Tíminn - 13.01.1949, Side 3

Tíminn - 13.01.1949, Side 3
9. blað TÍMINN, /immtudaginn 13. janúar 1949. 3 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• II ti ♦♦ :: íslencUngalDættir S »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦ »•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•«« Dánarminning: Þórsteinn Guðbjarnason frá Jafnaskarði „Vel er að fauskar fúnir klofni felli þeir ei hinn nýja skóg — en liér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira’ en nóg“. Sig. Sig. Það var um miðjan þriðja tug þessarar aldar, er við Borghreppingar vorum að smala afrétt okkar um vor, til þess að ná þaðan ám, sem sloppið höfðu órúnar og flest ar óbornar, að piltur einn, ungur að aldri, vakti athygli mína. Hann var úr flokki fjallbæjamanna, sem höfðu samvinnu við okkur. Það var ekki einungis, að þessi pilt- ur væri með afbrigðum fjár- glöggur og röskur fjallasmali. Hann var bjartur yfirlitum og sviphreinn, og geislaði all- ur af lífsþrótti og æskufjöri. Það duldist ekki, að þarna var mannsefni, sem mikils mátti vænta af, er aldur og þroski færðist yfir hann. Þetta var Þorsteinn Guð- bjarnason frá Jafnaskarði. Hann var fæddur 28. ágúst 1909 að Jafnaskarði. Foreldr- ar hans voru þau hjón- in Halldóra Þorsteinsdóttir Magnússonar, hins velþekkta myndarbónda að Gljúfurá í Borgarhreppi, og Guðbjarni Guðmundsson, Auðunssonar, sem lengi bjó að Jafnaskarði, en seinast að Lækjarkoti í Borgarhreppi, ágætur búhöld ur. Þó að ætt Þorsteins verði ekki rakin lengra að þessu sinni, veit ég, að að honum .stóðu traustar og gagnmerK- ar bændaættir. Hann var og mikið skyldur séra Bjarna Þorsteinssyni, hinum þjóð- kunna hljómlistarmanni og tónskáldi. , Jafnaskarð er erfið fjalla- jörð, en einkum er þó fjár- gæzla þar ekki heiglum hent. Þarna ólst Þorsteinn upp með foreldrum sínum og vandist snemma við vinnu, — algenga sveitavinnu fram- an af, og seinna einnig fisk- aðgerð við sjó. Um skólalær- dóm var ekki aö ræða, um- fram það, sem krafizt var af fermingarbörnum. Þorsteinn kvæntist 26. júní 1932 og hóf það vor búskap að Jafnaskarði. Hann eign- aðist ágæta konu: Guðnýju Björnsdóttur Blöndals, lög- gæzlumanns, og lifir hún mann sinn, ásamt 9 dætrum þeirra, og er sú elzta um 16 ára, en sú yngsta á öðru ári. Þau bjuggu að Jafnaskarði til vorsins 1948. Þá seldi Þor- steinn föðurleifð sína, en keypti Beigalda í Borgar- hreppi og fluttust þau þang- að. Það, sem olli þeirri ráða- breytni, var einkum tvennt: Mæðiveikin herjaði fjárstofn inn, svo að bráð þörf var á breyttum framleiðsluháttum. Hitt mun þó hafa valdið meiru um, að sjúkleiki sá, er Þorsteinn var búinn að ganga með í nokkur ár, var farinn að lama starfsorku hans all tilfinnanlega. Hann vonaði, að sér mundi takast að fram- fleyta heimili sínu, ef hann fengi hægara ábýli. Þá mun hvorki hann né aðra hafa grunað, að ævi hans væri að verða lokið. Ég undirritaður * Hann lézt að nýafstöðnum uppskurði 28. sepr. 1948. Þorsteinn stórbætti jörð sína Jafnaskarð, bæði að ræktun og húsakosti. Meðal annars, sem hann gerði, var gagnger umbót á íbúðarhús- inu. Miðstöðin í það var hið eina, sem hann fékk hjálp til að koma í lag. Hitt vann hann allt sjálfur. Yfirleitt notaði hann lítið aðkeypt vinnuafl. Um hey- skapartímann hafði hann þó stundum dreng um ferming- araldur. Þó átti hann stórt og gagnsamt bú. Svo miklar fóð- urbirgðir átti hann að haust- nóttum, að á vori hverju átti hann miklar heyfyrningar. Af þessu má sjá, að Þorsteinn var enginn meðalmaður. Hann var víkingur til allrar vinnu og að sama skapi hag- virkur. Svo hefir sagt mér maður, sem Þorsteinn vann (Framliald á 6. síöu). i ♦ ♦ ♦ held áfram vélaviðgerðuiq í Mjósfræti 10, sími 7380, undii nafninu Rit & Reiknivélar. Viðgerðarumboð fyrir: « Burroughs, Marchani, Friclen, Monroe. Annast viðgerðir á öllum skrifstofuvéluni. — Virðingarfyllst. JEiVS M. SiGURÐSSON. Símar 1356:—7380. — Póst box 225. llllllllllllllllllll■llllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllI Hvítgrár hestur, j I mark: Sneitt aftan bæði, tapaðist í haust. — Einnig | i vantar mig af fjalli rauða hryssu veturgamla, mark- 1 I aða: gat hægra, sneitt framan vinstra. | J«\ B. JÓ\SSO\. 1 Sími 1869. — Reykjavík. ii 1111111111111111111111 iiiiiiiiiiiii1111111111111111111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin11111111iiiiiiiiiii11111111111111111111111» Símanúmer vort er 80392 Endurskoðunarskrifstofa N. MANCHER & CO. X Happdrætti Háskóla íslands Happdrættið býöur yður tækifæri til stórhappa Vinningar 7233 Á uiidanlörnnm 15 árum hafa viðskiptamenn happdrættisins hlotið um 201/> milljjón króna í vinninga. öregið verður næstkomandi laugardag kl. 1. »— Aðeins 2 söludagar eftir. Niimer vftar eru cf til vill óseld í dag. — Þan kunna aft vera seld á morgun Komið því strax í dag lllllllllllllllli:;

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.