Tíminn - 29.01.1949, Page 2

Tíminn - 29.01.1949, Page 2
2 TÍMINN, laugardaginn 29. janúar 1949 20. blað Jrá kafi til keiía f dag: er 9. Þorradagur. Sólaruppkoma kl. 9.18. Sólarlag kl. 16,11 „Huldar eru lendur allar þéttu lagi þykkrar mjallar". I nótt: Næturlæknir er 1 læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1Í60. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpib í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla. — 19.00 .nskukennsla. 19.25 Tónleikar: Sam söngur (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Préttir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og trió. 20.45 Leikrit: „Morðið í rannsóknarstofunni" eft ir Escabeau. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. 22.00 Préttir og veður- fregnir. 22.05 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. í Hvar eru. skipin? Esja er í Reykjavík og fer héðan næstkomandi mánudagskvöld aust- ur um land í hringferð. Hekla er í Álaborg. Herðubreið var væntan- leg til Reykjavíkur í morgun að austan og norðan. Skjaldbreið var á Akureyri í gær. Súðin er í Reykjavík. Þyrill er í Reykjavík. Hermóður var á Skagaströnd í gær á leið til Hvammstanga og Blöndu óss. . Einarsson & Zoega Poldin er á leið frá Hull til Reykjavíkur með viðkomu í Pær- eyjum. Lingestroom fór frá Aber deen á miðvikudagskvöld til Reykja víkur með viðkomu í Færeyjum. Reykjanes er á Húsavík, lestar saltfisk til Grikklands. Flugferðir Geysir er í New York. Gullfaxi er á Gander. Hekla er í Reykjavik. Ekkert flogið innanlands í gær vegna óveðurs og snjós á flug- völlunum. Árnað heiila Trúlofanir. Nýlega hafa birt hjúskaparheit sitt ungfrú Helga Leifsdóttir frá Þingeyri og Hákon Kristófersson vélvirki frá Hvestu. Einnig ungfrú Lóa Bergmann Puglavík og Sigurjón Þorvaldsson Gamla- Hrauni. ' Ennfremur ungfrú Hulda Sveins dóttir af Barðaströnd og Kristinn Jósefsson, Patreksfirði. Úr ýmsam áttam Gestir í bænum. Magnús Ólafsson bóndi Vestur- botni Patreksfirði. Kristmundur Björnsson Patreksfirði. Júlíus Þórð arson Múla Barðarströnd. Frú Guð rún Guðmundsdóttir Seyðisfirði, Kristján Þórðarson Múla Barða- strönd. Steinþór Þórðarson Múla Barðaströnd. Sæmundur Ólafsson Bíldudal. Páll Ágústsson Bíldudal. Barnaskemmtun. Á morgun kl. 1.15 veröur haldin skemmtun fyrir börn i Tjarnarbíó, og verður vel til hennar vandað. Lárús Pálsson leikari mun lesa upp og Barnaleikflokkur Melaskólans leika sjónleik. Að lokum verður sýnd kvikmynd. Skjaldarglíma. Eins og venjulega verður skjaldar glíma Ármanns háð 1. febr. og fer hún fram í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Þátttakendur kváðu verá frá fjóum félögum: Ármanni ■ K. R„ U. M P Vöku og U M P Reykjavíkur. Skjaldarglíman fór fyrst fram ár ið 1908 og hefir oftast farið fram á hverju ári síðan og jafnan verið fjölsótt og vakið mikla eftirtekt. þó að það væri einkum á fyrri árum glímunnar, þegar þeir voru upp á sitt bezta. Sigurjón á Ála- fossi, Magnús Kjaran, Halldór Hansen. Guðmundur Kristinn o. fl. Frá Króksfjaröarnesi. Préttamaður frá Tímanum átti símtal við Jón Ólafsson í Króks- fjarðarnesi í gær. Kvað hann mik inn snjó þar vestra og nærri hag- laust fyrir fé, dálitlir hagar væru fyrir hross ennþá. Deyfð og kyrrð væri yfir fá- mennurn sveitum þar vestra. Sam- göngur við fjarlægari byggðir væru engar, hvorki á landi né sjó. Á Króksfirði og Gilsfirði væri mikill ís og væri hann þó meira á reki um firðina heldur en fastur. En hann hamlaði algerlega að hægt væri að komast nokkuð á bátum sjóleiðina. Og bílfæri á landi væri ekki að tala um. Frá Landgræðslusjóði. A árinu 1948 námu gjafir og á- heit til sjóðsins kr. 5025 — og eru þar í fáeinar minningagjafir. Stjórn sjóðsins hefir gefið út minningarspjöld. sem fást á skrif- stofu sjóðsins, Borgartúni 7. en verða væntanlega til sölu víða um land. Allar minningargjafir eru færðar í sérstaka bók, og má þar, ef þess er óskað, láta bóka helztu æviatriði hinna látnu. Fyrsta dánar gjöfin kom frá U. M. P. Kjalarness til minningar um Bjarna Ólafsson frá Brautarholti. Styrktarfélagar sjóðsins hafa reynst honum góðir. Landgræðslusjóður á nú um 480 þús. krónur. Það er ósk og von stjórnar sjóðs- ins, að menn muni hann og leggi honum lið. Pé, sem til hans renn- ur fer beint til uppgræðslu landsins- « LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir GULLNA HLIÐIÐ á morgun kl. 3. Miðsala í dag frá kl. 2—4. || VOLPOIVE :: í kvöld kl. 8. Miðasala í dag frá kl. 4—7. Börnum :f ♦♦ ♦♦ :: innan 16 ára bannaður aðgangur. — Sími 3191. ♦♦ itit♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ■ IIIIIIIIIIlllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllltllllllllllIIIIIIIIIIIlIlllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllIIIIIIIIIIIIllllIIIIIIIIIIl*llll S. G. T. Dansleikur I áð Röðli í kvöld kl. 9. (Nýju- og gömludansarnir). Sími | 1 5327. | niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii|iiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>*»*i>ii»i*>iii S. K>T. Eldri dansarnir I G. T.-húslnií í kvöld kl. 9. — Húsinu lokað kL 10.30. Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< :: INGÓLFSCAFÉ. :: ♦♦ U édídri di cmMinur í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. Gengið inn frá Hverfis- götu. — Sími 2826. — ÖLVUN BÖNNUÐ. f| :::::::::::: >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ >*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« u :: Markarfliótsf lóðið Ungur maður, Jón Sigurðsson frá Brúnum í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, hefir sent Timanum bréf rnn atburðina þar eystra, og fer það hér á eftir. Eins og margir munu vita, var fljótið áður búið að leggja þrjá bæi í þessum hreppi í eyði, eftir að fyrirhleðslan var gerð, og var einn þeirra æsku- heimili Jóns. Hann segir svo: „Vegna greinarkorns, í heiðruðu blaði yðar frá 25. þ. m., er nefn- ist „Hamfarir Markarfljóts," langar mig að gefa smáskýringu, er gæti orðið til þess, að misskiln- ingur er virðist mjög útbreiddur, verði leiðréttur og þar með komið í veg fyrir óþarfar og ómaklegar getsakir í garð Eyfellinga. (í Tím- anum var aðeins beint fyrirspurn til yfirvalda, sm mannvirki eins og Seljalandsgarðurinn heyra undir.) Ég er fæddur og uppalinn á bæ, sem stendur vestan við Markar- fljót og því vel kunnugur fljótinu og háttum þess. Fréttaflutning þann sem við- hafður hefir verið um hina svo- nefndu „stiflu" er mér og fleiri kunnugum mönnum litt skiljan- legur, þeir sem ókunnugir eru hljóta að álita að um klakastíflu sé að ræða á mjög takmörkuöu svæði í farvegi fljótsins, vegna þeirra ætla ég að reyna að lýsa staðháttum í sem stytztu máli. Eins og þeim er kunnugt, sem farið hafa þjóðveginn austur und- ir Eyjafjöll er Markarfljót i til- tölulega þröngum farvegi við brúna, því að frá brúnni liggur garður norður sandana í Stóru Dímon og svo í áframhaldi, inn eftir aurunum, garðspottar, til þess að veita vatninu austur undir Markarfljótsbrúna úr farvegum Þverár, Affalls, Ála og Fauska. Þegar suður fyrir brúna kemur rennur fljótið dreift” um aurana í mörgum kvíslum. Þar er ekki ann- að aðhald að því en garðstubbar, sem hlaðnir hafa verið til þess að kasta þvi vestur á bóginn til þess að verja þjóðveginn, sem liggur suður með Eyjaf jöllunum frá Markarfljótsbrú að Seljalandi, en þar beygir vegurinn til austurs, einnig eiga þessir straumbrjótar að varna landbroti á jörðum þeim sem þarna eru. Syðstur og mestur þessara garða er garðurinn við Seljalandsmúla, sem nú hefir brostið. Eins og þeim er kunnugt, sem landafræði hafa lært, er fljótið myndað úr alimörgum jökulám, sem koma saman við svonefndan Merkurrana, sem er syðst á Þórs- mörk. Suðaustan við Þórsmörk koma árnar: Jökulsá, Steinsholtsá, Kross á og Hvanná, en norövestan við, Markarfljót sjálft, þessar ár sam- einast því og heldur það nafni sínu til sjávar. Þar sem fljótið rennur svo langa leið, er það auðskilið að krap hlýt- ur að myndast í því í frosthörk- um og snjóum, enda hefir sú orð- ið raunin á oft á undanförnum árum. Vegna þess hve fljótið renn- ur dreift, þegar framar dregur, eru víða grynningar og brot í því, þar stöðvast krapið og botnfrýs með þeim afleiðingum að vatnið renn- ur yfir þessar hindranir og út á eyrarnar í nánd og frýs þar smám saman, þegar straumurinn stöðv- ast á brotunum, og myndast þann- ig smámsaman samfelld íshella, oít margra kílómetra löng eftir farvegi fljótsins, sem engri skepnu er fært út á. •> Meðan Þverá rann eftir sínum gamla farvegi kom þetta ekki svo mjög að sök, en nú þegar allt vatnsmagnið rennur í farvegi Markarfljóts þoldi varnargarður- inn við Seljalandsmúla ekki vatns- þungann, sem á hann lagðist. Af framanrituðu má sjá að um eina stíflu var ekki að ræða, held- ur samfellda ís og krapahellu, sem ógjörningur var að ráða við, enda engum íært út á eða yfir hana, nema fuglinum fljúgandi, og því ekki hægt að ásaka Eyfellinga né aðra fyrir vanrækslu eða slóða- skap í þessu máli. Ef einhverjum er um að kenna, hvernig komiö er, eru það þeir menn, sem réðu því að Þverá var veitt í Markar- fljót án þess að styrkja áður garð- ana við Markarfljót, svo að þeir þyldu hið geysilega vatnsmagn og það voru áreiðanlega ekki Eyfell- 1 ingar, sem voru að því ráði. I Ef einhver efast um að ég fari 1 með rétt mál, vil ég ráðleggja ' honum að taka landabréf og I grúska í því dálitla stund, eða | sem betra væri að fara og sjá ' hvernig til hagar við Markarfljót I ef hann á þess kost, áður en hann slær fram getsökum í garð þeirra ' mappa. sem eiga þarna við mikla j og alvarlega erfiðleika að stríða“. 1939-1949 :: :: HALLBJORG BJARNADOTTIR syngur í Aiisturbæjcirisíó :: l>riðj)udag'inn 1. febrtiar kl. 11,30 c. h. :: ♦♦ ♦♦ U Hljóinsveit undir stjórn Einurs MarUús H i H ♦♦ - , ♦♦ U sonar aðstoÓar. Hraðteikuarinn sýnir ♦♦ ít ft skop ojí sjónbverfingateikningar. :: ♦♦ a ♦♦ :: U Aðgöngumiðar í Hljóðfærahúsinu Bankastræti. Sími U :: H* :: 3656. U :: H :: :? miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iu»i»iiiiiiMi>iii»iiii>»m»>»mimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiii»u»»i»»iii> Atvinna Duglegur og reglusamur verzlunarmaður, með § I góða þekkingu á innflutningsverzlun, getur fengið at- f 1 vinnu hjá ríkisstofnun nú þegar. Ennfremur vantar 1 I vana vélritunarstúlku, sem er vel að sér í tungumálum = i og hraðritun í sama fyrirtæki. | § Umsóknir merktar „Atvinna ríkisstofnun" leggist 1 I inn á afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld 31. jan.- i I»i*»i»imim**limi*>*i***>»imm>>>>»mm>H»m»»*iiM*i>m»m»»iiiiimmmimmmiHm>iM*H»i»»»»*,,*,,»* Lokaðí Vinnufatagerð íslands h.f.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.