Tíminn - 31.12.1948, Page 5

Tíminn - 31.12.1948, Page 5
288. blað TÍMINN, föstud. 31. desember 1948. 5 ERLENT YFIRLIT: Helztu atburðir ársins 1948 Árvekíii lýðræðisríkjanna liefsr styrkt f riðarliorf un; ar. Föstwel. 31. des. Við áramótin Það ár, sem nú er að kveðja, hefir yerið íslendingum lær- dómsríkt ár. Tvær síldarver- tiðir hafa brugðist allveru- lega. Svo mjög hefir skeikað frá reikningum og ráðagerð- um, að nú er talið að vanti jafnvel yfir 40 þús. tunnur af beitusíld, svo að bátaflotinn geti stundað vetrarvertíðina eðlilega, og mun það vera dæmalaust í sögu útgerðar- innar síðan vélbátaútvegur hófst. Sú sild, sem fryst var til beitu í sumar norðanlands, var mestmegnis seld Færey- ingum, sem hlóðu skútur sín- ar hvað eftir annað af þorski á íslandsmiðum norð- anlands og austan, meðan ís- lénzki flotinn sökk dýpra og dýpra í skuldir, þar sem hann leitaði og beið síldar, sem aldrei kom, en taldi ekki borga sig að gefa sig að þorskveiðunum. Hitt er annað atriði þessa máls, að aldrei hafa íslend- ingar flutt út á einu ári síld- arafurðir fyrir jafnmikið fé, sem á þessu. Það er ekki síð- ur athyglisverð staðreynd og hefir oft verið á það bent. En vegna verðlagsmálanna inn- anlands er svo komið, að út- veginum duga ekki dæmalaus ar útflutningstekjur fremur en góður fiskafli. Af þessu höfum við tvennt að læra. Annað er það, hve ægileg verðbólgan er og hættuleg öllu atvinnulifi. Hitt er það, að í þróun a t- vinnulífsins undanfarið hefir verið lögð of einhliöa á- herzla á síldina. Síldin er mik ið bjargræði, þegar hún gefst, og þá er ekki annarsstaöar fljótteknari gróði. En hún er ekki óbrigðul. Og því má þjóð in ekki setja allt sitt traust á hana. Ekki megum við tapa trúnni á íslenzkan sjávarút- veg, þó að slæm fjármála- stjórn heima fyrir og misjafn ar vertíðir komi honum á kné í bili. En hitt var yfirsjón, að vanmeta aðrar atvinnugrein- ar, vegna þess, hvað vel gekk við sjóinn á tímabili. Nú sjá það væntanlega allir, að þetta árið hefðu það verið góð skipti að eiga áburðarverk- smiðju í stað t. d. annarrar hinnar dýru síldarverksmiðja, sem Áki lét byggja. Þá mun- aði ræktun landsins betur á- leiðis og ekki þyrfti árlega að eyða mörgum milljónum króna í erlendum gjaldeyri til áburðarkaupa. Atvinnusaga íslands sann- ar það, að bezt er að þurfa ekki að treysta um of á eina atvinnugrein. Árferðið er mis jafnt og mönnum hættir til að gleyma fljótt. Stundar- gróði og jafnvel sýndarvel- gengni ein hefir margan gy=pið að fornu og nýju. Ár- ið 1948 mætti verða íslenzku þjöðinni kröftug áminning úm að gæta betur jafnvægis ög framsýnnar hófsemi en oft hefir verið. Verkefnin framundan eru mikil og margvísleg. Þjóðin verður með einhverjum hætti að leysa höfuð sitt úr snöru verðbólgunnar, sem herðist ÞaS er gamall áramótasiður að rifja upp atburði liðna ársins bæði til gagns og gamans. Þessi siður á sennilega enn betur við nú en áð- ur, þar sem atburðarásin er orðin miklu hraðari og fleira er nú til að glepja minnið en þá var. Það liðna firnist því fyrr og upprifjun- in kemur því að meira gagni. Árið, sem nú er að líða, hefir að mörgu leyti verið sögulegt ár. Ýms- ir atburðir þess munu eiga eftir að lifa á spjöldum sögunnar um ókomnar aldir. Annars mun það fara talsvert eftir því, hvar menn eru búsettir í veröldinni, hvað þeir telja þýðingarmestu atburði ársins. Ameríska fréttastofan hefir nýlega gert skemmtilega skoðanakönnun í þessu sambandi og þykir rétt að segja frá henni hér. Alit Evrópumanna um merkustu atburði ársins. Fréttastofan lagði þá spurningu fyrir ýmsa fréttaritstjóra í Evrópu, hvað þeir teldu 10 merkilegustu atburði ársins 1948. Jafnframt voru svörum þeirra várð sem hér segir: 1. Berlínardeilan. 2. Forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum. 3. Stjórnarskiptin og valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu. 4. Stofnun varnarbandalags Vest ur-Evrópuþjóðanna. 5. Deila Titos og Kominform. 6. Morðið á Mahatma Gandni. 7. Morðið á Bernadotte greifa. 8. Palestínudeilan. 9. Þingkosningarnar á Ítalíu. 10. Kínastyrjöldin. Geta má þess, að umrædd skoð- anakönnun fór fram um mánaða- mótin seinustu og kann það að valda því' .að Kínastyrjöldin skip- ar Seinasta sæti. Það getur lika valdið nokkru, að enn verður ekki sagt um, hvaða afleiðingar hún kann að hafa. Álit Bandaríkjamanna uni merkustu atburði 1948. Fréttastofan lagði einnig sams- konar spurningu og með sama hætti fyrir fréttaritstjóra í Banda- ríkjunum. Svör þeirra urðu þessi: 1. Endurkjör Trumans forseta í forsetakosningunum. 2. Berlínardeilan og taugastríðið eöa „kalda stríðið" í Evrópu. 3. Aukin dýrtíð. 4. Kosenkinumálið. 5. Morð Gandhis. 6. Fráfall Babe Ruths. 7. Borgarastyrjöldin í Kína. 8. Yfirheyrslur þingnefndarinnar, sem rannsakar óameriska starfsemi. nú að meir og meir. Jafn- framt verður hún að skjóta sem flestum stoðum undir af- komu sína og kosta kapps um að hagnýta sem bezt þau gæð in, sem tryggust eru, eins og vatnsorkuna og gróðurmold- ina. Þannig getur íslenzkt at- vinnulíf borið uppi glæsilega menningu og almenna hag- sæld, sé þess gætt að skipta þjóðartekjunum heiðarlega. Takist þjóðinni ekki að leysa þessi verkefni, getur ekki nema eitt beðið hennar. Það er að glata fjárhagslegu sjálfstæði sínu og þá jafn- framt hinu stjórnarfarslega sjálfstæði í annað sinn. Því 9. Stofnun Ísraelsríkis og morð Bernadotte greifa. 10. Fæðing Charles prins i Eng- landi. Babe Ruth mun vera óþekkt per sóna islenzkum blaðalesendum, en fáir munu hafa verið þekktari í Bandaríkjunum en hann. Hann var bezti baseballkeppandi sem Bandaríkin hafa eignast en base- ball er álíka eða öllu meiri þjóðar- íþrótt þar en knattspyrna og krick- et í Bretlandi. Babe. en það var gælunafn hans. var 54 ára gamall er hann dó og kom fráfall hans á óvænt. Hann hafði hætt að keppa fyrir 13 árum. Álit Rússa um merkustu atburði 1948. Af skiljanlegum ástæðum gat fréttastofan ekki efnt til slíkrar skoðanakönnunnar í Sovétríkjun- um. Hins vegar hefir hún ályktað af skrifum rússneskra blaða á ár- inu, að Rússar myndu telja helstu átburði ársins í þessari röð: 1. Berlínardeilan og taugastríðið 4. Stofnun varnarbandalags Vest ur-Evrópu. 4. Deila Titos og Kominforms. 5. Nýja stjórnin í Tékkóslóvakíu. 6. Kosningarnar á Ítalíu. 7. Vináttu- og viðskiptasamning- ar Sovétrikjanna við Austur-Ev- rópuríkin. 8. Þing S. Þ. í París. 9. Endurkjör Trumans sem for- seta. Mörgum mun þykja kynlegt, að Kínastyrjöldin er ekki með i þess- ari upptalningu. Það stafar af þvi, að rússnesk blöð hafa lítið rætt um hana og hefir sú kynlega þögn valdið ýmsum ágizkunum. Sumir telja það stafa af því, að kínverzku kommúnistarnir séu Rússum ekki nógu eftirlátir. Aðrir gizka á, að hún stafi af klókindum. Rússar vilji ekki draga athygli að Kína eða láta álykta, að þeir séu þar að verki. Þeir hafi meira að segja hieypt Berlínardeilunni af stokkun um í þeim tilgangi að beina athygli Bandaríkjamanna frá Kína. Fleiri eru og tilgátur í þessu sambandi. Hefir stefnt í rétta átt á liðna árinu? Upptalning framangreindra at- burða gefur nokkra yfirsýn um at- burðarás liðna ársins, en þó ekki nema takmarkað, þar sem hún er bundin einkum við það, sem blaða- mönnunum hefir fundist frétt- næmt. Hér er t. d. yfirleitt sleppt að minnast á efnahagsmálin og Marshallhjálpin er ekki nefnd, en lögin um hana voru samþykkt á aðeins getur þjóðin haldið vel á málum sínum í sambýli við aðrar þjóðir, að hún byggi á fjárhagslega traustum grunni. Allt er því undir því komið, aö hann sé styrktur. Til að ná því marki, má þjóð- in ekki horfa í það, þótt færa verði nokkrar fórnir, ef þær eru réttilega álagðar og ekki hlúð að neinni sérstakri for- réttindastétt. Og það skyldi þjóðin hafa í huga, að meiri verða fórnirnar og hlutskipti hennar örðugra, ef hið fjár- hagslega sjálfstæði glatast og erlendir aðilar ná hér því yfirráðum með einum eða öðrum hætti. þeir beðnir um að telja þá upp í í Evrópu. röð eftir því, hvað þeir teldu þá 2. Sambúð Bandaríkjanna og fréttnæma. Heildarniðurstaðan af Sovétríkjanna. Endurkjör Trumans kom mönnum meira á óvart en flestir aðrir at- burðir ársins 1948 árinu og hún kom þá til fram- kvæmda. Ef tii vill verður hún síð aimeir talin merkasti atburður árs ins. Sú spurning, sem margir munu varpa fram í árslok, er þessi: Hefir mannkyninu þokað fram á við á árinu og hefir friðarvonin styrkzt? Þrátt fyrir allt virðist mega svara þessari spurningu játandi. í flest- um löndum, sem áttu í styrjöld- inni, hefir stefnt í viðreisnarátt. Afkoma almennings í Evrópu mun nú yfirleitt betri en fyrir ári síð- an. Og friðarhorfurnar hafa aukist, þrátt fyrir hina „köldu styrjöld" stórveldanna og ósamkomulagio innan sameinuðu þjóðanna og smærri styrjaldir, sem nú eru háð- ar víða í heiminum. Það, sem hefir styrkt friðarhorfurnar, eru aukin árvekni og viðbúnaður lýðræðis- þjóðanna, er m. a. lýsir sér í stofn un bandalags Vestur-Evrópuþjóð- anna og undirbúningnum að banda lagi Atlantshafsþjóðanna. Árásar- hættan, sem undantekningalítið stafar frá einræðisríkjunum, minnk ar að sama skapi og árveknin og viðbúnaður lýðræðisríkjanna er meiri. Hefðu lýðræðisríkin vaknað fyrr og betur fyrir seinustu styrj- öld, myndi sennilega ekki hafa til hennar komið. Vaxandi árvekni og varúðarráðstafanir lýðræðisþjóð- anna auka trúna á frið og vaxandi farsæld í heiminum næstu árin. Norska birnirnir Nokkur blaðaskrif eru nú í Noregi um bjarndýraveiðar. Þeir sem hafa dýraveiðar að sporti og gamni, vilja gjarn- an að til séu skógarbirnir í afskekktari héruðum. Það er gaman að fara í fríum sínum úr borgunum og stunda bjarn dýraveiðar og mikillar frá- sagnar vert þegar aftur kem- ur i samkvæmi borganna, ef konungur skóganna hefir verið að velli lagður. Hins veg ar hafa bændur í þeim hér- uðum, er birnirnir heimsækja allt annað viðhorf. Þeir segja jafnvel, að það sé sök sér þó að bjarndýr taki endfum og eins kind og kú, þó að ekki sé gott. Hitt sé þó enn verra, hvernig þeir styggi skepnunji ar. Ef þær hafi veður af bjarn dýri, tryllist þær, æði og dreifist um fjöll og firnindi, svo að oft skipti dögum áður en þær náist heim aftur. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Afstaðan til örygg- ismálanna Þjcðviljinn hefir orðið býsna reiður yfir því, að síð- astliöinn þriðjudag birtust tvær greinar hér í blaðinu, er fjölluðu um utanríkismál. Önnur birtist í erlenda yfir- litinu og var þar sagt hlut- laust frá aðdraganda og und irbúningi hins fyrirhugaða varnarbandalags Atlantshafs þjóðanna. Hin greinin birt- ist á þessum stað í blaðinu og var þar sýnt fram á, hvers- vegna kommúnistar létust fylgjandi hlutleysisstefnunni nú, þótt þeir hefðu áður ver- ið á móti henni og á sínum tíma greitt atkvæði með því, að ísland segði skilið við hana til fullnustu, er það gekk í bandalag sameinuðu þjóðanna. Þjóðviljinn gerir enga til- raun til þess að hnekkja neinu af því, sem í þessum greinum er sagt. Hann japlar aðeins um landráðaafstöðu Framsóknarmanna í öðru orð inu, en um óljósa afstöðu þeirra til utanríkismálanna í hinu orðinu. Sannleikurinn er sá, að’ Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem hefir markað sér ákveðna stefnu í þessum málum. Það var gert á aðalfundi miðstjórnar flokksins fyrir þingkosning- arnar 1946. Þar var lýst yfir því, að flokkurinn legði á- herzlu á nána samvinnu við Norðurlandaþjóðirnar og Engilsaxa, og sérstaka sam- vinnu við Engilsaxa um ör- yggismál íslands. Jafnframt var tekið fram, að flokkurinn vildi ekki leyfa setu erlends hers í landinu og var þar vit- anlega átt við friðartíma, þVi að á stríðstímum megum við reikna með hersetu, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Þessi afstaða Framsóknar- flokksins er óbreytt. Fram- sóknarmenn munu í samræmi við þetta líta á varúðarráð- stafanir vestrænu þjóðahna og gera sér þess grein, að þær eru engu síður i þágu íslend- inga en þeirra, þar sem þær eru til styrktar heimsfriðn- um. Þátttaka íslands í slíkum j samtökum fer hins vegar eftir því, hvaða kvaðir munu fylgja henni. Þar verður að hafa smæð þjóðarinnar og aðra aðstöðu í huga. Þess- vegna hefir verið lögð áherzla á það í blaðinu, að þjóðin væri látin fylgjast sem bezt með þessu máli, kostir þess og gallar gerðir henni ljósir, og hún síðan látin hafa sem fyllsta hlutdeild í hinni end- anlegu ákvörðun. í samræmi við þetta hefir þetta mál ver- ið reifað hér í blaðinu. . . Sú stefna, sem hér er mörk uð, er áreiðanlega hin is- lenzka stefna í málinu. Ein- angrunarstefnan eða hlut- leysisstefnan gagnar engri smáþjóð lengur. Friðurinn byggist ekki á því, að hver þjóð fylgi hlutleysisstefnu, heldur hinu, að þjóðirnar hafi sem víðtækast samstarf um það að halda árásarhætt unni í skefjum. Samhugur íslendinga hlýtur því að vera með sérhverjum þeim sam- tökum, sem miða að því að efla friðinn, en þátttaka þeirra fer eftir því, hvað samrýmist smæð þeirra. Við þetta bætist svo, að vegna (Framhald á 6. siðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.