Alþýðublaðið - 24.06.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.06.1927, Blaðsíða 4
4 ALHÝÐUBL'AÐIÐ ingum o. fl. Frumvarpið myndi, ef þao yrði að lögurn, koma í veg fyrir það, að hægt væri að neyða efri málstofuna til pess að fallast á samþyktir neðri málstof- unnar vegna hótana um lávarð'a- f jölgun eins og 1911. Taiið er víst, .að þeir lávarðárnir, sem eru í- haldsmenn, hafi þegar failist á Tiinar fyrirhuguðu breytingar í öll- um aðalatriðum. Frjálslyndi flokk- urinn og verkalýðsflokkurinn eru því eindregið mótfallnir, að breyt- ‘ingar þessar nái fram að ganga. Bretar andvígir minkun vigbún- aðar á sjó. Frá Genf er símað: Fulltrúar brezku stjórnarinnar ,á líötamála- xáðstefnunni hafa lýst sig andvíga tillögum þeim, sem fram hafa komið frá Bandaríkjunum og Ja- pan á ráðstefnunni í sambandi við hlutfall milli hjálparskipa. ifflstlesad tfðSadl, Akureyri, FB., 21. júní. Knattspyrnuslys á Akureyri. „Valur'* og „U. M. F. A.“ keptu 1 annað sinn i gærkveldi. Úrslit 2 :2. Einn sunnanmanna meidd- ist alvarlega á fæti. Þingmálafundir i Eyjafirði. Fyrsti þingmálafundur fram- bjóðenda í Eyjafjarðarsýslu er haidinn að Hrafnagili í dag. Borgarnesi, FB., 22. júní. Tíðarfar. Tíðarfar . ágætt og grasspretta sæmileg, nema á þurlendi, enda svo vætulítið, að sums staðar er farið aö brenna á túnumogharð- veili, en nú utlit fyrir skúrir. — Hei'isufar dágott. Mannaferðir. Sigvaldi Kaldalóns, héraðs- iæknir í Flatey, og Eggert Ste- fánsson söngvari, bróðir hans, eru hér á suðurieið og halda hér söngskemtun í kvöid. Sigurður Nordal prófessor er væntaniegur hingað til fyrirlestrahalds. Fyrir- Jestra mun hann halda að Stórási í Hálsasveit, ■ á Hvítárbakka og í Borgarnesi. . Akureyri, FB., 23. jútíí. Heilsuhælisnefnd. Stjórnarráðið hefir nýlega skfp- að að tilhlutun landiæknisins þriggja manna stjórnarnefnd heilsuhælísins í Kristnesi, og eru nefndarmenn þessir: Ragnar ól- afsson formaður, V. Þór og Böðv- ar Bjarkan iögmað’ur. Vatnsvirkjunarathuganir. Bjarni Runólfsson rafmagns- fræðingur hefir athugað virkjunár- skilyrði í Reyká og Grísará vegna heilsuhælisins og telur virkjunar- skilyrði góð. Búast menn við, að hann muni gera tilboð um að byggja aflstöð. Afli og tíðarfar. Afbragðs tíð, ágætis grasveður, sólskin, en smáskúrir á milli, og fer jörð vei fram. Snjó leysir hægt í fjöHum. — Afbragðs afli á mót- orbáta í verstöðvunum hér við fjörð í vor. Einkum hefir verið uppgripaafli á Dalvík, Óiafsfirði og Siglufirði. í sumum verstöðv- unum mun þegar hafa orðið vart .við hafsíld, og er það eins dæmi svo snemma sumars. Beituafli hefir verið góður í innfirðinum. — Framboðsfundir eru að byrja, en fátt -sögulegt hefir á j>eim gerst. D. IJiæ dagfiún w©§giiœss. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Kjósendafundur. Almennur kjósendafundur verð- ur hér í Reykjavík í Barnaskóla- skólagarðinum kl. 8 annað kvöld, ef veður leyfir. Þarf ekki að efa, að hann verði fjölsóttur. Er til hans boðað sameiginlega af fram- bjóÖendunum hér. Samningar um Jágmarkskaup á síldveiðum á gufubátum og mótorbátum sunnan lands og norðan, er veiði stunda með herpinót í sumar, var þndirritaður i gær. Um kaupgjald á togurum þeim, er til síldveiði hyggja, stendur enn í j>ófi. VLlja útgerðarmenn taka upp þann sið, áð skipverjar fæði sig sjálfir, og lækka kaup að mikluin mun frá því, sem nú er. Eru því eins og stendur ekki miklar líkur fyrir þvi, að samningar takist, nema því að eins, að útgerðarmenn breyti um stefnu. Gin- og klaufna-veikin er ekki í Flóanum. Dýraiæknirinn er kominn að austan og segir hann, aö þar sé engin gin- og ídaufna-veiki. Kýrin, sem veiktist og grunurinn iá á, var að vísu þungt haldin, en dýra- læknirinn kveður það að eins stafa af sólbruna. Er j>að gleði- legt, að hræðsla þessi reynd- ist ástæðulaus, en óttinn mun einkum hafa magnast af þvi, að kýrin geltist, og gin- og klaufna- veiki er. talin hafa þau áhrif. , Veiðlför íil Grænlantís. „Imþerialist“, einn af togurum Heilyers, var væntaniegur hingað í dag. Á hann að taka hér 30 islendinga, og fara þeir síðan með honum á Grænlandsmið og stunda þar lúðuveiðar á smabáium með biivélum. Verða fimm menn á .hyerjum Dáti, en togarínn verður nokkurs konar verbúð fyrir þá. Gert er :rað fyrir, að þeir stundi veiðarnar ait fram í septemberlok. Lúðan verð’ur lögð í frystí i skip, sem á að iiggja þar um slóðir, en togarar flytja hana úr því á markaðinn í Englandi. Skipafréttir. Von er hiingað í dag á fisktöku- skipi til ólafs Gíslasonar. „Nova“ er á Siglufirði á leið hingað.7 Farfuglar Tjaldur sást fyrst í vor í Vík 21. marz, lóa 22. marz þar og hér í Reykjavík og sama dag skúm- ur á Fagurhólsmýri. („Veðráttan.") Lá við slysi. Bifreið var í morgun á ferð við Elliðaárnar og 'rakst þar á stólpa við aðra brúna sakir þess, að ekki lét nógu fljótt að stjórn. Kastaðist hún yfir urn og beygl- aðist dálítið, og rúður brotnuðu, en menn meiddust ekki. Veðrið. Hiti 12—7 stig. Hægt og "þurt veður. Loftvægislægð við Suður- Grænland á norðausturleið, en hæð fyrir sunnan ísland. Otlit: Hér á Suðvesturlandi tekur að rigna með kveldinu og verður út- sunnanregn í nótt. Hægviðri viða um iand. Regnskúrir á Norður- iandi, og í nótt verður sennilega dálítiö regn á Vesturiandi. Þurt á Austurlandi. Rottueðli „Mgbl.“ birtist greinilega í dag. Það nagar sneið Jónasar út úr grein Einars S. Frímanns, en hoppar í kring um hleif • íhalds- ritstjórans. Vafalaust hlæja margir Hafnfirðingar hátt, ]>egar þeir sjá, hve vandræðaiega vörn einhver hafnfirzkur ihalds- maður h,efir sett saman í „Mgbl.“ fyrir íhaldsframbjóðendurna í Gullbringu- og Kjósar-sýslu og frammistöðu þeirra á Hafnarfjarð- 'árfundinúm, en á manni þei'm sannasf, að „svo mæla börn, sem vilja.“ Gengi erlendra mynta í dag: íjterlingspund.........kr. 22,15 ÍÖO kr. danskar .... — 121,97 100 kr. sænskar .... — 122,40 Í00 kr. norskar .... — 118,43 Dollar 4,56'/2 100 frankar franskir. . . — 18,05 100 gyllini hollenzk . . — 183,08 100 gullmörk þýzk. . . — 108,19 Preaíarakaup i Wew York. Samkvæmt samningi, gerðum í fyrra sumar, hækkaði kaup prent- ara um 5 doiiara, og var þeirri hækkun kkift niður á þrjú ár þanmg, að I. júlí 1926 hækkaði jkaupið um 3 doll. á viku, 1. júlí í ár um i doii. og 1. júlí 1928 um l doli. Kaupið var áður Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Nýkomlð: Amerísk nærföt, »MAYO«, á 3,90 stk. vinnuvetlingar á 0,90 parið, nankinsföt á 4,90 stk., sporthúfur á 2,25 og karlm.sokkar frá 0,65 parið. Komið! Skoðið! Kaupið! Vðmliúsið ■ ■ -listim. Kosningaskrifstofan er i Alþýðu- húsinu, opin alla virka daga, sími 1294. Þér stuðningsmenn A"Iistans, konur og karlar, sem farði burtu úr bænum! Koinið í skrifstofuna áður en þér farið eða kjösið hjá bæjar- fógeta (opið kl. 10—12 og 1—5). Gætið að, hvort þér eruð á kjörskrá. A-lista-konur og -menn! Látið í- haldið tapa á sumarkosningunni! Sænska flatbrauðið (Knackebröd) er næringar- mesta brauðið. Rekkjuvoðaefni. ■— Vörubúðin, Laugavegi 53, sírni 870. Lífstykki og sokkabandabelti afar-ódýrt. Vörubúðin, Laugavegi 53, sími 870. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Inrffömmun á sama stað. Hafið þér heyrt það, að Örkin hans Nóa gerir ódýrast við reið- (hjól í bænum? og reynslan Bannar, bezt, hvernig verkið er af hendí leyst. Verzlid víb Vikar! Það oerður. notadrfjgst. 60 dollarar (ísl. kr. 273,90) á viku hjá öagvinnumönnum, 63 döll. hjá næturvinnumönnum og 66 doll. hjá „þriðja flokki“ (þeim, sem vinna frá kl. 2 að nóttu til Id. 10 ardegis). Vinnutíminn er 71/2 stuna. Hér á landi þykir aívinnureis endum of hátt iægra kaup á mán- uði en þetta vikukaup, jafnvel nanoa þeim, er vinna minst 18 stundir á sóiarhring. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.