Tíminn - 05.02.1949, Síða 5

Tíminn - 05.02.1949, Síða 5
26. blað !'WT*| TÍMINN, laugardaginn 5. febrúar 1949 5 Ltmgeird. 5. fehr. Dreifing fjár- magnsins Dreifing fjármagnsins er eitt af höfuð lífsskilyrðum héraðanna utan Reykj avík- ur. Það er grundvöllur at- vinnulífs og afkomu fólksins í héruðunum. Á þeim málum öllum þarf að taka með víð- sýni og sanngirni, svo að jafn vægis sé gætt. Það er að vísu fróðlegt að athuga þær kröfur, sem fram hafa komið í Reykjavík og Hafnarfirði í sambandi við togarana 10, sem ráðgert er að þjóðin eignist á næstu ár- um. Gerðar hafa verið álykt- anir og samþykktir um það, að Reykjavík megi ekki fá minna en 7—8 af þeim tog- urum. Jafnframt er gerð sú krafa, að hlutur Hafnarfjarð ar í þessum nýja flota verði ekki minni en 5—6 skip. Með öðrum orðum eru ^erðar sam þykktir um það, að Reykja- vík og Hafnarfjörður fái sam tals 12—14 af þessum 10 skip- um. Það er mál út af fyrir sig að tryggja verður atvinnu- skilyrðin í Reykjavík og Hafn arfirði og skal sízt dregið úr því. Hitt er annað mál, að það nær engri átt að heimta þangað hvert skip, sem við togaraflotann bætist, hvað þá að gera kröfur um hærri tölur en til eru. Hér þarf að gæta jafnvæg- is, svo að þjóðfélaginu verði ekki kollvarpað. Og vegna þess, að verzlunin hefir verk- I að eins og stórkostleg sog- dæla, sem dregið hefir fjár-, magnið til Reykjavíkur, má [ búast við að gera verði átök til að rétta það við, sem hall- ast hefir. Þessa verða þeir að gæta, sem aðstöðu hafa til að ráða því, hvert ný atvinnu- tæki berast. Það er heldur ekki nein framtíðarlausn fyrir neinn stað að fá viðbót við atvinnu- tæki sín á kostnað annarra, þannig að tilsvarandi mann- fjöldi eða meira bætist utan að hinum nýju tækjum. í því sambandi má gæta þess, að éf skip er tekið af þorpi úti á landi, má búast við, að fleiri en þeir, sem beinlínis hefðu haft atvinnu af skipinu, leiti til Reykjavíkur. Hópur bænda kynni að flytja líka vegna hrörnandi atvinnulífs í þorp- inu og trúleysis á framtíðina. Það dugar ekki, að þeir ráði fjármálunum, sem vilja fá ný atvinnutæki 140% í Reykjavík og Hafnarfjörð. Hér þarf víðara sjónarsvið og meiri framsýni. Það þarf að endurskoða at- vinnumálin og láta þær grein irnar, sem hollastar eru þjóð- arbúinu, njóta beztrar að- stöðu. í því sambandi verða menn að skilja hið fjölþætta samband atvinnulífsins í hverju héraði. Ef þar er höggvið á einn þáttinn, getur það orðið til þess, að allt hrynji í rústir. Þannig getur eitt fiskiskip lagt grundvöll að afkomu iðnaðar og land- búnaðar. Þann grundvöll er svo hægt að rífa í sundur ERLENT YFIRLIT: Matyas Rakosi MaSSurinii, sein síjóriiar „jjátningar^* rctíarhöldiinum gegn Mindszeiity kardínála. í útvarpsfregnum i fyrradag var skjTt frá því, að Mindszenty kardi- náli hafi játað á sig öll þau af- brot, sem hann var kærður fyrir, er réttarhöldin í máli hans hóf- ust í Budapest. Kæruatriöin voru ekkert smávægileg, þar sem hon- um voru borin á brýn margvísleg , landráð, fjárdráttur, svartamark- aðsverzlun o. fl. Að dómi annarra en stjórnarváldanna var fangelsun kardinálans hinsvegar talin stafa af því, að hann hefði ekki viljað láta kirkjuna beygja sig fyrir ýms- um fyrirskipunum þeirra. í lönd- urn kommúnismans og nazismans er það nefnilega ekkert fátítt, að menn séu fangelsaðir af öðrum á- stæðum en þeim, sem greint er frá í ákæruskjölunum. Nú munu þeir, sem fylgja hinu austræna skipulagi að málum, telja, að ekki þurfi lengur vitn- ana við. Kardinálinn hafi sjálfur játað. Aðrir munu hinsvegar minna á, að slikar játningar séu ekki ótíðar í löndum kommúnismans og nazismans. , Sá maður, sem er potturinn og pannan i málaferlunum gegn kardi nálanum, er ekki heldur neitt ó- kunnur hinu austræna réttarfari. Matyas Rakosi dvaldi i Moskvu, þegar þar fóru fram réttarhöldin gegn ýmsum forustumönnum bylt- ingarinnar óg þeir „játuðu“ á sig hverskonar glæpi, er þá voru born- ir. Rakosi kann því að setja slík réttarhöld á svið. Feril! Rakosi. Matyas Rakosi er fæddur 1889. Foreldrar hans voru Gyðingar og var efnahagur þeirra sæmilegur. Rakosi var látinn ganga mennta- ■ veginn og lagði hann stund á hag- fræði. Hann tók þátt í hinni komm . únistísku byltingu, er Bela Kun ■ stóð fyrir í Ungverjalandi 1919. Valdatími Bela Kun var skammur og fór Rakosi til Moskvu, er hon- um lauk. Þar varð hann brátt mikils metinn í alþjóðasamtökum kommúnista og stóð af sér allar 1 „hreinsanir", er gerður var innan þeirra samtaka. Tvívegis fór hann í erindagerðum þeirra til Ung- verjalands. í síðara skiptið klófesti lögreglan hann og var hann þá dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann sat í fangelsi í nokkur ár, en þá fengu Rússar hann lausan í fanga skiptum. Hann tók nokkurn þátt í spönsku borgarastyrjöldinni, en sneri síðan aftur til Moskvu og hélt þar kyrru fyrir, unz Rússar hernámu Ungverjaland veturinn 1945. Á striðsárunum vann hann að því að skipuleggja kommúnis- tísk samtök meðal þeirra Ung- verja, er Rússar höfðu tekiö til fanga, og kom það honum að góð- um notum síðar. Vinnubrögð Rakosi. Strax eftir heimkomuna til Ung- verjalands 1945 byrjaði Rokosi að skipúleggja kommúnistaflokkinn. Jafnframt tók hann sæti sem vara forsætisráðherra í fyrstu ríkisstjórn inni, er var mynduð eftir stríðslok- in. Þeirri stöðu hefir hann gegnt jafnan síðan. í kosningunum, sem fóru fram fyrst eftir stríðs- lokin, fékk Smábændaflokkurinn hreinan meirihluta, en kommún- istar fengu innan við fimmtung atkvæðanna. Samt voru það þeir, sem réðu mestu i stjórninni. Þeir höfðu þann aðila að bakhjalli, sem raunverulega stjórnaði landinu, þar sem var hernámslið Rússa. Með aðstoð Rússa hefir Rakosi komið þvi þannig fyrir, að kommúnistar hafa nú öll ráð Ungverja í hendi sér, þótt aldrei hafi nema lítill minnihluti fylgt þeim að málum. Það yrði oflangt mál hér að rekja starfshætti Rakosi í þeirri baráttu hans að tryggja yfirráð kommúnista. Hann hefir jöfnum höndum beitt Jægni og hörku. Stundum hefir hann talað fagur- lega við forustumenn andstöðu- flokkanna og náð þeim til sam- starfs með þvi að bjóða þeim hin æðstu völd. Þegar þeir hafa svo gerzt óþekkir, hefir hann varpað þeim fyrir borð og ákært þá fyrir landráð, en náð öðrum til fylgis við sig með blíðmælum Sínum. Þannig hefir hann einum fjórum sinnum skipt um forsætisráðherra, er allir hafa verið úr ahdstöðu- flokkum hans. Fljótlega eftir að þessir menn hafa tekið við stjórn- arforustunni, sneri Rakosi við þeim baki, lét stimpla þá sem fulltrúa afturhaldsins, en tók að hæla öðrum flokksbræðrum þeirra sem vinstri mönnum og gerði sér á annan hátt dátt við þá. Þannig vann hann að sífelldum klofningi í andstöðu- flokkunum og deyfði alla sam- heldni gegn kommúnistum. Hafi fagurmælin og slægðin ekki dugað Rakosi, hefir hann verið ó- spar á að beita hörku. Landráðamál hafa verið höfðuð gegn þeim and- stæðingum hans, sem honum hefir staðið mestur beygur af. Ákærurn- ar hafa jafnan „sannast" og Rakosi þannig losnað við hættulegustu andstæðinga sína. Strangri ritskoö un hefir verið haldið uppi og sam- taka- og samkomufrelsi háð marg- vislegum takmörkunum. Lögreglan og herinn hafa jafnan verið undir stjórn kommúnistískt ráðherra. Mikill starfsmaður. Rakosi hefir sýnt það með starfs RAICOSI háttum sínum, að hann lifir alveg samkvæmt þeim kenningum komm únista, að tilgangurinn helgi með- alið. Hvað, sem um starfsaðferðir hans má segja, viðurkenna allir dugnað hans. Hann er talinn starfsmaður með afbrigðum. Ræðu maður er hann góður, þótt hann hafi ekki þá flugmælsku til að bera, sem einkennir marga komm únistaforsprakka. Hann talar hátt og skýrt með sterkum áherzlum. Samningamaður er hann sagður í bezta lagi, enda hefir engum for- sprakka kommúnista tekist betur að vefja forráðamönnum borgara- legu flokkanna um fingur sér. Framkoman ber vott um mikið starfsfjör og orku, en hinsvegar fer fjarri því, að hann geti talist friður maður. Hann er lágur vexti, (Framhald á 6. siðu). með því, að fiskiskip vanti. Einn hlekkur, sem bregzt eða vantar í festi atvinnulífsins, getur lagt heilt hérað í auðn og þannig valdið þjóðfélag- inu margföldum kostnaði við það, að reisa ný mannvirki og atvinnutæki til að sjá fyr- ir því fólki, sem hrakið var frá fyrri staðfestu. f góðri meiningu er hægt að bera fram svo einstreng- ingslegar kröfur, að þaþ hefni sín. Það er misskilin hagsmunabarátta fyrir einn aðila, að taka lífsbjörgina frá öðrum. Atvinnumálin þarf að leysa með þjóöarhagsmuni í huga og athuga vel, hver á- hrif hvað eina hefir. Þjóðfé- lagið getur ekki verið án jafn vægis, og það jafnvægi bygg- ist á réttlátri dreifingu fjár- magnsins. Fjárhagsráð, sem nú mun byrjað að vinna að veitingu fjárfestingarleyfa fyrir þetta ár, þarf vel að gæta þeirra sjónarmiða, sem hér er lýst. Eitt meginhlutverk þess er einmitt að gæta þess jafnvæg is, sem hér hefir verið gerð grein fyrir. Störf ráðsins bera þess vonandi merki, að það gæti vel þessa menningahlut- verks síns. Raddir nábáanna Morgunblaðið ræðir í for- ustugrein sinni í gær um sjúkrahúsaskortinn í landinu. í niðurlagi greinarinnar segir svo: „Löggjafarvaldið á að tryggja sérstakan og sjálfstæðan tekju- stofn, sem varið sé til sjúkra- húsbygginga víðsvegar um land. Almenningur á jafnframt að hefja fjársöfnun með frjálsum samskotum til stuðnjngs þess- um stofnunum. Sjúkrahúsunum og sjúkraskýlunum verður að fjölga. Það eru grundvallarskil- yrði fyrir því að árangur náist í baráttunni fyrir auknu heil- brigði fólksins. Þjóðin má ekki varpa öllum sínum áhyggjum í þessu efni á ríkissjóðinn. Sá hugsunarhátt ur er alltof algengur í þessu landi. — Fclkið verður að leggja eitthvað á sig sjálft. íslendingar eru heldur engar nánasir þegar um myndarleg átök er að ræða í mcnningar- og mannúðarmálum. Þeir hafa lagt fram glæsilegan skerf til alþjóðlegrar hjálparstarfsemi og hlotið mikinn hróður fyrir. Þeir hafa einnig hlaupið drengilega undir bagga með samborgurum sínum, sem fyrir skakkaföllum hafa orðið. Þess vegna er óhætt að treysta því að þeir bregðist vel við nú og taki þátt í þeirri baráttu, sem nauðsynlegt er að hcfja fyrir byggingu fleiri og betri sjúkrahúsa í landinu“. Hér er vissulega hreyft máli, sem þarfnast athugun- ar og úrlausnar. Væri það t. d. ekki athugandi að láta tekj- urnar af happdrætti því, sem Háskólinn hefir nú, renna í sjúkrahúsasjóð eftir að sér- leyfistími Háskólans er út- runninn? Háskólinn er nú orð inn það vel settur, að hann ætti vel að geta séð af þess- um tekjum. A. m. k. er þörf hans ekki meiri en sú nauð- syn að bæta úr sjúkrahúsa- skortinum í landinu. Bygging landsins og stríðshættan Fyrir fáum dögum átti sá, sem þetta ritar, tal við gaml- an bónda. Margt er nú skraf- að um öryggismál, land- vai-narmál og hlutleysismál, sagði hann, og skal ég ekki leggja þar orð í belg. Skoð- anir manna virðast þar tals- vert á reiki og tel ég það sízt á mínu færi að skera úr því, hvað rétt sé. Um eitt virðast mér þó allir vera sammála, en það er það, að búast megi við hernaðaraðgerðum og loft árásum hér á landi, ef til styrjaldar kemur. Lega ís- lands sé þannig, að víst megi telja, að það dragist inn í hringiðu styrjaldarinnar með einum eða öðrum hætti. Ef menn eru sammála um þetta, hélt bóndinn áfram, mætti það jafnframt vera ljóst, að mesta loftárásarhætt an grúfir yfir þeim bæjum og byggðum, sem eru á Reykja- nesskaganum. Keflavíkurflug völlur, næstu hafnarstaðir hans og Reykjavík eru lík- legustu skotmörkin. Með til- liti til þessa virðist það lítt álitlegt, að fólk og fjármagn dragist nú aðallega saman á þessa staði. Þar eru öll meg- inmannvirki landsins og bygg ingar. Á einni svipstundu gæti þetta þurrkast út að meira eða minna leyti, ef til styrjaldar kæmi. Það þarf ekki að lýsa því fyrir mönn- um, hvílíkt áfall slíkt væri fyrir afkomu þjóðarinnar. Hún myndi ekki aðeins missa mikið af mannvænlegu fólki, heldur myndi starf liðinna kynslóða eyðileggjast og þjóð in yrði á ný að byrja hálfgert landnámsstarf. Mér finnst, sagði bóndinn að lokum, að gegn þessari hættu sé raunverulega ekki til nema eitt ráð. Það er að vinna að meiri dreifingu bygffðarinnar og aðalmann- virkjanna í landinu. Ég er ekki á móti þvi, að kaupstaðir aukist hér, heldur tel ég það að ýmsu leyti eðlilega þróun, er ekki tjái að sporna gegn. En kaupstaðirnir eiga ekki aðeins að rísa upp hér við Faxaflóa. Við fiskimiðin á Snæfellsnesi á að geta risið upp blómlegur kaupstaður, er styðst við útgerð og fiskiðn- að og blómlega sveitabyggð. Sama er að segja um Skaga- strönd. Á Norðausturlandinu þurfum við einnig að eignast útgerðarbæ. Þá má ekki gleyma Þorlákshöfn. Tilkoma þessara nýju staða og efling eldri kauptúna á að stuðla að heilbrigðri dreifingu byggð- arinnar og mannvirkjanna og gera það að verkum, að þótt einn eða tveir staðir yrðu fyrir tjóni, að allt framleiðslu kerfi þjóðarinnar þyrfti ekki að falla saman, eins og nú myndi verða, ef Faxaflóabæ- irnir yrðu fyrir stríðsárásum. Dreifing byggðarinnar á þann veg, sem ég hefi hér minnzt á, finnst mér vera hið eina raunhæfa landvarnar- mál þjóðarinnar, jafnframt því, sem það er henni hags- munamál, sjálfstæðismál og menningarmál í margföldum öðrum skilningi. Hér Iýkur svo því, sem bónd inn sagði. En vissulega er hér drepið á atriði, sem ekki er óeðlilegt, að menn hugsi um í sambandi við svokölluð ör- yggismál þjóðarinnar. Marg- (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.