Tíminn - 13.01.1949, Blaðsíða 6
8
'1-i
TÍMINN, fimmtudaginn 13. janúar 1949.
9. blað
'R
ttljja Síc
Plmperncl Smitli
Óvenju spennandi og viðburða
rik ensk stórmynd er gerist að
mestu leyti i Þýzkalandi skömmu
íyrir heimsst,vrjöldina. — Aðal-
hlutverkið leikur enski afburða
leikarinn
LESLIE HOWARD
(Síðasta myndin, sem þessi
irægi leikari lék í) ásamt
FRANCIS SULLIVAN
MARY MORRIS
Sýnd kl. 5 og 9
Jutta fræuka
(Tante JuIIa)
Sprenghlægileg sænsk gaman-
mynd, byggð á mjög líku efni
og hin vinsæla gamanmynd
„Frænka Charley“.
Aöalhlutverk:
Karin Swanström
Gull-Maj Norin
Thor Modéen
Sýnd kl. 5, 7 og 9
(jcnmla Síc
Fliigkappinu!
(It’s in the Air)
Sprenghlægileg og spennandi
ensk gamanmynd
Aðalhlutverk leikur skopleikar-
inn.
George Formby
Polly Ward
Garry Marsh
Sýnd kl. 5 og 7
Uafoxarfáatðatbíc
Geymt cn ckki
glcyint
Tilkomumikil ensk stórmynd.
Aðalhlutverk leika:
John Mills
Martha Scott
Patricia Roc
Sýnd kl. 6.30 og 9
Sími 9249
JjatHatbíc
Maðurinn
frá Marokko
(The man from Moroco)
Afar spennandi ensk mynd
Aðaihlutverk:
Andlom Walbrok
Magnal Scott
Bönnuð innan 12 ára
Sýnd kl. 5 og 9
7rif2cli-bíó
Söngur hjartans
(Song of my heart)
Sýnd kl. 9
Við hittumst á
Broadway
Amerísk gamanmynd frá Colum
bia picture.
Aðalhlutverk:
Marjorie Reynolds
Jinx Falkenburg
Fred Brady
Sýnd kl. 5 og 7
Sími 1182
Uajjhatbíc
Nótt í Paradís
Gullfalleg íburðarmikil ævin-
týramynd frá Universal Pictures
í eðlilegum litum.
Aðalhlutverk:
Merle Oberon
Turham Bey
Thomas Gomez
Aukamynd:
ALVEG NÝJAR FRÉTTAMYND
IR FRÁ PATIIE, LONDON
Sýnd kl. 5 og 9
Aðgöngumiðasala hefst kl. 1 e.h.
Sími 6444
Fmræðurnar um
Atlantsliafs-
kandalagið.
(Framhald af 5. stBu).
en sá áróður kommúnista, að
hjáseta muni vernda okkur
§egn þeim. í því þyrfti líka
siður en svo að felast neinn
fjandskapur við vestrænu
þjóðirnar, þótt við sættum
okkur ekki viö öll ákvæði
bandalagssáttmálans. Það
stafaði ekki af neinum fjand-
skap við Dani, þótt við sætt-
um okkur ekki við yfirráð
þeirra. Þótt við viljum hafa
góða vináttu við einhverja
þjóð eða þjóðir, verðum við að
minnast þess, að við eigum
verðmæti, sem eru okkur
mikilsverðari en nokkuð ann
að, þar sem eru þjóðernið,
móðurmálið og hin sérstæða
menning þjóðarinnar.
Atlantshafsbandalagið er
enn á því stigi, að ekki er
hægt að marka endanlega af
stöðu til þess, þar sem vænt-
anlegur sáttmáli þess liggur
ekki fyrir. Við getum ekki
byggt afstöðu okkar á spá-
dómum um það, hvernig
hann verður. Hltt getum við
gert okkur ljóst hvar við
Stöndum og hversu Iangt viö
Sœjarbíc
H afnarfirBi
Monsieur Verdoux
(Fool's Gold)
Sérstaklega spennandi amerísk
kúrekamynd.
CHARLIE CIIAPLIN
Sýnd kl. 9
Svikift gull
Kúrekahetjan fræga
WiIIiam Boyd
og grínleikarinn
Andy Clyd
Synd kl. 7
Sími 9184
grundvelli. Gerum við það
stöndum við betur að vígi til
þess að taka afstöðu til At-
lantshafsbandalagsins, þegar
það mál liggur endanlega fyr
ir.
XXY
teljum okkur fært að ganga
samkvæmt því. Erum við með
austrinu eða vestrinu eða ger
um við ekki neitt upp á milli?
Slík athugun mun áreiðan-1
lega leiða til þeirrar niður-1
stöðu, að yfirgnæfandi meiri
hluti þjóðarinnar fylgir vestr
inu að málum. Samkvæmt því
hlýtur þjóðin þá að marka af
stöðu sína. Hinsvegar leiðir,
ekki af því, að þjóðin telji sig
skuldbundna til þess að gera
allt, sem vestrið kynni að,
heimta af henni. Hún verður,
jafnframt að gæta smæðar |
sinnar og sérstöðu. Hið sér-
staka hlutverk íslenzku þjóð- j
arinnar er að vernda íslenzkt I
þjóðerni, íslenzkt tungumál,
íslenzka menningu. Það hlut-
verk ber henni að setja ofar,
öllu og afstaða hennar hlýtur
alltaf að markast af því.
Á þeim grundvelli, sem hér
er markaður, eiga umr. um
þetta mál að byggjast enn,
sem komið er. Hvar stöndum
við og hvað teljum við okkur
fært að ganga langt í sam-
ræmi við það? Um þetta get-
um við rætt, án meira og
minna villandi ágizkana um
væntanlegan sáttmála Atlants
hafsþjóðanna. Við eigum að
ræða þetta má.1 með kaldri og
rólegri íhugun á þessum 1
Dáiiariniiiiiiiig.
(Framhald at 3. slBu)
hjá um tíma, að eins vel vildi
hann vinnu hans eins og
tveggja meðalmanna.
Þorsteinn var listelskur og
söngvinn, eins og hann átti
kyn til. Þegar dagsverki
hans var lokið, gaf hann sér
oft tómstund til þess að opna
orgelið sitt, leika á það og
syngja nokkur lög. Söfnuðust
þá dætur hans kring um
hann og hlustuðu hugfangn-
ar á rödd pabba og orgeltón-
ana hans. Svo lærðu þær að
syngja með honum, jafnóð-
um og þær komust á legg.
Þorsteinn var ágætur heim
ilisfaðir, ávallt glaður og
prúður. Átti líka yndislegt
heimili og konu, sem var hon
um að öllu leyti samboðinn
lífsförunautur. Grönnum sín
um og sveitungum reyndist
hann ávallt hinn mesti
greiðamaður, eins og öðrum,
sem til hans leituðu.
Sjúkdómsþrautirnar bar
hann með mikilli karl-
mennsku.
Þaö er augljóst, hvílíkur
harmur er kveðinn að nán-
ustu ástvinum þessa frábæra
atorkumanns við fráfall hans,
svona í blóma lífsins. En hér
sannast eins og oftar orð
skáldsins:
„Vandi er að skilja lífsins
herra“.
Sigurjón Kristjánsson
frá Krumshólum.
HeiIsuverndarstöSin
Bólusetning gegn barnaveiki held
ur áfram og er fólk minnt á að
láta endurbólusetja börn sín. Pönt-
unum veitt mótttaka aðeins á
þriðjudögum frá kl. 10—12 í síma
2781. 'v’’' ■ '
BERNHARD NORDH:
í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA
29. DAGUR
um, að þeir fengju að halda heimilum sínum og sóttu hey-
skapinn af ofurkappi. Það var unnið af kappi frá morgni til
kvölds, og svitinn rann í lækjum af léttklæddu fólkinu.
Hvergi voru samfelldar engjar, þar sem hægt væri að slá
hvern skárann af öðrum og hlaða grasinu upp í stóra múga.
Það varð að slá grýtta halla og þýfða mýrabletti, þar sem
gráðugur mýflugnasveimur gerði vinnuna að kvalræði.
Sjaldan voru þessi slægjublettir heima við bæina. Engja-
íólkið varð oft að ganga hálfa mílu kvölds og morgna, og
stundum kom það fyrir, að hálfstálpuð börn hnigu niður
af þreytu á leiðinni, svo að bera varð þau heim, hágrát-
andi.
Hans Pétursson var að hreinsa mýrarskák við vatniö,
vestan við byggðina í Marzhlíð. Hann ætlaði að reyna að
gera þar slægjublett. Hann hjó víðirunnana með stuttum,
sterkum ljá og rakaði saman sinunni, hlóð afrakinu í köst
og blés af ákafa. Hann gaf sér varla tíma til þess að mat-
ast, heldur hjó og lagði, eins og hann væri að berjast um
heimsyfirráð. Hann var þegar búinn að hreinsa allstórt
svæði — ekki eitt fet af þeirri jörö var hægt að kalla ráns-
feng, ekki svo framarlega sem bletturinn var innan lög-
skráðra landamerkju Marzhlíöar. Hreindýrin fóru að vísu
um, bæði vor og haust, en víðikjörr og stararsund voru ekki
eftirsóttir hreindýrahagar. Fyndust grænir grasblettir á
þessu landi, hafði sú jörð sogið í sig margan svitadropann.
Hér var ekkert fengið mönnum upp í hendurnar, og oft
hefði orðið ódrjúgar innanskæfurnar í hlöðunum, ef ekk-
ert land hefði verið rutt, áður en borinn var ljár í gras.
Hans Pétursson var breyttur frá því, sem verið hafði síð-
ustu árin.*Þunglyndissvipurinn var horfinn af honum. Hann
bar höfuðuð hærra, og það var eins og færzt hefði meirí
orka í sinaberan líkamann. Hvað eftir annað deplaði hann
augunum á móti sólinni, eins og hann væri að trúa henni
fyrir stórfenglegu leyndarmáli.
Fólkið í Marzhlíð vissi samt góð' skil á leyndarmálinu.
Það var ekki nema mannlegt, þótt það, sem beðið hafði
verið eftir í meira en í fimmtán ár, vitnaðist meðal heima-
mantia. Kona Lars hristi höfuðið áhyggjufull, þegar hún
fékk að vita, hvernig ástatt var. En hún sagöi ekki neitt,
sem gæti kastaö skugga á vonir Gretu. Yngri konurnar í
Marzhlíð urðu undrandi — að hugsa sér, aö Greta skyldi
loks vera orðin barnshafandi!
Hans kveið ekki komandi dögum. Vitaskuld var Greta
orðin heldur roskin til þess að eignast barn. En það hafði
þó gerzt áður, að konur eignuðust fyrsta barnið, þegar þær
voru komnar á hennar aldur. Það eitt óttaðist Hans, að
þessi nýi Hlíðarmaður myndi ekki fá þann mat, sem hann
þarfnaðist sér til vaxtar og viðurværis. Hann varð að eign-
ast aðra kú, og það var orsök þess, hve fast hann sótti starf-
ið á hinu fyrirhugaða stararengi. Þótt nú væri hálfu meira
að gera en áður, fékk Greta ekki að vinna eins mikið og
undanfarin ár. Hún varð að gæta sin vel — mátti ekki
taka upp þungar byrgðar, varð að gæta þess að hrasa ekki.
En gleðin drottnaði samt í huga Hans. Það lá við, að hann
tryði því, að ásigkomulag Gretu væri fyrirboði betri tíma
í fjallabygðunum — tákn þess, að bændurnir þyrftu ekkl
að óttast valdboð, sem bolaði þeim brott af ábýlisjöröum
sínum. .
Það var dásamlegt veður þetta síðsumar. Það rigndi
hvorki of mikið né of lítið. í kartöflugörðunum virtist góð-
ur vöxtur, og byggöxin urðu þyngri með hverjum degi sem
leið. Það var langt síðan, að svona árgæzka hafði verið í
Marzhlíð. Vonir manna brugðust ekki heldur. Byggið náði
fullum þroska, áður en frjósa tók um nætur, og bráðum var
liðið að haustmessunni í Fattmómakk.
Þau Hans og Greta kærðu sig hvorugt um að fara . til
kirkju í þetta skipti. Það gat beðið til Jónsmessunnar að
ári — þá myndu þau eiga þangað erindi. Drengurinn átti
að heita Lars. Það var þegar ákveðið. Páll sat líka um kyrrt,
þótt Greta byðist til þess að annast ísak. Aðrir af Hlíöar-
íólkinu fóru til kirkjunnar.
Það var ekki eins mannmargt í Fattmómakk og um Jóns-
messuna, þótt nú væri fleira af kvenfólki. Ekkert bar til
tiðinda, og allt fór fram með svipuðum hætti og endranær.
Það virtist kominn á fullur friður. Stöku sinnum gaf þó
augnaráð til kynná, að ehgin ást var enn milli Láppanna