Tíminn - 05.02.1949, Side 7

Tíminn - 05.02.1949, Side 7
26. blað TÍMINN, Iaugardaginn 5. febrúar 1949 7 Eæða Pálma Haimessouar Framhald aj 8. síðu. Þó væri það vitanlegt, að þeir ættu svo innangengt til Al- þingis og ríkisstj órnar, að þeir vissu manna bezt um fjár- hagserfiðleika ríkissj óðs, og Reykjavík yrði að gera sér ljóst, að fjárhagur hennar væri háður hagkerfi lands- ins og höfuðstaöurinn yrði þegar að kreppir að standa á eigin fótum og vera heldur til fyrirmyndar en ekki. Nú væri því hvergi mótmælt, að f j ármál þj óðarinnar væru mjög komin í óvænt efni, svo að ýmsir teldu jafnvel sjálf- stæði þjóðarinnar í voða. Að- gæzla í fj ármálum væri því ekki aðeins borgaraleg dyggð, heldur ýtrasta nauðsyn hverj um þjóðhollum manni. Versnandi afkoma — auknar álögur. Pálmi minnti á það, að fyr- ir ári síðan hefði hann tal- ið tíma til kominn að skipta um stefnu í þessum málum. Þá var sagt, að óvenjulegt tekjuár færi í, hönd vegna eignakönnunarinnar. Nú væri engum slíkum hvalreka til að dreifa, en augljóst virðist að fjárhagsafkoma bæjarbúa hefði versnaö. Útgerðin hefði minnkað, verzlun dregizt sam an, svipað væri um iðnaðinn, og launatekjur hefðu rýrnað, einkum hjá verkamönnum. Það væri því á minnaaðleggja útsvörin, en menn greiddu ekki með tekjum liðins árs, heldur hins, sem væri að líða. Þrátt fyrir það, að bærinn hefði nú skattskrúfu á þumal fingri borgaranna og léti víða taka af launum þeirra upp í útsvarið, stæðu enn úti 8 milljónir af útsvörum síðasta árs. Bæjarstjórnin lokaði augum fyrir versnandi af- komu og vaxandi erfiðleikum í atvinnulífi og afkomumál- um bæjarbúa, þó að mesti greiði og réttlæti við borgar- ana væri, að horfast í augu við erfileikana og taka upp sparnað. Furðuleg úíþensla bæjargjaldanna. Þess hefði mátt vænta, að þessi fjárhagsáætlun yrði með nýju sniði. Sú von hefði þó brugðizt. Bæjarráð hefði skroppið á fund og hælckað útgjaldaliðina á lítilli stundu um 430 þúsund krónur. Fj árhagur bæjarins væri góður reikningslega og skyldi ekki draga úr viðurkenningu, sem borgarstjóri ætti skilið fyrir það. En á hitt mætti líka jafnframt benda, að árið 1938 hefðu útsvörin samtals verið 4.347 þúsund krónur, en nú 53—54 milljónir eða meira en tólffalt hærri, svo að þess mætti vel sjá stað. Síðan gerði ræðumaður samanburð á ýmsum útgjalda liðum og hækkun þeirra. Sparnaðurinn verður að byrja hjá fram- kvæmdavaldinu. Pálmi lauk ræðu sinni með því að tala um þá tillögu Sjálfstæðismanna, að spara í rekstri bæjarins og fá jafn- vel útlendan sérfræðing til að ieiðbeina sér við það. Þetta sýndi virðingarvert siðferðis- þrek til að_kannast við stað- reyndir og viðurkenna, að f lokkurinn og borgarstj óra hans hefði ekki tekizt að sýna í verki þann sparnað, sem þeir hefðu viljað. Hét ræðumaður bæjarstjórn fullum stuðningi sínum og flokki síns í þeirri viðleitni. En þrátt fyrir alla sérfræðinga, verður sparnað urinn að koma frá fram- kvæmdavaldinu sjálfu og sýna sig í batnandi verkstjórn. Þaö á ekki aö byrja á launa- lækkun, en það á að heimta heiðarlega vinnu og fullt starf af hverj um starfsmanni bæj - arins, en þar mun allmikið á skorta. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•_........... •••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ S :: !>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•«! !♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•■« Fraí ísafirðl Framliald af 8. síðu. SkíÖaskóIinn byrjar 20. þ. m. Skíðaráð ísafjarðar hefir forystu í skíðaíþróttinni og ráðgerir það fjögur innanhér- aðsmót í vetur auk landsmóts ins, sem háð verður á ísafirði um páskana. Skíðafélag ísa- fjarðar starfrækir skíðaskóla í Seljalandsdal og er það eini skíðaskólinn hér á landi. Hefst hann að þessu sinni 20. þ. m. Aöalkennari skólans er Guðmundur Hallgrímsson, en auk þess mun sænski skíða- kennarinn Wikström, sem hér dvelur nú á vegum Skíðasam- bands íslands, kenna þar skiðagöngu um tíma. Skólinn útskrifar leiðbeinendur í skíðaíþróttinni. Félagsheimili. Mikill áhugi er ríkjandi meðal isfirzkra íþróttamanna um það að koma sér upp félagsheimili, og hefir íþrótta bandalagið farið fram á að fá kjallara undir fimleikahús- inu í þessu skyni. Framfarir góðar í sund- íþróttinni. Hin nýja sundhöll ísfirð- inga, sem tók til starfa í febr. 1946 er starfrækt á vegum ísafjaröarbæjar. Er hún mjög sótt og áhugi fyrir sundi mik- ill. Má fullyrða, að í engri í- þrótt hafa ísfirðingar tekið eins miklum framförum og í sundi, síðan hún tók til starfa. Aðalkennari við sund- höllina er Gísli Kristjánsson. Framkvæmdastjóri sundhall- arinnar hefir Guttormur Sig- urbjörnsson verið frá byrjun. Allt byggist á sjósókn. Að lokurn sagði Guttormur þetta: ísfirðingar hafa orðið að kljást við hina óblíðu, vest- firzku veðráttu. Þeir hafa þurft að sækja sjóinn við erf- iöustu aðstæður, sem þekkj- ast hér á landi. Sjósókn er i aðalatvinna þeirra, og bregö- ist hún, er ekki í önnur hús að venda. | Fiskimiðin út af Vestfjörð- um eru ein auðugust hér við land, og þess vegna eiga Vest- | firðir meiri framtíðarmögu- | leika en önnur útgerðarhéruð hér á landi. En skilyrði þess, að hinir miklu möguleikar verði nýttir, er að forystu- menn atvinnutækja og stjórn endur bæjarins leggi á hill- una innbyrðis valdastreitu og einstaklingshyggju en reyni í þess stað að e'fla almennings- heill. Og meö það sjóparmið fyrir augum, mun ísfirzkur al menningur leggja grundvöll- inn að uppbygg'ingu atvinnu- vega og öðrum framförum í framtíðinni. N N > i&W < V - \ > ,41 :: :: :: Brunadeild Sjóvátryggingarfélags íslands vill vekja athygli umboðs- manna sinna á auglýsingu Sambands brunatryggjenda á íslandi um hækk un brunatryggingaiðgjalda, sem gekk í gildi 1. janúar 1949. Þar til tök eru á að senda umboðsmönnum hina nýju iðgjaldaskrá, eru þeir beönir um að leita til aðalskrifstofunnar um allar upplýsingar. Iðgjöld fyrir innbúi í húsum, sem eingöngu eru notuö til íbúðar, breytast ekki. :: Sjóvátryqqi aqíslands f BBVNADEILD Sími 1700. Bygging landsins og' stríðshættan (Framhald af 5. síðu). - ar þjóðir hafa nú einmitt end urreist atvinnulíf sitt með það sjónarmið fyrir augum, sem hér hefir verið sagt frá. Þær vinna að dreifingu at- vinnutækjanna í stað þess, að áður var það stefnan að draga þau sem mest saman á fáa staði. Þetta er að nokkru leyti gert vegna stríðs óttans og að nokkru leyti i vegna þess, að hyggilegt þyk- ir að dreifa byggðinni og , vinna gegn vexti stórborga. X+Y. ííariiaveiki (Framhald af 4. siðu). Aöalatriðið í sambandi við garnaveikisvarnir er að finna sjúkar kindur snemma. Ti! þess á að sprauta „fuglatu- berkulini“ undir skinnið og mæla líkamshita. Þeirn kind um sem svara jákvætt veröur síðan að slátra. Gott. er ef mögulegt væri að forðast vot lendið og að stía snemrr.a sundur lömbum og fullorðnu fé. Þrifnaður í fjárhúsum er mikilvægur og þarf þá oft að bera þurra móamold i gólf jin. I.ækningatilraunir mætti t. d. reyna með nýju „Sulf- anamid“ lyfjunum. Egilsstöðum, 30. des. 1948 Bragi Steingrímsson dýralæknir iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimniimimiimummimiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiwiiimimiiiiiiimiiiiuiiiimiimiiiniiiiimnB | AÐALFUNDUR | 1 Búnaðarfélags Digranesháls verður haldinn í Bað- | 1 stofu iðnaöarmanna mánudaginn 7. febrúar 1949, | I klakkan 8,30 e. h. 1 Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. STJÓRNIN. iiuimmimiiimmiimiminmiuimimiiiiuiimmmmmimmimimimimiiiiiiimmiiimiimimiimmmiimmi. Auglýsingasími Tímans er nú 81300 i ▼ t t Htkmiií JítnaHh flugltfAil í Jwahuht Kaupið ávallt notuð íslenzk frímerki JÓN AGNARS Pósthólf á56 Kvcnfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla. Verzl. Eyþórs Halldórs- sonar, Viðimel. Pöntunarfé- laginu, Fálkagötu. Reynlvöll- um í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs G. Gunnlaugssonar, Austurstræti. VltkteiiiÍ Jitnahh Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h.f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.