann um það, ef siíkt væri reynt í fullri al- vöru, einkum ef áður væri gert það, sem unt er, til þess að út- vega nýja markaði fyrir fiskinn? En hvað hefir verið gert til þess? Hvernig hefir Ihaldsflokkurinn unnið að útbreiðslu fiskmarkaðar- ins, rneðan stjórn hans hefir setið að völdum? Því er fljótsvarað, enda öllum kunnugt. Þar hefir híkt sama kyrstaðan og fram- kvæmdaleysið og í flestum öðr- um stórmáíum þjóðfélagsins, er beðiö hafa úrlausnar og bíða hennar enn þá fjögur árin næstu, ef íhaldið fær að ráða. Enn segir Kr. Alb., að fækkun útsölustaða á Spánandnunum væru samningsrof. Hvar stendur það skrifað i þýðingu þeirri af samningnum, sem Islendingum hefir verið birt? Eða meinar hann, að þýðingin sé fölsuð og að samt hafi Jón heitinn Magnússon skrif- að undir hana og látið birta þjóð- inni hana í Stjórnartíðindunum? Er pað meining yðar, Kristján Al- bertsson? Eða vitið þér til, að viðbótarloforð hafi verið gefin Spánverjum a bak við tjöldin fyr- ir hönd íslenzka ríkisins, — lof- orð eða vilyrði, sem pjóðin hefir verið leynd, um að útbreiða vínin yfirleitt á fjölmennustu stöðum landsins? Þér hafið oft predikað' um drengskap fyrir öðrum blaða- mönnum og stundum talað um, að þér viljið „hvergi víkja hárs- hreidd frá sannleikanum". Leyn- ið þá heldur ekki sannleikanum né gerist yfirhilmari svívirðuna- ar, ef yður er kunn einhver sú óhæfa í þessu máli, sem þjóðin hefir verið leynd. Að öðrum kosti standist þér varia við að skrýða sjáífan yður postulaskikkjunni. En ef þér vitið ekkert annað um máiið en það, sem alþjóð veit, þá eru orð yðar um, að fækkun útsölustaða Spánarvinanna væru samningsrof, staðleysu-stafir. Þá eru þau vægast sagt sama bá- biljan og hin kenning yðar, að án Spánarsamninga myndu ís- lendingar hafa skaðast um 100 kr. a hverju fiskskippundi, sem nu er seit þangáð, og þá verða að selja Spánverjum fiskinn und- ir 10 kr. skippundið og gefa með sumu af honum. Og hafi þetta ekki verið annað en fleipur úr yður eða til þess eins gert að slá ryki í eugu kjósendanna fyr- ir kosningarnar, þá getið þér varla stært yður af blaðamensku- siðgæöi yðar héðan af, nema þér takið þann eina kost, sem talist getur drengilegur úr þvi, sem komið er: biðjið þjóðina fyr- irgefningar á rökvillum yðar og þaö heldur fyrr en síðar og lá'tiö abrar slíkar ekki henda yður héð- þn í frá. Þá fyrst eigið þér heimt- ingu á, að íslenzka þjóðin taki eittnvert mark á predikunum yðar u*n drengilega blaðamensku. Að öðrum kosti verðið þér að af- saka, þó að öðrum verði að segjar Byrji hann á að siðbæta sitt eigið blab. Kosningin í Árnessýslu. Ihaldið otar þar frarn Einari prófesson Arnórssyni og óþekt- um bónda, sem sagt er að kall- aður sé Va'ldimar. Einar er kunn-i astur fyrir skattstjórn sína í Reykjavik. Hann virðist líta svo á, sem hann sé til þess settur að Iáta óátalið, þótt ýmsir burg- eisar eins og Jóhannes bæjarfó- geti og „Kveldúlfur" séu ann- að’nvort skattfrjálsir eoa því sem næst. Áður var hann kunnur fyrrr landsstjórn. Störf hans þar hafa því miður ekki öll komiö fram í dagsljósið, en þungar sak- argiftir hafa verið á hann bornar í biöðum ómótmælt. Það mun ó- hætt að segja, að enginn, sem þekkir Einar, kýs hann, en þar sem fiestir Árnesingar munu þekkja hann, munu fæstir þeirra, kjósa hann. Um Valdimar er óþarft að ræða. Hann .myndi verða venju- legt íhaldsgagn svo sem Hákon i Haga eða Magnús Guðmunds- son. Áf hálfu „Framsóknar“-flokks- ins verða í kjöri fyrr verandi jafnaðarmaður Jörundur Brynj- óifsson og fyrr verandi sjálfstæð- ismaður og flokksleysingi Magn- ús Torfason. Hinn fyrr nefndi er nú orðinn rammasti afturhalds- maður i hægra buxnavasa Magn- úsar Guðmundssonar, þótt hann vilji ^fleyta sér inn á þing á „Framsóknar“-fIokknum. Á síð- asta þingi barþist nann til dæmis manna mest fyrir því að flytja kjördaginn til sumarsins, er átti að gera verkalýðnum, smábænd- um og vinnufólki í sveitum ó- hægara um kjörsókn. Eins og fieiri umventir er hann hinn iil- vígasti í garð sinna fyrri sam- herja, og má því engan alþýðu- mann henda að kjósa ltann. Magnús Toríason má að vísu eiga það, að hann hefir oft verið til- lögugóður i garð alþýðunnar, en eftir inngönguna í „Framsóknar"- fiokkinn mun hann nú vera orðinn sæmilega beizlaður í því efni og verða að fylgja öðrum úr bænda- íhaldinu. Utan flokka er Sigurður Heið- dai eða af sumum talinn frjáls- lyndur. Hann taldi sig um eitt sKeið jafnaðarmann, en vill nú geta hagað seglum eftir vindi. Ekkí er íylgi hans mikið austur þar. * Frambjóðandi Alþýðuflokksins f Ámessýslu er séra Ingimar Jóns- son að Mosfelli, sem er lands- kunnur maður, mæta vel máli far- inn og eitt hið mesta jþingmanns- efrý, sem býður sig fram við þessar þingkosningar. Hann hefir emhuga fylgi alþýðunnar á Eyrar- bakka og Stokkseyri og mikið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.