Tíminn - 03.02.1949, Qupperneq 8

Tíminn - 03.02.1949, Qupperneq 8
„ERLEJVT YFlltLIT“ í dag: íá Tsunq-jjen 33. árg. Reykjavík 99- Á FÖRNLM VEGÍ í DAG: Póstsamyöngur of§ helihopt■ erfluqvélar 3. febrúar 1949. 24. blalff Staiin býður Truma til fundar við sig Vill ekki koitia til Wasliingíton en býður kÁ, funslarsíað í Rússiamii, Póliamli cSa Tékkóslóvakíu » Stalia hefir tjáS sig reiðubúinn til að hitta Truman á fundi og ræða varðveizlu friðarins í heiminum. Hann sting- ur upp á fundarstað í Rússlandi, Tékkóslóvakíu eða Pól- landi. Frakkar vilja hafa fund þeirra í París, og Tryggve Lie stingur upp á Genf, sem fundarstað. Svar við ummælum Trumans. Stalín hefir nú birt eins konar svar við ummælum Tru mans forseta um það, að hann væri reiðubúinn til fundar við Stalín í Washing- ton. Stalín kveðst fús til fund arins og hafi sig lengi langað til að þiggja boð Trumans um að koma til Washington, en heilsa sín leyfi sér ekki slík ferðalög, og hafi læknar sín- ir bannað sér að takast á hendur slíkar ferðir bæði sjó- leiðis og flugleiðis. Nógir aðrir fundarstaðir til. Hins vegar segir Stalín, að nægir aðrir fundarstaðir séu til og nefnir borgir í Rúss- landi, svo sem Leningrad, Stalingrad og Yalta á Krim- skaga. Einnig megi halda fundinn einhvers staðar í Póllandi eða Tékkóslóvakíu. Gaf Stalín þessar upplýsing- ar í svarskeyti við fyrirspurn fréttastofu um það, hvort hann væri fús til fundar við Truman, ef hann yrði haldinn annars staðar en í Washing- ton. Ekkert formlegt boð. Blaðafulltrúi Trumans hef- ir lýst yfir, að forsetinn hafi enn þá ekkert formlegt boð fengið frá Stalín, en getur þess jafnframt, að hann hafi margsinnis boðið Stalín til Washington og annað muni hann ekki fara til fundar við hann. París eða Genf? Þá hefir forsætisráðherra Frakklands lýst því yfir í sam bandi við þessar fregnir, að ■ hann mundi fús til að styðja að því, að þeir Truman og Stalín gætu hitzt í París. Fregnir hafa og borizt um það, að Tryggve Lie hafi stungið upp á Genf i Sviss- landi sem fundarstað. Vilja að brezka itjórnin lýsi and- úð á Mindtzenty- málinu í neðri deild brezka þings- ins í gær, var borin fram fyr- irspurn til Bevins utanríkís- ráðherra í spurningatíma um það hver væri afstaða brezku stjórnarinnar til Mindtzenty-málaferlanna í Ungverjalandi, en réttarhöld í þeim eiga að hefjast á morg un. Bevin svaraði því til, að brezka stjórnin hefði látið í ljós ótvíræða andúð sina á þessum málarekstri, en hún teldi hins vegar eklci ástæðu til frekari aðgerða í málinu að sinni, fyrr en gangur rétt- arhaldanna yrði ljósari. Þing menn íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins létu í ljós andúð sína á hlédrægni stjórnarinnar í þessum efn- um og víttu það, að stjórnin skyldi ekki bera fram skelegg ari mótmæli nú þegar gegn því réttarhneyksli,, sem verið væri-að frémja í Ungverja- landi. Ný friðarráðstefna um Palestínu Dr. Bunche, sáttasemjari S. Þ. í Palestínu hefir boðað til nýrrar friðarráðstefnu með Gyðingum og ýmsum Araba- ríkjum nágrönnum þeirra. Eru Transjórdaníumenn þar efstir á blaði. Ekki hefir ver- ið tilkynnt neitt um það, hvar þessi ráðstefna verður hald- in eða hvort hún er hugsuð sem framhald ráðstefnunnar á Rhodos. Ráðstefnu Gyð- inga og Egypta á Rhodos mun hins vegar ljúka á morgun, en á laugardaginn mun dr. Bunche afhenda fulltrúa S. Þ. skýrslu um ráðstefnuna og árangur hennar. Þetta eru glímumenn í skjaldarglímu Ármanns í fyrrakvöld. Þeir eru talið frá hæj,ri: Rúnar Guðmundsson, Guðmundur Guðmúndsson, Ármann Lárusson, Ottó Marteinsson, Gunnlaugur Ingason, Gísli Guðmundsson, Ágúst Steindórsson, Steinn Guðmundsson og glímu- stjórinn, Þorgeir Guðmundsson íþróttakennari. Tvo glímumenn vant- ar á myndina. . , Skjaldarglíma Ármanns var háð í fyrrakvöld Giiðmundur Guðmundssou vann skjjöldinn Rimar Guðmnndsson hlaut vegurðarverð- launin Hin miklu hátíðahöld í tilefni af 60 ára afmæli Ármanns hófust í fyrrakvöld með Skjaldarglímunni, er háð var í íþróttahúsinu við Hálogaland. Bretar leita nýrra samninga við Argentínu Brezk nefnd embættis- manna er lögð á stað frá Bretlandi til Buenos Aires. Lágði hún áf stað í gær og er erindi hennar að hefja nýj- ar samningagerðir við Argen tínumenn um viðskipti. Hafa Bre.tar keypt mikið af kjöti frá Argentínu, en nú segja þeir, að Argentínumenn hafi ekki staðið við gerða samn- inga í þessum efnum og lát- ið miklu minna af kjöti í té, en samningar ákveða. Nú vilja þeir leita nýrra saminga og fá úr þessu bætt, en að öðrum kosti verði að grípa til þess ráðs að minnka enn kjöt skammtinn í Bretlandi, og er hann þó svo lítill nú, að það þykir varla fært. „Afmælisósk Ármanns er að eignast félagsheimili.“ Hátiðahöldin hófust með skrúðgöngu flestra starfandi íþróttamanna Ármanns og kennara inn í salinn. Formað ur Ármanns setti hátíðina með stuttu ávarpi. Formaður Ármanns Jens Guðbjörnsson gat þess að glíman væri önd- vegisgrein félagsins, enda verið fyrsta iþróttagreinin, sem iðkuð var hjá félaginu. Einkum lagði formaðurinn á það áherzlu að félaginu væri lifsnauðsyn að eignast félags heimili og íþróttasvæði. „Mér finnst að andi ung- mennafélaganna hafi ætíð ríkt í Ármanni.“ Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra ávarpaði gesti og íþróttamenn með snjallri ræðu.Ráðherrann ræddi nokk uð um hlutverk íþróttanna og gildi þeirra í nútíma þjóð- félagi. Megin áherzlu lagði ráðherrann á að æskan yrði að sækja þann þrótt i íþrótt- irnar.sem fyrirrennarar okk- ar sóttu í hin margvíslegu og erfiðu störf, sem ráðherrann drap nokkuð & hin hollu upp eldisáhrif sem æskan yrði fyrir í íþróttahreyfingu, eins konar aukin þegnskapur og fórnfýsi. Til Ármenninga beindi ráðherrann þeim orð- um að í Ármanni ríkti hinn gamli og sanni andi ung- mennafélaganna enn í dag. Elsti keppandinn 47 ára sá yngsti 16 ára. Tíu keppendur mættu til leiks af 11 skráðum. Sigurður Sigurjénsson K. R. gat ekki mætt. Þrír keppendur gengu úr leik í keppninni vegna smávegis meiðsla. Glíman fór fram mjög sæmilega, þó að einstaka glímumaður liti á glímuna sem aflraun. Geta má þess að einn glímumaðúr fékk dæmda á sig vitabyltu að mak legu. Á þessari skjaldarglímu glímdu auk hinna eldri nokkr ir nýliðar, bráðefnilegir. Þeir f Ármann Lárusson, yngsti keppandinn, Ágúst Steindórs- j son og Gísli Guðmundsson j bróðir Rúnars. Einnig glímdi nú gamalkunnur giímumaður, Otto Marteinsson eftir, margra ára hvíld. Undraði j marga hve knár og lipur ( „gamli maðurinn“ er, en svo nefndu áhorfendur Otto sín á milli. Þetta er fagurt for- dæmi fyrir hina mörgu og góðu glímumenn, sem hafa hætt of snemma. Máski til þess að forðast ósigur. Úrslit urðu þsesi: 1. Guðm. Guðmundsson 6 vinninga. 2. Gunnl. Ingason 4+1 vinning. 3. Rúnar Guð- mundsson 4 vinninga. Steinn Guðmundsson og Ármann voru jafnir. Uppreisnarmenn í Burma komnir inn í Rangoon Uppreisnarmenn í Burma eru nú sagðir komnir inn í Rangoon, höfuðborgina og , búast til að taka hana alla á sitt vald. Var barizt um aðal- járnbrautastöðina borgarinn- jar í gær af mikill heift og þykja líkur til, að þeir hafi i náð henni á sitt vald. Undirbúningsfundur að félagsstofnun til krabbameinsvarna Mu maaina nefnd imellrbýr stofiifimd Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu áður var kosin nefnd lækna og leik- manna til undirbúnings að . stofnun félags er hafi varnir gegn krabbameini að mark- miði. í fyrrakvöld efndi nefnd ih til fyrsta • undirbúnings- fundar í Háskólanum fyrir alla, er leggja vildu lið þessu máli. Var fundurinn allfjöl- sóttur og undirtektir manna góðar. Fundarstjóri var Jón Sigurðsson, skólastjóri, en Niels Dungal prófessor flutti framsöguerindi. Lýsti hann þar útbreiðslu krabbameins hér á landi og gaf ýmsar upp- lýsingar um þessi mál. Um 180 menn látast nú á ári hverju hér á landi úr krabbameini og eru flestir þeirra á sextugs aldri, en annars kemur veik- in fyrir á öllum aldri. Hann sagði, að þessi dánartala væri óþarflega há og hefði farið vaxandi síðustu árin. Ef þekk ing almennings á sjúkdómn- um og einkennum hans yxi, mundi verða hægt að koma í veg fyrir mörg dauðsföll af völdum þessa sjúkdóms, ef menn uppgötvuðu hann í tíma, þar sem oftast væri auð velt að ná fyrir upptök hans með uppskurði. Þá sagði hann, að félag sem þetta ætti að beita sér fyrir því að að- búð krabbameinssjúklinga batnaði, því að henni væri nú víða mjög ábótavant og erf- itt um sjúkrahússpláss fyrir þá. | Félag þetta ætti ef til vill einnig að vinna að því að læknar sérmenntuðu sig er- lendis í þessari grein og nú væri til dæmis ástatt á landi, að enginn læknir væri hér sérfræðingur í því að skera burt krabbamein úr lungum, en þau krabbamein eru nú orðin mjög tíð í öðrum lönd- um og talin af mörgum stafa 'af sígarettureykingum. Þar sem slíkar reykingar fara mjög í vöxt hér, má búast við, að þessi sjúkdómur verði al- gengari. Annar er krabba- mein í maga lang algengast hér. Þá ætti félag þetta að styrkja krabbameinssjúkl- inga til þess að leita sér lækn inga erlendis, meðan ekki er hægt að veita þeim viðeigandi læknishjálp hér. Þá er einnig nauðsynlegt að koma upp skoðunarstöðvum, þar sem íólk getur látið rannsaka, hvort það gangi með krabba mein á byrjunarstigi eða ekki. Erlendis eru slíkar stöðvar mjög að færast í vöxt og láta margir, sem orðnir eru 40— 45 ára eða eldri rannsaka sig árlega, hvort sem þeir kenna sér nokkurs meins eða ekki, Að lokum var kosin nefnd lækna og leikmanna til þess að annast stofnun félagsins og nauðsynlegan undirbún- ing.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.