Tíminn - 01.02.1949, Blaðsíða 7
22. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 1. febrúar 1949
7
„Síðasta bæiiflafull-
í i* ií a samþykkt i ir4
(Framhald af 4. síöuj.
víkjandi með því skilyrði, að
þar sé ekki ætið hvílt á dún-
mjúkum hægindum.
St. Á. er alldríldinn yfir
landafræðikunnáttu sinni og
telur, að hann geti sitthvað
kennt mér í þeim éfnum. Já,
mikil ósköp. Þaö væri svo
sem ekkert ósennilegt, því
St. Á. hefir vafalaust víðar
farið um dagana en ég. En
það út af fyrir sig, að fara
víða, endist mönnum skammt
til þess að nema landafræði,
ef menn hafa ekki hæfileika
til, eða hirða ekki um að til-
einka sér það, sem fyrir augu
og eyru ber á ferðalaginu. Og
St. Á. upplýsir það sjálfur,
svo ekki verður umvillst, að
landafræðiþekking hans sé
ofurlítið gloppótt, því samkv.
hans eigin sögn hefir hann
ekki verið viss um, hvort
hann fór um 4 eða 5 hreppa
á Fljótdalshéraði á hinni
frægu „reisu“ sinni í ágúst-
mánuði sumarið 1947, þegar
hann var að telja uilarroll-
urnar og komast að þeirri
niðurstöðu, að rúml. þriðji
hluti af sauðfé Héraðsbúa
væri órúið. Það var í þeirri
ferð, sem hann - aflaði sér
efniviðar í dylgjur þær, er
hann setti fram í fyrri grein
sinni um það, að bændur
hefðu ekki framkvæmdir til
að rýja fé sitt. Nú biöur St.
A. afsökunar á þessu frum-
hlaupi sínu, því verið geti,
að eðlilegar orsakir hafi leg-
ið til þess, að þetta ,fé var
ekki rúið. Já, það gátu vissu-
lega legið ýmsar eðlilegar á-
stæður til þess. Fyrst og
fremst þ’ær, að hætt er við
því, að mörgum bændum
sæktist seint að ná sauðfé
sínu úr ullu, ef þeir fylgdu
stranglega þeim reglum, sem
ýmsir aðrir þegnar þessa
þjóðfélags hafa sett sér um
lengd vinnutíma. Það má lika
benda á það, að margir
bændur hafa tekið upp þann
hátt, að alrýja ekki mylkar
ær, taka aöeins nokkurn
hluta af ull þeirra, svo mik-
ið, að ekki sé hætta á aö
þær flæki sig í ullinni. Þetta
er gert til þess, að ærnar þoli
betur vonda veðráttu og jafn
vel skili vænni dilkum. En
ég dreg það mjög í efa, að
St. Á. kunni skil á því, er
hann er augliti til auglitis við
eina virðulega rollu, hvort
hún hefir verið meðhöndluð
á þann hátt, er ég nefndi,
eða, hvort hún hefir alls ekki
komið undir mannahendur á
þeim tíma, er sauðfé er rúið,
þótt maðurinn telji sig þess
umkominn, að skrifa manna
lega um landbúnaðarmál.
St. Á. hneykslast mjög á
því, að ég tel Jökuldal með
beztu sauðfjárræktarsveitum
landsins. Hann segir þar
„landrými lítið“ (sýnishorn
landfræðiþekkingar hans!)og
ennfremur segir hann: „Nú
er dalurinn sá arna í tölu
rýrðarsveita og ætti að leggj-
ast í eyði að mestu, því fyrr,
því betra.“ St. Á. ætti að út-
skýra nánar þá hagfræði
sína, að betur borgi sig, þjóð-
hagslega, að viðhalda á Jök-
uldal einhverju broti af
þeirri byggð, sem nú er þar.
En hver eru nú höfuð „rök“
Steindórs fyrir því, að Jökul-
dal beri að leggja í eyði „að
mestu?“ Takið nú eftir: „í
okkar minni, sem lifað höf-
um einstakt góðæristímabil
munaði litlu að illa færi
vegna samgönguerfiðleika við
sveitina, þá í þjóðbraut." Hér
sannast það, að „flest er hey
í harðindum," þegar farið er
að bera svona „rök“ á borð
fyrir bændur. Eru ekki fjöl-
mörg dæmi þess, að sam-
gönguhindranir af völdum
náttúru-hamfara hafa vald-
ið margvíslegum erfiðleikum
í þéttbýli, jafnvel milljóna
borgir hafa einangrast um
tíma af þessum ástæðum.
Einmitt þessa dagana herma
fréttir, að stórhríðir og fann-
koma geysi um Norður-
Améríku með þeim afleiðing-
um, að fjöldi bæja og borga
hafi einangrast vegna.fann-
komunnar og fólk sitji yfir-
leitt teppt þar, sem þaö var
statt, þegar ofviðrið skall á.
Enginn mun þó halda því
fram, að þessar borgir eigi að
leggjast í eyði, þótt svona
vildi til í þetta sinn. *
Framh.
Nýleudustaða Græn-
lamls
• (Framhald af 3. síðu)
haldizt óbreytt fram til vorra
daga, og er það staðfest af
Fasta alþjóöadómstólnum í
Haag. Skoöanir dr. Ragnars
eru alkunnar af ritgerðum
hans um þetta efni á ýmsum
tungum, þ. á. m. á íslenzku.
En hvað segir Grágás sjálf
um þetta efni. Hún gerir
hvergi í beinum orðum grein
fyrir réttarstöðu nýlendna ís-
lands sem slíkum, og slíkt
gera heldur engin forngerm-
önsk lög. Hún gerir heldur
ekki grein fyrir ísl. þjóðfélag-
inu sem slíku og á þar sam-
. merkt við öll forn germönsk
lög. En Grágás er full af ó-
j beinum upplýsingum um rétt
^ arstöðu Grænlands, þótt hér
! verði aðeins bent á 3 eða fjór-
ar þeirra.
j Grágás þekkir og nefnir all
ar nálægð og náskyldar þjóð-
j ir með nafni og í einu orði all
' ar þær, sem eru enn fjarskyld
j ari. En grænlenzka menn eða
j grænlenzkt þjóðfélag þekkir
hún ekki. Þar á móti segir
Grágás fullum stöfum, að öll
j útlönd séu í austri, ekkert í
vestri, og orðið austmenn er
þar samnefni fyrir alla útlend
inga. Þetta útilokar, að Græn
land hafi getaö verið sérstakt
þjóðfélag.
í Grágás II. 338—341, sbr.
Ia. 172—174, III. 448—450 er
Merkileg skáldsaga
í GRÝTTA JÖRÐ
Eftir Bo Giertz
::
♦♦
♦♦
::
::
Sigurbjörn Einarsson þýddi §
„Þessi bók er vel skrifuð og þýdd á gott mál. . . Höfundur
er bersýnilega sterkgáfaður og hefir vald á margs konar lík-
ingum og er sá tilþrifamaður í íþrótt sinni, að oft er unun
að lesa bók hans.“
— Segir Ilalldór Kristjánsson í Tímanum 14. janúar.
Bók sem allt hugsandi fólk þarf að lesa.
Fæst hjá öllnm hóksölum.
::
::
::
1
::
::
H
♦♦
1
::
::
§
1
BÚKAGERBIN
-♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<....
-♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
tæmandi og altumgrípandi
upptalning allra þeirra er-
lendra manna er geti orðið
vegnir í várum lögum og
hverjir séu vígsakaraðilar eft
ir þá. Grænlendinga vantar í
upptalninguna, og þar við
skapast tveir hugsanlegir
möguleikar: 1) Grænlending-
ar gætu verið algerl'ega rétt-
lausir og réttdræpir hvar sem
er. 2) Grænlendingar gætu
verið taldir innlendir menn
og undir sömu réttarreglum
og þeir. Fyrri möguleikinn
kemur auðvitað ekki til
greina, heldur aðeins hinn síð
ari. Allir (stefnur) þær sem
nefndar eru í sambandi við
alla hina útlendu menn, úti-
loka, að Grænlendingar geti
verið útlendir.
í Grgs. II. 73—75 sbr. Ia.
228—229, Ib. 197—199 eru
tæmandi og alltumgrípandi
upptalning um arftöku eftir
allri erlendra menn í várum
lögum. Grænlendingar eru
ekki í upptalningunni. Þaö
kemur auðvitað ekki til mála,
að Grænlendingar hafi verið
réttlausir og ekki getað tek-
ið arf, en þá hljóta þeir að
hafa verið innlendir menn og
taka arfinn eftir reglunum
um innlenda menn. Áttir þær,
sem nefndar eru í sambandi
við þessi mál, sýna, að Græn-
land getur ekki verið útland
og Grænlendingar ekki út-
lendingar, og hljóta því að
vera innlendir.
í Grgs. Ia. 226, II. 70 er ný-
mæli, er bannar tvíkvæni í
ísl. þjóðfélaginu. Gagnskoð-
un og samanburðar textanna
sýnir, að lög þessi gripa yfir
Grænland, eins og Vilhjálm-
ur Finsen hefir bent á.
Kapítularnir 373 og 374 í
Staðarhólsbók sýna betur en
nokkuð annað, að Grænland
var hluti hins isl. þjóðfélags.
Kap. 374 byrjar svo: „Ef mað-
ur veröur sekur á Grænlandi
og er hver þeirra manna sek-
ur hér er þar er sekur. En svo
skal hér sækja um björg hans
hins seka manns er út þar
varð sekur fullri sekt sem
hann yröi- sekur hér á voru
þingi þar til sagt er til sektar
hans á alþingi.“
Hér er í fyrsta lagi sagt, að
grænlenzkur dómur getur
svipt íslenzkan þegn búsett-
an á íslandi, þegnrétti sínum
og mannhelgi í islenzka þjóð-
félaginu og breytt honum úr
persónu í réttlausan hlut, ó-
alandi og óferjandi öllum
bjargráðum," sem þegnar ísl.
þjóðfélagsins eru skyldir að
ofsækja og tortímá að við
lagðri hæstu refsingu, ef út
af slíku var brugðiö. Slíkt
sem þetta getur aðeins inn-
lendur dómstóll gert, og því
hlýtur Grænland aö vera inn
an lands. í öðru lagi útilokar
þetta, að hægt sé með dómi
eða sáttum á Grænlandi að
gera nokkurn mann sekan að
eins fyrir Grænland. En það
sýnir, að ekkert sérstakt græn
lenzkt þjóðfélag getur hafa
verið til. Sektin verður til
við uppsögn sektarinnar í
dómi eða gerð á Grænlandí
eins og í vorþingsdómi hér, en
fram til þess, að grænlenzka
sektin er sögð upp að lög-
bergi á íslandi sekjast þeir
einir á björg við hinn seka, er
fregnað hafa sektina. En eft-
ir birting sektarinnar að Lög-
bergi sekjast menn jafnt á
björg hvort sem þeir hafa
fregnað sektina eða ekki. Lög
berg á Þingvöllum er þvi al-
mennur æðsti birtingarstaður
fyrir Grænland sem ísland.
Er Lögrétta hafði meö sýkn-
lofi afmáð sekt, er dæmd
hafði verið á Grænlandi,
hlaut hinn sýknaði einnig að
verða sýkn á Grænlandi, því
ella gat ekki hver maður verið
jafnsekur eða sýkn í báðum
löndunum. Sýnir einnig þetta
yfirráðarétt hins ísl. þjóð-
félags yfir Grænlandi.
Á fjölda annarra staða sýn
ir Grágás að Grænland er
undir ísl. þjóðfélagsvaldi, en
um það vísa ég i Réttarstöðu
Grænlands.
J. D.
Hvcr fylglst með
Tímamini ef ekki
LOFTUR ?
$
FRAMSÓKNARVIST
í samkomusal msólkursíöðvarinnar n. k. föstudag kl. 8.
Mörg skemmtiafriði. Pantið miða í síma 6066.
♦
1
\
l