Tíminn - 01.02.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.02.1949, Blaðsíða 8
„ERfÆNT YFIRLIT“ í daq: Stefna Tvumans. 33. árg. Reykjavík „A FORMJM VEGÍ í DAG: Hvort man nú enqinn Fvœða-Gísla? 1. febrúar 1949. 22. blaS. Inflúenzufaraldur sá, sem kom upp á Ítalíu í haust, berst nú norður álfuna, og er álitið, að fimm miiljójiir manna í Frakklandi hafi fengið veikina. Er liún nefnd ítalska veikin sökum uppruna síns. í París eru öll sjúkrahús fyrir löngu yfirfull, og hafa forstöðumenn ekki séð önn- ur úrræði en neita að taka á móti fleiri sjúklingum. í Pasteur-stofnuninni hef- ir um langt skeið verið unn- ið dag og nótt að því að finna bóluefni, sem stemmi stigu fyrir sjúkdóminum. — Hefir vísindamönnunum þar tekizt að finna bóluefni, sem gerir allmarga ónæma fyrir þessari inflúenzu, en þó ekki nærri alla. Yfirvöldin hafa skipað svo fyrir, að lyfjabúðir skuli vera opnar jafnt helgi- og hátíð- isdaga, sem aðra daga. Þótt veikin sé svona gífur- lega útbreidd, er hún þó ekki mannskæð. Hefir aðeins orð- ið sárafáum mönnum að bana. Bæði Danir og Englend- ingar gera um þessar mundir ráðstafanir til þess að mæta ítölsku veikinni, ef hún berst til þeirra landa, sem líklegt þykir. Hafa Danir leitað sam- vinnu við Breta um fram- leiðslu bóluefnis, se mlíklegt þykir, að komi að haldi. Hef- ir veikin í för með sér mikla truflun á daglegu lífi og þjóð félagslegt tjón, þótt mann- dauði af hennar völdum hafi verið sama og enginn fram að þessu. Enn kraftmeiri kjarnorkusprengjur en fyrr Kjarnorkunefnd Banda- ríkjanna hefir gefið skýrslu um störf sín og kjarnorku- rannsóknir í Bandarikjunum á sl. ári. Segir þar, að Banda- rikin eigi nú mun kraftmeiri sprengjur en þær, sem notað- ar voru í Japslr. Einnig segir þar, að nagnýtingu kjarnork- unnar í þágu friðsamlegrar notkunar fleygi nú mjög fram. Bandarikin fá nú Úraní um frá Belgísku Kongó, og Kanada en hafin er nú víð- tæk og skipuleg leit að úraní- um í Bandaríkjunum sjálf- um. Berlínarflugið hefst Truman vill láta Stalín koma til Washington I tilefni af ummælum þeim sem bandarískur blaðamaður hafði eftir Stalin á dögunum um það, að hann væri íús til að hitta Truman forseta til viðræðna um varðveitingu friðarins í heiminum, hefir fulltrúi forsetans lýst því yfir fyrir hans hönd, að Tru- man sé reiðubúinn til við- ræðna við Stalin, ef hann komi til Washingtyr. Sendiherrar Breta og Banda ríkjamanna í Moskvu rædd- ust við í gær af tilefni um- mæla Stalins. Blöð í Vestur- Evrópu benda á, að í þessum ummælum felist enginn ný- boðskapur um friðsam- lega lausn deilumála í heim- inum, en athyglisvert sé það, að Stalin láti hafa þau eftir sér um svipað leyti og skriður kemst á undribúning að skipulegum vörnum Evrópu- landa. Friðarráðstefnunni á Rhodos lýkur á föstudag Gert er ráð fyrir að friðar- ráðstefnunni á Rhodos ljúki á föstudaginn kemur og fari fulltrúarnir þá heim til við- ræðna við stjórnir sínar. Bunche sáttasemjari hefir borið fram nýjar tillögur, sem fulltrúarnir hafa nú til at- hugunar, og er talið, að horf- ur séu nú fremur góðar um samkomulag. Fjalla tillögur þessar um stöðu herja og landamæri eftir að vopnahlé heíir verið samið. a ny Flutningaflugið til Berlínar hófst aftur í gær, en það ha.fði legið niðri nokkra daga vegna þoku og óhagstæðs fLugveð- urs. Vikuna áður höfðu flutn ingarnir verið meiri en nokkru sinni fyrr. Regína Þórðardóttir leikkona, frú Hulda Björnsson, séra Sigurður Kristjánsson, Karl ísfeld ritstjóri, fiú Ragnhildur Ásgeirs.ióttir, John Chocker lögfræðingur, Elinborg- Stefnánsson, Jón Þorsteinsson kenn ari, Kristín Björnsdóttir og frú Ingunn Crockef. Myndin er tekin y í kvöldverðarboði á heixnili Björns, Björnssonar í Purley Harður vetur í Bandaríkjunum Veturinn í Bandaríkjunum hefir verið mjög harður og er talinn með þeim hörðustu í sögu þeirra. Snjókoma hefir verið mikil og frost sömuleið- is. Ekki er þó talið, að vetrar- hveitið bíði hnekki af þess- um hörkum, og telja jafnvel sumir sérfræðingar, að hinn mikli snjór sé hagstæður fyr- ir það. islenzkunámskeið tekið m 1 á Linguaphone-plötur | Finiiii íslendiugar fórn tll London tiS að lesa inn á plöturnar Fyrri hluta janúar fóru fimm íslendingar til London til þess að lesa íslenzka texta er teknir voru á hljómplötur sem íslenzkunámskeið Linguaphone-félagsins. Dr. Stefán Ein- arsson, prófessor í Baltimore vaídi lesefnið, en dr. Björn Guðfinnsson, prófessor, valdi lesarana og þjálfaði fram- burð þeirra. íslendingarnir, sem fóru til London, voru frú Ragnhildur Ásgeirsdóttir, frú Regína Þórðardóttir, leikkona, Karl ísfeld, ritstjóri, Gunnar Eyjólfsson, leikari og Jón J. Þorsteinsson kennari á Akureyri. Bíaðið hefir átt tal við Karl ísfeld og spurt hann um þessa för og undirbúning hennar. Þrítugasta námskeiðið. íslenzkunámskeið þetta var þrítugasta málanámskeiðið, sem Linguaphone-félagið í London setur á plötur, og varð þetta að ráði fyrir milligöngu Björns Björnssonar í London, sem er umboðsmaður félags- ins. Dr. Björn Einarsson samdi og valdi kaflana, en þeir eru sniðnir eftir öðrum málanámskeiðum félagsins. Byrjað er á léttum talæfing- um en síðan þyngist kaflarn- ir og lesturinn verður hraðari. í síðustu köflum námskeiðs- ins er ágrip íslenzkrar bók- menntasögu og nokkrar ís- lenzkar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar. Námskeið þetta er sem önnur slík mála- námskeið ætluð til kennslu í skólum og til sjálfsnáms. Dr. Björn Guðfinnsson valdi upplesarana, þjálfaði raddir og kenndi framburð. Var notaður samræmdur framburður, svonefndur. Við fórum flugleiðis til Kaupmannahafnar 29. des. og þaðan til London daginn eftir með sænskri flugvél. Björn Björnsson kaupmaður tók á móti okkur og var okkur bú- inn dvalarstaður á Grosvenor Hotel. Hófst þegar undirbún- ingur að upptökunni, og var hann einkum fólginn í því að athuga, hve langan tíma hver kafli tæki í lestri og ganga úr skugga um, hve mikið kæmist á hverja plötu. Síðan voru kaflarnir lesnir á vaxplötur, og voru hinar eiginlegu plötur ekki tilbúnar þegár við fór- um, svo að við fengum ekki að heyra þær. Kaflarnir, sem við lásum, voru um fimmtíu og verða þeir líklega á fimmtán plöt- um. Björn Björnsson, kaupmað- ur lék við okkur, ef svo mætti segja, og reyndi að gera okk- ur dvölina eins ánægjulega og unnt var. Hann bauð okkur í ferð um nágrenni Lundúna, og heim- sóttum við þá Windsor-kast- ala, Hampton Court og Eton. Um kvöldið bauð Björn okk- ur í hóf á heimili sínu í Purl- ey. Linguaphone-félagið bauð okkur einnig til veizlu á Sav- oy-gistihúsinu ásamt sendi- herra íslands, Birni Björns- syni og Eiríki Benedikz, sendi ráðsritara. Við komum svo heim eftir ágæta för 14. þ. m. með flug- vélinni Geysi. Þjóðvarnarfundur í Keflavík Þjóðvarnarfélagið hélt á sunnudaginn fund í Keflavík, en fundur, sem halda átti í Sandgerði, féll niður, þar eð allir bátar reru þennan dag. Fundurinn í Keflavík var einnig fremur fásóttur. Ræðu menn voru Sigurbjörn Einars son dósent, Lúðvík Kristjáns- son ritstjóri og Jón Hjaltason, stud. jur. Fundarstjóri var Hermann Eiríksson, skóla- stjóri. Gerð var á fundinum svolát andi samþykkt: „Fundur, haldinn í Kefla- vík sunnudaginn 30. janúar að tilhlutan Þjóðvarnarfélags íslands, telur viðsjárvert, að íslendingar gerist aðilar að samtökum annarra þjóða um hervarnir og vígbúnað.“ Kosningin í Dags- brún Stjórnarkosningunni í Dags brún lauk í fyrrakvöld, en úr- slit kosninganna voru til- kynnt á fundi í félaginu í gær kveldi. A-listinn — listi komm únista fékk alla mennina kjörna og 1317 atkvæði. B- listinn fékk 602 atkvæði. Alls greiddu atkvæði 1940 manns. Auðir seðlar voru^O og einn ógildur. Þannig tókst komm- únistum að sigra enda höfðu þeir trúlega búið um hnút- ana með útstrikunum og öðr- um „varúðarráðstöfunum.“ Kviknar í Lands- bankanum Klukkan 9,30 í gærmorgun var slökkviliðið kvatt í Lands bankann við Austurstræti en þar hafði kviknað í fataher- bergi i kjallara. Var eldurinn þegar slökktur og skemmdist ekki annað en fatnaður' starfs fólks lítillega. Styrkur veittur ís- lenzkum rithöfundi Danski rithöfundurinn Kel vin Lindeman stofnaði árið 1947 sjóð er styrkja skal rit- höfunda til kynnisferða um Norðurlönd. Á þessu ári verð- ur styrkur veittur úr sjóðn- um í fyrsta sinn og fær einn islenzkur rithöfundur 2500 kr. Styrkurinn er bundinn við dvöl í Danmörku. Þeir, sem sækja vilja um styrk þennan, sendi umsóknir sínar til Hall dórs Stefánssonar, Blöndu- hlið 13, eða Kristjáns Eld- járns, Rauðarárstíg 10, Rvik. * Armann sendir fim- leikaflokk á al- þjóðamót Ármann hefir í hyggja að senda fimleikaflokk á alþjóða fimleikamót, sem haldið verö ur í Svíþjóð í lok júli og byrj- un ágúst í sumar. Verður það kvennaflokkur undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Þegar hafa um 70 þjóðir tilkynnt þátt- töku í þessu móti, en það verð ur háð í Stokkhólmi. Afmælismót Ármanns í frjálsum íþróttum mun verða í júní eða júlí í sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.