Tíminn - 21.09.1948, Page 1

Tíminn - 21.09.1948, Page 1
Bitstjúri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: J6n Helgason Útgefandi: Framsókriarjlokkurinn i, —* Skrifstofur l Edduhúsinu Ritstjórnarsiman 4373 og 2353 Afgreiðslu- og auglýs- ingasimi 2323 Prentsmiöjan Edda 32. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 21. september 1948. 207. blað Mynd þessi er frá Mööruvöllum í Hörgárdai. KirkjugarðshHöið, sem þarna sest á mynuinnl er íaliegt og sérkennilegt og setur talsverðan svip á staöinn. (f.jósm.: Guðni Þórðarson) amir en stórir vélbátar l»aa* <3e*ís fíé ©Mii g'erlSfif út alluiafgii.’ opniiL' feáíai’, aðalk*ga vor og’ leaust. Til skamms tíma liefir svo verið, að mikill fjöldi smá- báta hefir verið gerður út frá Vestfjörðum. Nú er þetta líka farið að breytast þar, eins og annars staðar á landinu. Smá- bátarnir eru sem óðast að hverfa, en stærri bátar að koma i staðinn, þar sem lendingaraðstaða er fyrir þá. í fróðlegri skýrslu, er Davíð Ólafsson fiskimálastjóri hefir samið um sjávarútveginn 1947, dregur hann fram ýmsar staðreyndir, sem marga mun fýsa að kynnast, og fer hér á eftir yfirlit yfir útgerðina á Vestfjörðum. Opnu bátarnir hverfa úr sögunni. Útgerð opinna vélbáta hef- jr verið all mikil á Vestfjörð- um til skamms tíma. En á undanförnum árum hefir hún farið minnkandi. Þó er svo, að tala þeirra báta á síðasta ái-j var heldur meiri en árið þar áður. Flestir urðu þeir í maímánuði 63 að tölu, en voru á sama tíma í fyrra tveimur færri. Þátttaka þeirra í haust vertíðinni var einnig nokkru meiri en árið þar áður. Vorið og haustið er aðal- róðratími opnu bátanna. Ára bátar eru nú að heita má horfnir úr sögunni á Vest- fjörðum sem fiskibátar, sem og víðast hvar annars staðar á landinu. Litlu bátunum fer fækkandi. Það er svo á Vestfjörðum, að litlu vélbátunum fer ört fækkandi, eins og annars staðar á landinu. Strax með komu bættra hafnarskilyrða stækka bátarnir, og standast litlu bátarnir ekk samkeppn- ina við þá stóru, enda vilja menn heldur stunda sjó á stærri bátunum, sem vonlegt er. Eru þeir öruggari sjóskip og auk þess betri mannaíbúð ir, sem rauna.r engar eru til á litlu bátunum. Á Vestfjörður er þó enn gerður út nokkur fjöldi lít- illa vélbáta undir 12 lestum. Þeir hafa aldrei verið færri en á síðasta ári, en þá voru þeir tuttugu að tölu í maí- mánuði. Hefir aðalútgerð þessara báta jafnan verið síð ari hluti vertíðar og vorver- tíðin, og einnig nokkuð á haustin. 45 stærri bátar. Á síðustu vertíð var yfir- gnæfandi meirihluti þein-a ’oáta, sem geröir voru út frá Vestfjörðum, orðnir yfir 12 lesta bátar. Flestir þessara stóru báta voru gerðir út á vetrarvertíðinni, frá janúar til apríl. Flestir urðu þeir í aprílmánuði 45 að tölu. Á Vestfjörðum hefir jafnan verið nokkur útgerð línubáta frá því á haustin og fram að nýári. Síðustu árin hefir held ur dregið úr þessari útgerð. Ýmsir stærri bátanna hafa þá verið aðgerðarlausir þenn- an árstíma. Síðasta haust horfði þetta þó öðruvísi við, vegna óvenjulegra síldveiða þá um haustið, bæði á Vest- fjörðum og einnig í Hval- firði síðar. Voru þannig i des- embermánuði síðasta gerðir út 44 Vestfjarðabátar, sem margir voru við síldveiðar. Flestir með lóð og handfæri. Flestir Vestfjarðabátanna stunduðu veiðar með lóð og handfæri. Voru það þorsk- veiðar. í maímánuði, þegar þeir voru flestir, voxu þeir samtals 116 að tölu. Ber í því sambandi að athuga það, að þá eru flestir litlu bátarnir við veiðar, sem annars stunda ekki veiðar á öðrum tíma árs Fjórir togarar. Ekkert skip frá Vestfjörð- um stundaðj botnvörpuveið- ar í salt. Allir togararnir, sem gerðir eru út úr fjórðungn- um, en þeir voru fjórir á síð- asta ári, öfluðu í ís. Ennfrem ur stunduðu fáir af hinum stærri báturn botnvörpuveið- ar, eins og vetið hefir undan farin ár. Ekkj kvað þó meira að þessum botnvörpuveiðum Vestfjarðabátanna en svo, að flestir urðu þeir þrír í einu, sem stunduöu þessar veiðar. En þær voru stundaðar á vetrar- og vorvertíðinni og einnig um haustið. Nokkrir bátar stunduðu dragnótaveið ar, en sú veiði hefir jafnan verið stunduð nokkuð af bát- Frjálslyndi flokkurinn vinnur injog a i Svipjoo KofifiasMeiBilsÉas’ tapa især Saelfinlifig’i t»lifigmanna sisena. í úrslitum kosninganna í Svíþjóð vekur það mesta at- hygli, hve Frjálslyndi flokkurinn hefir unnið mikið á og kommúnistar tapað. Frjálslyndi flokkurinn vann 31 þing- sæti og hefir nú 57. Kommúnistar töpuðu hins vegar 6 og hafa nú aðeins 9 þingmenn. Jafnaðarmenn höfðu áður 115 þingmenn af 230, eða að- eins helming þingmanna. Þeir töpuðu 3 þingmönnum og hafa nú 112. Hægri flokk- urinn hefir 22 þingmenn og tavaði 17. BændaTtSkkurinn hefir nú 30 þingmenn og tap aði 5. Eftir kosningarnar eru styrkleikahlutföll í þinginu lítið breytt vegna þess, hve Jafnaðarmenn eru líkir að styrkleik og áður. Hafa þeir nú 112 þingmenn, en hinir lýðræðisflokkarnir 109 til samans. Mesta athygli vekur hins vegar, hve Frjálslyndi flokkurinn hefir unnið mikið á, og virðist það bera því vitni, að miðflokksstefnan eigi nú vaxandi fylgi að fagna í Svíþjóð. Kommúnistar hafa hins vegar goldið mikið afhroð, þax sem þeir hafa tapað 6 þingsætum af 15, sem þeir höfðu áður. Miðstjórn Jafnaðarmanna- flokksins mun koma saman til fundar innan skamms til Fjöldahandtökur í Jerúsalem vegna morðs Bernadotte Stjórn ísraelsrikis heldur áfram handtökum og rann- sókn á morði Bernadotte greifa. Hefir hún skipað svo fyrir, að allir þeir menn úr Stern-flokknum, sem á ein- hvern hátt eru grunaðir um að hafa verið viðriðnir morð- ið eða nærstaddir, er það var framið, skuli handteknir. Er lögreglan búin að handtaka rúma 200 menn í Jerúsalem einni. um á Vestfjörðum. Flestir voru við dragnótaveiðar í júnímánuði, en þá voru það 15 bátar. Herpinótaveiðar stunduðu flestir bátar í júlímánuði, þá alls 36 bátar. Auk þess var síldveiði með reknetum stund uð nokkuð af nokkrum bát- um yfir sumarið. Talið er, að í fyrra hafi þorskafli á Vestfjörðum ver- ið með bezta móti, einkum þó í janúarmánuði. Vorvertíðar- aflinn varð hins vegar held- ur rýr. þess að ræða stjórnmálavið- horfði nú eftir kosningarnar. Talið er líklegt, að einhverj- ar breytingar geti átt sér stað á stjórninni, en búizt er þó við, aö Erlander forsætisráð- hrera muni ekki segja af sér fyrst um sinn. Fulltrúar íslands á allsherjarþingi S. Þ. Forseti íslands hefir skip- að eftirtalda menn til að vera í sendinefnd íslands á 3. allsherjarþingi Sameinuðu þj óðanna, sem hefst í París hinn 21. þ. m. Bjarna Benediktsson, utan ríkisráðherra, sem jafnframt er íormaður nefndarinnar, Thors Thors sendiherra, er verður varaformaður, Ólaf Thors, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráoherra, Her- mann Jónasson fyrrverandi forsætisráðherra, Ásgeir Ás- I geirsson fyrrverandi forsætis I ráðherra, og Finn Jónsson, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, og er hann varamaður Ásgeirs Ásgeirssonar. Óvíst er enn hvenær utan- ríkisráðherra fer til Parísar. 100. flugskýrteinið afhent í gær í gær var afhent 100. flug- mannsskírteinið hér á landi. Eru þeir, sem skírteinin hafa fengið, allt íslendingar, nema þrír. Þrír þeirra manna, sem hlotið hafa flugréttindi hér á landi, eru nú látnir. Fyrsta flugskírteinið var afhent 17. febr. 1940 og var það Sigurð- ur Jónsson, flugmaður, sem hlaut það. Af þeim, sem flug- skírteini hafa hlotið hér á landi, eru um 60 atvinnuflug menn, en 37 einkaflugmenn. Flestir atvinnuflugmann- anna hafa lært erlendis, en nokkrir þó hér heima á seinni árum. Flestir einkaflug mennirnir hafa hins vegar numið hér heima. Eru nú starfandi hér 3 flugskólar. Sá, er hlaut 100. skírtein- ið, er Friðþjófur Ó. Jonsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.