Tíminn - 15.10.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1948, Blaðsíða 6
riirm Reykjavík, föstudaginn 15. okt. 1948. 227. blað (jatnla Síé fftjja Síé Hstsisasaga CAHMEM img’ríar sáifilksi („Good Time Girlíí) Frönsk stórmynd, gerS eftir Athyglisverð og vel leikin ensk hinni lieimsfrægu sögu Prosper lnynd um hættur skemmtana- Mérimée — leikin af frönskum lífsins. Bönnuð börnum yngri en 16 ára úrvalsleikurum: Sýnd kl 5 Viviane Romance, „Vér liélelsmi Jean Marais, laeim^. Lucien Coetlel. Ein af allra skemmtilegustu myndum hinna óviðjafnanlegu Sýnd kl. 5, 7 og 9. skopleikara Bud Abbott og Börn innan 16 ára fá ekki að- Lou Costello ,j*ang,. . Sýnd kl. 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. i ■ Yjarnarkíé 7Npdi-kíé | ÓlyiMjBÍwlelklriiir Mell ííísli ©g isrsmdli Skemmtileg og afarspennandi 1S4S mynd frá hinum frægu or- ustum Kósakkaforingjans Bog- iplæsileg mynd í eðlilegum lit- dan Chelmnitsky gegn Pól- í . um tekin fyrir J. Arthur Rank verjum áriö 1648. í, samvinnu við framkvæmda- Éefnd leikjanna af Castleton Kniglit. Bönnuð yngri en 14 ára. Danskur texti. Sýnd kl. 5—7 og 9. Sýningar kl. 5 og 9 Sími 1182. ;B> © SCttiia nætnrvarð' arins (Nattevagtens Hustru). Áhrifarík sænsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Sture Lagerwall, Britta Holmberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ua^Har^jariartíé Á hvea'fanda hveli Clark Gable. Vivicn Leigli, Leslie Howard. Oiivia De Haviiland. Sýnd kl. 8. Börn innan 12 ára fá ekki aö- gang. OöSTA SEGERCRANTZ: Erlent yfirlit I <Framhald af 5. síðu). efoni en alvöru. Sé hinsvegar um- !ðum haldið áfram og dyrunum Idið opnum til samkomulags, etti vel svo fara, að samningar i lausn þessa mikla vanda en langur tími liði. Kttsið í nefisdir é Alþingi (Framliald af 3. síðu) Þ. Gíslason, Auður Auðuns, Sigurður E. Hlíðar og Katrín Tlioroddsen. Menntamálanefnd: Páll Þor eteinsson, Barði Guðmunds- son, Gunnar Thoroddsen, Sigurður Bjarnason og Sig- fiis Sigurhjartarson. Allsherjarnefnd: Jörundur firynjólfsson, Finnur Jóns- :spn, Stefán Stefánsson, Jó- hann Hafstein og Áki Jak- olisson. Starfseini Meimisig- ífl'sjóðs. i jlFramUald af 4. síðu). ijóSt; mál, að slík starfsemi krefst meiri fjárstyrks en hún nýtfúr nú, ef hún á ekki að ■iiiður eða lamast stór- Ifega. Nátjrörufræðideildin. MJiífkmið þeirrar deildar hefir frá öndverðu verið að stjýrfcja náttúrufræðinga til ránnsóknarferða um landið. Á síðustu árum hafa þessar ferðir órðið mörgum sinnum dýrari en áður vegna stór- aúkins ferðakostnaðar. Nátt- úrufræðingum, sem hafa með höndum hagnýtar, vísinda- legar rannsóknir, hefir einnig fjölgað mikið. Þörfin fyrir styrki til rannsóknarferða hefir því margfaldazt frá því, sem- áður var, þótt gætt sé iyllsta 'sparnaðar um styrk- veitingar. Þess skal sérstak-; lega getiö um styrki þá, sem Menntamálaráð veitir vegna rannsókna, að þeir eru ein- ungis ferðastyrkir. Mennta- málaráð greiðir vísindamönn um ekki kaup fyrir rannsókn irnar, heldur hjálpar þeim að eins til að greiða nauðsynleg- an ferðakostnað. Á undanförnum árum hafa veriö framkvæmdar ýmsar merkilegar rannsóknir, sum- part fyrir styrkveitingar úr náttúrufræðideild Menningar sjóðs. En það er ekki nóg að gera slíkar rannsóknir. Ár- angur þeirra þarf að birta, svo að hann geti komið al- menningi að notum. Það er íslenzku þjóöinni bæði til vansa og tjóns, að ekkert yfirlitsverk um nátt- j úru landsins skuli hafa verið • gert, síðan íslandslýsing Þor- j valdar Thorod:dsen var sam- in nokkru eftir síðustu alda mót. Síðan hafa' margir á- gætir íslenzkir vísindamenn rannsakað landið, og nú hef- ir þjóðin á að skipa margföld um mannafla til náttúru- rannsókna, samanborið við það, sem áður hefir verið. Þessir menn verða að leggja saman í eina vandaða ís- landslýsingu. Hér hefir þegar verið minnzt á hina fyrirhuguðu íslandslýsingu Menntamála- ráös. í henni á að sameina þá þekkingu, sem til er um ísland og íslenzku þjóðina. Þar verður gerð grein fyrir meginatriðunum í náttúru- fræði landsins, samin lýsing á atvinnuháttum og lífi þjóð- arinnar og héraðslýsingar við alþýðuhæfi. Undirbúningskostnaðinn við útgáfu íslandslýsingar- innar verður að taka að nokkru leyti úr bókadeild- inni. Hann mun þó að veru-’ legu leyti koma á náttúru- fræðideildina. Sérstakar rann sóknir vefður að gera vegna útgáfu þessa verks og elcki má hefta nauðsynlegar rann- sókarferðir með því. aö neita; um styrki til þeirra. Menntamálaráði er ljóst, að það hefir ráðizt í mikið og erfitt verk með því að gefa út þessa íslandslýsingu. En mál þetta er tekið upp vegna þess, að sjálfstæð þjóð getur ekki sæmdar sinnar vegna látið slíkt undirstöðuverk ó- unnið. Jafnframt er augljóst, að eigi þetta mikla menning- armál ekki að stöðvast i miðj um klíðum, verður að tryggja Menningarsjóði öruggari tekj ur en hann hefir nú. Listadeildin. Á undanförnum árum hef- ir starf listadeildarinnar einkum beinzt að því að styrkja þá listamenn, sem eru efnilegir, en átt hafa erfitt með að koma verkum sínum 1 verð. Jafnframt hefir veriö unnið að því, að rík'ð eign- aðist það úrval íslenzkra lista verka, sem dygði til þess, að hér gæti oröið til lsitasafn, sem sýndi það bezta, er ís- lenzk myídlist hefir að bjóða. Er þetta í samræmi við lögin um Menningarsjóð. Síðan peningavelta óx hér á landi, hefir verð listaverka margfaldazt. Vegna þessa hefir Menntamálaráö oft átt erfitt með að kaupa ýmis þau l’staverk, sem verið hafa á boðstólum og mestur feng- ur hefir verið að fyrir vænt- anlegt listasafn. Fjárráð listadeildarinnar hafa verið og eru allt of lítil til þess, aö hún geti keypt það úrval íslenzkra listaverka, sem nú er bezt fáanlegt á ári hverju. En auk þess er sjáanlegt, að útgjöld lista- deildarinnar munu með nýj- um verkefnum aukast mjög á næstu árum frá því, sem nú er. Meginhluti þeirra lista- verka, sem ríkið á og eiga að verða uppistaða í listasafn- (Framhald á 7. síðu) 26. daqur góðvinir mínir, og á borö munu munu veröa bornir kín- verskir réttir. Ég mun einnig láta skemmta yður með kínverskum hljóofæraslætti, og kínverskar meyjar munu dansa. Ég og vinir mínir munum klæðast að sið lands- manna okkar, en þér, göfugu frúr, ákveðið sjálfar, hvort þér verðiö í evrópískum klæðum eða notið silkikyrtla, sem ég mun haía til reiðu handa yður, ef þér kjósið það heldur. Með mestu virðingu — yöar undirgefinn þjónn Vang Fú“. — Er þetta ekki heillandi? hrópaði frú Ancker. Auð- vitað förum við. — Væri ekki skynsamlegra að tala fyrst við Cov- entry og Butler? sagði frú Svantesson hógværlega. Við höfum að vísu ekki. þekkt þá nema örfáa daga, en þeir eru þó Evrópumenn.... — Það finnst mér hreinn óþarfi, sagði sú norska. Ekki er ég aö minnsta kosti hrædd.... — Ach, stundi frú Lotta Perckhammer. Ef maður vissi nú bara, hvað mennirnir okkar eru aö gera- Hvað langt skyldu þeir annars vera komnir? — í símskeytinu, sem ég fékk frá vinkonu minni i Kaupmannahöfn var sagt, að þeir myndu koma til Jókóhama annað kvöld. Paget, sem fór með „Nippon Kaischak“ kemur þangað eklci fyrr en degi síðar, sagöi frú Ancker. — Ég þrái manninn minn svo afskaplega, sagði frú Svantesson. Ég er eitthvaö svo einmana. Hefðum við ekhi.-annjars. átt aö fara til Japan frá Vladivóstok. — Eins og ég sagði þér, Gunnhildur, þá hljótum við að hitta þá hér í Hong-Kong. Hér er miðstöð allra samgangna. Frú Tove Ancker stóð upp og fleygði frá sér bað- kápunni. Hún var fallega vaxin, og hinir sólbrenndu fætur hennar nutu sín vel. — Við skulum fara í sjóinn einu sinni enn, sagði Bitten Blaaken. Og svo fleygðu þær allar baðkápunum og hlupu nið- ur að sjónum- En uppi í brekkunum milli runnanna lágu fjórir herramenn með skáhöll augu og virtu þær fyrir sér í sjónaukum. — Það er mín, þessi í grænu baðfötunum, sagði kínverski stórkaupmaðurinn, Vang Fú. Hvernig lízt ykkur á hana? Hún er fagurvaxin eins og gasella. Það veröur skemmtilegt í kvöld. — Ég kýs þessa Ijóshærðu lengst til hægri, tautaði annar.... Ég sé það á henni aö hún er heitfeng.... — Og ég tek þessa litlu, holdugu — hún viröist vera hæfilega hlédræg, og.... Nasir Kínverjans þöndust út.... — Þú hefir allt af lagt svo mikla áherzlu á vaxtar- lagið, sagði Vang Fú hlæjandi. — Það er sú þýzka, sem þú velur þér. — Þá er ekki nema ein eftir, sagði sá fjórði. En það er líka íallegur baksvipur á henni. Hvað heitir hún, Vang Fú? — Þetta er sú norska. En það skiptir þig sjálfsagt litlu máli, því að þú veizt ekki einu sinni, hvar Noregur er á hnettinúm. Þar kvað vera ís og snjór árið um kring — en þar fyrir er ekki víst, að konan sé svo kaldlynd. — Það er óslciljanlegt, sagði einn Kínverjanna eftir nokkra umhugsun, að svona konur skuli fá að ferðast til annarra landa einar síns liðs. Menn þeirra hljóta að vera geggjaðir. — Allir Norðurálfumenn eru geggjaðir, sagði Vang Fú. SEYTJÁNDI KAFLI Norrænu blaðamennirnir, dr. Perckhammer og Gabrí- ella komust heil á húfi til Jókóhama eftir þreytandi ferð yfir Kyrrahafiö. Hitinn hafði verið illþolandi, og tíminn lengi að líða. Þeim var ekki til setunanr boðið í Jókóhama. Þaðan átti skip að fara til Hong-Kong eftir fjóra kukkutíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.