Tíminn - 23.10.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.10.1948, Blaðsíða 5
234. blað TIMINN, laugardaginn 23. okt. 1948. ERLENT YFIRLIT: Luugard. 23. olet. Rekstrargrundvöll útgerðarinnar vantar Uandssamband íslenzkra útvegsmanna hefir aöalfund sinn um þessar mundir. For- maður t>ess hefir þar lýst að- stöðu bátaútvegsins með skýr um orðum. Samkv. lýsingu hans á núverandi ástandi er það þetta: „Rekstrargrundvöllur er ekki fyrir hendz hjá íslenzka fiskiskipaflotanum og hefzr ekki verið undanfarin 4 ár. Stöðvun vélskzpa er því yfir- vofandí og að miklum hluta raunveruleg í dag. Fyrirsjá- anlegu* taprekstur fiskiskip- anna hlýtur að draga óskap- lega úr útgerð, og þar með að sjálfsögðu rýra tekjur þjóð arbúskapsins verulega.“ Þessi endursögn á lýsingu formannsins er tekin orðrétt eftir Morgunblaðinu. Þetta er sýnishorn af því hvernig komið er fyrir ís- lenzku atvinnulífi. Víst hefir aflabrestur á undangengnum síldarvertíðum norðanlands átt þátt í að svona er komið. En þess ber að gæta, að þorsk afli hefir vérið betri undan- farin ár en oft áður og ver§- lag á afurðunum hefir aldrei verið hærra. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði útgerð in því átt að geta borið síldar aflabrestinn norðanlands. Fiskveiðar við ísland hafa aldrei verið árvissar.. Sú útgerð, sem ekki þolir mis- jafnar vertíðir og aflabrest öðruhvoru er fyrirfram dauðadæmd. Það er ekki hægt að reka þá útgerð, sem á líf sitt undir því, að engin vertíð bregðist. Aflaleysisárin eru náttúru- lögmál, sem ekki verður um- flúið eða undan komizt, eins og málum er háttað. Atvinnu lífið verður að geta mætt náttúrulögmálunum og tekið þeim eins og þau eru. Sé það ekki vantar grundvöllinn. Það er þetta, sem hér er um að ræða. Verðbólgan ger- ir það að verkum, að „rekstr- argrundvöllur er ekki fyrir hendi hjá íslenzka fiskiskipa- flotanum." Það er dýrtíðin og „bjessun" hennar, sem þar er Sð verki. Þetta er dómur reynslunn- ar'. Þegar svona er komið, sjá menn að farið hefir verið rangt að. Nú finna útvegs- mennirnir hversu holl þeim var sú hönd, sem leiddi þá út í forað vérðbólgunnar með fagurmælum og orðagjálfri. Það voru annarra hagsmunir, sem réðu stefnunni á þeim tíma. Það er örlagadómur ís- lenzkrar þjóðar, að hún hefir teflt atvinnulífi sínu og af- komu málum í mikla hættu. Það verður nú ekki aftur tek- ið. Og þó að menn segi sem svo, að hefðu aflaleysisvertíð ir viljaö bíða, en alltaf stað- ið loft og sjór og' fengizt fyllsti afli, hefði allt skrimt breytir það engu. Við erum Semja Israelsmen og Abdullah ílffirfnp í Palestímsdeslmmi eru ms taldas* írfSsaMlegri eii oflast áður. Þing Sameinuðu þjóðanna eða nefndir þess hafa enn ekki rætt neitt að ráði um Palestínumálið, þótt það væri í upphafi talið eitt aðalmálið, sem þingið myndi fjalla um, og sé raunar talið það enn. Á stæðan mun fyrst og fremst sú, að Bandaríkjamenn vilja draga af- greiðslu málsins á langinn eða þangað til forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru um garð gengn ar. Afstaöa Bandaríkjamanna á þingi S. Þ gæti ráðið verulegu um afstöðu bandarískra Gyðinga í kosningunum og því á Bandaríkja- stjórn nú óhægt um vik í málinu. Málið er jafnframt þannig vaxið, að báðir aðalflokkarnir munu helst kjósa að halda því sem mest utan kosningabaráttunnar. Hins vegar myndi Wallace geta séð sér leik á borði, ef Bandaríkjastjórn tæki af stöðu, er Gyðingar væru óánægðir með. Seinustu vopnaviðskiptin. Þrátt fyrir þessa afstöðu Banda- ríkjamanna getur hæglega svo far- ið, að málinu verði ekki hægt að fresta fram yfir forsetakosningarn ar. Ef nýr ófriður blossar upp í Palestínu, geta S. Þ. neyðst til þess að skerast í leikinn. í seinustu viku gerðust atburðir í Palestínu, er bentu til þess, að ó- friðurinn væri að hefjast að nýju. Gyðingar höfðu sent flutningalest til einangráðs Gyðingaþorps í Negeb-eyðmörkinni, en samkvæmt vopnahlésskilmálum Bernadotte greifa, áttu þeir að mega halda uppi takmörkuðum vöruflutningum þang að. Egiptar, sem hafa yfirráðin á þessum slóðum, hafa látið þetta ó- átalið, þar til í þetta skipti. Þó hófu þeir skothríð á flutningalest Gyðinga og hröktu hana til baka. Gyðingar svöruðu síðar með árás- um á ýmsar stöðvar Egipta og gerðu jafnframt loftárás á Gasa, sem er eina borgin í Palestínu, er Egiptar ráða yfir. Þar hefir Araba- stjórnin, sem sett hefir verið á laggirnar í Palestínu, aðsetur sitt. Strax eftir þessi vopnaviðskipti var öryggisráðið hvatt saman, og skoraði það á báða deiluaðila að hætta vopnaviðskiptum. Gyðingar svöruðu því jákvætt, en Egiptar hafa ekki svarað enn. Hinsvegar hefir verið lítið um vopnaviðskipti síðan. Talsverð von er því talin um það, að ekki komi til verulegra vopnaviðskipta í Palestínu fyrst um sinn. Viðsjár með Aröbum. Hættan af nýjum vopnaviðskipt um í Palestínu er nú talin stafa einkum frá Egiptum_ Egiptar virð- ast óttast það mjög, að samkomu- lag náist um þá lausn, að Palestínu verði skipt milli Israelsríkis og Transjordaníu, en þeir kæra sig ekki um aukin yfirráð Transjórd- aníu. Svipuð er afstaða Israels- manna. Fyrir atbeina ríkisstjórna Egiptalands og Iraks hefir því verið sett upp arabisk stjórn fyrir Pales tínu og hefir hún aðsetur í Gasa, eins og áður segir. Stjórn þessi er raunar ekki nema nafnið eitt og ræður engu, nema í þeim héruðum Palestínu, er Egiptar hafa á valdi sínu. Önnur Arabaríki en Egipta- land og Irak hafa neitað að viður- kenna hana að svo stöddu, og Ab- dullah Transjórdaníukonungur hef ir neitað að láta hana fá nokkur völd i þeim héruðum Palestínu, sem Transjordaníumenn ráða yfir, en þeir ráða nú yíir mestum hluta hinnar arabisku Palestínu. Tilgangur Egipta og Iraksmanna með stofnun leppstjórnar er vafa- laust sá, að þeir vilja heldur láta hinn arabiska hluta Palestínu verða sjálfstætt ríki en að hann sam- einist Transjórdaníu, ef ekki tekst að hindra stofnun Israelsrikis. Til þess að hafa áhrif á þessa lausn málsins myndu Egyptar vafalaust telja æskilegt að hefja ný vopna- viðskipti í Palestínu og helst að knýja fram einhver úrslit þar áður en forsetakosningarnar í Bandaríkj unum fara^fram. Þeir hafa hins- vegar ekkert bolmagn til þess, held ur þykir víst, að her Israelsmanna muni hæglega getað sigrað Egipta, ef hann beitti sér. Eini arabiski her inn, sem er nokkurs megnugur, er her Transjórdaníumanna, en hann ABDULLAH Transjordaníukonungur hefir haldið að sér höndum síðan vopnahléið hófst síðasliðið vor. Landvinningavonir Abdullah. Ástæðan til aðgerðarleysis Trans jórdaníuhersins er vafalaust sú, að Abdullah konungur hefir í hyggju að sameina hinn araiska hluta Palestínu ríki sínu. Sennilega hefir Ibn Saud Arabíukonungur heitið honum stuðningi sínum í þeim efn um, er þeir hittust í vor að til- hlutan hins síðarnefnda. Bretar munu og hlynntir þeirri lausn og sennilega Bandaríkjamenn líka. Að dómi margra kunnugra myndi stofnun nýs Arabaríkis í Palestínu aðeins auka á glundroðann í þess- um hluta heims. Það, sem helzt er nú talið standa í vegi þess, að samkomulag náist milli Abdullah og ísraelsmanna er (Framhald á S. síðu). nú einu sinni í heimi raun- veruleikans, en ekki í heimi ævintýjranna. Því verðum við að byggja afkomuna á grund velli veruleikans en ekkj loft sjónum ævintýranna.. Það er komið sem komið er, og nú verður að taka höndum saman til viðreisnar. Það hefnir sín að láta reka á reið anum og hafast ekkert að, en vona að óvænt höpp fleyti þessu öllu einhvernveginn enn um sinn. Dýrtíðarmálin eru örðug viðfangs, eins og Framsókn- armenn hafa alltaf sagt. Þau verða ekki leyst, nema allir gangi að því verki með al- vöru og heilindum. Undir því á þjóðin líf sitt. Meðan sterk hagsmunasamtök vilja nota verðbólguna til að hagnast á henni, er ekki von á góðu. Og sízt batna horfurnar, ef það bætist við, að aðrir hafa ekk- ert jákvætt til málanna að leggja, en heimta bara eitt- hvað „patent“ af þeim, sem framsýnir voru og vildu sneiða hjá foraði verðbólg- unnar meðan það var hægt. Það þarf enginn að halda að dýrtíðarmálin verði leyst átakalaust. eða án þess, að þau komi við einhvern. En hitt ættj þjóðin að skilja, að þegar rekstrargrundvöll vant ar fyrir atvinnuvegina, er hættan yfirvofandi og hörm- ungin á næsta leiti. Fyrsta atriðið er, að fólkið skilji þetta. Það er fyrst þeg- ar almenningur skilur bölv- un verðbólgunnar svo vel, að hann nístir með helkaldri fyr irlitningu hvern þann, sem talar máli ábyrgðarleysis og léttúðar í þeim sökum, að hægt er að gera eitthvað veru legt. Fyrst verður að þagga hljóm hinna glepjandi óminn isradda og vekja þjóðina. En það er vissulega ekki von til þess að þjóðin vakni meðan heilir stjórnmálaflokkar og fjöllesin blöð láta það vera sína helztu iðju að lofa þá stjórnmálastefnu, er leiddi hana út í ófæruna. Raddir nábúanna í forustugrein Mbl. í gær er rætt um tillögur Sjálfstæðis þingmannanna níu um inn- flutning landbúnaðarvéla. Greininni lýkur þannig: „Annars hefir aldrei fepgist greinilegri sönnun á því, hversu Tímanum liggja hagsniunamál bænda í léttu rúmi, en afstaða hans til fyrrnefndra tillagna Sjálfstæðismanna. í stað þess að fagna þeim og taka upp sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn um framkvæmdir þcirra, hefja Tímaliðar harðvítugar árásir á flutningsmenn þeirra. Það er þannig afbrýði, sem mótar af- stöðu Tímans til þessara tillagna -en ekki áhuginn fyrir hags- munamálum bænda. Upp frá þessu mun Framsókn armönnum reynast erfitt að losa sig við eyrnamark afturhalds og hugsjónafátæktar. Þeir hafa sjálfir markað sig því marki. Sjálfstæðismenn hafa enga á- stæðu til að harma það.“ Það er síður en svo, að Framsóknarmenn hafi veizt ; gegn flutningsmönnum, held j ur hafa þeir hrósað þeim sam kv. gamla málshættinum, að batnandi er manni bezt að ilifa. Qg enn síður hafa Fram sóknarmenn neitað samvinnu ,við þá um þessi mál, heldur fagna þeir þessari fljótfengnu ,liðveislu við þær kröfur um aukinn innflutning landbún- aðarvéla, sem Bjarni Ásgeirs , son atvinnumálaráðherra ,hafði undirbúið með Búnað- arfélagi íslands og fengið teknar inn í fjögra ára áætl- , umna^Framsóknarmenn vona ' að ekki aðeins þessir níu þing menn Sjálfstæðisflokksins, sem fást við atkvæöaveiðar í sveitunum, heldur allur Sjálf j stæðisflokkurinn fáist til að I styðja þær réttlætiskröfur. Krísuvíkurvegurinn og borgarstjórinn Fáir menn hafa lezkið öllu klaufalegra sjónarspil en borgarstjóri Reykjavíkur á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag. Borgarstjórinn hélt þar langa og þrautsamda ræðu til þess að afsaka andstöðu sína gegn því að fullgera Krísuvíkurveginn og það of- ríki, sem hann hefir í þeim efnum beitt þrjú flokkssyst- kini sín, er áður voru búin að heita framgangi Krísuvíkur- vegarins fullum stuðningi. Aðalafsökun borgarstjórans var sú, að Þrengslavegurinn hefði tafist vegna andófs Al- þýðuflokksmanna og Fram- sóknarmanna, en hann væri aðallausnin á vegarsamband- inu milli Reykjavíkur op: Suðurlandsundirlendisins. Nú bæri að beita sér fyrir fram- gangi hans af alefli, en láta Krísuvíkurveginn held- ur bíða. Það mun ýægast sagt, að : þessi skyndilegí áhugi borg- arstjórans fyrir Þrengslaveg-., inum verki spaugilega. Borg- arstjórinn hefir átt sæti í bæjarstjórninni í mörg ár, án þess að hafa nokkru sinni fyrr en nú minnzt þar á nauðsyn þess, að bæjarstjórn in ýtti eftir framkvæmd Þrengslavegarins. Hann vakn ar fyrst nú af værum blundi, þegar Krísuvíkurvegarmálið kemur þar á dagskrá. Og á- stæðan til þess, að ekkert hefir verið gert til að fram- kvæma lögin um Þrengsla- veginn frá 1946 er einfaldlega sú, að fjármálaráðherrarnir, sem hafa verið úr Sjálfstæð- isflokknum, hafa ekki séð neina möguleika á að útvega það lánsfé, sem þarf til þess- arar framkvæmdar. Ábyrgðin af þeirri töf lendir því ekki síður á Sjálfstæðisflokknum en andstæðingum hans, nema frekar sé, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á meg- inþátt í því fjármálaöng- þveiti, að nú skortir ekkj, að- eins lánsfé til þessarar íram- kvæmdar, heldur margra ann arra engu ónauðsynlegri. Annars er það ekki nema útúrsnúningur að ræða um Þrengslaveginn í þessu sam- bandi. Fyrirætlanirnar ,nm hann eða aðra slíka vegarbót eru síður en svo úr sögunni, þótt Krísuvikurveginum verði lokið. Krísuvíkurvegurinn hefir aldrei verið ætlaður sem aðalleið, heldur sem varaleið, þegar fjallvegirnir — þar á meðal Þrengslaleiðin — lok- ast vegna snjóa. Hann er ekki ósvipuð öryggisráðstöfun og Sjálfstæðismenn telja „varastöðina“ við Elliðaárn- ar, er þeir töldu rétt að láta hana ganga fyrir nýju Sogs- virkjuninni, þótt hún sé vit- anlega aðallausn raforkumáls ins. Krísuvíkurvegurinn þarf því ekki að tef ja neitt frekar fyrir Þrengslaveginum en varastöðin fyrir Sogsvirkjun- inni — nerna miklu síður sé. Þetta gildir því frekar, þar sem nú mun ékki vanta nerna röska mánaðarvinnu til að fullljúka Krísuvíkurveginum. Hefði verið rétt að fresta varastöðvarbyggingunni, þeg ar mánaðarvinna var eftir, með þeim röksemdum, að nú (Framhald á 6. slBuh j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.