Alþýðublaðið - 22.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1927, Blaðsíða 3
ALBÝÐUBLAÐIÐ 3 /Ö M i ÖLSEN (( Nú eru pessir agituvindlingar komnir. Biðjið um „YACHT“, og pér fáið góðan \indling fyr- ir smápening. fylgi upp um sveitir. Árnesingar myndu fá atkvæðamann á þing, ef hann yröi kosinn, og má treysta því, að hann myndi óhik- aö berjast fyrir málstað alþýðu tii lands og sjávar. Alþýðuíiokksmenn í Árnes- sýsiu munu eiga óhægt um at- kvæðið á öðrum manni með ingimar, eins og þ;ar er háttað framboðum, og værí vel, ef það dreifðist á þá frambjóðendur, er mmst hafa fylgið, aðra en íhalds- rnenmna. nn. Þingmálafssndurmn í Hafnarfirði. Ólafur Thors ber rangar töl- ur ú borð fyrir kjósendnr. Þorshunnn og Jón Þorláks* son. Fundurinn var afar-fjölmennur, svo að Góðtemplarahúsið, sem hann var haldinn í, nægði hvergi og stóð fjöldi manna fyrir utan og hlustaði um opna gluggana. öll voru þingmannaefnin kom- in, og hélt hver á máli síns flokks, en með ærið misjöfnum árangri, þvi* að íhaldið fékk eina þá hrak- legustu útreið, sem það hefir nokkurn tíma fengið, og er þá mikið sagt. Björn Kristjánsson deildi á jafnaðarstefnuna og fann henni. það helst til foráttu, að Karl Marx hefði verið lítils metinn af sinni samtíð, og hefði það lýst sér í því, að hann hefði verið hafður í fangelsi um skeið. Auðvitað var það eingöngu vegna þess, að skoðgnir hans voru mikils metnar, og' enginn hefir heyrt það, að nokkrum hafj dottið í hug, að fangelsa Björn fyrir skoðanir sín- ar, sem ekki er von. Á öllum fundunum, sem haldn- ir hafa verið, hefir 01. Thors*tal- íð það eitt íhaldsstjórninni ti.1 á- gætis, hve vel hún hafi haldið á fjármálum ríkisins á þeim árum, sem 'búið er að standa skil á (1924—26). Hún hafi lækkað er- Jendar ríkissk'uldir um 13 millj- ónir kröna. Hún hafi ekki mis- brúkað fé ríkisins, og fanst hon- um það mjög lofsvert, því að mjög væru menn breyzkir í þeim efnum. Pétri G. Guðmundssyni þótti það ekki bera vott um mik- inn siðgæðis-þroska hjá Ólafi að vera að þakka það, að stjómin hefði ekki misbrúkað fé, sem henni væri trúað fyrir, rétt eins og það væri í rauninni sjálfsagt, að stjórn einmitt gerði slíkt- Hanri benti og á, að hér væri alls ekkert aÖ þakka, því að ekki hefði stjórnin gert annað en að heimta inn það fé, sem stjórn- arandstæðingar hefðu heimilað henni og að verja því éins og fjárlögin skipuðu fyrir. Að tekj- ur þær, sem henni hefðu verið heimilaðar, hefðu orðið meiri en búisr var við, hefði og verið stjórninni öldungis ósjálfrátt og af engri forsjálni hennar sérstakri eða fyrirhyggju sprottið, heldur stafaði það af hinu dæmafáa góð- æri, sem forsjónin hafi látið yf- rr Iandið ganga. Það er orð og að sönnu, því að það var þorskurinn, sem veiddur var, en ekki Jón Þorláksson, sem góðærinu olli. Pétur gat þess og, að upphæð sú, er Ólafur teldi borgaða hafa verið af ríkisskuldum, væri nokkru minni en 13 milljónir kröna, því að það væru seðla- krónur, en ekki gullkrónur. Ólafur Thors fór enn að þakka stjórninni fyrir það, að um það skeið, sem hún hefði setið að vöidum, hefðu landsmenn lækkað einka-skuldir sinar við útlönd um 15 milljónir kr.!! Skúli Guðmundsson spurðist fyrir um það, hvort hér væri um guil- eða seðla-krónur að ræða. Pétur G. Guðmundsson benti fyrst á, að tölurnar væru villandi. 1924 hefðu iandsmenn skuldað 661/2 miiljón seðlakróna, en í árs- lok 1926 53i;4 milljón; hér væri að visu um 18 milljón kr. lækk- un að ræða. En sú lækkun væri þó ekki nema pappírsgagn eitt; því ylli gengishækkun krónunnar. Hér væri nefnilega um seðla- krónur að ræða, og 1924 hefðu 66V2 milljón seðla- kröna jafngilt 36 milljónum gull- kr„ en nú jafngiltu 53Ví milljónir seðlakróna 4314 milljón gullkróna. Landsmenn hefðu því ekki lækk- að skuldir sínar um 15 milljónir króna, heldur hækkað þær um 7Va milljón gullkr., eða 9 milljón- ir seðlakröna. ÓI. Thors hefði því farið með rangt mái, og væri það jafnmikil hneisa fyrir hann, hvort sem hann hefði gert það af fávizku eða ásettu ráði. Við þetta sió óhug á fundinn, og sijákkaði í Ólafi mikilmensk- an, sem annars er ekki lítil. Stefán Jóhann Stefánsson lýsti tvöfeldní íhaldisins í stjórnarskrár- málinu og því, hvernig málið, eins og Ingibjörg H. Bjarnason hefði sannað, hefði verið notað til að véla fram kjördagsfærsluna, enn fremur, hvert spor stjórnar- skrárfrv. væri í áttina til íhalds og einræðis. Hann benti og á, aÖ ekki bæri að þakka stjórn- inni góðæri; þó mikið gæti, réði hún ekki því. Hann réðst og á tollastefnu íhaldsins, sem aðallega miðaði að því, að tolla þá hluti, er alþýða þarfnaðist, en sleppa þörfum auðmannsins, og vísaði til benzínfrv. ól. Thors. Hann kvaöst fylgjandi skiftingu kjör- dæmisins og minti á, að Ól. Thors heíði, þegar hann komst á þing, talið sig andvígan henni af því, að hann vildi koma fram gagn- gerðri breytingu á kjördæmaskip- un landsins. Nu hefði Ól. Thors setið á tveim þingum, en efnd- irnar væru engar enn, svo að ekki hefði alvaran verið mikil. Vel- viija sinn til sjómanna hefði Ól. Th. sýnt með því að vera á móti hæjfkun hvíldartíma togaraháseta úr 6 upp í 8 stundir, og hefði hann orðað það snoturlega í nefndarál. þar um á þingi, því að svo voru orð hans, að ekki væri „upplýst í málinu, að sjó- menn þarfnist þess hvíldarauka, sem nú er farið fram á.“ Guöfm. Helgason fyrr v. bæjar- fuiitrúi rauk upp með dylgjur um bæjarstjórn Hafnarfjarðar í hölnd- um jafnaðarmanna. Davíð Kristjánsson vísaði þeim þvættingi röggsamlega á bug og sýnai fram á, að jafnaðarmenn hefðu tekið við bæjarmálunum í sökkvandi feni eftir íhaldsbæjar- stjórnina, sem Guðm. hefði set- dð í irá upphafi, og hefðu jafnað- armenn einmitt greitt úr vand- ræðunum. Guðm. Jónasson og Kjartan Ól- afsson tóku og hreystilega ofan i Guðmund Helgason. Lauk fundinum svo, að Ólafur Thors varð maður að minni og að íhaldiö fór hina skemmileg- ustu hrakför. K m Ferð til Oarðsauka á raorgun og til Mngvalla og Keflaviknr daglega ferðir frá Stelndéii. CS3E3ES3 EaCSSESS Landsins beztu bifreiðar S53E33E2 E53IS3E53 |S’ Slml 581. H SB Solimann og Solimanné IAðgöngumiðar hjá Sigf. ■ Eymundssyni. Stórveldin og landhelgisgæzlan Brezkt og þýzkt varðskip mæla upp staði, par sem varðskipin hér hafa tekið erlenda togara. Pýzka stjórnin hefir sent hingað varðskipskríli, „Zieten“, og brezka stjórnin skip, að nafni „Harebell". Er sagt, aö þau eigi að mæla upp staði þá, þar sem nokkr- ir íogarar írá þessum löndum hafa verið teknir upp á síðkast- ið að land’nelgisveiðum af varð- skipum vorum. Svo sem alkunn- ugt er, hefir undanfarið verið mik- il óánægja í útlöndum með strandgæziuna hér, og er hún sögð valda þessu. Sé þetta satt, þá reynir nú á, hvað vel stjóm- inni kynnu að reynast hin góðu ráð „Morgunplaðsins'* að þegja um máiið. Skyldu þau góðu ráð ekki veröa nógu dýr, ef þeim væri fylgt? Um d^ginua og veginn. Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Vonarstræti 12, sími 1561. „ípöku“-fundur verður i kvöld. Sólstöður eru í öag. Hér í Reykjavík er sótín á lofti í dag i 20 stundir 56 mín. Hún kom upp í nótt tó. 2,1 min., en gengur undir kL 10,57 mín. i kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.