Tíminn - 23.10.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1948, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 23. okt. 1948. 234. blað (jamla Síó Á krossgötism (Ombyte av tag) ' Áhrifamikil og listavel gerð sænsk kvikmynd. • Aðalhlutverk leika: Sonja Wigert Hasse Ekman Georg Rydeberg Sýnd kl. 5, 7 og 9 %> Síó yjafHaftíó Tveir lieimar (Men of Two Worlds) Frábæríega vel leikin og eftir- minnileg mynd úr lífi Afríku- svertingja, leikin af hvítum og svörtum leikurum. Myndin er í eðlilegum ntum. tekin í Tangany ika í Austur-Afríku. Phyllis Calvert Erii Portman Robert Adams Orlando Martins Sýningar kl. 3, 5, 7 og 9 Dökki spegilliim Æskuglettur (The Dark Mirror) Tilkomumikil og vel leikin ame- rfsk störmynd, gerð af Robert Stodmark. Tvö aðalhlutverkin leikur Olivia de Ilavilland, aðrir aðalleikarar Lew Ayres og Thomas Mitihell. Bönnuð börnum yngri en 1G ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 (The Beautiful Cheat) Fjörug gamanmynd meö: Bonita Granville og Noah Beery jr, i AUKAMYND: Chaplin í hnefaleik. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. 7Vtpeli-bíó bícm: sanb skipstjórinn fimmtán ára. Skemmtileg ævintýramynd um fimmtán ára dreng, sem veröur skipstjóri, lendir í sjóhrakning- um, barningum við blökkumenn, ræningja og óargadýr, byggð á skáldsögu Jules Verne. sem kom ið hefir út í ísl. þýðingu. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. Sími 1182 .Mrísuvíkurvcguriim :• (Framhald af 5. síOu). •*4 íýrffi aff einbeita sér aff Sogs- Áirkjuninni og varastöðin jýrði að bíða á meðan? Aðalatriði þessa máls er, hvernig ódýrast sé og örugg- ast að tryggja mjólkirrfiatn- :ingana til Reykjavíkur aff yetrarlagi. Sú lausn er vissu- íega fullnaðargerð Krísuvík- úrvegarins. Þar vantar ekki nema herzlumuninn, sem hægt er að ljúka á þessu hausti. Þar er öruggasta vetr arleiðin eða 100 m. lægri en sú næst bezta, Þrengsiaveg- úrinn. Það er því fyllsta óráff :þð stöðva þessa framkvæmd :með þeirri forsendu, að bíða .eigi eftir nýjum, dýrum vegi, item fjármálaráðherra hefir ækki getað útvegað fé til und anfarin þrjú ár, og ekki fara ;áfkomuhorfur ríkisins batn- >ndi — auk þess, sem þar er :iim veg að ræða, sem ekki er jjafn örugg vetrarleið. l\ Þessi afsökun borgarstjór- :áns er heldur ekki fundin iúpp af öðrum ástæðum en ijþeim, að borgarstjórinn er í :ýer,ulegum þrengslum eða iklípu vegna afstöðu sinnar. •flún er sprottin af stífni og jþrákelkni, sem helzt virtist jkoma fram á bæjarstjórnar- jfundinum að stafaði af ein- •þvérri afbrýðisemi í garð jkaupfélags Árnesinga eða iHafnarfjarðarbæjar. Borgar- ífetjórinn getur ekki varið það, :aS;hann er að stöðva fram- kvæmd, sem er nauðsynleg ivégna mjólkurmála bæjarins, log hann veit, að það gerir Shlut hans enn verri, að hann hefir ausið lánsfé til annarr- :ar framkvæmdar í mjólkur- imálunum, sem hefir gert :hann að fullkomnu athlægi á því sviði. Dómurinn yfir |þessari framkomu hans verð Tir þungur og hann mun ekki finna neina Þrengslaleið til að sleppa undan honum. X+Y. Erlení vfirlit (Framliald af 5. slOu). Negeb-eyðimörkin. Sámkvæmt tipp haflegum tillögum þings S. Þ. átti hún að leggjast undir Ísraelsríki. í seinustu sáttatillögum Bernadotte greifa á hún að heyra undir Ar- aba, en ísraelsmenn eiga að fá í staðinn héruð í Galileu. Á þetta vilja Gyðingar ekki fallast, þar sem þeir missa þá land, sem er 3800 fermílur að flatarmáli, en fái í staðinn land, sem er ekki nema 420 fermílur, að vísu miklu frjó- samara, en það meta þeir að litlu, þar sem þeir telja sig geta ræktað eyðimörkina. Helzt er nú giskað á, að Abdullah og ísraelsmenn geti samið á þeim grundvelli að skipta eyöimörkinni nokkurn veginn til helminga milli sín. Takist samkomulag milli Ab- dullah og ísraelsmanna er mesta stríðshættan í Palestínu úr sög- unni. Að vísu er ekki sennilegt, að hér verði fyrst um sinn um formlega samninga að ræða, en hinsvegar haldi hvor sínu með þegjandi samkomulagi og vopna- viðskipti falli niður. Þannig skap- ist framtíðarlausnin smám saman. Ef til vill verður reynt að gera Egipta og Sýrlendinga ánægða með því að láta þá fá einhverja skækla af hinni arabísku Palestinu. Eins og málin standa nú, virð- ast meiri líkur fyrir friði í Pale- stínu en oft áður. Margir telja, að það myndi hjálpa til að levsa málin, ef S. Þ. fyrirskipuðu vopna hlé og framfylgdu því með efna- hagslegum aðgerðum, ef þurfa þætti. Þá myndu málin leysast smátt og smátt á framangreindan hátt. Þess má geta, að margir telja, að fráfall Bernadotte greifa hafi mjög bætt friðarhorfurnar í Pale- stínudeilunni, því að það hafi vak- ið hina ábyrgari menn til umhugs- unar og dregið úr áhrifum öfga- mannanna. tttkfeilii Tífttahh íuqlúAiÍ i Tifttahuftt Mállausi gaiuanleikariim (Slaaet ud) Bráðskemmtileg og hlægileg cænsk gamanmynd með hinum vinsæla gamanleikara NILS POPPE Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. UafiMffijarlatbíé Rauuasaga ímgrar síúlku („Good Time Girlií) Athyglisverð mynd um hættur skemmtanalífsins. Sýnd kl. 9 Véi' héldum heim Ein af allra skemmtilegustu myndum hinna óviðjafnanlegu skopleikara. Sýnd kl. 7 Sími 9249 Fjögra ára áætluuin. (Framhald af 4. siðu). ræðu Einars Olgeirssonar og geröi grein fyrir tilraunum stjórnarinnar til að selja Tékkum, Pólverjum og Rúss- um íslenzkan sjávarafla. Benti hann á, að Pólverjar vildu kaupa héðan togara til að veiða fisk sjálfir, en ekki kaupa fiskinn. Ekki væri það íslendnga sök, þó að Rússar vildu ekki kaupa vörur héðan. Kröfu Einars um að hafa vinsamleg verzlunarviðskipti við allar þjóðir án tillits til stjórnarhátta svaraði hann með því, að segjast vinna að því, að hafin yrðu viðskipti við Spán og sæjust heilindj Einars af undirtekt- um hans í því máli. Enn benti hann á það, að Einar, sem fordæmdi þátt- töku í Marshallaðstoð, deildi; á stjórnina fyrir að hafa ekki tekið við beinu framlagi og kallaði það mótsögn og rök- þrot, enda hefði Einar sjálf- ur tekið sæti í stjórn fyrir- tækis, sem blátt áfram væri stofnað með Marshallláni, þar sem væri verksmiðjan í Örfirisey. Að ræðu Bjarna lokinni var umræðum frestað og verður haldið áfram eftir helgi. RáiiarmfiBiiing. (Framhald af 3. síðu) in hans er björt og grómlaus í huga allra ástvina, vina, kunningj a og samstarfs- manna. Við þá mynd fyrir minningasjónum er gott að una til endurfunda sálnanna síðar. í dag verða jarðneskar leyf ar hins góða drengs lagðar til hinstu hvílu í ættj arðarskaut, en „orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getur.“ St. Bj. GÖSTA SEGERCRANTZ: 33. dagur Við freistingum gæt þín... TUTTUGASTI KAFLI — Hvílíkur ævintýrastaður, sagði Lotta Perchammer við Sjó Sín, þegar þau voru komin inn í herbergið. sem þeim var ætlað. Herbergið var fjólublátt — einn lampi hékk niður úr loftinu. Meðfram veggjum voru lágir bekkir með sessum og hægindum af öllum regnbogans litum. Á miðju gólfi var lítiö, kringlótt borð, og á því te, líkjör- ar og sígarettur. Svaladyrnar stóðu opnar og sá út í garðinn- Viltar rósir teygðu sig upp með húsveggnum, og í tré úti í garðinum söng næturgali. Það var ekki hægt að hugsa sér meiri né dýrðlegri fegurð. Lotta reikaði út á svalirnar. Það var ekki laust við, að hún væri hrædd. Sjó Sín hafði litið svo einkenni- lega á hana á leiðinni upp stigann, og það var hvergi hægt að setjast, nema á bekkina. En samt var þetta óumræðilega heillandi — og fyrst hinar létu sér þetta ekki fyrir brjósti brenna, átti hún að þora það. — Teið bíður okkar, göfuga frú ... Hún lét fallast niður í hægindin og brosti til Kín- verjans. Þessi undraveröld, sem hún var kominn í, ork- aði æ meira á hana. — Segið mér, Sjó Sín — er það í rauninni einn af veizlusiðum ykkar, að dömur fari afsíðis með borðherra sínum, þegar matazt hefir verið? Það væri óhugsandi í Berlín. — Það er siður, sem ætti að taka upp í Berlín. Finnst yður það ekki sjálfri? Sjó Sín færði sig nær Lottu og hvessti á hana kolsvört augun. Finnst yður ekki sjálfri, að það sé léttara fyrir karl og konu að samstilla sig, ef þau fá aö vera í næði,? — Að samstilla sig? Fyrir karl og konu ...? Hvaö eigið þér við, Sjó Sín? — Aðeins það, sem ég sagði. Hann talaði hægt og rólega — röddin var lágvær og mjúk, eins og menntuð- um Kínverja sæmdi. Lotta vissi, að þetta var gáfaður maður, og henni gazt að mörgu leyti vel að honum- En þó var eitthvað, sem skaut henni skelk í bringu. Henni fannst, aö hún ætti aö rísa á fætur og fara — en hún gat það ekki. Hann hélt henni kyrri með einhverju seiðmagni, og hún vissi, að hún myndi verða að vaxi i höndum hans, ef hann aðeins tæki utan um hana og kyssti hana ... — Já, hélt Kínverjinn áfram. Það er þráin eftir sam- stillingu karls og konu, sem drottnar í veröldinni. Hvað er lífið án ástar? Hann smeygði hendinni yfir öxlina á henni. Þetta eru undarlegir tímar, sem við lifum á — allt tekur stórkostlegum umskiptum og framförum — nema ástalífið. Við höfum fengið flugvélar, útvarp og margt annað. En ástalífið er á sama stigi og fyrir þús- und árum.... Hve lengi hafið þér annars verið gift? — í fjögur ár. Frú Perckhammer botnaði ekkert í því, hvað maðurinn gat verið að fara. — Fjögur ár... . Sjó Sín tottaði sígarettu sína mjög hugsi.. Segið mér eitt, göfuga frú: Elskuðuð þér ekki manninn yðar af öllu hjarta fyvsta árið? Lotta kinkaði kolli. — Á ööru ári dofnaði ást yðar, hélt hann áfram. Seinustu tvö árin hefir allt verið mjög í hófi um ást- ríki yðar og atlot.... — Þetta er líklega rétt í aðalatriðum, sagði Lotta, rjóð í andliti. — Leyfist mér að spyrja yður, frú — hafið þér nokk- urn tírna haldið framhjá manninum yðar? — Aldrei.... hvernig dettur yður í hug....? — Vitið þér, hvað siðferði í rauninni er? — Siðferði — jú, það er... . Ja, hvað er annars sið- ferði? Lotta leit spyrjandi á Kínverjann. Það var steinhljóð í húsinu- — Jú, kæra frú, sagði Kínverjinn — það skal ég segja yður. Siðferði konu, sem skapast eingöngu af óttanum við aö verða barnshafandi.... Kínverjinn hló og dreypti á líkjörnum — hvessti síð- an augun á hina ungu, þýzku konu. Það var víst kom- inn tími til þess, að hann byrjaði atlöguna. — Viljið þér ekki meiri líkjör? spurði hann. — Nei — ég þori ekki að drekka meira.... Eigum við ekki að vita, hvar hitt fólkið er?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.