Tíminn - 23.12.1948, Blaðsíða 6
TIMINN, fimmtudaginn 23. des. 1948,
284. blað'
Berib ævintýralandinu mínu
kærar kveðjur
Hraðlestin þýtur með leift-
urhraða frá Friðrikshöfn til
Álaborgar. Ég fæ mér sæti í
þægilegum vagni og hlusta á
fcal' Jótanna, kjarna dönsku
þjóðarinnar segja sumir. Eitt
éiv vist, Jótarnir eru frá-
prvgðnir Eyjabúum og málið
iæfcur betur í eyrum íslend-
íhga en Hafnarmállýzkan,
seki hljómar allsvipað máli
djtjkkra fugla við fyrstu heyrn.
iVfaluð stúlka sézt ekki í þess-
ajii lest, józku meyjarnar láta
.‘iéi r.ægja þann roöa, sem
najttúran gaf þeim í vöggu-
|j'of og hann fer þeim vel.
Áhdlit margra karlmannanna
Ít veðurbitin og ekki öll ný
uð, en í augnakrókunum
Ijfnist einhver notaleg hlýja,
|em gerir sitt til að gera
ijófcana aðlaðandi.
í Álaborg, borg brennivíns
Óg, sqments fer ég úr lest-
Áihí. ÍDegi er tekið að halla
óg bijatt fer að húma. Ála-
þorg fer ekki gestrisin í þetta
iiifcn. jkaustregnið streymir úr
yjjmmjum skýjaflókum og smá
^áejkn í myndast í hverri götu.
j ;Ég ;á gamla skólafélaga I
Ál&bojrg, en ég hef ekki tíma
til! að! liitta þá. Ég er að leita
jtö ísljendingum, sem hafa bú
ð.jfjafrrt ættjörð siiini í mörg
eh eru samt ef til vill
tnfeiri! ættjarðarvinir en þeir,
sé|n aldrei hafa þurrkað ryk
|!östu|landsins af fótum sér.
líöfn og heimilisföng allra
ísiendinga, sem vitað var um
í Dammörku á stríðsárunum
Íieí ég á blöðum. Lögreglu-
tijbniji tjáir mér hvaða heim-
jlisfakg sé næst stöðinni og
ég’ hé’-d þangað. Aðeins eitt
kvöldi er til umráða í Ála-
þojrg, það er um að gera að
jióta úmann vel.
j Ég igreip í tómt, maðurinn,
ijem yar múrari, var fluttur
héim i til íslands. Hann hefÖi
þó hajft meira en nóg að gera
í Darimörku nú. þjóðin þjá-
ist af| fnúraraleysi, en slepp-
hrji þýi‘ múrarinn var farinn,
ferj fólkið í húsinu þekkti
jjdnnjog virtist kunna því vel
iiq ísiending skyldi bera að
gajrði.i Húsmóðirin taldi rétt-
Á«fc a^ hringja til dr. Björns-
s'pharj hann myndi vita skil
a vtedahópnum í Átaborg.
fékk léðan síma og brátt
kvdraÍSi djúp karlmannsrödd.
Kristján Björnsson kvaðst
vera eini landinn í karllegg,
sém hú væri búsettur í Ála-
borg, hitt hefðu allt verið far
fuglaý. Kvað hann mér ráð-
legasi að koma heim til sín
og snjæða með sér miðdegis-
verð. ‘
Ég Ihélt út í rökkrið á ný,
eii nú haföi rigningin breytzt
í hjýlegan Álaborgarúða.
Brátt! var ég kominn að
Agnetevej 6. þar sem Krist-
ján ái heima.
Ekki veit ég hvort þessi
duglegi háls- og eyrnalæknir
er alls óflróður um boðorð
heilagrar ritningar, hitt er
víst að hann hefir ekki hirt
um þau ummæli Drottins
forðum, að ekki sé gott að
maðurinn sé einn. Kristján
er ókvæntur og hefir aldrei
kvongast. Ekki skorti þó kven
lega aðstoð á heimilinu er ég
kom, auk ráðskonunnar var
þar stödd systir hans og syst-
urdóttir, glæsileg bróðurdótt
ir er skyldi menntast til hand
Yiðial við Krúíján Björnsson lækni —
eina íslíMnliiighin. sem dvelur í Álaiiorg.
anna og loks vinstúlka henn
ar — ein af átján, — sem sé
tilsvaxandi húsm.skólamær.
Allar þessar kotiur veittu
okkur vel en trufluðu okkur
ekki að öðru leyti, enda
skyldi nú tekið til óspilltra
málanna að rekja lífsreynslu
sögu læknisins úr honum.
Hefst nú frásögn læknisins.
— Ég er fæddur á ísafirði
árið 1886. Foreldrar mínir
voru Elísabet Jónsdóttir og
Björn Guðmundsson gullsmið
ur, síðar kaupmaður á ísa-
firði.
— Ég ólst upp á saltfisks-
öldinni. Aðalatvinna fólksins
var fiskiveiðar og fiskverkun.
Á þessu hefir ekki orðið nein
gerbreyting síðan, aðeins eru
nú komnar vélar í bátana og
þeir eru farnir að fara á síld
á sumrin. Ég kynntist
snemma sjómönnunum og
mér hefir alltaf þótt vænt
um þá. Þeir komu til pabba og
keyptu vörur, einstöku sinn-
um fengu þeir sér í staupinu,
en þeir voru reglumenn, sem
gættu vinnu sinnar. Ég
gleymi aldrei þessum mönn-
um og þessum sjávarbæ með
timburhúsin' og kolaofnana.
Árið 1901—2, þá 15 ára, fór
ég í Möðruvallaskóla. Stefán
Stefánsson var þá skólastjóri,
hann var góður og stjórnsam
ur maður. Mér féll vel bæði
við hann og kennara, raunar
hefir mér aldrei fallið illa við
neinn kennara. Á Möðruvöll-
urri voru þá margir námsfúsir
ungir piltar og auk þeirra ein
námsmær.
Þetta var síðasta ár Möðru
vallaskóla, því að hann brann
í marz um veturinn. Enginn
vissi úfn orsakir brunans, en
hann kom úpp á háaloftinu.
Við vorum í skólastofunni er
okkur barst fregnin um eld-
inn. Hræðsluæði greip eng-
an, við náðum dótinu okk-
,ar og hypjuðum okkur út úr
húsinu, sem brátt varð al-
elda. svo engin tök voru á að
bjarga því. Við tókum þessu
með mestu stillingu. Ungir
menn eru skrítnir, þeir eru
ekki að brjóta heilana um af
leiðingar líðandi stunda eins
og margir fullorðnir gera.
Þegar skólinn var brunninn
fengum við upplestrarleyfi og
bjuggum úti í kirkju. í apríl
tókum við próf.
Næsta vetur var ég á fsa-
firði og lærði latínu hjá sr.
Þorvaldi Jónssyni. Haustið
1903 settist ég í fyrsta bekk
Latínuskólans. Þá voru óeirð
ir í skólanum, en ég tók eng-
an þátt í þeim og vissi ekki
hverjir áttu upptökin að
þeim.
Næstu tvö ár var ég á ísa-
firði, en fór síðan í fjórða
bekk og lauk stúdentsprófi
árið 1909. Heimavistin var
horfin úr sögunni þegar ég
kom í skóla og má svo að
orði kveða að gamli Latínu-
skólinn rambaði á grafar-
barminum, enda hvarf hann
úr sögunni með mínum bekk
og menntaskólinn tók við.
Latínuskólanemendur höfðu
mikinn áhúga fyrir pólitík,
enda voru þeir margir þrosk-
aðir menn, er í skóla kom.
Haustið 1909 fór ég til Hafn
ar og hóf nám í læknisfræði,
sem ég iauk á 7 árum eins og
algengast var. Þá var aðstaða
íslendinga öll önnur í Höfn
en nú. Allir íslenzkir stúdent
ar fengu þá Garðsstyrk og
þurfti því ekki að bæta við
nema nokkur hundruð krón-
um á ári heiman að til þess
að kljúfa kostnaðinn.
Margir efnilegir menn
komu þá að heiman til þess
að kynnast framandi landi
og gægjast inn um gluggana
til mennta- og menningar-
heims. Garðsstyrk fengu all-
ir íslenzkir stúdentar i fjög-
ur ár, en þeir urðu að inn-
ritast í háskólann. Nokkrir
þeirra fóru svo heim eftir
eitt eða tvö ár, ætluðu sér
ekki að vera þar lengur, féll
þá betur að halda námi á-
fram í Reykjavík eða hverfa
að einhverri atvinnu þar. Aðr
ir fóru heim þegar Garðs-
styrk var lokið, vegna þess
að þá skorti fé til að halda
áfram námi. Að þessir menn
hleyptu heimdraganum en
héldu heim án embættisprófs
kom um tíma því orði á, að
íslendingar lifðu í sukki. Ef
menn vilja gera sér það ómak
að hugsa sig um, geta þeir
séð í hendi sér, að þessir
menn gátu ekki lifað í sukki
þótt þeir hefðu viljað. Fjár-
hagurinn var þröngur svo
ekki var um annað að ræða
en fara sparlega með aurana
til nauðsynlegustu þarfa. ís-
lendingurinn er öðruvísi; en
Daninn eða aðrir meginlands
búar. Hér getur láglaunafólk
leyft sér að fara í hópferðum
til ýmsra landa fyrir álíka
fé og íslendingar greiða fyrir
farmiða frá Fróni til megin
Iandsins t. d. Noregs eða Dán-
merkur. Ég skil mjög vel út-
þrá íslendingsins og að unga
fólkið langar að sjá framandi
lönd enda ferðuðust íslend-
ingar mikið eftir síðasta stríð.
Lækningar hóf ég strax að
afloknu prófi, var aðstoðar-
læknir í Svendborg en fór
þaðan til Færeyja og var
læknir í Vestmannahöfn. Að
aflokinni skylduþjónustu og
öðrum undirbúningi undir sér
grein mína, háls- og eyrna-
lækningar, varð ég aðstoðar-
læknir í þeirri grein í Árós-
um árið 1920, þar var ég 3
ár. Læknir var ég hálft ár á
eyrnadeild í Höfn og 3 mán-
uði í Vín. Að öllu þessu loknu
sótti ég um leyfi til að kalla
mig sérfræðing og fékk það.
1924 kom ég til Álaborgar og
hef verið hér síðan eða í 24
ár. Á þeim árum hef ég m. a.
haft tvo íslenzka aðstoðar-
lækna Victor Gestsson og Er-
ling Þorsteinsson.
Mér líkar starfið vel og kysi
ekki annað frekar.
Þótt ég hafi alið allan
manndómsaldur minn í Dan
mörku get ég ekki sagt, að
mér falli betur við Dani en
íslendinga, ég hef ekki orðið
fyrir neinni áreitni af hálfu
Dana, enda hef ég ekki gefið
tilefni til þess. Ýmsir halda
því fram að eitthvert regin-
djúp sé milli íslendinga og
Cjíeáifecj ját!
Farsælt nýár. Þökk fyrir viðskiptin.
Ágúst Fr. & Co.
CLkL
ecj jo t.
Yerzluniu Liverpool.
QtJitey }ó(!
Á. Eiuarsson & Funk.
Nora Magasin.
QLkL
ecj jó
Yerksmiðjjau Merkúr.
QtJiL
• /
ecj jo
Gott og farsælt nýár.
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Yerksmiðjjan Fönix.
Korneruii Hansen.
Qteéitec^ jót!
Frystihúsiö Herðuhreiö.
Reykhús S. f. S.
Dana í hugsunarhættiogfram
komu. Ég held að þetta djúp
sé nú ekki eins breitt
og menn vilja vera láta.
Mér finnst hugsunarháttur ís
lenzka og danska bóndans
mjög keimlíkur og sama máli
gegnir um sjómennina. Ég get
bætt því við, að tilfínningar
íslenzkra og danskra mæðra,
sem koma með lasburða börn
in sín til læknis, eru ekki
sérstaklega frábrugðnar.
Réttast mun nú að hætta
þessu masi. En úr því þér er-
uð að yfirheyra mig á annað
borð er bezt, að þér berið
vinum mínum heima í ævin-
týralandinu mínu kærar
kveðjur.
Ólafur Gunnarsson
frá Vik í Lóni.
ÚÚmiii Tmann