Tíminn - 07.11.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.11.1948, Blaðsíða 1
T-—, Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason ÚtgefancLi: Framsóknarflokkurinn 32. árg. Fróðárheiði ófær í fyrstu snjóum Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Próðárheiði varð að kalla ófær bifreiðum í fyrstu snjó- j um. Á fimmtudaginn áttu! íjórar vöruflutningabifreiðar ! leið yfir heiðina, og komust! þær með naumindum leiðar; sinnar, þótt snjólaust væri í: byggð, og urðu að moka sig; í gegnum skaflana. Una menn : illa við það, að svo stórt byggðarlag skuli lokast inni, strax og snjóar til fjalla. Það er aðeins tólf kílómetra ! kafli, sem eftir er að leggja > um veg, og hagar svo til, að hann væri að mestu leyti hægt að gera með jarðytu. — j Þegar upphækkaður vegur er j kominn um Fróðárheiði, yrði \ það alltrygg vetrarleið, að á- liti kunnugra manna. Talið er, að 200—250 þús- und krónur hurfi til þess að Ijúka þessum vegi, og er þess eindregið vænzt, að það fram lag fáist nú, svo að unnt verði að ljúka við veginn næsta sumar. Guttormiir J. Gutt- ormsson heiðraður af tilefni sjötugs- afmælisins Öndvegisskáld íslendinga í Vesturheimi, Guttormur J. Guttormsson á Víðivöllum við íslendingafljót, á sjötugs afmæli í næsta mánuði. Af því tilefni hafa vinir hans og aðdáendur ákveðið að gang- ast fyrir veglegu samsæti til heiðurs honum og Jensínu konu hans. Verður samsæti þetta í Riverton 14. nóvem- ber næstkomandi. Líklegt er, að marga íslend inga hér á landi fýsi að senda skáldinu við íslend- ingafljót og fjölskyldu hans hlýjar kveðjur, er fluttar verði í þessari veizlu. Skal þeim bent á, að Gunnar Sæ- mundsson, Árborg, Manitóba, eða Guðmundur O. Einars- son, Árborg, Manitóba, veita slíkum kveðjum til Guttorms viðtöku og varðveita þær til veizludags. Dágóður afli á Skagafirði Frá fréttaritara Tímans á SauSárkróki. Fáeinir trillubátar stunda sjó héðan. Hafa þeir fengið dágóðan afla á miðunum úti í firðinum, og svo er enn. Skrifstofur í Edduliúsinu \ Ritstjórnarsimar: \ 4373 og 2353 Afgreiðslu- og auglýs- i ingasimi 2323 Prentsmiðjan Edda i»— —-———. Reykjavík, sunnudaginn 7. nóv. 1948. 247. blað I Vei*ið að vinna að undirbúmngi. Það mun koma til kasta búnaðarþings í vetur að taka ákvarðanir viðvíkjandi ýmsu, er snertir fyrirhugaða bygg- ingu Búnaðarfélags íslands, sem ætluð er lóð við Hagatorg, vestur af háskólahverfinu. Er nú verzð að vinna að undir- búnzngi þessa máls. Gúsíaf Svíakonungur er mikili veiðimaöur -g tekur f>a:t í veiðuni enn þótt háalJraður só orðinn. Þessi mynd var tekin í haust er Uonungur fór á hinar árlegu elgvciðar. /> „Island tið alda- hvörf” - merk og nýstárleg bók Bókfellsútgáfan hefir gefið út bók, sem nefnist ísland við aldahvörf. Eru í henni mynd- ir af teikningum þeim, sem Frakkinn Auguste Mayer gerði hér á landi árið 1836, er hann kom hingað rneð leið angri Paul Gaimards, er seg- ir frá í ritinu „Voyage en Is- lande et au Groenland". Margar þessara mynda eru mjög glæsilegar teikningar, en auk þess hafa þær mjög mikið menningarsögulégt. gildi. Sendiherra Frakka hér á landi, Henri Voillery, ritar formála með bókinni, en Guð brandur Jónsson he’Iir séð um útgáfuna og ritar merkan inngang . að henni cg skýr- ingar viö myndirnar. Dragnótabátar frá Ólafsvík afla vel Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvik. Sex bátar héðan, 14—30 smálestir að stærð, hafa stundað dragnótaveiðar í sumar og yfirleitt aflað vel. Halda þeir veiðunum á- fram fram að lokum þessa mánaðar. Þá verður tekið að búa þá undir línuveiðar. Veðrátta hefir verið allgóð, og góður afli helzt enn. Fá bátarnir upp í sjö smálestir á nóttu. Hafís á Halamiðum Togarasjómenn, sem verið hafa á Halamiöum að undan förnu hafa orðið varir við hafísspengur á djúpmiðum á Halanum svo að skip geta ekki stundað veiöar á þeim slóðum. Afli hefir verið treg- ur þar að undanförnu. Samgöngubanni við Stuttgart aíléít Hernámsyfirvöld Banda- ríkj amanna í Þýzkalandi hafa nú afnumið flutninga- bannið við Stuttgart. Bann þeíta var sett á til þess að hegna fyrir verkfall, sem gert var tii að mótmæla verðhækk luiuni á vörum. Verkamenn á bandaríska hernámssvæðinu hafa nú á- kveðið að gera allsherjarverk fall í einn sólarhring til þess að andmæla verðhækkunum, sem þar hafa orðið að undan- förnu. Ekki er þó ákveðið hvenær þetta verkfall hefst. Tala flugfarþega eykst í október s.l. fluttu flug- vélar Flugfélags íslands h.f. samtals 2014 farþega. Þar af ferðuðust með Gullfaxa milli landa 366 farþegar, en inn- anlandsfarþegar voru 1648. Póstflutningur innanlands með vélum félagsins nam 5020 kg., en vöruflutningar 31379 kg. Það sem af er þessu ári liafa flugvélar Flugfélags íslands flutt samtals 24902 farþega. Á sama tíma árið 1947 var farþegatalan 14798, og hefir því aukizt um 69%. Gullfaxi fór til Prestvíkur og Kaupmannahafnar í gær með 19 farþega. Templarar á Akur- eyri vilja byggja æskulýðshöl! Templarar á Akureyri hafa í hyggju að reisa æskulýðs- höll á Akureyri. Buðu templ- arar nýlega bæjarstjórn Ak- ureyrar til kaffidrykkju í Skjaldborg til þess að ræða þessi mál við hana og leita Búnaðarfélag íslands hefir um langt skeið búið við al- gerlega ófullnægjandi húsa- kost í Búnaðarfélagshúsinu við Tjörnina, þar sem það hefir haft aðsetur allt frá því, að sú bygging reis upp. Hafa þrengsli þau, sem það hefir átt þar við að búa á seinni árum, veriö til mikils óhagræðis og trafala fyrir starfsemi félagsins og starfs- fólk þess. Nú fer vonandi að hylla undir það, að úr þessu verði bætt. Félagið hefir fengið lóð undir nýja byggingu víð Hagatorg, og er nú verið að vinna að teikningum og ýms- um untíirbúningi öðrum. Fáist nauðsynleg leyfi, er gert ráð fyrir, að byrjað verði. á byggingunni næsta surnar. Margt er þó enn óákveðið um þessa byggingu, og kem- ur þar að sjálfsögðu til kasta búnaðarþings í vetur. Enn er til dæmi.s ekki fastráðið, hvort aðeins verður um að ræða skrifstofúbyggingu Miklir þnrrkar og brunar í Nýja-Í slandi Úr fréttaóréfi af Nýja-íslandi. Liðið sumar hefir verið hagstætt, hvað snertir nýt- ingu jarðargröða, og heyfeng ur er í meðallagi. Kornupp- skera var góð og verð á korni gott. Miklir þurrkar voru síðari hluta sumarsins, svo að tjón hlauzt af. Hagar skrælnuðu, og miklir eldar hafa geisað víða um héruð í ha.ust. Hafa brunnið hey, engi og skógar og jarðvegurinn sviðnað, og eru eftir öskuflög og auðn. álits hennar um þetta mál, svo og æskja eftir lóð undir æskulýðshöllina. Hanriés J. Magnússon skólastjóri hafði orð fyrir témplurum og lýsti nauðsyn þes.s, að börn og unglingar á Akureyri fengju aðstöðu til þess að iðka heil- brigðar skemmtanir og stunda hollar tómstundaiðk- anir. Bæjarstjórnin tók vel í málið, en ekkert er þó ákveð- ið enn í þessu efni. handa félaginu, eða þar verð ur einnig gististöð handa ferðafólki utan af landi og' ef til vill fjölþættari starf- semi. Búnaðarfélag íslands á í sjóði nokkurt fé, sem geymt hefir verið til þess að leggja í þessa byggingu, þótt það sé ekki nema hluti þess, er hún hlýtur að kosta. Námsstyrkir Briíish Council á næsta ári Á næsta ári mun British Council veita íslenzkum stúd entum tvo námsstyrki. Eru styrkirnir veittir stúdentum, sem lokið hafa hér háskóla- prófi, og geta þeir valið sér nám, en vegna þrengsla við enska háskóla er einkum ósk að eftir nemendum í læknis- fræði, uppeidisíræði og list- fræði. Umsækjendur skulu senda umsóknir sínar til brezku sendisveitarinnar í Templarasundi, en þar fást einnig eyðublöð undir um- sóknirnar. Aðeins þeir, sem vel eru að sér i ensku, koma til greina og umsóknir verða að hafa borizt sendisveitinni fyrir 15. des. n.k. Rússar segjast reiðii búnir að gera frið- arsamninga Molotov hélt langa ræðu í gær og ræddi aöallega fram- leiðslugetu Rússa. Kvað hann framleiðslu þungaiðnaðarins þurfa að aukast allmikið ef fimm ára áætlunin ætti að standast. Ilann réðst einnig heift.arlega á vesturveldin fyrir framkomu þeirra í Grikklandsmálunum og her- námsmálum Þýzkalands. Hann kvað Rrissa reiðubúna til aö gera friðarsamninga við Þjóðverja og Japani sem fyrst og hverfa á brott með her sinn úr þessum löndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.