Tíminn - 23.12.1948, Síða 5

Tíminn - 23.12.1948, Síða 5
284. blað TÍMINN, fimmtudaginn 23. ðes. 1948. Q(Ji(ef jdi Farsælt nýár. Þökkum viðskiptin. Kjöt & Grsenmetf, Snorrabraut 56. Vertu sæl, Ameríka Eftfr Hans Bendix. Grein þessi, sem er þýdd í Evrópu, sem stendur á lægra úr Saturday Review of stigi. En þrátt fyrir fullkomna tækni Ameríkana, gleyma þeir þó ýmsu. Rafleiðslur ein- angra þeir ekki nógu vel á vetrum, og veldur það ókunn- ugum mikilla óþæginda. Svo nota Ameríkanar hið erfiða enska mál og vigt, með yard og unsum o. s. frv. Annars Litterature, dregur upp myiul af Ameríkumönnum, eins og þeir hafa komið höf fyrir sjónir eftir allná- in kynni af þeim. Vert er og að vekja athygli á því, að greinin er rituð í stíl, sem margir helztu blaða- menn og rithöfundar vestra hafa tamið sér um' S1-íPa þsir stundum til metra- (j(eÉi(ef jód Békaverxlim Krisíjáns Krfstjánssouar Yasaútgáfan. eoilef jó(í Cliemia h.f. Sterlfng h.f. :eoilef jó(! Farsælt nýár. - Efnagerð Reykjavíkur. S ef /o Farsælt komandi ár. Gamla Kompaníi5 h.f. Hringbraut 56. — Sími 3107. (j(e$i(ef jód Samvfnnufélagið Hreyffll. Qtek(ef jót! Farsælt nýtt ár. Ifeildv. Árna Jónssonar. skeið. Ég er einn af þúsundum Evrópumanna, sem almennt nefnast flóttamenn. Með öðrum orðum: Ég tók gestrisni Ameríkana fram yfir Hitlers gestrisni. Með virðulegri kveðju og hneigingú fyrir hinum ame- ríkanska her, er ég nú heim kominn. Ég ætla með nokkrum orð- um að segja vinum mínum í Skandinavíu dálítið um Ame- ríku. Ókunnugum blöskrar margt í Vesturheimi. Ameríka er það svæði jarð- ar, þar sem mannanna börn hafa á síðari tímum losað sig mest úr böndum. Með öðrum orðum látið lífsgleðina sitja í öndvegi. Ameríkanar náðu fljótt miklum þroska, komust langt í menningu og göllum. Þeir eiga skýjaskafa, og járnbrautir um þvert og endi- langt landið. Á skógarferðum fleygir heldra fólkið ekki pappírsum- búðum í grasið. Það gera hinir fátækari. * En menn skilja eftir eyði- lagða bíla, og Thomas Jeff- ersson er þeirra andlega upp- áhald. Múnchhausen Ameríku er hinn stórvaxni og hugmynda- ríki skógarhöggsmaður, Goli- ath Paul Bunyen. Ameríkumönnum er það ekki ljóst hve land þeirra er frábrugðið öðrum löndum, og þjóðin einnig. Fyrir Ame- ríkana eru loftræstingartæki kvikmyndahúsanna svo sjálf- sögð heilsuvernd, að þeir gefa henni ekki gaum. Þeir álíta þetta sjálfsagt, eða óhjá- kvæmilegt. Þeir veita því ekki athygli, að þessi lofthreinsun er eftir- minnilegri fyrir marga en myndin, sem sýnd er. í Ameríku les hver fjöl- skylda ógrynni af blöðum. Svo mikið er um blöð í hverju húsi, að þau mega nefnast húsgögn. í þessari álfu eru til apó- tek, þar sem allt mögulegt er til sölu. Svo sem ískrem, bæk- ur og jafnvel slaghörpur, auk meðala. í gistihúsunum er vatnið í kaldavatnshönum ískalt, en í þeim heitu eins heitt og í Geysf á íslandi. Ég hefi oft dáðst að því hve mörgu er haganlega fyrir- komið hjá Ameríkönum. Til dæmis eru arkitektar mjög snjallir. í Ameríku er víða þvílík- ur umbúnaður um hurðir og glugga, að engin væta kemst inn með þeim. Útvörp, bílar og ísskápar starfa þannig, að allt ískur er útilokað. „Þetta er sjálfsagt,“ segja Ameríkumenn. Þeiri. þekkja ekki tæknina kerfisins. Þeim leiðast öll fyrirmæli, sem draga úr athafnafrelsi þeirra. Þeir segja að það sé ættað frá Rússlandi. Ameríkanar hlusta á sömu útvarpsstöðvarnar, sjá sömu kvikmyndirnar, lesa sömu bækur og sömu blöð, og fylgj- ast með hinum tíu teikni- myndasamstæðum, sem koma út í þúsundum blaða. Þeir nota samskonar benzín. Ungu stúlkurnar sækja hinar sömu snyrtistofur, og fá samskonar hárliðun. Frá New York til Los An- geles hefi ég borðað samskon— ar „sagkökur" með samskon- ar pylsum á milli. Þessi pylsu- tegund lá eins og leiðsla yfir þvert meginland Ameríku. í Evrópu öfundar fátækl- ingurinn þá ríku. í Ameríku væntir sá fátæki þess að verða ríkur. Það er engin erfðavenja, sem veldur því að stéttamis- munur sé ráðandi ríkjum. Á hvern efnilegan mann er lit- ið, sem væntanlegan áhrifa- eða efnamann. Þó er litið niður á negra. En þó iítur út fyrir, að um breytingu til batnaðar sé að ræða í þessu efni. Einkum á þetta við hvað listum viðvík- ur. Þar njóta negrar sín bezt. Menn hitta marga elskulega menn og konur í samkvæmis- lífi Ameríkana. Þeir segja: „Þér megið ekki láta undir höfuð leggjast að heimsækja okkur. Látið ekki líða langan tíma þar til þér komið.“ Þetta þýðir: „Ég sé þig aldrei framar.“ í vínblönduveizlu báðu hjón nokkur mig mjög hjartanlega að heimsækja sig. Og þar sem ég vissi ekki hvernig þetta bar að skilja, heimsótti ég hin ástúðlegu hjón. En þau mundu þá ekkert eftir mér, þó að þau hefðu boðið mér heim í kurteisis- skyni. Þau buðu mér þó að borða með sér miðdegisverð. í þess- ari för lærði ég að heimboð vestra eru aðeins innantóm orð, tízku kurteisi. Ameríkanar vaxa með mikl- um hlutverkum. Tíl dæmis á meðan styrjöldin stóð yfir. Á gamlaárskvöld 1941 kom ég til New York meö konu minni og tveim bömum. Við lentum á miðju „Times Square“. Þar var ógrynni fólks. Fjöldi manns blés í mislita pappalúðra, og hög- uðu sér eins og hálfdrukknir heimskingjar. Birtan var mikil. Allt var eitt ljósahaf. Það var ólíkt myrkrinu í Ev- rópu, þar sem allir gluggar voru þaktir, svo engin skíma bærist út. Var þetta þjóð Washing- tons, Jefferssons og Lincolns? Þessi lýður var langt frá bræðrum sinum i Evrópu, sem börðust upp á lif og dauða, fyrir lýðveldinu og lýðræðis- hugsjóninni. Það voru mörg Bandaríkjaflögg við hún. Við áttum bágt með að gráta ekki. Ellefu mánuðum síðar, þeg- ar Japanir réðust á Pearl Harbour, sá ég að Ameríkanar áttu til alvöru og athafna- vilja: Þeir höfðu fleygt pappa- lúðrunum, og tekið vopn í hönd. Þeir hervæddust af þeim dugnaði, að undrum sætti. Hergögn spruttu svo að segja upp úr jörðinni. Hvers- dagsgæfur maður varð allt í einu víkingur og hetjuefni. En þó að vígamóður rynni á þá, gættu þeir laga og rétt- ar. Allt fór vel fram. Sú Ameríka, er ég nú kvaddi, er mjög breytt frá því sem hún var 1941. Á sumu ber ekki svo mikið,, svo sem hinni stórauknu skriffinnsku hins opinbera, eða skrifstofu- veldi. En í Evrópu er það fyr- irbæri alþekkt. Margar fyrir- skipanir eru lamandi. Margt flytzt nú frá Evrópu vestur um haf. Fyrrum rákust menn sífellt á Ameríkana, sem voru að kaupa skó og sokka. Nú eru skór sólaðir en sokkar stag- aðir. Amerika hefur aldrei skilið eins vel og nú hve valdamikil hún er, og þýðingarmikil. Hún er heimsveldi um þess- ar mundir. Að fimmtíu árum liðnum segir, ef til vill, einhver sagna ritari, að það hefði þurft nýj- an Hitler til þess að láta Ame- ríkana skilja mikilleik þeirra og valdamöguleika. „Bandaríkin eru nú aflstöð menningarinnar“, eins og Jó- hannes V. Jensen hefir sagt. Og Evrópa er reiðubúin að taka á móti amerískri menn- ingu. Mikilmenni svo sem Franklin, Walt, Whitman, Thomas Paine, Lincoln og Roosevelt hafa hrifiö hugi Evrópumanna. Þá má nefna Fulton, Edison, Morse o. fl. Af þessum mönnum hefir gamli heimurinn lært að elska frelsið og leggja mikið í sölurnar fyrir það. Stórframleiðsla Ameríkana hefir kénnt mörgum að vera stórhuga. Eiginleikar Ameríkana eru þessir: fjör, stórhugur, og andlegt þrek. Annars er það nú hæpið að lýsa stórþjóð í fáum orðum. Nú er ég kominn heim, og verður oft hugsað til Ame- ríku og Ameríkana. Við getum margt af þeim lært. Vertu sæl, Ameríka! Ég óska þess að sjá þig sem fyrst! Jóh. Sch. þýddi. Q(ek(ef jót! Kjötbiiðin Borg. <, t>

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.