Tíminn - 13.01.1949, Side 4

Tíminn - 13.01.1949, Side 4
TÍMINN, fimmtudaginn 13. janúar 1949. 9. blaS 4 Hvað merkir orðið Landvörn? Eftir Sitíurð Vilhjjálmsson, Máwefsstöðwin. „....1. Fullyrðingin um, að ógeðslegasti morðvarg ur Sturlungaaldarinnar hafi ort Njálu milli hryðj uverkanna“. Þessi klausa sem er tilfærð hér á undan er í blaðinu hándvörn 6. des. 1948 og er hana að finna í pistlum sem aefndir eru „Úr heimahög- .im.“ Er þar býsnast yfir vísinda- mennsku Barða Guðmunds- sonar og meðal annars vegna 'pess, að hann hefir eins og f’íeiri góðir menn leitast við að finna höfund Njálu. En1 Bárði telur, að höfundur LSIjálu hafi verið Þorvarður Þórarinsson, sem þessi klausuhöfundur dæmir ógeðs Tegasta morðvarg Sturlunga- aldarinnar. Það er vafalaust Tráp Þorgils skarða, sem vek- ar þennan hrylling hjá grein- arhöfundinum. Og ber þá sennilega að skilja þennan greinarhöfund í „Landvörn“ á þá leið, að Þorgils skarði hafi verið Landvarnarmaður á Sturlungaöld, eins og hann sjálfur þykist víst vera nú. Hafi Þorgils skarði ætlað að frelsa ísland úr greipum Há- konar gamla væri það svívirði legt verk að taka hann af lífi frá sjónarmiði íslendinga. En i Sturlungu lesum við greini- Tegar frásagnir um, að Þorgils hafi verið sendimaður og um- ooðsmaður Hákonar gamla og viljað reka erindi hans trú legar en nokkur annar land- ráðamaður síns tíma. Við les am einnig í Sturlungu að sá maður, sem Barði segir að Tiafi samið Njálu, hafi yerið .úðastur íslenzkra fyrirmanna til að afsala réttindum í hendur Hákonar konungs og ákveðið að taka Þorgils af lífi vegna þess, að hann rak er- indi Norðmannakonungsins i Eyjafirði. Þorvarður Þórarins son var því síðasti og traust- asti Landvarnarmaður síns tíma, ef trúa má því sem Sturlunga segir um þetta. iiann er sér þess vel meðvit-. andi, hvað hann er að gera pegar hann ræður aftöku Þor jils, þó Norðlendingar áttuðu úg ekki á því þá og vildu ekki veita honum brautargengi-til andspyrnu gegn ásælni Hákon ar gamla. Ég vil ekki saka þennan greinarhöfund í „Landvörn“ am, að hann finni til andlegs skyldleika síns við Þorgils skarða og að af þeim ástæð- um veki sagan um dráp Þor- gils hrylling í sálu hans. Ég held fremur, að hann hafi hlaupið á sig með því að varpa fram svívirðingum sín- am um Þórvarð sál. Þórarins- son vegna þess, að hann virð- ist hafa tilhneigingu til að gera lítið úr Barða og vilji ná sér niðri á honum af óskyld- um ástæðum. Ég hef einhversstaðar lesið grein um að Sigurður próf. Nordal hafi sannað að Giss- ur jarl hafi verið sannur föð- urlandsvinur og jafnvel var fullyrt í þeirri grein að þessi sönnun prófessorsins væri £ina vísindaafrekið, sem unn ið hafi verið við Háskóla ís- lands. Sé það góð vísinda- mennska, að sanna það, að Gissur jarl hafi verið góður Landvarnarmaður, veit ég ekki hvort það er lélegri vís- indi að færa rök fyrir því að Þorvarður Þórarinsson hafi 'samið Njálu, sem ég hygg nú aö hann hafi ekki gert, nema þá að litlu leyti. En hitt vita . allir, sem vilja lesa Sturlungu með athygli, að hafi Þorvarð ur Þórarinsson verið ógeðs- legur morðvargur á efsta stigi, þá á islenzkan ekki nógu sterk Iýsingarorð til þess að kveða á um hryðjuverk og ó- happaverk Gissurar Þorvalds sonar. Skal hér aðeins bent á eftirfarandi dæmi. Drepinn Sighvatur Sturluson og 4 syn- ir hans, ásamt fleirum. „Hér skal ek at vinna“ sagði Giss- ur og hjó Sturlu Sighvatsson svo grimmilega hálfdauðan, að hann hljóp í loft upp svo sá milli fóta hans. Drepinn Snorri Sturluson í Reykholti. Dauði Þórðar kak- ala. Með hvaða hætti bar. hann að? Drepinn Þórður Andrésson, og hirði ég ekki að telja fleiri. Voru þessir menn landráðamenn eða hvers vegna voru þeir drepn- ir? Enginn þessara manna vildi selja Hákoni gamla vald yíir íslandi. Þeir voru landvarnar menn. En það var Gissur jarl, sem gekk Hákoni frænda sín- um á hönd og þáði auðvirði- legan jarlsdóm á íslandi í staðinn. Hann var því eng- inn landvarnarmaður. Þj óð- in á heimtingu á því, að leið- togar hennar og ekki síst þeir, sem láta bera fyrir sér merki landvarnar, fari ekki með sögufalsanir í skrifum sínum og jafnframt að þeir þekki það vel til baráttusögu. þjóðarinnar, að þeir endur- taki ekki óvirðingar og mistök fyrri leiðtoga hennar. Ástandið í þjóðmálunum í dag er að ýmsu leyti líkt og það var á Sturlungaöld, þegar Þjóðveldinu forna var að blæða út. Munurinn er aðal- lega sá, að nú er nýstofnað lýðveldi, sem þó er í grund- velli sínum álíka veikt eins og þjóðveldið var orðið á 13. öld. Ytri glæsimennska og eyðsla, hnignun atvinnulífs- ; ins fjárhagslega, allt er þetta sameiginlegt nú ög þá. Stjórn skipulegar veilur voru þá orðn ar og svo er og nú. Markið, sem ber að stefna að, er leið- togunum fjarlægt og þoku- kennt, en baráttan snýst um auðvirðilegan stundarhag, sem þó er ekki nema gálga- frestur, nema snúið verði við á þeirri óheillabraut, sem troð in hefir verið um skeið í opin beru lífi þjóðarinnar. Alþjóð verður því að læra að þekkja mennina, sem vilja 1 reisa þróttmikið og traust lýð veldi, frá hinum, sem hirða1 ekki um það, ef hagsmunir þeirra og ímyndaður metnað- | ur er annarsvegar. Og sérstak . lega er áríðandi að menn1 geri greinarmun á orðunum! „Landráð“ og „Landvörn“ og j skilji þann grundvöll, sem ís- | lenzk landvörn verður að byggjast á. Á Þorláksmessu 1948 Jóhannes Elíasson — lögfræffingrur — Skrlfstofa Austurstræti 5, III. hæð. (Nýja Búnaðarbankahúslnu) Viðtalstími 5—7. — Siml 7738. [Bækur og[ [ritföng h.f.| j þarf að ráða sérstaka um- I 1 boðsmenn í öllum hrepp- [ j um, þorpum og bæjum [ 1 landsins núna frá áramót- f | um, til þess að annast mót- f f töku áskrifta og sölu á I | ýmsum útgáfum, bóka- f f skápum o. fl. í I Vegna gífurlegra tak- i j markana á efni til bóka- [ : útgáfu verða margar stór- f 1 merkar útgáfur að mestu f j eða eingöngu seldar í á- i j skriftum á þessu ári. —j f Meðal þeirra verka má j f nefna Málverkabækur Ás- f I gríms, Jóns Stefánssonar i j og Kjarvals, rit Laxness, I | Kristmanns, Hagalíns, f j Brynjólfs frá Minnanúpi j j og Maður og kona í nýrri, f j myndskreyttri útgáfu og j j auk þess mun félagið á j j næsta ári hafa til sölu I j mjög hentuga og ódýra, I j samsetta bókaskápa, þann- j j ig gerða, að hægt er að I j kaupa eina hillu í einu og j j bæta síðan við. j Félagið mun í vetur efna j j til sýninga á bókateikning- f j um og litprentuðum mál- j | verkum og bókum um allt j f landið og i sambandi viö I j þær meðal annars gefa j j fólki kost á að skrifa sig f j fyrir bókum með allveru- f j lega lægra verði en unnt j j er að selja með venjuleg- f f um hætti. f j Þeir, sem kynnu að vilja f j gerast umboðsmenn félags j j ins, geta í hjáverkum f j tryggt sér allverulegar ör- j j uggar aukatekjur. j Allar nánari upplýsing- f j ar verða gefnar bréflega j j til þeirra, sem kynnu að j j vilja takast þetta á hend- j j ur, enda berizt bréf frá j j þeim hið allra fyrsta. iBækur ogl [ritföng h.f.| j P. O. Box 156, REYKJAVÍK. HiiiiiiiiiiiiiilimiimliiMiMiiiiiiimiiiimhinimiiimiim Hér tekur utanbæjarmaöur til máls í dag, bóndi, sem hér var staddur og lét til leiðast að skrifa bréf um nokkuð af þvi, sem á góma bar, þar sem við vorum nokkr ir að rabba saman: „I>au eru sjálfsagt margfróð og sannfróð, höfuðstaðarblöðin. Þó eru það tvær greinar, sem þau hafa birt síðustu dagana og lúta beint að málum minnar stéttar, sem gera það að verkum, að ég tek mér penna í hönd, því að mér finnst réttara að ræða þau efnin nánar. En athugunarefni mín eru forustugrein í Vísi og bréf hjá bæjarpósti Þjóðviljans. Vísir segir meðai annars í forustu grein sinni, að Framsóknarmenn hafi komið fram löggjöf, sem reisi „hömlur við þvi, að kaupstaðarbú- ar geti fengið jarðir keyptar, til þess að hefja búrekstur." Er blaöið mjög sárt yfir þessu, sem von er, því að það er búið að upplýsa, að ]margur bóndinn hafi safnað auði við búskap sinn áður en hann flutti frá öllum gróðavonunum og settist að í Re^kjavík. Ekki lái ég þeim Kristjáni Guð- laugssyni, Birni Ólafssyni og slík- um mönnum, þó þeim þyki hart að mega ekki verða bændur í sveit, ef þeir trúa þessu. Það er sárt að verða að þræla sér út ábatalaust við ritstjórn, lögfræðistörf, verzlun og Cóka-cóla framleiðslu, sem ekk- ert er upp úr að hafa en mega ekki vegna ranglátra þrælalaga fara að búa á einhverju höfuðbólinu, sem bændurnir hafa látið fara í eyði, þjóðinni allri en þó einkum Reykvíkingum til bölvunar. Ég skil alveg hvernig réttlætisþráin hlýtur að kveikja gremju í brjóstum þess- ara ágætu manna. En ég vil þö benda þeim góðu mönnum á það, að: þeim er alveg óhætt að láta sér renna reiðina. Hér hefir nefnilega verið spilað með Vísismennina. Þessi lög, sem þeir úthella gremju sinni yfir, eru engin til. Hitt er satt, að gerð hefir verið tilraun til að hindra það, að braskarar í kaupstað keyptu upp jarðir í sveit til að hafa þar ekki búrekstur en leggja þær i eyði. Og það má vel vera, að einhver laxa- veiðikappinn eða sumarbústaða- höfðinginn hafi náð eyrum þeirra, ef þessu er bara ekki skrökvað til gamans, eins og stundum er gert með kvennafarssögur. | Hitt er satt, að jarðir sjálfs ríkis- ins má ekki selja kaupstaðabúum, sem ekkert hafa við búskap átt, fyrr en þeir hafa búið í þrjú ár, en þeir geta fengið jarðirnar leigðar. ! Og verði ríkisjörð seld, er það gert með þeim kvöðum, að hún verði ættaróðal, en það þýöir að umráða- réttur einstaklingsins er nákvæm- lega hinni sami og við erfðaábúð. Leiguliðinn og óðalsbóndinn hafa nákvæmlega sama rétt til að veð- setja ábýlisjarðir sinar og ráðstafa þeim eftir sinn dag. En þeir Vísis- menn eru vísast ekki sérfræðingar í landbúnaðarlöggjöf og trúlega hrekklausir og auðtrúa. Því hafa jieir verið látnir hlaupa með þessa vitleysu. Svo var það pilturinn í Þjóðvilj- anum. Hann viidi búa í sveit en vantaði fjármagn og fékk ekki lán. — Þetta myndu fleiri segja. — En svo ætlar pilturinn að hafa sig upp með braski hér og ætlaði að byrja á því að fá bil, en það tókst ekki. Og svo skilst mér, að hann sé hér og geri ekki betur en vinna fyrir sér. Það var þetta síðasta, sem ég hnaut um. Ékki ætla ég að rengja piltinn. Það safna ekki allir auði hér, þó að sumum græðist fé. En hitt ætlaði ég að fullyrða, að hefði hann verið heima í minni sveit, hefði hann fengið nóg að gera og getað lagt eitthvað fyrir og smám saman eignast bústofn, svo að hann hefði getað byrjað búskap. Hann gæti að minnsta kosti smá þokast í áttina að því marki. I»að er iilt hlutskipti a§. verða þræll húsabraskara í Reykjavík Þjóðviljapilturinn gæti eflaust feng ið nóg húsnæði í sveit fyrir lítið. Þar gæti hann líka fengið vinnu flesta daga ársins. Og í flestum sveitum myndi hann geta fengið landspildu til að rækta. Þannig er hægt að þokast áleiðis inn í búskap inn hægt og hægt, þó að lítið sé um rekstrarfé í byrjun. Það er stór mál að útvega bændum nauðsyn- legt lánsfé, en það er ekki öll fram- tíðin við það bundin. Mér skilst að helzti árangur af lífsbaráttu Þjóðviljapiltsins síðustu árin, sé sá, að h,ann hafi auðgað einhverja húsabraskara í .Reykja- vík pg er það vesalt hlutskiptt vöskum manni. Fjárhagslega stend ur hann engu nær því að geta tryggt eða undirbúið framtíð sína, en beztu ár ævi hans líða hvert af öðru. Þegar ég ber þetta auðnuleysi sam an við piltana í minni sveit, sem ekkert tóku að erfðum nema mann dóminn, en markvíst og ákveðið hafa stefnt að því, að verða bænd- ur á framtíðarbýlum, þá get ég ekki varist þvi, að mér kemur í hug, að enn sé hismið hreinsað frá hveit- Svo mælir þessi bóndi, og læt ég þar við sitja. Það er ef til vill eitt- hvað til í því, að þrátt fyrir allt sé betra, að fika sig áleiðis að settu marki en að láta sig reka stefnu- laust frá því, lengra og lengra. En l^rdbúnaðarþekking þeirra í Vísi, — harpingjan góða! Hana ræði ég ekki. Starkaður gamli. Jarðarför Sigurðar Sigurðssowar fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 15. janúar og hefst með bæn að heimili hans, Njálsgötu 22, kl. 1 miðdegis. Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Sigurðardóttir. Helgi Sigurðsson. Guðgeir Jónsson. Steinunn Guðmundsdóttir. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.