Tíminn - 11.12.1948, Page 6
6
TÍMINN, laugardaginn 11. des. 1948.
274. blaff
(jatnla Stc Itýja Sív
Skuggi fortíðas’- Siias Fraemli (Uncle Silas)
ijman’ Bönnuð börnum innan 16 ára
(Undercurrent) Sýnd kl. 5, 7 og 9
Spennandi og áhrifamakil Metro Goldwyn Mayer kvik- , mynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Rá'ðssijalla * stálkasi. ‘
Bönnuð börnum innan 16 ára Fyndin og fjörug amerísk gam
Þrá’ kátir karlar anmynd með: Jess Barker Julie Bishop
Walt Disney-teiknimyndin Aukamynd Bónorósför Chaplins
Synd kl. 3 Sýnd kl. 3
Sala hefst kl. 11 f. h. Sala hefst kl. 11 f. li.
TOPPER
Mjög skemmtileg amerísk gam-
anmynd, gerS eftir samnefndri
sögu Thorne Smith.
, Sýrid, kl, 5, 7 pg 9 . , ;
Ráð uiulii' pifi
lavcrju.
Sprenghlægileg og spennadni
frönsk gamanmynd með gaman
leikaranum
Fernandel
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Ofjurl Rófaima.
(Tall in the Saddle)
Spennandi amerísk Cowboy-
mynd eftir sögu Cordon Roy
Young:
Aðalhlutverk:
John Wayne
Ella Raines
Ward Bon:l
BönnuS börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Sala hefst kl. 11 f. h.
Hafnarfirðl
©lives* Twist
Framúrskarandi stórmynd frá
Eagel-Lion eftir meistaraverki
Dickens.
Sýnd kl. 9
Bönnuð börnum innan 16 ára
Ssgiir atS lokima og
su^ðfoiekouiuig’-
rn'iisu.
Sýnd kl. 7
Sími 9184
Fljóíasseil gsiil.
Stórfengleg amerísk kvikmynd
■ rá Metro-Goldwin-Maeyer fél-
sginu.
Aðalhlutverk:
Clark Gabel
Spencer Tracy
Claudette Colbert
Hedy Lamar
Sýnd kl. 9
Geoi’g' á liáliim ís.
Sprenghlægileg gamanmynd !
meö hinum góðkunna skopleik- j
ara.
George Forby
Sýnd kl. 7 ' |
Sími 9249
~fjarMrbíé
LEIÐARLOK.
(Edn of the River)
Áhrifamikil mynd úr frumskóg
um Brazilíu.
Sabu
Bibi Ferreira
(frægasta leikkona í Brazilíu)
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9
Sala hefst kl. 11 f. h.
Straudið imtllr
Hafnarmúla
(Framliald af 5. síðu).
að gjörast af sýslunefnd, en
ekki einu sveitarfélagi. Eigi
aftur á móti að ná í hana
samkv. lögum um vélakaupa
sjóð, þá verða ræktunáfsam-
böndin að vera aðilar að kaup
unum. Sveitarfélag sem slíkt
getur ekki verið sjálfstæður
aðili eða eigandi. Svona er
auðvelt að vera þátttakandi
í nýsköpuninni. Ég held, að
enginn háttvirtra alþingis-
manna yrði fyrir gengishruni
í atkvæðamagni við næstu
alþingiskosningar þó þeir
greiddu atkvæði með því að
breyta þessum pappírslögum
ij þa!ð hcjrf, að sveitafélög
gætu komið þarna til greina,
eins og sýslu- og búnaðar-
félög.
Patreksfjörður, sem nú
mun telja fast að eitt þúsund
íbúa, fær nú alla aðfengna
mjólk héðan úr Rauðasands-
lireppi. Nú er mjólkin dag-
iega reidd á klökkum frá
Rauðasandi áleiðis til Pat-
reksfjarðar. Svona ört fleigir
nýsköpuninni áfram í vega-
málum okkar hér.
Að síðustu þetta. Togarinn
Sargon, sem strandaði undir
Hafnarmúla, virðist hafa
komið nokkuð beina stefnu
grunnt inn með vesturlandi
Patreksfjaröar, og því senni-
lega fariö æði nærri vitan-
um á Sellátranesi, án þess
að sjá hann. Hvers virði eru
nú fyrir sjófarendur þeir
vitar, sem hafa svo lítiö ljós-
magn að þeir sjást ekki, þó
að skriðið sé með fjörugrjót-
inu fyrir framan þá?
KvígindLsdal, 7. des. 1948
Snœbjörn J. ThorodcLsen
Aokkrar liarna-
bæknr
(Framhald aí 4. síðu).
son. Stefán er einn þessara
manna, sem hafa unnið sér
varanlega frægð og heiður,
því að hann hefir náð að hjört
um þess fólks, sem falslaus-
ast ann og fylgir sínum mönn
um. Þessi bók er samboðin
góðum höfundi og ekki veit
ég, hvort Stefán hefir gert
annað betur. Auk þess, sem
maðurinn er skemmtilegur í
frásögn, er hann gæddur
glöggum skilningi á eðli
manna og sálarlífi eins og
það kemur fram strax á
bernskualdri, en öll er frá-
sögn hans hófsöm og hlý, en
fyrst og fremst sönn. Það er
sérstaða Stefáns Jónssonar
meðal íslenzkra höfunda, að
sumar sögur hans um börn
og fyrir börn eru jafnframt
skáldskapur, sem endist les-
endunum til nautnar, þó að
þeir eldist að árum og vaxi
að þroska. Svo er t. d. um
fyrstu söguna í þessu kveri.
Stefán sýnir það líka í þess
ari bók, aö hann kann stund-
um að segja hin mikilsverö-
ustu sannindi og speki undra
ljóst og einfalt.
ísafoldarprentsmiðja gaf
þessi bók út og kostar hún 25
krónur.
Kári Iitli í sveit heitir ný
saga eftir Stefán Júlíusson,
en hann er að góöu kunnur
eins og fyrri höfundar, sem
hér eru nefndir. Allir fyrri
vinir Kára munu fagna þess-
ari nýju bók um kunningja
sinn. Hér er látlaust og lið-
lega sagt frá atvikum, sem
eru ekki nein furðuverk, held
ur aðeins hversdagsleg fyrir-
bæri úr lífi íslenzkra sveita-
barna, en vekja þó hinar
dýpstu tilfinningar, eftir-
væntingu, fögnuð, sorg og
gleði. Þannig er hið auðuga
líf hins unga fólks, sem hlot-
ið hefir þýðingarmikinn trún
að og ábyrgð, þó að aldurinn
sé lítill. Og þessi saga er með-
al annars lýsing á því upp-
eldislega gildi, sem sveitalíf-
ið hefir að þessu leyti.
Skemmtilega glögg mann-
lýsing er í sögunni, þar sem
afi gamli fer.
Bókaútgáfan Björg sendir !
þessa bók á markað og kost-
ar hún kr. 22.50.
Þessar þrjár sögur eru
prýddar myndum. Halldór
Pétursson hefir teiknað mynd
irnar í Kára og Björt eru
bernskuárin, en Þórdís
Tryggvadóttir Magnússonar í
Sögurnar hans afa. Þórdís
hefir þokka góðan yfir mynd
um sínum og sver sig þar
fremur í föðurætt en blint
tízkufylgi og mun það ekki
rýra gildi hennar og vinsæld
ir við að prýða barnabækur.
Mun mörgum vera hugleikið
aö kynna sér myndagerð
hennar í fyrstu bókunum, sem
hún skreytir.
Bækur þessara þriggja
kennara gnæfa langt yfir
allan þorra þýddra miðlungs
bóka, sem gnægö er af í bóka- |
búðum hér. Það væri skömm,!
ef þær væru ekki greinilega |
teknar fram yfir þær, en í
þeim efnum mun engu þurfa
að kvíða.
H. Kr.
tftímiið TmanH
BERNHARD NORDH-.
í JÖTUNHEIMUM j
FJALLANNA j
l 15. DAGUR |
— O-jæja — Inga er varla að hugsa um Hans nú orðið,
eins og henni hefir farnazt vel hér.
— Vertu ekki svo viss um það. Konur eru einkennilegar.
Hafi þær tekið eitthvað í sig, þá vilja þær ekki frá því
hvika. Það þarf tortryggnari mann en Eyvind til þess aö
hafa gát á Ingu.
— Hefir hánn eitthvað ympraö á þessu?
— Ymprað á þessu? Eyvindur? Ja, svei. — Nei — hann
þegir alltaf af sama þolgæðinu, og það er líka það skársta,
sem hann getur gert. Gerði hann Ingu reiða, gæti allt eins
vel átt sér stað, aö hún axlaði skinn sín og færi beina leið
heim til Svíþjóðar. Og hann stæði uppi eins og glópur.
Nei — hafi maður tekið kvenmann í bátinn til sín, verður
maður að sjá fyrir því, að ekki hvolfi undir manni — og
það gerir Eyvindur greyiö. — Geföu þeim gætur, Ingu og
Hans — þá skaltu komast að raun um, að ég hefi rétt fyrir
mér. Inga er myndarleg stúlka — því verður ekki neitaö.
Þau tvö, sem þetta samtal sneiúst um, voru á þessari
stundu nær hvort öðru en mennina grunaði. Synir Lars
höfðu lokið samningum sínum og sátu inni í eldhúsi hjá
Eyvindi, drukku heitt kaffi og grettu sig kurteislega við
hvern sopa, því aö það haföi verið bragðbætt af mestu
rausn. Vellíðan, sem þeir nutu sjaldan heima í Marzhhð,
streymdi um þá. En Inga og Hans voru úti. í vörugeymsl-
unni.
Inga var óneitanlega myndarleg kona — ef til vill enn
fallegri en fyrir fimmtán árum, þegar hún flutti um set
vestur yfir landamærin til þess að leita hamingjunnar þar.
Vöxturinn var enn unglegur, og dökkt hár myndaði fagra
umgerð um andlitið, sem dró svo mjög aö sér augu karl-
mannanna. Varirnar voru öllu fyllri en áður, hakan festu-
leg, en laus við alla hörkulega drætti, og kinnarnar báru
blæ af brúnum, leiftrandi augum hennar.
Æfðri hendi vó kona Eyvindar mjöl og salt, sykur og
aörar vörur, og Hans fylgdist þegjandi með hreyfingum
hennar. Allt í einu leit Inga upp og leit hlýlega framan
í Hans.
— Jæja, Hans, sagði hún lágt. Þarftu ekki bráðum að
láta skíra?
— Þú veizt víst vel, að þess þarf ekki hjá mér, svaraöi
Hans dapurlega. Þú þarft ekki að spyrja oftar um það.
Inga brosti og lagði mjúka hönd sína á siggmikla og
harða hönd hans.
— Vertu ekki reiöur við mig. Ef til vill er þetta ekki úr-
hættisenn. Ég heyröi talað um konu í Hettufjalladal, sem..
— Ég þarf að fá garn í fáein net, greip hann hranalega
fram í fyrir henni og dró að sér höndina. Þeir bíöa eftir
mér, hinir.
Brosið hvarf ekki af vörum Ingu.
— Þeir bíða alls ekki eftir þér. Ég sé þaö, að þú heldur,
að ég sé að hæðast að þér — en þaö geri ég ekki, Hans. Og
þetta er satt með konuna í Hettufjalladalnum.
Hann tautaði eitthvað, en hrukkurnar á veðurbitnu and-
liti hans sléttuðust ekki. Honum lá í léttu rúmi, hvaða
kraftaverk hafði gerzt á þessari konu í Hettufjalladalnum.
Hann fékk garnið í netin, og taldi sig hafa lokið úttektinni,
þegar Inga rétti eitthvað að honum.
— Heyrðu — hérna er sjal. Farðu með það heim handa
Gretu.
— Hvað kostar það?
— Ekkert. Það er frá mér, og gefðu Gretu það.
Hans Pétursson leit ekki við sjalinu, svo litskrúöugt sem
það var. Augu hans hvíldu á andliti, Ingu.
— Hvers vegna vilt þú gefa Gretu þetta sjal?
— Af því að hún þarf þess, ogvþar að auki.... Jæja —
ég veit ekki til þess, aö þú hafir nokkurn tíma fengiö neitt
í kaupbæti, þótt þú verzlir svona mikið við Eyvind. Taktu
á því og fyndu, hvað góð ull er í því.
Hans rétti ósjálfrátt fram hendurnar — þær hurfu í
hlýtt og mjúkt ullarsjalið. Svona sjal yröi Greta fegin að
leggja yfir herðarnar, þegar storminn leggði gegnum rif-
urnar á hurðinni.
— Er þaö ekki fallegt? Og sjáðu — fer það ekki vel á
herðum?
Inga kastaði sjalinu yfir axlir sér, og Kans varð að viður-
kenna, að þetta sjal prýddi hverja konu. Þrátt fyrir linleg