Alþýðublaðið - 27.03.1920, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
St. Mínerva nr. 172
heldur fund í Lcvöld í G.-T.-
húsinu niöri kl. 81/*.
J3E. t.
að koma upp sápugerð. Því höf-
um við stofnsett verksmiðju inn
við Bjarmaland, sem nú þegar
býr til blautasápu, stangasápu,
sápuspæni og vagnaáburð".
„Notið þið ejngöngu innlend
efni?“
„Enn, sem komið er, höfum við
ekki getað það, því(sum efnin eru
ófáanleg hér heima. Annars getur
maður ekki skýrt frá þeim töfra-
meðulum, sem við notum til að
gera vöruna betri en erlenda“.
„Auðvitað ekki. En hvernig er
varið þeim tegundum, sem verk-
smiðjan framleiðir?“
Um leið og vér spurðum, kom
skrifstofustjóri Sigurjóns, hr. Ól-
afur Gíslason, inn með pakka; var
í honum askja, mjög vandlega út-
búin, full af blautasápu, stanga-
sápu og sápuspónum. Blautasápan
er brún að lit, ekki óáþekk þeirri,
sem hér hefir verið notuð að
undanförnu, en sem væntanlega
verður ekki lengur. Stangasápan
er ferhyrnd, eins og Sunlight-sápa
í laginu. Eru til af henni tvær
tegundir, hvít og ljósblá. Með
hinni síðar nefndu þarf enga
„blákku“, því í henni eru sams-
konar efni. Sápuspænirnir eru í
skrautlegum pakka og líta mjög
vel út. Auk þessa sýndi Ólafur
oss öskju með vagnaabutðí, en um
hann kunnum véi minnn að segja,
en sápuna, þvi ana hofum vér
þegar latið reyna, og mun varla
finnast betri sápa hér, svo astæðu-
laust er að kaupa erlenda vöru,
þegar þessi tilraun h.f. Seros hefir
gefist svo vel.
Sigurjón gerðist heldur „glím-
inn“, þegar hann svaraði spurn-
ingunni um þá framleiðslu, sem í
ráði væri að koma af stað.
„Við gerurn ráð fyrir að geta
bráðlega framleitt skósvertu, og
seinna meir handsápu!"
„Hvað margir menn vinna við
verksmiðjuna?“
„Nú sem stendur 3, en munu
verða fleiri, þegar fram í sækii".
„Hver er verkstjóri ykkar?“
„Norskur maður, Fjeldberg að
nafni — en það hefir entrin áhrif
á þá staðreynd, að iðnaðumm er
íslenzkur, og þess vegna er ekki
nema sjálfsagt, að almenningur
kaupi hann að öllu jöfnu. Hingað
til hafa erlendir menn legið oss
á hálsi fyrir það, að vér létum
þá græða á því, að verka og til-
reiða íslenzkar vörur, og keyptum
þær svo af þeim aftur".
Eg kvöddi svo Sigurjón og
skrifstofustjóra hans. —
Það ætti að vera öllum ánægju-
efni, að svo er komið, að hægt
er að þvo fötin með islenzkri
sápu, sem auk þess stendur alls
ekki að baki erlendri.
Jón.
♦
Bankamálið.
Hr. ritstjóri!
Gerið svo vel og ljáið rftirfar-
andi línum sem fyrst rúm f heiðr-
uðu blaði yðar. Nafn mitt er að
finna aftan á þessu blaði, en eg
óska þess ekki getið, nema það
sé skilyrði fyrir því að þér birtið
greinina.
Hefír stjórnin íhugað
hverjar munu afleiðingarnar, ef að
hún skipar ekki rannsóknarnefnd
í íslandsbankamálið og leggur sig
ekki drengilega fram til þess að
opinber verði í máli þessu sann-
leikurinn, allur sannleikurinn og
ekkert nema sannleikurinn. Hefir
stjórnin gert sér Ijóst, að hún væri
þá að vinna að óöld í landinu,
sem, ef ákærurnar um bankann
eru sannar, mundi lýsa sér í:
fyrirlitningu á lögum landsins,
lítilsvirðingu á þingi, stjórn og
löggæzlunni yfirleitt (sem þó varla
má við meiru af þvf tagi), vax-
andi ásælni óhlutvandra, innlendra
gróðamanna, aukinni dirfsku og
drotnunargirni útlendra stórgróða-
fyrirtækja, niðurdrepi opinberrar
réttlætis- og sómatilfinningar, kúg-
un og lömun á viðleitni einstakl-
inga, er vilja vinna að hreinsun
hins opinbera lífs, almennri tor-
trygni og lítilsvirðingu á ríkinu,
bæði innan lands og utan.
Ef ákærurnar eru rangar, þá er
með aðgerðaleysi bankans sjálfs
og stjórnarinnar, hverjum labbakút
gefið undir fótinn með að ráðast
á hvern heiðvirðan mann og heið-
virða stofnun, sem hann lystir,
með ærumeiðandi skömmum og
svívirðingum.
En hvort sem ákærurnar eru
réttar eða rangar, er niðurstaðan í
aðalatriðum sú sama, ef ekki er
tekið til athafna fljótt og svika-
laust, nefnilega almenn tilfínning
réttleysis og yfirgangs og veiklun
þjóðfélagsins.
Þess vegna ættu allir, hver sem
skoðun þeirra er á réttmæti ákær-
anna, að sameinast um það, með
blöðin öll í broddi fyikingar, að
krefjast þess af stjórninni (ef hún
verður þá ekki fyrri til), að hún
skipi tafarlaust sérstaka rannsókn-
arnefnd í þetta mál, nefnd, sem
allir yrðu að kannast við að væri
veruleg trggging fgrir sigri þess,
sem satt er i máli þessu.
Dansk-Islandsk Samfund.
(Dansk-íslenzka félagið.)
Félag þetta, sem mörgum íslend-
ingum (ætti að vera öllum) er að
góðu einu þekt, hefir nú, þrátt
fyrir hina miklu erfiðleika, sem af f
stríðinu hafa leitt, ráðist í að gefa
út mánaðarrit, Budbringeren (Boð-
berinn), sem eftir 1. númeri þess
virðist gefa góðar vonir um að
það muni að engu leyti standa að
baki ritum þeim, sem félagið hefir
gefið út. Félagið á fyrir sér góða
framtíð og Islendingum ber eink-
um skylda til að stgðja að þvi.
+
JS<lie&<Ie-iu:Ui<>
Khfön 25. marz.
Holland og Belgta hafa nú orð-
ið á eitt sátt um mál það er risið
hafi milli þeirra út af siglingaleið-
unum í mynni Schelde-fljótsins.
[Belgir vildu fá rétt til þess að
laga skipaleið þar, þegar fljótið
kastaði sér án þess að spyrja Hol-
lendinga að, sem eiga land báð-
um megin við fljótsrnynnið.]