Tíminn - 11.12.1948, Side 4
4
TÍMINN, laugardaginn 11. des. 1948.
274. blað
Sagnaþættir úr Húnaþingi
Svipir og sagnir. Þættir
úr Húnaþingi. „Nor3ri“
Efíis* fSejieslikí Gíslason frá Hofíeiííi
1948.
í óskilj anlega miklu bóka-
ílóði, sem nú gengur yfir
þjóðina — án lasts — ber all-
rnikið á bókum, sem eru sann
træðilegar um menn og við-
burði frá gömlum tíma. Þessi
bókagjörð er tiltölulega ný
með þjóðinni á þessum síð-
asta bókgjöröatíma. Áður var
'nún einvöld á sviði bókgjörð-
ar með íslendingum, og á-
gæt, hefir og fengið því meira
gildi, sem lengur hefir liðið,
, ,'ívo að nú er hún rót að ís-
lenzku þjóðlífi, og trygging
íyrir þjóðerni, og þjóöfélags-
próun, sem gerir ísland sjálf-
stætt land, hvaða samningar,
sem gerðir verða um peninga
og völd, þjóðinni til skað-
semdar og vanvirðu. Á anda
sögunnar og bókmenntanna
lifa íslendingar góðu lífi,
jafnvel þótt taka þurfi lífs-
nauðsynjar að láni.
í þessum bókaflokki má
telja sjálfsævisögur, héraðs-
sögur, ævisögur og einstakra
manna söguþætti. Allt er
þetta runnið beint út úr ísl.
þjóðlífi, og ætti því að vera
hvorttveggja í senn, hinar
þýðingarmestu og listrænustu
bókmenntir. Engin þjóð get-
ur lagt betra efni í bækur sín
av en sína eigin sál, sitt eig-
: ð líf, land og sögu. Þetta var
og er efniviður hinna gömlu,
gullnu bókmennta, og því
rskyldu slíkar bókmenntir eigi
vera jafn ágætar nú, eða
verða það með tímanum, eins
og áður? Allar þjóðir þurfa að
rekja sögu sína, viðburðalega,
sálfræðilega, mannfræðilega,
og undirstöðu allrar þessarar
fræði á að leggja á hverjum
iíðandi tíma. „Því hver skal
segja vorum eftirkomendum
írá slíku, ef enginn heldur því
uppi“, segir hinn ágæti fræða
þulur Björn á Skarðsá, eftir
að hafa gefið yfirlit um það
gífurlega tjón, sem íslending
ar höfðu beðið á bókum sín-
um á hans dögum, og að hans
vitund, en hann liföi frá
1574—1655. En þessar bækur
íslendinga, sem Björn lýsir
og harmar svo mjög ,að „nú
eru allar fleygðar og fordjarf-
aðar, svo á þessum skræðum,
fáum sem eftir eru, sést nú
hvorki upphaf né ending“,
voru allar um íslendinga, ísl.
viðburði, — hin ísl. saga.
Ef djúpt er skoðað, er það
samskonar tjón, að bækur
cýnist og séu eigi gjörðar, af
því efni, sem eigi má týnast
með þjóðinni, og nú vitnar
sagan sjálf um það, hversu
mikilvægt bókarefni hér er
am að ræða, og segir frá því*
hversu snilldarlega tókst til
'um gjörð þessara bóka.
Ef íslendingar ætla að
verða ágætir, öðru sinni, af
bókagjörð, bæði að efni og
byggingu, þá liggur þetta fyr-
ir að taka upp merkið þar
sem það áður féll. Hinir sann
íræðilegu atburðir, persónu-
iýsingar manna, er eitt sinn
lifðu, eða enn lifa, er bók-
gjörðarefnið. Er þá þess að
gæta, að það eitt sé tilfært,
sem í beinni röð skýrir hina
mannlegu örlagasögu í ljósi
tímans, þjóðhátta og sögusál-
:træði, svo sem þeir gjörðu, er
skrifuðu hinar dásamlegu ör-
iagasögur af fyrri tíma mönn
um, sem þó voru að ýmsu
vankantamenn, Grettir, Kor-
mákur o. fl. Hér þarf svo við
að bæta hinu ísl. máli, því án
þess getur engin ritmennska
orðið bók.
Nú birta hér í bók þrír hún-
vetnsldr alþýðumenn og einn
prestur 11 þætti úr Húna-
þingi. Nánar tiltekiö af Skaga
fyrst og fremst, þar sem Gísli
Konráðsson plægði akurinn
áður fyrr. Þessa þætti skrifa
góðir sagnamenn, og ber þó
Magnús Björnsson á Syðra-
Hóli í Vindhælishreppi mjög
af. Frásögn hans af slóslys-
unum miklu á Skagaströnd er
frábærlega góð, söguþræðin-
um haldið ágætlega, örlögin
blasa við augljós og íslenzk-
an fyrirmyndar sagnamál.
Persónusaga lians af Þór-
dísi á Vindhéeli er mjög góð,
en ekki gallalaus, og fræðin
mikil á sögúvísu, og er þaö
lengsti þátturinn og sá fyrsti
í bókinni. Mannlýsingar hans
og aldarfarssaga í þættinum
af þeim feðgum, Guðmundi
Skagalín og Hirti spóalæri, er
með glöggum skilum og má
ísl. fræðaritun vita, að hún á
hauk i horni, þar sem er bónd
inn á Syðra-Hóli.
Gaman var að sjá framan
í Gísla Brandsson, en það eru
nú liðin um 30 ár, síðan fjór-
ir menn sátu að spilum aust-
ur í Vopnafirði. Sjómaður
sunnan af landi setti út
„Gísla Brandsson“, Benedikt
á Egilsstöðum drap hann með
„Imbu Brands“', en spuröi
hverju sætti, að laufgosinn
héti svo. Lítil fræði fékkst
um það, en það hafði verið
norðlenzkur sjómaður á Suð-
urnesjum, sem hafði meö ein
hverjum hætti arfleitt gos-
ann að sínu eigin nafni. Nú
setja Húnvetningar sjálfir út
Gísla Brandsson og væri gam
an að sjá, hverjir hefðu nú
á hendinni þá „Imbu Brands“,
í fræðaspilum þj óðarinnar,
sem ynni á honum. Jónas
Illugason, svartárdælskur
fræðaþulur, aldinn, hefir
gjört þáttinn af Gísla Brands
syni. Auk þess gerir hann þátt
af Hlaupa-Kristínu og Hjalta
Sigurðssyni, og eru hvoru-
tveggja merkir á fræðavísu.
Bjarni Jónasson frá Litla-
. dal skrifar 4 þætti og eru þeir
allir stuttir, en lengstir af
stórbóndanum Guðmuiidi
Jónssyni 1 Stóradal. Svo skrif
ar Gunnar prestur Árnason
síðasta þáttinn af sveitar-
höf ðingj anum Guðmundi
Gíslasyni á Bollastöðum. All-
ir eiga þessir húnvetnsku
sagnamenn það sameiginlegt
að skrifa helzt af fólki, sem
er einkennt af örlögum sín-
um á útigangi lífsins, utan
stórbændunum tveimur, sem
um var getið. Þetta er sama
einkennið og á íslendingasög
um hinum fornu, og er eigi
þess að dyljast, að þetta mun
láta íslenzkum sagnamönnum
bezt, nú eins og áður, og gef
ur von um það, að hinn forni
bókmenntaandi, af mannlýs-
ingum og sannfræði, rísi til
mikils vegs með þjóðinni, áð
ur en langir tímar líða. Hin-
ir húnvetnsku sagnamenn,
sem gjört hafa þessa bók,
gefa nokkur fyrirheit um
það. Það var einkenni hinna
gömlu, góðu bókmennta, að
þeim fylgdi hvorki pening-
anna né frægðarinnar flug-
her, og þessari bók ekki, —
heldur fræðanna fagra Ijós.
Nokkrar barnabækur
Ég- var heima eitt kvöldið aö
þæfa sokka, sem lconan hafði prjón
aö handa uhgum vini sínum og
þá lilustaði ég á útvarpið. Þar var
| Vilhjálmur S. að tala um daginn
! og veginn. Meöal annars las hann
upp bréf, sem átti að vera frá
' manni, sem hefði 60 þús. kr. árs-
tekjur og kæmist varla af og gæti
;ekkert sparaö. í gjaldaliðum hans
Ivoru m. a. 20 sígarettupakkar á
| mánuði og kvartaði hann um að
hafa ekki ráð á að reykja vindla.
’sem sér veitti þó sannarlega ekki
af. Eina brennivínsflösku á mán-
uöi munaði ekkert um. Hvar ætti
hann svo að taka peninga til að
'kaupa bækur og listaverk?
| 65 krónur á mánuði, það eru
i 780 krónur á ári, sjö þúsund og
I átta hundriið krónur á tíu árum.
iÞetta mun ekki þykja mikið fé og
jmargur segir eins og höfundurinn
j „enda munar ekkert um það“. En
ef það munar ekki neitt um þessar
65 krónur á mánuði, munar því
síður um aðrar 60 krónur og þá
ekki um einar 55 krónur, að ekki
séu nefndar 50 krónur þarna og
45 hérna, en þá eru líka komnar
275 krónur, sem ekkert munar um,
þó að séu á hverjum mánuði. Það
er einmitt þessi hagfræði, sem er
botnleysa. Það er þetta mat, sem
gerir menn gjaldþrota, ráðalausa
ræfla og ósjálfbjarga aumingja.
Það munar nefnilega um hverja
krónuna. Það þurfum við að læra,
ef við viljum komast af, hvort |
heldur sem menn eða þjóð.
Ekki er ég að liafa neitt um það
að hagfræði botnleysunnar sé flutt
í útvarp, lesin upp úr Alþýðublað-
inu í próförk. Því skyldi ekki su
góða stofnun Ijá henni rúm með
sínu óbrigðula hlutleysi? Hitt verð
ég að segja, að þeir, sem mæðast
mest yfir þungum sköttum á há-
um tekjum eru velkomnir til mín
með allar sínar áhyggjur. Ég skal
útvega þeim nóga menn, með tutt-
ugu þúsund króna árstekjur og þar
undir til aö skipta við. Það fólk
mun með glöðu geði greiða alla
skatta og skyldur af háu tekjun-
urn og láta hinum raunamæddu
skattgreiðendum eftir lágu tekj-
urnar með litlum gjöldum, sem
á þeim hvíla. Ég er að hugsa um
Það er mikill fjöldi bóka,
sem ætlaðar eru börnum og
unglingum,á markaði nú eins
og raunar venja er til. Án
þess að vita skil á öllu því
flóði, mun ég minnast hér á
nokkrar bækur, sem ég hefi
haft aðstöðu til að kynna
mér.
Ritsafn Sigurbjarnar Sveins
sonar kom út hjá ísafoldar-
prentsmiðju í haust. Það eru
tvö bindi, Bernskan og Geisl-
ar. í seinna bindinu eru æv-
intýri og smásögur höfund-
arins og þar er líka sagan
Æskudraumar.
Sigurbjörn er maður, sem
allir þeir, sem eitthvað lesa,
kannast við. Það eru nú full
40 ár síðan bækur eftir hann
fóru að birtast, svo að yngstu
lesendurnir nú eiga afa og
ömmur, sem lásu sögur hans
á barnsaldri. Það er því á-
stæðulaust að fjölyrða um
bækur hans. Hann er einn
þeirra manna, sem börnin
dást að og þykir vænt um, þó
að þau hafi aldrei séð hann,
eða svo var það heima, þeg-
ar ég var ungur, og svo er
það enn, þar sem ég þekki
til. Frásagnargleði og hjarta-
hlýja Sigurbjarnar á eflaust
eftir að verða mörgum lesend
um til gagns og gleði.
Þessi útgáfa á ritsafninu er
vandaðri en títt er um barna
bækur. — Bælcurnar eru í
vönduðu slcinnbandi, enda
kostar hvort bindi 50 krónur.
Sögurnar hans afa heitir
ný bók eftir Hannes J. Magn-
ússon og kemur út hjá Æsk-
unni. Þetta safn er í sama
ramma og fyrri bækur Hann-
esar, þó að hver saga sé sjálf
stæð. Vinsældir fyrri bók-
anng, benda til þess, að þessi
muni líka seljast vel. Ég veit,
að hinar gengu svo fljótt til
þurrðar, að færri fengu en
vildu. En það er að vissu
marki bezti dómur um barna-
bók, hversu vænt þeim lesend
um, sem hún er ætluö, þyk-
ir um hana.
Fullorðnir menn eiga ekki
lengur mælikvarða barnsins
til að meta með. En um efni
þessara sagna er það að
segja, að það munu flestir
foreldrar vilja láta börn sín
tileinka sér. Þá er vel unn-
ið, þegar það fer saman með
gleði barna yfir bók, svo sem
hér mun vera.
Sumt af efni þessarar bók-
ar spái ég að eigi sér lang-
an aldur í bókmenntum ís-
lenzkra barna. Bókin kostar
25 krónur.
Björt cru bernskuárin heita
smásögur eftir Stefán Jóns-
(Framhald á 6. síðu).
E.s. Gunnhild
fermir I Hull um 11. desember
H.F. EIMSKIPAFÉLAGS
ÍSLANDS.
M.s. „Eemstroora”
fermir í Hull 13. þ. m.
Einarsson, Zoega
& Co. H.f.
Hafnarhúsinu.
Símar 6697 og 7797.
Jóhannes Elíasson
— lögíræðingur —
Skrifstofa Austurstræti 5, III. hæð.
(Nýja Búnaðarbankahúsinu)
Viðtalstími 5—7. — Sími 7738.
að annast þessa fyrirgreiðslu end-
itrgjaldslaust sem áhugamaður
fyrst í stað, en ef aðsókn verður
mikil, veit ég að hinir skattpíndu
og hrjáðu menn, sem ég geri þetta
fyrir.munu verða mér hiálplegir
um skrifstofupláss. svo að ég getl
haldið líknarstarfseminni áfram.
Gott þætti mér að hafa 38 þúsund
eftir þegar allir skattar væru
greiddir.
Baðslofuhjalinu hefir borizt ein-
arðlegt bréf, frá Eggerti Jónssyni
kaupmanni Óðinsgötu 30. Hann er
maður greindur og lætur ekki í
ljós skoðanir sinar nema honum
sé full alvara. Hann bendir á
meðalið við drykkjuskaparómenn-
ingunni. Bréfið er á þessa leið:
„Það er mikið talað um drykkirí
og margslags óreglu hér í bæ og
víðar, sem eitthvað þyrfti við að
gera. Meðalið er til og það vita
menn, en það er ekki notað, sem
er algjört aðflutningsbann á öll-
um áfengum drykkjum, og ströng
lög móti smygli bruggi. Menn
segja að ríkið megi ekki missa
tekjurnar, þessar vafasömu tekjur.
Það er hægt að telja saman mill-
jónirnar, sem koma í ríkissjóð en
ekki tjónið, sem þær skapa þjóð-
inni. Menn koma saman til að
spjalla um ofdrykkju og spillingu
unga fólksins segja fundi slitið
eftir talsvert málæði en enga úr-
bót. Við skulum hugsa okkur bæ-
inn eftir 2—3 ár ef ekkert áfengi
væri fáanlegt, aldrei drukkinn mað
ur, engir glæpir, mjög fáir þjófn-
aðir, fáir hjónaskilnaðir og veí-
gengni þjóðarinnar efalaust. Þá
væri gott að lifa hér í þessum
bæ. Það mætti kalla fegrun. Þetta
ættu þingmennirnir aö athuga
næst og meira en það, bara út-
rýma víninu á fáum dögum. Þá
mundi þjóðin fá betri þokka á
þingmönnunum sínum, það er að
segja þeir, sem eitthvað hugsa.
Tímanleg velferð þjóðarinnar
fæst aðeins með algjörðu vín-
banni“.
Þess skai svo getið hér, að Mbl.
vildi ekki birta þennan pistil. Menn
geta svo dregið sínar álylctanir
af því.
Starkaður gamli
ílCFÚS SICURÐSSÖN GRÆNLA.NDSFARI
UM ÞVERT GRÆNLAND
1912—1913
WED KORTUM OC MYNDUM
REVKJAVIK 1948 — ÁRSÆLL ÁRNASON
Frásögn um fyrstu pólferð
íslendings frá íslandi á síð-
ari öldum, er hann ritar sjálf
ur 1200 km. vegarlengd um
hájökla Grænlands, auk hinn
ar auðu jarðar. — í förinni
voru íslenzkir hestar, fyrsta
sinni á Grænlands grundu,
síðan í fornöld. — Fæst hjá
bóksölum eða beint frá út-
gefanda.
ÁRSÆLL ÁRNASON,
Reykjavík.