Tíminn - 23.12.1948, Síða 2

Tíminn - 23.12.1948, Síða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 23. des. 1948. 284. blað Náttúrugripasafnið Kafli «r skýrslu eftir Benetlikt Gröndal. Benedikt Gröndal Sveinbjarnar- son var skemmtilegur rithqfund- ur. Um það veröur ekki deilt. Það er sama, af hvaða tilefni hann stingur niður penna: Jafnvel skýrsla um störf vísindafélags, sem í flestra höndum hefði orðið næsta þurr og strembin, verður hjá hon- um bráðlifandi og sprenghlægileg með köflum, jafnvel bókmennta- legt lostæti. Hér fer á eftir dálít- 111 kafli úr skýrslu Gröndals um „Hið íslenzka náttúrufræðisfélag" árið 1897—1898. Gefur það lýsingu þessari sérstaklega skemmtilegan blæ, að hún birtist sem „skýrsla" visindafélags. G. G. . . . í skýrslunni 1895—’96 var lauslega sagt frá þeim húsakynnum, sem safnið hef ir orðið að nota nú um síð- ústu árin; nú hefir stjórn- ehdum félagsins komið sam- an um að segja upp þessu húsnæði, en vér erum samt kringumstæðnanna vegna bundnir við það eitt ár enn, eða til 14. maí 1899. Og af því vér höfum nú orðið að hýr- ast þarna all-langan tíma, þá hefir í hjörtum vorum vakn- að og vaxið einhver ástar- og vana-tilfinning, eins og oft fyrirhyggjusamur að láta setja þar grindur svo sterk- ar, að þær munu halda jafn- vel þeim, sem eru orðnir ær- ir af blaðamennsku, sumir magaveikir, en sumir brjóst- veikir, eða berklaveikir og brenglaðir. Eftir að menn hafa halað sig upp þennan stiga, þá eru útidyrnar fyrir framan nefið á manni, með auglýsingu um hvenær safn- ið sé opið. Ég hafði einu sinni sett auglýsingu um það í tvö blöð hér, og svo voru ein- hverjar auglýsingar einhvern tíma í „ísafold“, sem ég hafði ekki sett eða beðið fyr- ir; ég var því í rauninni ekki skyldur að ávísa borgun fyr- ir þær, en gerðj það samt; en enginn þessara blaðamanna hefir sýnt safninu eða félag- inu þá velvild að taka þess- ar fáu línur ókeypis í blöðin. Eftir að menn nú hafa lokið upp útidyrunum, þá verður fyrir manni langur, koldimm ur ranghali, svo manni gæti dottið í hug vegurinn, sem Hermóður reið til Heljar, er hann reið „níu nætr dökkva dala ok dj úpa, svá at hann sá ekki“, því að ekki sézt skíma ast nær verður, að menn í Þessu myrkri; og ekki bætir verða elskir að þeim stað, Það um, að undir niðri mun sem menn hafa lengi dvalið á, þó að ekki sé hann sem ákjósanlegastur. Ég skal því reyna til að lýsa þessum bú- stað náttúrusafnsins, til „vel- forþéntrar“ minningar, því tímans byltandi hönd mun bráðum hreyfa sig, þegar safnið er farið með alla sina þögulu íbúa, og þá munu ekki sjást nein merki til að þar hafi einhverntíma búið þeir, sem ekki standa á baki blaðamanna, skáldsagnahöf- unda, stjórnmálaspekinga, þjóðmálaskúma, Valtýssinna, aðskilnaðarurgara, ritsíma- ráðgjafa, rafmagnsrúttara, járnbrautajaplara og danne- brogsriddara. Er þá fyrst frá því að segja, að fyrst er komið að útistiga þeim, sem liggur upp að norð urdyrum þeim í „Glasgow", sem yztar eru og fyrir utan og neðan leyndardóma nátt- úrusafnsins; sá stigi er all- brattur og minnir á orð Eg- ils Skallagrímssonar í Arin- bjarnardrápu: „hróðr bratt- stiginn bragar fótum“ (ef Egill annars hefir sjálfur gert þetta í drápunni), þó að varla sé von á bragsnilling- um eða ritsnillingum þar upp éftir; það skyldi þá vera rit- stjóra ísafoldar, því hún hef- ir sýnt það í 26. blaði núna seina,st (4. maí 1898), að hún vera undirdjúp, kannske tál- grafir fullar af eitri, eins og þær sem Sturlaugur hinn starfsami hlaut að stökkva yfir í Jómalahofinu, en hér er nú samt ekkj slíkt að ótt- ast, því að gólfið er ramm- gert og sjálfsagt eins sterkt og gólfið í Bliskirni, höll Þórs: „í þeim sal eru fimm hundruð gólfa ok fjórir tig- ir; þat er hús mest, svá at menn hafa gert“, segir Snorri, og hefir það sjálfsagt verið fullt eins stórt hús og „Glasgow“. Nú er þessi dimma leið lífs- ins er yfirfarin, þá er komið að afar háum stiga, svo að hver sá, er að kemur, verður að setja „hnakkann á bak aptr“, eins og Þórr hlaut að gera þegar hann kom til borg ar Útgarðaloka! mun hér sannast hið fornkveðna: „per ardua ad astra“, eða „ógur- leg er andans leið upp á sigurhæðir", eins og séra Matthías segir — hver skyldi ækki þekkja þau orð, þar sem allt ísland hlustar þegar séra Matthías talar“, eftir því sem ísafoldar-skáldið kennir oss. Nú förum vér að klifra upp endir sjáanlegur, og þá er ein stigann, þó að ekkj sé neinn mitt heppilegt að allt er kol- niðamyrkur, því að annars mundi menn sundla; var- er ekki einungis heima í mál legra er samt að hafa gát á inu, heldur og í dýrafræð- sér, því að ekki er handrið inni, með þessum snilldar- legu orðum: „Það át hann nema öðrumegin á stiganum, en hinn barmurinn er hand- tígrisdýr“. Þetta mun vera | riðslaus, liklega til þess að það einasta, sem sézt hefir; niehn eigi hægra með að náttúrufræðislegt í þessu fleygja sér út, ef menn vilja blaði. Þegar menn nú eru líkjast þeim, sem gengu fyr- komnir upp þennan stiga, þá ir ætternisstapa og fylgja staðnæmast menn á dálitlum þannig fornaldar-siðum. Er fleti, eins og er sumstaðar það mikið mein að annað uppi á fjöllum, sem Strabo eins fyrirkomulag skuli ekki kallar......, en menn mega eiga sér stað við uppganginn gæta sín ef hann er hvass til forngripasafnsins, því þar á norðan, að menn ekki hrapi mundj það eiga betur við. Þá ofan hinumegin, því að þar er menn ganga upp stigann, liggur annar stigi ofan jafn- gæti mönnum vel dpttið í jbrattur; en við því þarf ekki’ húg, að menn væru á leið- a2L .vera^.to.tj;, Jþyj ^igp.ftdú inni til Jiimnaríkis, einkum „Glasgows“ hefir verið svo eins og Múhameð lýsir því — raunar ekki von á neinum Húris eða svarteygum meyj- um, en venjulega ilmar allt í kring af steikarlykt og daunsætum matarreyk, og bullandi suðuhljóð leggur að eyrum manns eins og vatns- tærir hljómdropar í syngj- andi spiladós. Þegar loksins upp er komið, þá mega menn vara sig, menn eru þegar minntir á hin óþægilegu fóta kefli, sem forlaganornirnar leggja fyrir menn í lífinu, eins og skrifað stendur: „Ljótu leikborði skauztu fyr ir mig in lævísa kona“. — (Vissra orsaka vegna má ég ekki segja hvar þetta finnst ritað). — Barnavagn eða þvottastampur stendur venju lega á ganginum og sézt ekki í niðamyrkrinu, því að engan ljósgeisla leggur inn í þenn- an myrkheim, þótt hádagur sé á lofti og sól skíni um alla veröld. Mega menn því þakka fyrir að komast ó- meiddir og með heila limi að sjálfum dyrunum á safninu. Þá tekur ekki betra við, því fyrir hinum eldgömlu hurð- um er forneskjulegur pakk- húslás, líklega keyptur á ein- hverju uppboði. Þar sem menn hafa orðið að standa úti undir berum himni allan daginn í ausandi rigningu eins og hér er títt, þar sem enginn tímir að hafa al- mennt og rúmlegt uppboðs- hús, og mega menn muna eftir Thorgrímsen sáluga og fleiri, enda má finna þetta á lásnum, því að hann er all- ur ryðgaður og svo stirður, að hann lætur ekki undan öðru en einum eldgömlum pakkhúslykli, stórum eins og voldugasti kirkjulykill eða hjalllykill, og er allt eins og það væri frá ísgrárri fornöld, ryðgað og æruvert, sem segir í Grímnismálum: „Forn er sú grind, en þat fáir vita, hve hún er í lás um lokin“ — nú nú, vér berum þá lykilinn að hurðinni, en allt skelfur og drynur og rymur eins og Hræsvelgur væri að ræskja sig yfirkominn af kvefi og brjóstþyngslum, þar sem hann hreyfir vængina í út- synningsgarranum yzt við endimörk jarðarinnar — loks ins tekst að ljúka upp dyr- unum og þá getum vér kom- ist inn í þennan sal, þar sem hinar mestu mótsagnir í heiminum eiga sér stað, því þar er fullt af spritti og brennivíni, fjöldi fugla sem allir eru „templarar“ og halda „templara“-loforðið betur en nokkrir menn, ekki er verið að klaga þá né yfir- heyra, enginn grunar þá og ekki „brjóta“ þeir — en þar er einnig fullt af öðrum ver- um af ýmsu kyni, sem liggja andaðar í brennivíni um ald- ur og æfi: Það eru fiskar, ormar, krabbar og margs kon ar önnur sækvikindi. Safnið minnir þannig á lífið og þess margþreytni be£ya:. en nokk ur „templara“-pWdikun; það minnir á kraftyrðin í Fjölni, þegar hann flutti bindindis- ritgerðina á sjöunda árinu foroum daga og sagði að eitt glas af víni stytti aldur manns um tíu ár, eða eitt- hvað á þá leið; þetta sanna blessaðir fuglarnir bezt, því að þeir hafa aldrei drukkið eitt glas af víni og standa nú (Framhald á 3. síðu) Qtekleq fót! Farsælt nýár. Þökk fyrir viðskiptin. Melldverzlunm Edda h.f. Qtektey jót! Velðarfærag'erð íslands. Heildverzluu Ásg'elrs Sigurðssonar. Verzlmiin Edinborg. Óskum öllum viðskiptavinum okkar QLkL ec^rci jo >t / ilci. Vélasalan b.f. Hafnarhúsinu. — Sími 5401. Qtekte^ jót! Vélaverkstæði Sig. Sveinbjarnarsonar, Skúlatúni 6. QtekL ecjrci jo .J ! lolci. óskum við öllum viðskiptamönnum okkar. Vélaverkstæði Björgvins Fredriksen, Lindargötu 50. Óskum velunnurum vorum og viðskiptamönnum QLkL eejj*ci jo J ! ylcil og farsældar á komandi ári. Vinimbeimilið Rcykjalundur. Farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Últíma h.f. Bergstaðastræti 28, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.