Tíminn - 15.10.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.10.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 15. okt. 1948. 227. blað míarsioös Menningarsjóður liefir nú starfað um 20 ára skeið'. í þcirri greinargerð, sem fylgir frumvarpi mennta- málaráðherra um að fcsta íejur sjóðsins, er gert yfir- , lit urn störf hans og fram- tíðarverkefni og birtist það .yfirlit hér: A& beiöni menntamálaráð- bexra fiutti menntamála- :iefí,d efri deildar frumvarp svipaðs efnis og þetta á sið- asífhAlþingi (þskj. 577). Þar var þó gert ráð fyrir 75 þús. sr.,j. ár.stekj um Menningar- 5.ÍÓ.ÖS,' auk verðlagsuppbótar, og syo t l ætlazt, að ákvæði Erv„. verkuðu aftur til ársins L945, en hér er miðaö við ár- ið 1948. Segir svo m. a. í greinargerð, er því frv. Eyigdi: Með frv. þessu er lagt til, að' • tekjustofn Menningar- sjáðs verði gerður öruggari en verið hefir. . . . Ákvæöið ,im- lágmarkstekjur sjóðsins er-nú 50 þús. kr., en á þá fjár hæð-diefir eigi fengizt greidd veröiagsuppbót, þar sem tal- ið imun, að til þess bresti laga heimild. Menntamálaráð lít- 'ur þó svo á, að Menningar- ■ejóði beri réttur til að fá verðlagsuppbót á lágmarks- tekjur sínar, ef tekjur sjóðs- íinsiumfram lágmarksupphæð :maf nema eigi sem svarar fuilri verðlagsuppbót. Til j skýringar þessu skal bent á reikning Menningarsjóðs frá áririú 1945. Þá námu tekjurn- ar ,kr. 107203.60. Meðalverð- lag^yisitala ársins 1945 var 277..2Ö stig. Heildartekjur sjóðsins það ár hefðu því átt að ne.ma, ef reiknað hefði ver ið .með verðlagsuppbót, kr. 138.625.00. Til þess skorti kr. 31.421.40. Ákvæðið um 50 þús. kr. lágmarkstekjur Menning- arsjþðs gekk í gildi árið 1936. Svo sem kunnugt er hefir allt verqjag og peningagildi í land inu,.,breytzt stórlega síðan, sbr. það, að öll laun og marg- ir opinberir styrkir eru nú greiddir með verðlagsuppbót. Menningarsjóði er bví ótví- ræö nauðsyn að eiga það tryggt að fá verðlagsuppbót á t^kjur sínar, ef þær fara nið ur íyrir ákveðið lágmark. Að þessu liggja svo augljós rök, að ekki er ástæða til að skýra þal,, frekar. Hér er einnig lagt til, að lágaqarksgrunntekjur Menn- ingaí^jóðs verði . . . hasklcað- ar .„jv . Þessi ósk er fram bor- in g„j£; tveimur höfuðástæðum: lfo,í»angflestir, ef ekki all- ir ,kpstnaðarliðir í starfsemi Meiyjingarsjóðs hafa hækk- að síðan árið 1936 meira en veijglagsvísitalan gefur til kyvjpa. 2.) ■ Starfsemi Menningar- sjóðíj.hefir aukizt mikið, síð- an, &fe þús. kr. lágmarkstekj- ur vtjþðsins voru ákveðnar, og mpy vaxa enn á næstunni. T.il skýringar þessu fer hér á eftir yfirlit um starfsemi Mennin garsj óðs og nokkur hel?tu verkefni í náinni framtíð. Ðeildir sjóðsins eru þrjár: Eókgdeild, náttúrufræð'deild og listadeild. Til gleggra yf- irlits verður vikið hér nokk- úð að hverri deild fyrir sig. (ájSreÍMjsr^e'rð stjórnsBrfríMnvsarpi, sein laefir verið lög’ð fyrir Alfíingi Bókadeild. Árið 1940 hóf Menningar- sjóður í samvinnu við Hið ísl. þjóðvinafélag nýja og mjög umfangsmikla bókaútgáfu. Mönnurn var gef.'nn kostur á aö gerast félagar í útgáfunni fyrir mjög lágt gjald og fá í staðinn nokkrar bælcur á ári. Með þessari starfsemi var stefnt að því að gera hverju einasta helmili á landinu fært að mynda sitt eigið bókasafn. Þessu nýja skipu- lagi var tekið mjög vel. Fé- lagsmenn urðu strax á 13 þús. talsEns og hafa verið svo síðan. Er því sýnt, að útgáf- an hefir náð mjög athyglis- verðri útbreiðslu. Á s.l. 7 ár- um hafa félagsmenn fengið 38 bækur fyrir félagsgjaldið, sem á þessu tímabili hefir numið alls aðeins 110 kr. Þetta sýnir, aö bækur útgáf- unnar hafa verið mjög ódýr- ar, enda getur hún eigi full- nægt ætlunarverki sínu, nema hún bjóði mikinn og góðan bókakost við sem væg- ustu verði. Hér skulu nefndar nokkr- ar af bókum útgáfunnar, bæði þær, sem þegar hafa verið gefnar út, og eins þær, sem eru í undirbúningi. íslenzk úrvalsrit: í þessum flokki hafa verið gefnar út bækur eftir Jónas Hallgríms- son, Bólu-Hjálmar, Hannes Hafstein, Matthías Jochums- son og Grím Thomsen. í und- irbúningi eru úrvöl eftir Guðmund Friðjónsson og Stefán Ólafsson. í hverri bók er ítarleg ritgerð um skáldið og verk hans. Fullyrða má, aö útgáfa þessara handhægu bóka glæðir áhuga fyrir lestri fagurra ljóða, ekki sízt meðal unglinga. Ársrit: Hin gömlu og þjóð- legu ársrit, Andvari og Alma- nak Þjóðvinafélagsins, eru að sjálfsögðu meðal hinna ár- legu félagsbóka. Rætt hefir verið um að stækka Andvara og gera hann fjölbreyttari að efni, en til þess þarf meira fjármagn en útgáfan hefif nú. Erlend skáldrit: Reynt er að velja sígild skáldrit, sem geta sómt sér vel í bókasöfn- um heimilanna eftir tugi ára ekki síður en nú. Sem dæmi má nefna „Önnu Kareninu" eftir Tolstoj. Skáldsagan „Tunglið og tíeýringurinn" eftir W. S. Maugham mun koma út á þessu ári. Einnig er í undirbúningi úrvalssafn norskra smásagna, sem vænt anlega kemur út á næsta ári. Útgáfa forim'ta: Njáls saga og Egils saga hafa þegar ver- ið gefnar út. Prentun Heims- kringlu verður lokið á næsta ári. Þótti fara vel á því að gefa þá bók út í vandaðri al- menningsútgáfu um sama leyti og Norðmenn heiðra með sérstökum hætti minn- ingu Snorra Sturlusonar. Fræðslurit:í þeim flokki eru m. a. bækurnar Mannslíkam- inn og störf hans eftir Jó- hann Sæmundsson lækni og saga síðustu he:m,sstyrjaldar eftir Ólaf Hansson mennta- skólakennara. Heiðinn siður á íslandi, bók um trúarlíf ís- lendinga til forna, eftir mag. Ólaf Briem, hefir einnig ver- ið gefin út af Menningar- sjóði. Sú bók var ekki félags- bók, heldur seld gegn sér- stöku gjaldi. Saga Vestur-íslendinga: Geta.má þess, að Bókaútgáfa Menningarsjóös annast aöal- útsölu hér á landi á Sögu ís- lendinga í Vesturheimi fyrir Þjóðræknisfélagið í Winnipeg og tekur ekki nein laun fyrir þá vinnu. Af öðrum einstökum ritum skal nefna þessi: Saga fslendínga: Þetta á að verða heildarsaga þjóðar- innar frá upphafi íslands- byggðar til vorra daga, alls 10 stór bindi, hvert um 30 arkir. Þrjú bindi eru þegar komin út. Kappkostað verð- ur að hraða útgáfu þeirra, sem eftir eru. Hómerskviðurnar: Hinar ó- viöjafnanlegu þýðingar Svein bjarnar Egilssonar eru nú ó- fáanlegar. Getur það ekki talizt vansalaust. Svo mikla þýðingu hafa þær haft fyrir íslenzkt mál og menningu. Þeir Kristinn Ármannsson yfirkennari og dr. Jón Gísla- son hafa því verið ráðnir til að sjá um vandaða útgáfu á Ilions- og Odysseifskviðu. Er hin síðarnefnda nú í prentun. Heildarútgáfa á ritum Jóns Sigurðssonar: Menntamála- ráð lítur svo á, að slík útgáfa væri veglegur og verðugur minnisvarði um hina miklu frelsishetju okkar íslendinga. Gerð hefir verið lausleg at- hugun um stærð verksins. Ekki er hægt að segja enn, hvort úr framkvæmdum verð ur, þar sem útgáfa þessi yrði mjög kostnaðarsöm. Lýsing íslands: Þessi vænt- anlega nýja íslandslýsing er stærsta fyrirtækið, sem Menningarsjóður hefir hing- að til ráðizt í. Hún mun verða a.m.k. 10 bindi, 450—500 bls. að stærð hvert, í nokkru stærra broti en Saga íslend- inga. í fyrsta og öðru bindi verður almenn lýsing á ís- landi og um myndun þess og ævi. Þriðja og fjórða bindi munu fjalla um þjóðhætti, fimmta til níunda bindi verða héraðslýsingar. Síðasta bind- ið verður um hálendið og flytur auk þess efnisyfir- lit. Steindór Steindórsson menntaskólakennari er rit- stjóri alls verksins. Samtímis íslandslýsingunni er í ráði að semja og gefa út allsherjar lýsingu sögustaða, svipaða þeirri, sem Kaalund ritaði á síðustu öld. Staðalýs- ing þessi mundi ná til ársins 1874. í henni yrði notaður all- ur sá fróðleiur, sem fram hef ir komið um þetta efni, síðan Kaalund samdi lýsingu sína. Slík söguleg staðalýsing ætti að geta orðið virkur þáttur í því að tengja hina uppvax- andi kynslóð við land sitt. Ýmis fleiri rit erú í undir- búningi á vegum Menningar- sjóðs, þótt ekki sé rúmsins vegna vikið að þeim hér. Þetta stutta yfirlit sýnir, hvert stefnt er með starfsemi bókaúgáfunnar. Það er aug- (Framhald á 6. aíöu). Svipur haustsins færist smám saman meir og meir yfir allt um- hverfið. Veðráttan er orðin haust- leg, hvort sem það eru storm- dagarnir, þegar sjórinn er grá- hvítur af drifi, eða rigningardag- arnir, þegar vatnið fossar niður af húsunum, lækir renna eftir göt- unum og sletturnar undan bíl- hjólunum ganga vegfarendum yfir höfuð, eða þá góðviðrisdagarnir, sem við höfum líka fengið núna undanfarið, þegar hljóðri hlýju og mildi er vafið um fölnandi gróður. Gróðursælustu götur þessa bæjar eru undrafljótar að skipta um svip. Þeir. sem daglega fara götu eins og Laufásveginn vita vel um það. Þar mátti sjá fyrir nokkrum dög- um „þúsundlitan skóginn" eins og Steingrímur kvað. Hvað er blæ- brigðaríkara og litfegurra en ís- lenzkur laufskógur á haustdegi. Ég hef að minnsta kosti aldrei séð fjölskrúðugri blæbrigði mildra lita af rauðum, bleikum, brúnum og gulum upprúna en einmitt þar. Eti þessi litbrigði skipta um svip frá degi til dags. Laufið, sem var grænt í gær, hefir roðnað eða blikn að í nótt og heildarsvipur götunn- ar breytist nokkuð. Skógurinn skipt ir um yfirbragð. Svo blása haust- vindar og laufið fellur af trjánum. Litskrúðið hverfur og eftir standa naktar greinar á nöktum stofni. Það eru íslenzk lauftré í búningi svefnsins og vetrarins. Trjágarða Keykjavíkur vantar barrtré, sem standa græn og fögur allan ársins hring. Væri hér í bæ við fjölfarna götu garður með stórum, sígrænum trjám, eins og eru t. d. í gróðrarstöðinni á Akur- eyri og víðar í görðum norður þar. myndi haustblær og vetrarsvipur Reykjavíkur vera annar og betri en er. Hinn grái, drungalegi vetrar- blær borgarinnar væri þá ekki jafn einvaldur í ömurleika sínum og nú er. Að þessu er nú stefnt smám saman, sem betur fer. Sumstaðar í görðum koma fram sígrænir stofn ar bak við lauftrén. þegar blöS þeirra eru fallin á haustin. En hvar er verið að koma upp mynd- arlegum röðum sígrænna trjáa í almenningsgörðum borgarinnar og hvernig gengur það? Hér má nefna kirkjugarðinn, því að hann er að verða einn af skemmtilegri stöðum Reykjavíkur. Það er út af fyrir sig fróölegt aS sjá legstaði allra hinna merku og mætu manna, sem þar hvíla undir minnismerkjum. En þó að því sé sleppt, þá er þessi heilagi staður í hjarta Rgykjavíkur, — vígður sorg og söknuði en líka ljúfustu og fegurstu minningum genginna gæfudaga, — því að söknuöurinn og ljúfasti minningarauðurinn fylgj ats svo oftlega að, — kominn í röð fegurstu trjágarða. Ég kann vel við það, að steinarnir hverfi bak við lifandi gróður, sem breiðir lim sitt yfir þennan vígða minn- ingareit. Trjáplönturnar litlu, sem gróðursettar hafa verið með ást og umhyggju á moldum liðinna vina, eru orðnar að samfelldumi skógi. Það er bæði táknrænt og fagurt og ætti að geta orðið hverj- um manni máttug prédikun um sigur lífsins og dásemdir þess. Reykvíkingur og gestur Reykja- víkurbæjar! Gakktu út í kirkju- garð og reikaðu þar í ró og næðl eftir stígunum, og vittu til, hvort helgi staðarins, moldarinnar og gróðursins, talar ekki til þín, svo að þú kennir voldugra áhrifa. Þú munt skilja betur lögmál lífs og dauða eftir þá ferð, og þú verður tengdari sögu og lífi þessarar ís- lenzku höfuðborgar. Og undarlega ertu þá gerður, ef þú telur það eftir, þegar þú kemur úr þeirri ferð, þó að þú sért látinn greiða tæpar þrjár krónur á mánuði til kirkjugarðanna í borginni. Starkaður gamli. I | 1 Innilega þakka ég öllum þeim, sem heimsóttu mig á | É sextugsafmæli mínu 8. þ. m. og færðu mér gjafir, skeyti | | og á annan hátt sýndu mér lýjan hug. Sérstaklega § | þakka ég kvenfélaginu Sigurvon fyrir samsæti og mjög | | veglegar gjafir. I Ég bið Guð að blessa ykkur öll. I v I | Furubrekku, 11. okt. 1948. = ,5 Jófríður Kristjánsdóttir. 1 I f 111111*1111 ti»m*i»<nii ii iimimiiiiimii iii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111**1111111111111111111111111111111111 aiUIIIHIIIIIHIIIIIfttUIIIHHIIIIIIUIIIIHIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIItlllHIEHlUHllllUIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIimilllUlllin Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig á | | áttræðisafmæli mínu meö heimsóknum, gjöfum og | í skeytum. Guð blessi ykkur öll. 1 Eyfríður Eiríksdóttir | Saurbæ. | •IIUIUimmilllUHIIIUUIIIIHIUIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIUIUIIIIIUIHIIUIIIIIIIIIIIIIUHHIIHUIIIIIUIIIUIHllÍa Unglinga eða roskið fólk vaníar til þess að hcra lít blaðið í nokkur hverfi í Iiæmun. Afgreiðsla Tímaus. Sími 2323. V/nníð ötullega að útbreiðsLu TírrLans I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.