Tíminn - 01.02.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.02.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsinu 4373 og 2353 Ritstjórnarsímar: ingasími 81300 Afgreiöslu- og auglýs- Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 1. febrúar 1949 22. blað. Almælishátíðahöld Armanns íiefjast með skjaldarglím- unni í dag liýkwr Bieð afmæliskéfi í Slálfstæðlislisisinra laugareSagmzi 12« feÍBrtiar Giímufélagið Ármann varð sextugt 15. des. s.l. og var þá ákveðið að minnast afmælisins með hátíðahöldum og íþrótta sýningum dagana 1.—12. febr. Hefjast hátíðahöldin í dag með skjaidaglímunni í íþróttahúsinu við Hálogaland og iýk- ur með afmælishófi Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 12. þ. m. Um 300 manns úr Ármanni sýningum og keppnum. Á morgun verður hand- knattleiksmót og keppa þá sex flokkar úr Ármanni við ýms félög í bænum og íþrótta bandalag Akraness, en Ár- mann hefir boðið því að senda flokk hingað í tilefni afmælisins. Á fimmtudaginn 3. þ. m. verður skemmtun í Austurbæj arbíó kl. 9. Þar mun forsætis- ráðherra flytja ávarp og Árni Óla rithöfundur frásöguþátt Þýzkalandsför með Ármanni. Sigríður Valgeirsdóttir magist er í íþróttafræðum flytur og erindi. Auk þess verða fim- leikasýningar, þjóðdansar, skylmingar og Hawai-dans. Sigríður Ármann sýnir ball- ett og Hawai-kvartettinn leik ur. Edda Skagfield syngur með honum. Föstudaginn 4. þ. m. verður barnaskemmtun í Austurbæj- arbíó. Verða til skemmtunar leiksýningar, dans, vikivakar, upplestur o. fl. Sunnudaginn 6. þ. m. verð- ur skíðamót Ármans háð í Jósefsdal. Keppa þar kvenna og karlaflokkar úr Ármanni 'við fjögurra manna sveitir úr hinum félögunum. Þriðjudaginn 8. fer fram fjölbragðaglíma i íþróttahús- inu við Lindargötu. Miðvikudaginn 9. verða í- þróttasýningar í íþróttahús- inu við Hálogaland. Ben. Waage forseti í. S. í. mun flytja þar ávarp og síðan Markarfljót vaxandi Markarfljót fór fremur vax andi í gær, enda var hæg hláka þar eystra. Búið er að hlaöa tveim sandpokalögum ofan á garðinn ofan frá þjóð- vegi og 700 metra niður eftir og hefir hann hækkað um 2 fet. Mikils vert er að garður- inn bili ekki á þessum slóð- um, því að þá flæðir fljótið miklu lengra upp með Fjöllun um en nú er. Þjóðvegurinn er talinn viðsjárverður á kafla vegna þess að vatnið hefir grafið undan honum. munu taka þátt í hinum ýmsu hefjast fimleikasýningar. Einnig verða sýndir þar þjóð- dansar og keppni fer fram í badminton. Föstudaginn 11. verður fjöl breytt skemmtun í Austurbæj arbíó. Þar mun borgarstjór- inn flytja ávarp, Halldór Hansen, læknir flytur erindi, Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi flytur frásögu um Svíþjóðarför Ármanns. Auk þess verða hljómleikar, þjóð- dansar, fimleikar, ballett o. fl. Laugardaginn 12. febr. verð ur svo afmælishóf Ármanns haldið í Sjálfstæðishúsinu. Nánar verður skýrt frá þess um hátíðahöldum jafnóðum hér i blaðinu. Stjórn Sjómannafé- lagsins endurkjörin Um helgina voru kunngerð úrslit atkvæðagreiðslu í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og var fyrrverandi stjórn öll endurkosin. Hana skipa þessir menn: Formaður Sigurjón Á. Ólafs- son, varaformaður Ólafur Friðriksson, ritari Garðar Jónsson, gjaldkeri Sæmund- ur Ólafsson og varagjaldkeri Ólafur Árnason. Úrslit kosninganna í Hreyfli Lýðræðissiimar fá iíruggan meirlhluta Kosningu lauk í bílstjóra- félaginu Hreyfli í fyrrakvöld og urðu úrslit þau, að B-list- inn fékk 355 atkv. en A-list- inn 272. Var Ingimundur Gestsson kosinn formaður en meðstjórnendur eru: Frá Sjálfseignardeild: Jón Jóhannesson og Gestur Sig- urjónsson, frá Vinnuþega- deild: Haukur Bogason og Sveinbjörn Einarsson, og frá Strætisvagnadeild: Ólafur Jónsson og Birgir Helgason. Skjalderglíma Armaniis er í kvöld Þctta er Sigurður Sigurjónsson, frændi Guðmundar glímukóngs og skæður keppinautur hans. i Hér sést Armann Lárusson, yngsti i þátttakandinn í skjaldarglímunni Skj aldarglima Ármanns hefst í íþróttahúsinu við Há- logaland kl. 9 i kvöld. Þá mun Eysteinn Jónsson, mennta- málaráðherra flytja ávarp, siðan hefst glíman. Er þetta 37. skjaldarglíma Ármanns. Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofunni. Finnskur fimleika- flokkur kemur í maí Ármann á von á finnskum fimleikaflokki hingað til lands í maí næstkomandi. Er það flokkur sá, sem bar sigur úr býtum í þessari grein á Ólýmpíuleikunum í London í sumar. Mun flokkurinn sýna hér fimleika á vegum Ármans. mun nrai taica arsiöou ti! Atlanzhafs- indafagsins og orösend-. Orðsendingiii íafiis ógnun við Norðmenii Tilkynnt hefir verið í Osió, að norska þingið muni mjös, bráðlega ræða um og taka afstöðu tii orðsendingar Rússa og þátttöku Norðmanna í Atlanzhafsbandalagi. Engin opinbei' tilkynning hefir þó verið gefin um þetta enn. Eins og áður hefir veriö slcýrt í fréttum sendu Rússar Norðmönnum fyrirspurn þess efnis, hvort þeir hefðu í hyggju að taka þátt í varnar- bandalagi vesturveldanna og veita öðrum þjóðum herstöðv ar í landi sínu. Flutti sendi- herra Rússa í Oslo stjórninni þessa orðsendingu og var hennar getið á landvarnar- ráðstefnunni fyrir helgina. Úrslit þeirrar ráðstefnu urðu hins vegar eins og kunnugt er þau, að ákveðið var að stofna ekki norrænt varnar- bandalag að svo stöddu, en Norðurlöndin niundu þó hafa samráo með sér um mikilvæg utanrikismál framvegis. í blöðum Vestur-Evrópu- landa er yfirleitt litið svo á, að í orðsendingu Rússa felist ógnun til Norðmanna og se hún ljóst vitni um það, hve smáþjóðum sé erfitt að fá ao taka afstöðu til mála óhind) uð af stórveldum. Nú er búizt við að norska þingið ræði orðsendingunfc, bráðlega og um leið afstöði sína til Atlanzhafsbandalags ins. Atlanzhaf sbandalag ið rætt í Washington í þessari viku er búizt vi'6 aö umræður um Atlanzhafs- sáttmála hefjist i Washing- ton. Mun Acheson utanríkis- ráðherra taka þátt í þeim ai' hálfu Bandaríkjanna. Hersveitir uppreisnamanna íséísin inn s Peiping í gscr Kínverska stjórnin hefir nú tiikynnt, að hún muni ekki ganga aö skilmálnm þeim, sem kommúnistar hafa sett um. friðarráðstefnu. Hersveitir kommúnista héldu inn í Peiping i gær og óstaðfestar fregnir herma, að þeir hafi hafið nýja sókn á bökkurn Jangtse og skjóti á Nanking. Kinverska stj órnin segist ekki geta gengið að kröfu kommúnista um handtöku Chiang Kai-sheks og annarra stríðsglæpamanna, sem þeir kalla svo. Hersveitir kommúnista fóru fylktu liði inn í Peiping í gær og ‘fóru lúðrasveitir í broddi fylkingar. íbúarnir horfðu á fjölmennir og forvitnir enlétu hvorki í ljós hrifnignu né and úð. Mikið bar á bandarískum vopnum hjá liðinu, og hafa kommúnistar tekið þau her- fangi af stjórnarhernum. Forseti Kína fór frá Nan- king til Shanghai flugleiðis í gær og var einn nefndar- manna úr friðarnefnd stjórn- arinnar með honum. Góður afli hja Reykjavíkurbátum Afli hefir verið ágætur á báta þá sem róa frá Reykja- vík og í flestum öðrum ver- stöðvum við Faxaflóa, en gæft ir hafa verið fremur strjálar og eru þeir því búnir að fara fáa róðra. Bátar frá Reykja- vik hafa fengið 20—25 skip- pund í róðri og er það talinn ágætur afli. Beita er nú far- in að ganga til þurrðar og vonast menn til að beitusíld fáist frá Noregi fyrir miðjan þennan mánuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.