Tíminn - 27.11.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.11.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 27. nóv. 1948. 264. bia* Rektor hins íslenzka há- skóla hefir nýlega flutt er- Indi og því veriö útvarpaö fyrir allan landslyö. Hann talaði þar um áfengismálin og sagði ýmislegt um taum- lausan drykkjuskap þjóðar- innar og það siðleysi, er hann taldi honum samfara. Þessu þyrfti að breyta. Þar iægi sæmd og velferð þjóð- arinnar við. Rektor minntist þess, að sér væri faiín andleg forsjón og forusta um uppeldi 500— 600 æskumanna, sem margir ættu eftir að veröa leiðtog- ar þjóðarinnar á ýmsum svið um. Bjargráðið, sem hann boð- aði, var svo það, að venja þjóðina við að hafa áfengi hófsamlega um hönd. Það þyrfti að kenna ungum mönn um að umgangast áfengi. Giimul saga. Það er ekkert nýtt við það, að talað sé um slíka kennslu. í fornum bókum er varað viö ofnautn áfengis. Á tímum Gamla testamentisins þekktu menn cgæfu þeirra, sem sitja við drykk um nætur. Þá vissu menn líka., að þótt vín- ið glói í skálinni og renni ijúflega niður, bítur það að síðustu sem höggormur og .ípýti" eitri sem naðra. Það er líka bent á það í Hávamálum, að ekkert sé verra veganesti en ofdrykkja öls. Það er því búið að glíma við þessa þraut öldum sam- an. Það er viðfangsefni, sem barist hefir verið við um ald- ir og árþúsundir að kenna mönnum að umgangast áfengið. Reynsla háskólans. jNú mætti ætla, að háskóli íslands hefði einhverjar betri aðferðir á valdi sínu til þessarar kennslu en þær, sem áður voru þekktar. Það er því rétt að ræða um árang- ur síðustu áranna. Svo mikið er víst, að þegar háskólinn fagnar nýjum nemendum og býður þá vel- komna á vegu sína, er áfengi haft um hönd. Það mun vera byrjun á kennslu háskölans íj þeirri list, að umgangast á- | fengio og hafa það hófsam- ! 'lega um hönd. Hvernig hefir sú kennsla gefizt? . I Hún hefir gefizt illa. Marg ir þeirra, sem áttu að læra hófsemina, hafa borizt út í ógæfu vegna áfengisnautn- ar. Það þarf enga sérfræð- inga. í sögu háskólans og há- skólaborgara til að vita um raúnasögur drykkjuskapar- ins á þeirri braut. Menn hafa glatað trausti samferða- mannanna og trúnaði þeirra nær og fjær. Heimili og heimilislíf hefir snúizt á verri veg. Menn hafa tapað embættum og trúnaðarstörf- um. Slíkt auðnuleysi hefir jafnvel fylgt þeim, sem lengst hafa haldið sér við hina akademisku mennta- braut. Hver er sá, að hann viti ekki um dæmi, sem vitn- að hafa um gj aldþrot þess- ara uppeldistilrauna? Dómsorð lífsins. Það er ekki ætlunin með þessari grein að ýfa sár manna að óþörfu. En hér Eftfr IfalSdór Kmtjánsson hefir rektor háskólans talað, og yiö því má ekki þegja, þó að máiið sé viðkvæmt. Það væri rangt að þegja vegna þeirra, sem reynt hef- ir verið á hinni æðri mennta braut að kenna að umgang- ast áféngið, en síðan hafa orðiö píslarvottar Bakkusar ogrjLeitt ógæfuna yfir heimili sitt og fjölskyldu og varpað skugga hennar á alla, sem létu sér annt um þá. Það er skylda að mótmæla þessari uppeldisstefnu rekt- orsins. Reynslan hefir talað gegn hehni. Lífið sjálft hefir kveðið upp dómsorð sitt. Þeim dómi verður ekki á- frýjað. f krafti hans er lýst vantrausti á þeirri uppeldis- stefnu, sem rektor háskólans boðar í þessum efnum. Af hollustu við ólánsmenn- ina, sem drukku frá sér heimilislán og tiltrú annarra er skylt að fylgja því van- trausti. Vegna allra, sem létu sér annt um ógæfumennina, verður sú skylda tvöföld. Og vegna þjóðarinnar, sem þurfti að njóta þeirra með fullu fjöri, viti og starfskröft um, verður skyldan marg- föld. Þessu vantrausti á stefnu háskólans í áfengismálum er skírskotað til mannúðarinn- ar, sem lætur sér annt um hvert einstakt mannslíf og hvert einstakt heimili og öll- um vill v'el. Því er líka skírskotað til skynseminnar, sem vill hag- nýta og fara vel með dýrustu verðmæti fátækrar þjóðar, vinnuaflið, manndóminn. Heilbrigð skynsemi og heil- brigð mannúð mótmæla upp- eldisreglu háskólans. Yfírbreiðslur og afneitanir. Vitanlega eru til menn, sem neyta^ að kannast við stað- reyndir. Þeir leggja sumir kapp á að þræta fyrir* og breiða yfir áfengisnautn há- skólaborgara. Um það má finna ótal dæmi. Það má vel benda á til sýn is sem ofurkapp í þeirri vörn, að nýlega lét Agnar Bogason blað sitt andmæla 10 mán- aða gömlum blaðaummælum um áramótadansleik stúd- enta í fyrra. Þau ummæli birt ust nafnlaust í Alþýðublað- inu. Agnar segir: „Sá dansleikur var bæði nemendum háskólans og kennurum til sóma. Menn voru þar kátir en ekki ofsa- fengnir, skemmtilegir en ekki ruddalegir, hýrir en ekki drukknir. Um þetta geta allir vitnað“. Ég ætla ekki að andmæla þessu. Hitt veit ég, að þegar samkomugestir voru að ná yfirhöfnum sínum í lok þessa ágæta dansleiks á fyrsta morgni ársins, urðu pústrar og hrindingar. Agnar Boga- son má auðvitað telja það sérstakan „sóma“, „skemmti- lega kæti“ aðeins, óskylda ruddaskap og ofsa. Hann um það. En ég tel rétt að geta þessara veizluloka vegna full yrðingar hans, og ég get bætt því við, að í minni sveit væri slíkt ekki tálið til sóma. Það mun heldur ekki vera takmark hins akademiska uppeldis í áfengisumgengni, að „hýrir“ menn „skemmti" sér við að berjast um þann „sóma“, að ná fyrstir í hatt sinn og frakka, þegar heim sko.l halda. Þó að þetta komi ekki ræðu rektors beinlínis við, er það þó ekki fjarskylt þeim afleið- ingum og árangri, sem upp- eldisaðferð Rússagildanna hefir í raun og veru. Þess vegna nefni ég hana hér. Er ekki á^æða til að athuga málið, þegar það er kallaður „sómi“ að hinir verðandi þjóðarleiðtogar og mennta- menn flj.úgast á í iðandi kös að veizlulokum? Vill þjóðin raunverulega mælá með slíku uppeldi? Regla, sem gildir. Það er auðvitað hægt að nefna marga, sem fara vel með vín, sem kallað er. og drekka ekki frá sér vitið og eru hvorki sér né sínum til leiðinda. Hitt er jafnvíst, að þó að 100 manna hópur, sem byrjar áfengisnautn, ætli sér þá meðferð, mun þó nokkur hluti hans drekka sér til skaða og leiðinda. Þaö er stað reynd, sem öll fengin reynsla styður og sannar. Það er líka víst, að þó að 100 ungir og hraustir menn væru sprautaðir með tauga- veikissóttkveikjum, myndu ýmsir þeirra lifa. Sá, sem ekki þekkir lögmál veikinn- ar, kynni að halda, að það væri bara vesaldómur sumra að þola hana verr en aðrir og það yrði að laga með upp- eldinu. Hvers vegna ekki bindindi? Hvers fara menn svo á mis, þó að þeir láti áfengið alveg vera? Á að skilja rektorinn svo, að þeir, sem umgangast áfengið-á þann hátt að neyta þess aldrei, séu ekki samboðn ir háskólanum? Hvað á þá að segja um þá háskólakennara, sem eru bindindismenn og aldrei hafa tamið sér um- gengnisvenjur Rússagild- anna? Með fullri virðingu fyr ir vísindastörfum núverandi rektors geri ég þó ráð fyrir, að margir vilji telja, að Har- aldur Níelsson hafi verið hlutgengur maður í þjónustu við menningu og andlegt líf þjóðarinnar. En sé nú samkomulag um það, að bindindismenn séu hlutgengir á vegum háskól- ans, vildi ég spyrja, hvort það myndu ekki vera beztu umgengnisvenj urnar, sem þeir temja sér gagnvart á- fenginu? Þar er engu að tapa nema áhættunni. Réttmæt krafa. Það munu árlega koma um 100 manns til náms í háskól- anum. Sökurn mikillar skóla- veru undanfarið, er lífs- reynsla þeirra næsta takmörk uð, enda fólkið ekki af mót- unaraldri. Dettur nú nokkrum í hug, að foreldrar, systkini, frænd- ur og vinir þessa fólks láti sig einu gilda, í hvaða mynd (Framhald á 6. síðu). Þa3 má heita daglegur viðburður að í smáletursdálkum hiuna blað- anna sé heimtaður rýmri kaffi- skammtur eða helzt afnám kaffi- skömmtunar. Hér hefir því hins vegar ailtaf verið haldið fram, að skömmtunin ætti að vera jöfn og réttláj;. Því hefir verið mótmælt. að menn fengju kaffi og sykur og sætabrauð skömmtunarlaust á veit ingastöðum og brauðbúðum, þegar heimilunum er skammtað smátt. Og alveg sérstaklega er ég á móti því, að heimilin séu neydd til að kaupa af öðrum þá vinnu, sem þau geta og vilja vinna sjálf við sauma og matreiðslu, og það allra sízt, ef sú vinna væri seld uppsprengdu okurverði. Hitt tel ég persónulega vel for- svaranlegt að gæta hófs og draga við sig notkun kaffís og sykurs. Ef við viljum spara og færa gjald- eyri okkar frá daglegri neyzlu til framkvæmdamála, þá verður það einhversstaðar að koma fram. Ef við erum „nýsköpunarmenn" meg- um við ekki éta og drekka út allt. sem við öflum. Alfcir grannþjóðir okkar lifa spart og skammta. svo að fjármagn fáist til viðreisnar- starfa. Skyldum við þá einir geta lifað í taumleysi? Hitt er fjarstæöa, að láta skömmtunina bitna hart á heimilunum og jafnvel skatt- leggja þau fyrir gróðamenn. Það er bæði heimska og siðspilling og á ég þar við þaö meðal annars, þegar saumastofur auðmanna fá 30—40 krónur fyrir að sauma held- ur lélega léreftsskyrtu. Hitt er svo rétt að votta og viðurkenna, að kaffiskömmtunin er komin vel á veg að snúa Víkverja, svo að hann fylgi áfengisbanni. Minnsta kosti er hann farinn að mæla með skömmtun á því. Kunnur kaupsýslumaður flutti inn 80 kæliskápa í leyfisleysi og hefir í undirrétti verið dæmdur í 25 þúsund króna sekt. Einskis var um það getið, hvað ætti að gera við skápana. Þess er ekki að dyljast, að magnaður orðrómur hefir gengið um það, að innflytj- andinn selji þá sjálfur, og er jafn- vel sag,t, að rnenn kaupi þá því verði, að kaupmaður muni hagn- ast um 50 þús. á verzluninni að fródregnum sektum. — Þetta er sagt. Hins vegar er haft eftir máls- metandi ráðamönnum í verðlags- málum, að kaupmaður fái aldrei að selja þessa skápa, og er- þess jafnvel getið til, að þeir vei’ði endursendir úr landi. — Þess skai þó enn getið, að aðrir segja, að innflytjandinn sé nú þegar búinn að selja eitthvað af skápunum. Fjarri sé mér að leggja trúna® á bæjarslúður. Annað mál er hitt, að í þetta sinn tel ég rétt að við- komandi valdamenn heyri hvað sagt er og hverju menn trúa. Ég tel líka, að þeir ættu að birta skýrslu um málið, því hér á engin leynd við. Fólkið á fullan rétt til að vita hvernig tekið er á svona málum. En hvað á að gera við skápana hans Gísla? Þessu vil ég biðja les endurna að svara sjálfum sér og það strax. Verði hann látinn selja þá, er sagt að sektin sé minni en gróðinn, og þaö er alls ekki lík- legt til að skapa löghlýðni, því að þessir menn miða meðfram við það, hvað borgi sig. Taki ríkið skápana og bjóði þá upp, verður þaö kallaö „svartamarkaösbrask“ hins opinbera, „okurstarfssemi" og svo framvegis. — margfalt laga- brot. 'Selji ríkiðþáeinhverjummönn um á réttu verði, munu þeir verða kallaðir stjórnargæðingar og skáp- arnir mútur eða gjafir, en salan hneyksli. Og verði, skáparnir sendir úr landi, er ég hræddur um að ein- hver tali um þá fásinnu, að borga flutningskostnað þessara þörfu og góðu gripa og vilja þá svo ekki. Ég tel aðalatriði ef hægt væri aS að kenna innflytjendum manna- siði, en annars ætla ég ekki að hafa áhrif á dóma manna í þessu tilfelli. Hitt er vonandi, að bráð- lega berist fréttatilkynningar, sem drepa niður öllu slúðri um málið og bjarga sæmd okkar ágætu yfir- valda. Starkaður gamli nsmtMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiHiiiiiiiiiHiumiiiiiiiiiii Vegna jarðarfarar Halldórs Eiríkssonar j verður skrifstofum vorum, mjólkurbúðum og vöruaf- | greiðslu lokað frá kl. 1 í dag. i MjólknrsaMsalau. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiiiumiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiB AUGLÝSING Til sölu eru tveir vélbátar, annar 10 lestir með 30 hesta Skandia mótor. Hinn ca. 12 lestir með 50 HKr. Skandia mótor. Báðum bátunum geta fylgt veiðarfæri. Upplýsingar gefur: Einar Sigurðsson Kaupfélagsstj óri Fáskrúðsfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.