Tíminn - 27.11.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.11.1948, Blaðsíða 3
264. blað TÍMINN, iaugardaginn 27. nóv. 1948. 3 Fréttabréf úr Oxarfirði Tíðarfar. Sumarið er liðið og vetur- j inn genginn í garð. Þetta síð j asta misseri hefir tíðarfarið' verið næsta mislynt, þótt, stórillt hafi það ekki mátt kallast. Vorið var eitt hið kaldasta og grcðurlausasta, sem elztu menn muna og héldust kuldarnir cslitið all- an júnímánuð. Um það leyti byrjar sláttur venjulega. En að þessu sinni var hér þá hvergi sláandi gras. Með júlí brá loks til nokkurra hlýinda og tók þá gras að spretta, svo að ýmsir gátu farið að slá ný rækt um miðjan mánuðinn. En yfirleitt byrjaði sláttur ekki fyrir alvöru fyrr en dag- ana 23. og 24. júlí. En ekk- ert hirtist þó af heyjum í þeim má-nuði sökum votviðra. Með ágústbyrjun gekk í þurrka og héldust þeir allan mánuðinn. Var þá hin ágæt- asta heyskapartíð. Luku þá allir fýrri slætti að fullu og sumir voru byrjaðir á háar- heyskap. En þessi góða hey- skapartíð varð heldur enda- slepp. Með 1. sept. gekk í hina verstu ótíít og má segja, að hún hafi haldist óslitið síð- an. Síðast í sept. komu þrír góðviðrisdagar og aðrir þrír dagar fyrir miðjan okt. Þá voru menn við fjárrekstra eða í göngum, svo að þessir dagar notuðust illa til hey- þurrkunar, en talsvert var þó hirt, en óvíða að fullu. Eiga sumir talsvert af há ennþá úti, sem kemur þó áð nokkr- um notum, þar sem heyið er í sátum. Heyfengur mun yfir leitt hafa orðið í meöallagi og sumstaðar betri, þar sem tún voru að spretta fram und ir ágústlok, n|á telja víst, að heyin séu mjög góð, nema það sem lenti í hausthrakn- ingi. Fénaðarhöld. Skepnuhöld voru með ein- dæmum góð í vor þrátt fyrir kuldana. Var það að þakka góðum og miklum heyjum, svo og því, að engin áfelli komu eftir hvítasunnu. Ær munu hafa verið með meira móti tvílembdar og lifði vel undir, nema hvað tófan drap talsvert eins og venjulega. Hún gengur nú eins og fén- aður um allar afréttir og drep ur hvarvetna, einkum vor- lömb, og er þetta þungur skattur á bændum. Að sumu leyti mun þetta stafa af því, hversu erfiðlegá gengur að fá menn til að vinna grenin á vorin. Helzt eru það miðaldra menn og eldri, sem fást til þess að liggja á grenjum. Yngri mennirnir þykja hvik- ulli við þa.ð, enda þótt góðar skyttur séu. Heyrzt hefir og það fullyrt, að hér í sýslunni hafi það borið við, að tveir ungir menn hafi yfirgefið greni, áður en það vanst, til þess að geta komist á dans- leili eða samkomu, en slíkt mundi aldrei henda ,h.ina eldri kynslóð. Vænleiki dilka í haust mun ekki hafa verið yfir meöallag hér í sveitinni, enda óvenju mörgum tvílembingum slátr- að, þar sem víða var helm- ingur af ánum með tveimur lömbum og sumsstaðar tveir þriðjú. Frámkvs&rfidm Byggingaframkvæmdir voru með langminnsta móti hér í sveitinni í sumar. Stafaði það bæði af efnisskorti, svo og því, að hvergi var hægt að fá verkamenn, en bændur flestir einyrkjar með allstór bú og geta því ekki bætt á sig aukastörfum að nokkru ráði. Þeir fáu ungu menn, sem ennþá telja sér heimili hér í sveitinni, svo sem skóla nemendur o. fl„ vilja ekki vinna hjá bændum að sumr- inu, heldur seilast þeir eftir því að komast í vinnuflokk við brúargerðir, vegavinnu eða helzt af öllu síldarverk- smiðju, þótt engin veiðist síldin. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að rnikið sé unnið að vegagerð hér í sveitinni, því það sanna er, að óvíða á landinu munu vera jafn bölvaðir vegir og hér, að mrnnsta kosti ef miðað er við það, hvað gott er að leggja hér vegi. T. d. hefir neðri hluti Hólssandsvegar mátt kailast því nær ófær í mest allt sumar. Póstsamgöngur. Næst vegunum ber að minnast á póstsamgöngurn- ar. Að sumrinu eru hér viku- legar póstferðir, og skil á pósti fara alltaf batnandi með ári hverju. En með vetr- arpóstferðirnar gengur á ýmsu. Undanfarna vetur hef- ir venjulega verið byrjað með hálfsmánaðar póstferðum á fhilli Húsavíkur og Þórshafn- ar, og hefir þetta verið hið ákjósanlegasta fyrirkomu- lag, þegar það hefir haldist allan veturinn. En því miður hefir sú orjSið raunin, að oft hefir dottið botninn úr þess- um ferðum á miðjum vetri, til stórbaga fyrir þessa sveit. Einn veturinn vóru engar fastar póstferðir hér í 74 daga, og var það óþolandi á- stand. í fyrravetur voru póst ferðir þessar nokkurn veginn reglulegar allan veturinn og væntum við þess, að þessu yrði framhaldið í vetur, því fátt er bölvaðra í strjálbyggð um sveitum en lélegar póst- samgöngur. Eu viti menn. Nú í haust vorum við algjörlega sviptir þessum póstferðum, svo að segja má, að þó að á- standið hafi oft verið illt í þessu efni, þá hefir það aldrei í fleiri áratugi verið verra en nú. Við erum nefni- lega sviptir skyndilega öllum póstferðum, nema hvað ein- hverjar póstferðir verða til Kópaskers öðru hverju, en þær eru okkur því nær gagns lausar, þar sem þær standa ekki í sambandi við sveita- póstinn og ekki heldur í sam- bandi viö skipakomur til Kópaskers og eru á allan hátt óábyggilegar. Sem dæmi i má nefna, að bréf, sem send i eru með sveitapósti, liggja , fyrst viku á bréfhirðingu hér I og síðan á Kópaskeri von úr i viti eða þar til næsta skip ; kemur. Með þessu lagi má bú | ast við, að bréf héðan verði ' allt að þvi mánuð til Reykj a- víkur. Meðal frétta héðan má I nefna það, að hinn 31. ágúst ; s.l. hélt alþingismaöur okkar i þingmálafund á þingstað hreppsins að Lundi. Flutti hann langa og fróðlega fram söguræðu. Að henni lokinni u'rðu fjörugar umræður um landsmál. Merkileg málverka- sýning Félag íslenzkra myndlist- armanna hefir sýningu í listamannaskálanum þessa dagana og mun hún standa i vnuiiiimimmiii iiuiuuiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiuiiiimiiiuii til 5. desember og er opin! daglega klukkan 11—11. Eins og að líkum lætur er þetta allmikil sýning. Þar eru 75 verk eftir 30 höfunda. Eru . mest 5 myndir eftir sama J mann, nerna Sverrir Haralds son á 4 málverk og 2 teikn- j ingar. Sumir higa þarna eitt verk aðeins. j Einna fyrirferðarmestir mál aranna eru Jón Stefánsson, sem á 5 stór málverk, sem skipað er í öndvegi inni á gafli, Ásgrímur Jónsson,: Gunnlaugur Ó. Scheving og Jón Þorleifsson. Þó að þessi sýning sé vitan lega fróðleg um margt, má þó enginn teka hana- *sem yf- ' irlitssýningu, sem mark sé takandi á sem alhliða yfirliti. Verk sumra, sem þarna koma fram, segja næsta lítið um list þeirra í heild. Rakstrar- konur Sveins Þórarinssonar eru t. d. engan veginn sam- 1 boðnar því hlutverki að túlka list hans, þó að gamli bærinn : bæti þar úr skák. Eins gefur þessi sýning litla hugmynd um list Kjarvals, þó að fuglar hans séu með séreinkennum höfundar síns. Stóra myndin, Alvizka einstæðingsskaparins (eða glíman við engilinn) lýsir öllu betur skapgerð og andlegu lífi listamannsins en beinlínis myndlistinni. Slík verk verða menn að skilja eftir því sem þeir geta. Ég tek þetta málverk sem snjallt og ófyrirleitið en hár- beitt og smellið skop um vissa spámenn í heimi nú- tímamyndlistar. Aðrir munu skilja þetta á annah veg. Þeir um það, en Kjarval hefir kos ið að sýna þessa hlið listar sinnar ‘á þessari sýningu. Þarna koma fram ýmsir ó- þekktir menn og skal engu spáð um framtíð þeirra. En sannarlega kemur mér það á óvart, ef Gestur Þorgrímsson á eftir að verða meiri mynd- höggvari en Ásmundur.Sveins son eða t. d. Helga Thors meiri málari en Finnur Jóns son. Það vantar nefnilega al- 1 veg á þessa yfirlitssýningu menn eins og Ásmund og Finn, Gunnlaug Blöndal, . Eggert Guðmundsson, Jón Engilberts og Guðmund frá i Miðdal, svo að gripið sé á fá- einum nöfnum. Mörgum ' mun finnast, að það sé rangt ! að kalla það yfirlitssýningu um íslenzka myndlist, sem ! svo stórkostleg sköi’ð eru í. ! Að þessu leyti virðast hafa ' orðið alvarleg mistök þegar efnt var til sýningarinnar. ! Það er fróðlegt að líta inn á þessa sýningu. Sá, sem af alvöru og einlægni skoðar myndirnar þar, getur eflaust orðið fróðari um ýmsa þætti íslenzkrar myndlistarsögu í samtíð okkar. H. Kr. Merkisafmæli. Hinn 23. ágúst s.l. átti fimmtugsafmæli sr. Páll Þor- leifsson, prestur að Skinna- stað. Hann hefir verið sókn- arprestur hr í 22 ár og áunn- ið sér miklar vinsældir al- mennings. Hann er skarpgáf- aður maður og skemmtinn, (Framhald á 5. síðuj Höfum opnað nýja búð 1 |S á Bræðraborgarstíg 5 | Sild og Fiskur MIIIIUIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinilllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIlUIIII? Stúdentaráð Háskóla Islands. Fullveldisfagnaður verður að Hótel Borg 1. des. og hefst með borðhaldi kl. 5.30 e. h. c Ræffa: Guðni Guðjónsson, náttúrufræðingur Upplestur: Tómas Guðmundsson, skáld Glunta-söngur. Aðgöngumiðar verða seldir í herbergi Stúdentaráðs í Háskólanum kl’. 4—6 e. h. á mánudag, ef eitthvað verð- ur óselt. Samkvæmisklæðnaður. Dansað til kl. 2. STÚDENTARÁÐ. j miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimitiiiiiiiiiMitfiiM* a urunfi Öíl úr, sem koma á vinnustofu mína fyrir 15. nóv. | eru tilbúin. Eigendur þeirra eru vinsamlega beðnir að | vitja þeirra sem fyrst. | ^’ranci L WicLeLn, ao úrsmíðameistari, Laúgaveg 39. lí.VA' . iiiimiiiiimiiiiiiiii iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii) Símanúmer vort er nú áttatíu og sex hnndruð 5 límir Munið síma 8 06 00 Jén ÍQftsson li.f. Viknrfélagið li.f. VökisIS h.ff. íli’ingbraut 121. Fasteignasöla- miðsfoðin Lækjargötu 1,0 B. ^Sími; 6530. BHÍIÍ7 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar, .‘;Jsvo; ’sém brunatryggmgar, innhúSr, líf vátryggingarfélag íslahds ff. trygglngar o. fl. 1 umboði Sjó- M.s. „Lingestroom fer frá Reykjavílc til Amster- dam/Antwerpen mánudaginn 29. þessa mánaðar. Einarsson, Zoega & Co. H.f iDflOCÍ riasM f. Viðtalstími alla virka dága kl. 10—5 aðra tíma eftir sam- komulagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.