Tíminn - 29.01.1949, Qupperneq 4
4
TÍMINN, laugardaginn 29. janúar 1949
20. blað
Hálfyrði um stjórnarskrármálið
i.
Stundum fer það svo þegar
um vandamál er að ræða,
sem krefst bráðrar úrlausnar,
að tillögur um það hvernig
oeri að leysa þau ákjósanlega
yerða svo margar og sundur-
leitar, aö úr því skapast ring-
olreið, sem einatt reynist erf-
itt að ráða fram úr.
Ýmislegt bendir til þess, að
ívo ætli að fara um endur-
skoðun stjórnarskrár vorrar,
pann hlutann, sem kveður á
.im fyrirkomulag elztu stjórn
ar landsins, kosningatillög-
jnina, kjördæmaskipan og
pingmannatölu.Vegna þess að
ýmsir landshlutar hafa und-
anfarið verið rændir fjár-
ínagni við hina miklu fólks-
rlutninga til fjölmennari
staða, svo til fullkominnar
auðnar horfir í sumum byggð
jm, þá hyggja ýmsir menn, að
helzt henti, að setja undir
penna leka með því að setja
a stofn svonefnd fylkisþing,
með tilheyrandi stjórn, í því
skyni að skapa jafnvægi í
pessu efni.
Af þessum rótum munu
runnar hinar nýstárlegu til-
iögur þeirra Norðlendinga og
Austfirðinga í stjórnarskrár-
málinu, sem birtar voru í
olöðunum í haust. — Þar er
gert ráð fyrir sérstökum
fylkjum og fylkisþingum, er
iomi saman árlega, og kosið
skuli til á svipaðan hátt og
;il Alþingis.
— Hugmynd þeirra er, að
iylkisþing þessi hafi ríf fjár-
fáð, annist eða leggi fé til
samgöngumála, og ýmissa at-
/innumála fylkjanna, og svo
cil kennslumála þeirra sem
ekki eru bundin sérstökum
iögum, að sjálfsögðu til hvers
ioriar menningamála.
Hugsun þessara manna er
að efla héraðsvaldið. Því skal
líka sízt neitað að slíks sé
brýn þörf. — En hér virðist
mér skotið yfir markið. — Hér
er stofnað til nýrra héraða-
skipunar ofan á þær, sem fyr-
:ir eru. Helzt er svo að sjá,
sem það sé amtafyrirkomulag
ið gamla í breyttri mynd og
með nokkuð víðtækara valds-
sviði, sem fyrir tillögumönn-
-im vakir.
Svipað fylkjaskipulag er í
Noregi, og nokkuð í líkingu
við það í Svíþjóð.
Hér er ætlast til að bætist
við ný stofnun, og hún ekki
smávægileg, sem nokkurs kon
ar yfirstjórn, sýslunefnda og
oæjarstjórna í fylki hverju.
Tilganginum með valda-
aukningu héraðanna virðist
mér' betur náð með því, að
efla vald núverandi héraðs-
stjórna, og þá einkum sýslu-
nefndanna. Yrði þá fyrst að
útvega þeim nýja og aukna
tekjustofna. Mætti gera það
með tvennu: Tillagi úr ríkis-
sjóði, og meira eða hærra
sýslusjóðsgjaldi, ellegar hlut-
deild í skattgjaldi viðkomandi
öýslufélags. — Máske öllu
þessu.
Jafnframt þarf að breyta
núverandi sýsluskiptingu ger-
samlega. — Það er eitt hið
xurðulegasta fyrirbrigði í
stjórnmálasögu okkar að
sýsluskipting landsins skuli
hafa staðið óbreytt öldum
saman. — Að vísu hefir sýslu-
xélögunum sums staðar verið
breytt, og nokkrir verzlunar-
/staðir innan sýslunnar feng-
jEfiis* Mrisljása Jónsson, Garðsstöðuni
ið kaupstaðaréttindi, en lög-
sagnarumdæmin, valdssvið
sýslumannanna, eru óbreytt.
Er óhætt að fullyrða það, að
gervöll skipting sýslufélag-
anna, og lögsagnarumdæma
landsins er gersamlega úrelt
og óréttlát um leið.
Má það teljast næsta furðu
legt, að Alþingi skuli ennþá
ekki hafa hugkvæmst að
skipa milliþinganefnd til að
endurskoða sýsluskiptingu
landsins.
Það mál þolir varla lengri
bið.
Með því að efla sýslufélögin
á nýjum grundvelli ætti að
nást sá hugsanlegi tilgangur
Norðlendinganna, að auka
vald héraðanna á stórum ein-
faldari kostnaðarminni og
heppilegri hátt, en með fylkja
fyrirkomulaginu.
— Það er gersamlega þýð-
ingarlaust, að ætla sér að
hrófla upp nýjum stofnunum,
og það jafn veigamiklum og
hér er ráðgert; án þess að
ætla þeim rífleg fjárráð. Eft-
ir því valdssviði, sem þessum
fylkisþingum er ætlað,
mundu engar smá-upphæðir
nægja þeim til handa.
í tillögum Norðlendinga er
gert ráð fyrir árlegu fylkis-
þinghaldi. Það yrði, ef að lík-
um lætur talsvert umfangs-
meira en þing aðalatvinnuveg
anna. Búnaðarþings og Fiski-
þings, ellegar stéttarfélag-
anna. Þing þessi eiga að skipa
15 og upp að 30 fulltrúar. Ó-
þarft er að gera ráð fyrir að
slíkar samkomur stæðu skem
ur en mánaðar tíma. — Nú
er gert ráð fyrir 6 fylkisþing-
um, og getur þá hver sagt
sjálfum sér, að þingkostnað-
ur þeirra allra yrði ekkert
smá.ræði. Ofan á þetta bætist
svo fylkisstjóri, starfslið hans
og annað skrifstofuhald. —
Geti uppástungumennirnir
bent á hagkvæm ráð að
minnka Alþingiskostnaðinn
um tilsvarandi upphæð, eða
að draga úr embættiskostn-
aði ríkisins, því sem fylkja-
kostnaðinum nemur, myndu
sennilega renna tvær grímur
á ýmsa þá, sem nú munu
spyrna fast gegn fylkja upp-
ástungu þeirra. — Ég tel
kostnaðinn þó ekki aðalatriði
málsins, heldur þá margskipt
ingu héraðsvaldsins, (hrepps-
nefndir, sýslunefndir, bæjar-
stjórar og fylkisþing), sem
hér á að stofna til — auk upp-
ástungunnar um að láta fylk
isþingin kjósa efri deild Al-
þingis.
Ýmsir virðast hallast að
þessum fylkjatillögum, sem
hinum heppilegustu til rétt-
látrar dreifingar á innflutn-
ingsvörunum, þannig að
hvert fylki hefði innflutnings
málin í sínum höndum. Ó-
þarft er að gera ráð fyrir
slíkri stefnu þótt fylkja fyrir-
komulagið yrði lögfest. — Yf-
irstjórn þessara mála verður
að vera á einum stað. Heppi-
legra væri þá að skipa einn
fulltrúa úr hverjum lands-
fjórðungi í slíka nefnd, ef til-
tækilegt sýndist.
Um skömmtunarmálin er
það að öðru leyti að segja, að
þau eru tímabundið ástand,
sem enginn getur sagt um
hvernig snúast kunni i fram-
tíðinni. En í bilj má slá því
föstu, að úr því einstaklingi
hverjum eru skammtaðar vör
ur, fleiri eða færri tegundir,
þá hljóti þessi sami einstakl-
ingur að mega ráða því, hverj
um hann felur að kaupa þess
ar vörur fyrir sig. — Sá hrá-
skinnsleikur, sem hér er hafð
ur í frammi og þau falsrök,
sem teflt er fram gegn þessu
sjálfsagða fyrirkomulagi
hljóta von bráðar að falla um
sjálft sig.
II.
Þá er eftir að minnast á
eitt aðalhlutverk þessara
fylkisþinga, en það er að
kjósa 18 fulltrúa til efri deild
ar Alþingis. — Álitamál er
mikiö hvort Alþingi skuli tví-
skipt, og mun það ekki gert
að umræðuefni hér. En eigi
að halda sér við tveggja
deilda fyrirkomulagið, þá er
einsætt, að þingm. sjálfir eiga
ekki að velja sér sínum hóp
þangað. Annað hvort verður
— ef halda skal tveggja
deilda fyrirkomulaginu — að
kjósa til efri deildar í stórum
kjördæmum með hlutfalls-
kosningum, ellegar þá að ein-
hverjar stofnanir, verða að
kjósa efri deildar þingmenn-
ina.
Ef fylgt skyldi hugmynd
Norðlendinganna og Aus’tfirð
inganna, en fylkjahugmynd-
in riæði ekki fram að ganga,
væru sýslunefndir, eða máske
hreppsnefndir og bæjarstjórn
ir landsins þar rétti aðilinn.
— Þeir, sem ólmir vilja taka
upp þenna hátt með skipt-
ingu efri deildar, þurfa ekki
þeirra vegna að taka upp
fylkjaþinga fyrirkomulag.
Hins vegar munu flestir telja
að sýslunefndum eða hrepps-
nefndum og bæjarstjórnum
væri veittur ótilhlýðilega mik
ill réttur með því að veita
þeim vald til kjörs á efri deild
ár þingmönnum. Til þess mun
því ekki koma.
Loks er svo að minnast á
þá uppástungu fylkjahöfund-
anna, að forseti skuli kosinn
beinum kosningum af alþing-
isstjórnendum, og að forset-
inn sé jafnframt forsætisráð-
herra. — Hann skuli mynda
ríkisstjórn, eða eiginlega
skipa ráðherra sér við hlið. —
Alþingi geti að vísu samþykkt
vantraust á stjórn forsetans,
en þá skuli þegar rjúfa Al-
þingi og jafnframt alþingis-
kosningum fara fram forseta
kjör. Ef forseti verður endur-
kosinn, fellur vantraustsyfir-
lýsingin, forseti fer áfram
með stjórn, og má ekki bera
fram vantraustsyfirlýsingu í
næstu tvö ár. Ella fer fram
forsetakjör.
Þetta mun eiga að vera
skrautbl. í fjórðungsþingatill.
Allt virðist þetta þung-
lamalegt fyrirkomulag, og
endurómar af stjórnarfyrir-
komulagi Bandaríkjanna.
Fyrsta spurningin er: Hvers
vegna á að svipta Alþingi rétt
inum til að mynda ríkis-
stjórn? Er ekki yfirleitt regl-
an sú, að kjörnir fulltrúar
kjósi sér stjórn, en aðrir að-
ilar skipi hana ekki?
í þessu sambandi er vert að
minna á það, að um nokk-
urra ára skeið var sá háttur
haföur, aö bæjarstjórarnir
(Framhald á 6. siðu).
Útvarpið okkar barst í tal milli
mín og félaga míns í strætisvagni
í gær. Hann fór að tala um morgun
tónleikana og taldi þá ærið mis-
heppnaöa. Þarna væru leikin dans-
lög og virtist þannig vera reynt
að miða við smekk yngra fólks, en
það væri ekki vaknað á þeim tíma
dags, nema skyldan ræki það, en
þá færi það líka heiman að til
náms eða starfs og gæti því ekki
hlustað.
Prestarnir ættu að skiptast á um
morgunbænir í útvarpinu, sagði
þessi maður. Þannig ætti að byrja
hvern dag. Það myndi ekki neinn
'hafa illt af því og það þyrfti ekki
að verða þreytandi eða leiöinlegt
fremur en til dæmis að hlusta á
þjóðsönginn á hverju kvöldi, eins
(og flestir kunna vel við. Þetta
sagði þessi maður og ég vil gjarn-
an lofa tillögum hans og athuga-
semdum að berast út til almenn-
ings.
* Pólitískar fréttir skipa alltof
mikið rúm í útvarpinu að áliti
þessa manns, — það er að segja
útlendum fréttum auðvitað. Ó-
merkileg ummæli eftir ómerkileg-
um blaðamanni eða stjórnmála-
manni væru sögð og endursögð í
tíma og ótíma, ef þau lytu að styrj-
aldarmálum og stórpólitík, en
merkar fréttir um heilbrigöismál
og þess háttar heyrðust ef til vill
aðeins í morgunfréttatíma. Ég hef
áður orðið var við svipaða skoðun
og vel má ræða það, hvort almenn
ingi sé ljúft, að annar blær komist
á fréttaþjónustuna að þessu leyti.
Hitt er augljóst, að það þykir að
vissu leyji meira fréttnæmt við
það, sem þykir eitthvað snerta á-
stand og horfur í stríðshættumál-
O.i
um og benda til hverra veðra sé von
á því sviði, heldur en sumt annað,
sem hefir langan aðdraganda eða
þá skýrslur um ástand liðins tíma.
En ég ætlaði annars ekki að ræða
þessi mál annað, en að flytja álit
kunningja míns.
Ég fann hérna í skúffu minni
kveðskap, sem legið hefir fyrir um
stund. í dag læt ég koma ljóð Jóns
bónda um sálnaveiðar:
Mörg voru mótin í sumar,
meina víst snótir og gumar
að önnur eins öskur og læti
eitthvað úr vandanum bæti.
Poringjar flokkanna vóru
fyrstir á dansana stóru,
þeir fluttu þar fegurstu ræður
þið fylkið nú með okkur bræður.
En trúin á mátt sinn og megin
meinlega yfirgaf greyin,
svo allir þeir urðu að hafa
aðra, sem liðugra skrafa.
Þar „Konni“ var kærasti gestur
þá komið er austur og vestur.
Eins er hann Alfreð svo slyngur
og ágætyr þegar hann. syngur.
Öskubuskurnar ungu,
æfðu sig „jóðluðu" og sungu.
Kvikmyndir komu í skörðin
svo kafrjóð af gleði var hjörðin.
Dauðinn frá ríkinu deiddi
dáðir. En lokkaði og seiddi
æskuna að unnast og kyssa
svo enginn vill skammtinn sinn
missa.
Þarna hafið þið það kvæðið.
Starkaður gamli
Öllum þeim, sem sendu mér skeyti og ávörpuðu mig
á níræðis afmæli mínu sendi ég beztu þakkir og óska
þeim alls góðs í framtíðinni.
Björn Björnsson,
frá Hólum.
| TILBOÐ |
I óskast í efni og smíði á 28 gluggum fyrir síldarverk- 1
| smiðju Fáxa s.f., Reykjavík. Uppdrátta og lýsingar má f
\ vitja á teiknistofu Almenna byggingafélagsins h.f., |
1 Borgartúni 7, í dag og á morgun. 1
Faxi s.f.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIMMIMIMIIIIIIIMItllllllllllllllMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU
Vér eigum fyrirliggjandi
Galvaniserað boltajárn y2” og %”.
Skipsspídara, ýmsar stærðir.
Kýraugu, opnanleg og óopnanleg.
VERÐ MJÖG HAGSTÆTT.
Landssmiöjan
Sími 1680.
Auglýsið í TÍAAANUM
Jk
%