Tíminn - 05.02.1949, Side 8

Tíminn - 05.02.1949, Side 8
„ERLEiVT YFIRLIT“ í daq: Matyus Rakosi 33. árg. Reykjavík *? A FÖRNlrn VEGI Í DAG: Hið nýja sltjsavarnafélafi lœknanna 5. febrúar 1949. 26. blað Ræða Pálma Harmessonar um fjárkagsáætlun Reykiavlkurbæiar: „Það á aö byrja á því að heimta heiö- arlega vinnu af sérhverjum starfsmanni” lítsvöi* Reykvíkinga tólffajdast á 10 árum Á fundi bæjarstjórnar í fyrrinótt var fjárhagsáætlun bæjarinc afgreidd með litlum breytingum. Verður síðar skýrt frá henni en hér fer á eftir útdráttur úr ræðu, sem Pálmi Hannesson flutti á fundinum. Pálmi Hannesson hóf mál sitt með því, að enn væri runn in. upp hin árlega fæðingar- hátíð borgarvaldsflokkanna, og myndi sá burður, sem liti ljós. þessarar nætur, verða með sama ættarmóti og hinir fyrri. Fjárhagsáætlunin hefði verið lögð fram fyrir hálfum mánuði. Borgarstjóri fylgdi henni úr hlaði með glöggri en stuttri ræðu. Engin skýrsla fylgdi henni um stofnanir bæjarins. Og nú ætti að reka smiðshöggið á og afgreiða þessa áætlun á einni nóttu. Úrelt og óheppileg vinnubrögð. Fyrir ári síðan kvaðst Pálmi hafa fundið að þessum vinnubrögðum og óskað þess, að fjárhagsáætlun bæjarins fylgdi fjölrituð greinargerð til athugunar og skýringar. Þessu hefði ekki verið sinnt og væri hér þó um að ræða gjaldaálögur, sem næmu 110 milljónum króna. Flestir bæjarfulltrúar yr$u að afgreiða þær í trú en ekki skoðun. Hæpið væri, að kalla þetta lýðræðisleg vinnubrögð og mætti nefna meðferð fjár- lega á Alþingi til samanburð- ar. Auglýsingastarfsemi á alvörustund. Það er nú orðið árlegt fyrir bæri, að samþykkt sé hæsta fjárhagsáætlun, sem sézt hef ir, og þeirri reglu enn fylgt. Þó eru hækkunartillögur bæjarfulltrúa með minnsta móti og bendir það til þess, að samvizka flokkanna sé nú að vákna til meðvitundar um það. að of langt sé gengið. Hinsvegar eru ályktunartil lögur þeirra sízt minni en áð- ur og snúast umræður mest um þær. Þær eru einskonar óskalisti flokkanna, til að sýna kjósendum, og fylgja þeim hvorki skuldbindingar né sérstakur áhugi, og þó að þetta séu taldar steftjuyfir- lýsingar, ætti að vera nógur tíihi ánnar en þessi þýðingar mikli fundur til að rifja upp gömul kosningaloforð flokk- anna og hampa væntanleg- um loforðum. Engar breytingatil- lögur. Sjálfur kvaðst Pálmi engu hafa loíað fyrir síðustu bæjar stj órnarkosningar öðru en því, að fylgja því, sem hann teldi bænum gagnlegt og í sam ræmi við fjárhag hans og sæi hann ekki ástæðu til að endurtaka það með árlegum auglýsingum. Um sjálfa áætlunina legði hann engar tillögur fram. Hann hefði ekki haít aðstöðu til að rannsaka starfsemi bæjarins, svo að hann gæti lagt fram rökstuddar sparnað artillögur, en þó að hann hefði vitanlega freistingar til að bera fram hækkunartillög ur, því að margt væri van- gert, vildi hann ekki vega i þann knérunn, sem svo mjög væri kvistaður. Nú væri mest nauðsyn að draga úr útgjöld unum. Sparnaður er bæði dyggð og nauðsyn. Há fjárhagsáætlun væri í sjálfu sér góð, ef hún stydd- ist við sparnað í rekstri og væri í samræmi við gjaldþol borgaranna en við það verður að miða. Þess virtist gæta, að bæjar- arfulltrúar hefðu hneigð til að krefja Alþingi um framlög og aðstoð bænum til handa.. (Framliald á 7. siðu). | Flutningar um Vest ur-Þýzkaland bannaðir Hernámsstjórnir Breta og Bandaríkjanna í Vestur- Þýzkalandi gáfu í gær út sam eiginlega tilkynningu, þar sem bann er lagt við öllum vöruflutningum um Vestur- Þýzkaland að eða frá Austur- Þýzkalandi og löndum austan þess. Þetta nýj a flutningabann tekur til varnings frá öllum löndum í Vestur-Evrópu, en nær ekki til fólksflutninga. Ráðstöfun þessi er mótleik- ur Breta og Bandaríkjanna við margvíslegum hömlum og bönnum, sem Rússar hafa komið á hjá hér, vesturveld- unum til óþurftar. Kommúnistabylting jafngild árás Danska blaðið Politiken skýrir frá því, að líklegt þyki, að kommúnistísk bylting í ríkjum þeim, sem gerast aðil- ar að Norður-Atlantshafs- bandalaginu, verði talin jafn- gilda árás á þau. Hafi Robert Lovett rætt um þetta atriði við sendiherra Benelux-land- anna í Washington. Þetta er rökstutt á þann hátt, að valdataka kommún- ista hafi oftar gerzt innan frá en með vopnavaldi utan frá. Þess vegna eigi stjórn banda- lagsríkis að geta æskt aðstoð- ar bandalagsins, ef henni er ógnað af kommúnistum inn- an frá. Aðalfundur héraðs- sarab. Skarphéðins Héraðssambandið Skarp- héðinn hélt ársþing sitt að Stokkseyri 15.—16. janúar. Sóttu þingið fulltrúar frá 22 félögum. Þingið gerði margar sam- þykktir. Meðal annars krafð- ist það þess, að fólki í sveit- um og kaupstöðum yrðu ætl- uð sömu lífsþægindi, meira fjármagni yrði beint út um byggðir landsins, lögð yrði aukin áherzla á byggingu barnaskóla í sveitum, lögum um búnaðarskóla yrði breytt í samræmi við breytta búnað- arhætti, ekki yrði lengur frest að framkvæmd þriðja kafla tryggingarlaganna um heilsu gæzlu, reist yrði sjúkrahús á Suðurlandi og látin fara fram atkvæðagreiðsla um aðflutn- ingsbann á áfengi við næstu þingkosningar. Einnig skoraði þingið á þjóðina og valdamenn henn- ar að standa fast gegn hvers konar erlendri íhlutun um ís- lenzk mál og vera vel á verði um íslenzkt þjóðerni, sjálf- stæði og mennihgu. Formaður bandalagsins er Sigurður Greipsson í Hauka- dal. Málfundaflokkur | F.U.F. og verka-1 manna : | | Máifundaflokkur verka- |! i manna og F. U. F. í Reykja | | vík hefur starfsemi sína á |1 | þriðjudagskvöldið kemur. | I Verða fundirnir haldnir í | | samkomusal Edduhússins, | I og hefst fundurinn á i i þriðjudagskvöldið klukkan \ í hálf-níu. | = Þeir, sem taka ætla þátt | I í starfsemi málfundaflokks i i ins, ættu að gefa sig fram | i þegar í stað og sækja þenn | | an fyrsta fund. «MMIMMMMHHmilllllHMMIIIimiimilimiJIIIHIIMMMMM Mindzenti kardínáli tekur aftur fyrri umraæli Minzenti kardínáli lýsti í gær ómerkt bréf, sem hann hafði ritað biskupum í Ung- verjalandi í haust. í þessu bréfi sagði hann, að allar játn ingar, sem hann kynni að gera fyrir ungverskum rétti, lýsti hann fyrirfram mark- leysu eina, og bað hann biskupana að líta svo á, að þær stöfuðu aðeins af mann- legum veikleika. Jafnframt því, sem Minz- enti lýsti þetta varnaðarbréf sitt ómerkt, gat hann þess, hve sérstaklega hefði verið farið vel með sig í fangelsinu Hvítá í Árnessýslu flæddi úr farvegi sínum á miðvikn- daginn Vaíia á Eyrarbakka- veg'i og austtirvegiii- tmi austan Skeggja- staða í þessari viku myndaðist hrönn mikil í Hvítá í Árnes- sýslu á svæðinu frá Brúna- stöðum austur fyrir flóðgátt- ina, sem þar er. Tók á mið- vikudagskvöldið að renna yf- ir flóðgáttina og flæða suður Flóann. í fyrradag virtist áin aftur hafa náð nokkurn veg- inn eðlilegri framrás, svo ekki rann lengur yfir flóðgáttina í fyrrakvöld. Vatnsmagn það, sem leitaði út úr farvegi árinnar, var þó svo mikið, að í fyrradag rann allmikið yfir veginn austan Skeggjastaða i Flóa, en í gær- morgun var það aftur sjatn- að. Hins vegar var í gær vatn á Eyrarbakkaveginum á löng- um kafla og allstór svæði, þar sem láglendast er, undir vatni. Ekki er þó talið, að skemmdir verði af þessum sök um, því að allir vegir eru freðnir. \ Mesti leiðangur er sendiir hefir veriö tii djúphafs- rannsókna Verður gerður út af Dönum 1950 Danir ráðgera að senda stærsta leiðangur, sem gerður hefir verið út til rannsókna á miklu hafdýpi, til athugana í Kyrrahafi og víðar vorið 1950. Gert er ráð fyrir, að þessar rannsóknir standi í tvö ár og kosti fjórar miljónir króna. Kostnaður greiðist af Zoolegisk Museum og danska sjó- hernum og fleiri aðilum. Undirbúningur að þessum i mikla leiðangri er þegar haf- inn, og Danir hafa keypt tæki til rannsóknanna i Svíþjóð. Meðal annars er það vinda mikil, 15 kilómetra langir stál vírar, hitamælar og margt fleira. Einnig hafa verið keypt ar í Bandarikjunum smásjár fyrir ellefu þúsund krónur danskar. Það er ætlunin, að rann- enginn hefir áður vitað, að til væru. Farið verður frá Kaup- manahöfn til Vestur-Indía, suður með vesturströnd Suð- ur-Ameríku og yfir sunnan- vert Kyrrahaf suður til Ástra líu og Nýja-Sjálands, með- fram Sundaeyjum,yfirað aust urströnd Afríku og fyrir Góðr arvonarhöfða. Þetta verður einn hinn dýr asti rannsóknarleiðangur, sóknirnar fari fram á meira sem gerður hefir verið út frá dýpi en áður hefir verið kann Danmörku, en bú}/; er við að. Sænskur leiðangur, sem stuðningi frá sjóðum í Amer- fór til rannsókna í úthöfun- iku. um, komst á 7000—8000 metra dýpi. En að þessu sinni er ætlunin að komast niður i 10000 metra dýpi. Einkum á að rannsaka fiskilíf á miklu Formaður undirbúnings- nefndarinnar er forstjóri Austur-Indiafélagsins danska, Axel prins, en aðrir nefndar- menn eru Vedel sj ó'iiðkfor- dýpi, og búast menn við að ingi, August Krogh prófessor finna þar fiskitegundir, sem ! og R. Spárck prófessor. Guðraundur Ágústs- son kosinn formað- ur Verklýðsfélags Stykkishólms Aðalfundur Verkalýðsfélags Stykkishólms var haldinn 24. jan. s.l. Fór þar fram stjórnar ingu. Formaður var kosinn kosning og hlutu þessir kosn- Guðmundur Ágústsson með 30 atkv. Kommúnistinn fékk 19 atkv. Aðrir í stjórninni eru þessir: Kristinn Gíslason, rit- ari, og Jóhannes Guðjónsson, féhirðir. Samþykkt var á fundinum að segja upp gild- andi kaup- og kjarasamningi. Brezka stjórnin á- vítar Ungverja fyrir Mindzenti-réttar- höldin Brezka stjórnin hefir sent ungversku stjórninni orðsend ingu vegna réttarhaldanna yfir Minzenti kardínáli og þeim sex mönnum, sem ákærð ir eru ásamt honum. Er þar látið í ljós vanþóknun Breta- stjórnar á því, að enginn brezkur blaðamaður skuli hafa fengið að vera viðstadd- ur þessi réttarhöld. Líti hún þau alvarlegum augum, og brezkur almenningur hafi rika samúð með sakborning- unum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.