Alþýðublaðið - 27.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Jfesrarag Seykjavflar. Svo œá telja, að menningu manna megi meðal annars marka á því, sem þeim er boðið, og hvernig þeir taka því, sem þeim er boðið. Það er nú ærið margt og mis- jafnt, sem Reykvíkingum er boðið upp á, enda eru viðtökurnar marg- víslegar. Það er því afar erfitt og flókið viðfangsefni, að gera sér eftir því sanna heildarmynd af menningarástandi bæjarins, enda ætla eg mér ekki þá dul. En smá- myndir af einstökum fyrirbrigðum bæjarlífsins geta verið allglöggar, þótt heildarmyndin sé óljós. Ein af þeim myndum, sem eg hefi dregið upp fyrir mér af ein- stökum fyrirbrygðum bæjarlífsins, er af starfsemi kvikmyndahúsanna, og sú mynd er alt annað en glæsi- leg. Því er miður. Flest það, sem þau hafa á boðstólum, eru alger- lega einskisverðar myndir, ýmist skrípamyndir eða spennandi „reyf- ara“-myndir, sem ekki hafa minsta snefil af mentunar- eða listagildi, en sljófga dómgreind, fegurðar- smekk og siðferðisþrek manna smátt og smátt, ekki sízt þar sem mikill þorri áhorfendanna er börn og unglingar. Undantekning- ar (þ. e. góðar myndir) kunna að vera, en þær munu því miður vera fremur fáar. Og þó geta kvikmyndaleikhúsin verið eitt hið bezta menningar- tæki. Það mætti sýna myndir af landslagi, gróðri, dýralífi, fólki, mannvirkjum, störfum og lifnað- arháttum víðsvegar um heim, og á ýmsan hátt nota myndirnar sem menningarmeðal. En það er með það eins og bækurnar. Yerulega góðar bækur seljast iítið; aftur selst bókasor- inn vel, og kem eg þá að annari hlið málsins: viðtökunum. Það er víst óhætt að heimfæra upp á þær danska orðtakið: „Jo galere, jo bedre". Hinar allra aumustu skrípa- rnyndir fá allra beztar viðtökur. Eg vil geta þess, að eg tel leik- rit, þótt góð séu, harla lítils virði á kvikmyndum, því að kjarni þeirra næst þar eigi, heldur að- eins hismið. En góðu leikritin, ®em sýnd eru, eru líka teijandi. Eg fór í „Nýja bíó“ í vetur. Þar var sýndur „Alþýðuvinur8. Mér fanst það mjög hlutdræg mynd og ómerkileg í alla staði. Hún var sýnd á hverju kvöldi í langan tíma, og alt af var húsfyllir. En þar var annað, sem mig furðaði mjög á. Það var hljóðfærasláttur- inn. Eg varð þess ekki var, að nokkur annar en eg veitti honum eftirtekt, og var hann þó sannar- lega eftirtektarverður. Það var fiðla með píanó undirspili. Hver leikur svona á fiðiu? hugsaði eg með mér. Fátt þekti eg af lögun- um, en þau voru leikin hvert öðru betur og af svo miklum skilningi og tilfinningu, að unun var á að hlýða. Sérstaklega er mér minnis- stætt „Nocturno", eftir Chopin. Síðan hefi eg spurst fyrir um, hver fiðluleikarinn hafi verið, og hefi eg heyrt, að það muni hafa verið hr. Theodór Árnason. Já, svona er það, datt mér í hug. Hér er listamaður mitt á meðal okkar, og enginn virðist veita honum neina eftirtekt, jafn- framt því sem menn falla í stafi af undrun og aðdáun frammi fyrir lélegum myndum af skrípalátum erlends leikaraskríls. Eða kannske margir hafi fundið og skilið list bans, ón hver um sig bíði þess, að einhver annar taki til máls? Það er ekki gott að vita. En mér finst að við ættum að viðurkenna þenna listamann. Og vissulega ætti hann að leika list sína í öðrum sal, þar sem söng- listin skipar öndvegi, en er ekki gerð að ambátt á lélegri kvik- myndasýningu. Philharmonicus. Dm dsp og vegmn. Fransbt hersbip kom hingað í gær. Er það hér til þess að hafa eftirlit með franska-fiskiflotanum. Stúban Mínerva heldur í kvöld fyrsta fund sinn eftir samkomu- bannið. Sambomubannið er nú upp- hafið, að öðrú leyti en því, að Bíóin mega ekki hafa nema eina sýningu hvern virkan dag og tvær á sunnudögum, með klukkutíma millibili. ■ •' Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Inflúenzan er langt frá því að vera um garð gengin ennþá, en þó mun heldur fækka tilfellum daglega. Enginn hefir, svo kunnugt sé, legið þungt haldinn. Á miðstöð eru ennþá margar stúlkur veikar, þvi ein legst þá önnur kemur. En úr helginni er ekki ólíklegt að þær fari að koma aítur til vinnu sinnar, því margur mun sakna þeirra, sem nauðsyn- legra milliliða milli símanotenda hér i bæ. Fisbisbipin. Sedgull kom a£ fiskiveiðum í gær, með næstum 9 þús. fiskjar. Belgaum kom í nótt með ágætan afla og um 90 föt lifrar. Hann fiskar í salt. Gylfi kom frá Englandi í gærkveldi. Leiðréttingar. í grein minni, Landnám, hefir misprentast, í 6, málsgrein í 68. tbl. „mikill stugg- ur“ fyrir „miklar stuggur“, í síð- ustu setningu í sama blaði „finst þá mikill“, á að vera „finst þvi mikill“, og fyrstu línu í 69. tbl. stendur „vitanlega", á að vera Vvikulega“. *S. Y. G. S t ak a. Minn um huga hrollur fer, hristir gustur lokkinn. Sekur sleppur, saklaus er settur í gapastokkinn. J. Undarlegt ferðalag. í marzmánuöi 1915 rak bjöllu- dufl í Porto Santo, Madeira (aust- anvert við Átlantshaf) Við rann- sókn kom það í Ijós, að dufl þetta hafi verið á Perlurifi (Pearl Reef) við Magdalen-eyjar f St. Laurence- flóa á austurströnd Kanada, en hafði slitnað upp haustið 1912, og þannig verið 2V2 ár að reka til suðausturs yfir Átlantshafið. Þetta ferðalag duflsins þykir allmerki- legt, af því leið þess liggur yfir þveran Golfstrauminn, og þykir benda á að straumar í Norður-At- lantshafinu sé ekki eins kunnir eins og menn hingað til hafa haldið. (Eftir Nature.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.