Tíminn - 18.02.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.02.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarjlolckurinn Skrifstofur í Edduhúsinu Ritstjórnarslmar: 4373 og 2353 Afgreiöslusími 2323. Auglýsingasími 81300 Prentsmiöjan Edda 33. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. febrúar 1949 37. blaff Dettifoss, nýja skip Eimskipafélagsins, kom til Reykjavík- nr í gærkveldi Sklpið kom ffyrt við á DJúpavog'i, en sigldi þaðan hing'að Hið nýja skip Eimskipafé- lagsins, Dettifoss. kom hing- að til Reykjavíkur í fyrsta sinn seint í gærkvöldi. Kom skipið fyrst til Djúpavogs frá Noregi, en hélt síðan til Reykjavíkur. Dettifoss er næstum því al- veg eins skip og Goðafoss, byggður í sömu skipasmíða- stöð og jafn stór. Ýmsar smá vægilegar breytingar hafa þó verið gerðar á þessu skipi frá því sem Goðafoss er. 44 gengu í F.U.F. í Reykjavík í fyrrakvöld Pélag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík hélt fund í Edduhúsinu í fyrrakvöld. Var þar rætt um stjórnmála- viðhorfið. Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra flutti framsögu ræðuna. Af hálfu ungra Fram sóknarmanna tóku til máls Friðgeir Sveinsson, Stefán Jónsson, Skúli Benediktsson, Steingrimur Þórisson og Berg ur Sigurbjörnsson. Auk þess tók til máls Kristján Friðreks son framkvæmdastjóri. 44 nýir meðlimir bættust í félagið á þessum fundi. Kaupir bærinn Fiskiðjuverið? Á bæjarstjórnarfundi í gær upplýsti borgarstjóri, að bær- inn hefði forkaupsrétt að Fiskiðjuverinu, ef ríkið seldi það. Borgarstjóri greindi frá þessu í tilefni af því, að Jó- hann Jósefsson og Gísli Jóns- son létu þau orð falla á þingi í fyrradag, að vel væri athug- andi að ríkið seldi eða leigði Fiskiðjuverið. Á sama þingfundi var upp- lýst, að stofnskuldir Fiskiðju- versins væru orðnar rúmar 8 miij. kr. og vantaði þó mikið á, að það gæti enn talizt full- gert. Talsverður halli hefir verið á rekstri þess, enda hef- ir það haft við ýmsa byrjunar erfiðleika að striða. Tírnina birti á miðvikutlaginn frásögn af lífinu í Klettafjöllunum, þar sem verið hefir ákafiega mikió fannfergi í vetur. — Myntlin hér aS ofan er frá Wyoming. Dráttarvélar eru notaðar til þess að ryðja fénu braut. Hvalvinnsia verður ekki leyfö í örfirisey ÁlykíKsi hæjarstjóniarfundar í gær Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær var samþykkt með samhljóða atkv. svohíjóðandi tállaga, sem flutt var af borgarstjóra og fulltrúum allra flokkanna í bæjarstjórninni: „Þegar bæjarstjórnin stofnaði Sameiningarfélag ið Faxa með hlutafél. Kveldúlfi, til starfrækslu síldarverksmiðju í Örfiris- ey, þá var það gert í trausti þess, að fullt öryggi væri fyrir því, að samfara hinni nýju vinnsluaðferð þeirrar verksmiðju, væri hvorki um að ræða óþrif í höfn- inni eða á verksmiðjustaðn um, né ódaun, er legði yf- ir bæinn. Hefir verksmiðj- an verið reist þannig, að þessum meginskilyrðum verði fullnægt. Að gefnu tilefni lýsir bæjarstjórnin því yfir, að hún muni því aðeins leyfa vinnslu úr öðrum hráefn- um í verksmiðjunni, að framangreindum skilyrð- um sé fullnægt." Enn góð veiði nyrðra Akureyrarbátar fengu svip aða veiði á Akureyrarpolli í fyrradag og verið hefir. í fyrrakvöld og gærmorgun lögðu fáeinir bátar upp síld hjá Krossanesverksmiðjunni —Garðar 352 mál, Gylfi 530 mál og Narfi 550 mál. Þessi síld er þó aðeins látin til geymslu hjá verksmiðj- unni, þar eð ekki hefir orðið samkomulag um bræðsluverð á henni. Borgarstjóri upplýsti, að til bæjarins hefði ekki komið : nein beiðni um hvalvínnslu í sambandi við Örfiriseyjarverk ! smiðjuna. Það þarf þó vist að taka fram, að framangreind ályktun er gerð vegna orð- ’ róms, sem gengið hefir um í það, að stjórn Faxa hefði hug ; á að láta bræða hval í verk- ! smiðjunni og umsóknar, er . hún hefir sent atvinnumála- ráðuneytinu. Lán úr raforkusjóði tii mótorrafstöðva? Búnaðarþing samþykkti i gær að leggja til, að raforku- lögunum verði breytt, þannig að veitt verði lán úr raforku sjóði til þeirra bænda, sem koma sér upp mótorrafstöðv um, enda séu bæir þeirra ekki á beim svæðum, þar sem hér- aðsrafveitur eru eða komast á næstu árin. Lán þessi vill Búnaðarþing, að ve'rði með 2% vöxtum, Merkjasöludagur hjá kvecnadeild Síysavarnafélagsirs í Reykjavík Kvennadeild Slysavarna- ,'élags íslands i Reykjavík hef Ir í smíöum þrjú skipbrots- nannaskýli á söndunum í Skaptafellssýslu, eitt i Kefla- vik, skammt frá Látrabjargi, ig eitt ofan við Djúpalóns- sand á Snæfellsnesi. Er fyrir- ’augað að ljúka smíði skýl- inna á þessu ári. Vonir standa einnig til, að hægt verði að' stika sandana á Foss fjcru og Skeiðarársandi. En til þess þarf mikið fé. Þess vegna hefir deildin^á- kveðið aö selja merki á sunnu daginn kemur, fyrsta góudag. Minna má á, að deildin hef- ir áður lagt nær 100 þúsund krónur til Sæbjargar, byggt skipbrotsmannaskýli á Með- allandssandi, sem kostar rösk lega 22 þúsund krónur, og bú- ið það vistum. Var skýli þetta afhent Slysavarnafélaginu í árslok 1945. Þá var einnig stik aður allur Meðallandssandur frá skipbrotsmannaskýlinu heim til bæja. Er fimmtiu metra bil á milli stika. Ljósa- tæki af fullkomnustu gerð hafa verið sett í skýlin á Breiðamerkursandi, Skeiðar- ársandi og Fossfjöru. Tilraunir með beií nautgripa og sauð- f jár á ræktað land Búnaðarþingiö samþykkti f. gær áskorun á tilraunaráð landbúnaðarins í búfjárrækt að láta gera á næsta sumri vísindalega tilraun með beit mjólkurkúa og sauðfjár á ræktað land. Það er reynsla erlendis, að það borgi sig og meira en það aö beita fénaði á ræktað land. Að svipaöri niðurstöðu hafa einstakir bændur hér á landi komizt. Nú vill Búnað- arþing fá úr þessu skoriö á vísindalegan hátt. veitt til tólf ára og nemi þrem ur fjórðu hlutum af kostnað- arverði og séu raílagnir þar með taldar. Búnaðarþing leggur mikla áherzlu á, að þessi breyting | á raforkulögunum nái fram I að eanga í vetur. Skopmyndasýcing verður opnuð í dag í dag hefst hér í bæ nýstár- leg sýning í sýningarsal Ás- mundar Guðmundssonar við Freyjugötu 41. Er það sýning skopmynda af ýmsum sam- tíðarmönnum, sem þrír lista- menn hafa gert. Eru það þeir Halldór Pétursson, Jóhann Bernharð og Sigurður Thor- oddsen. Sú nýbreytni verður tekin upp í sambandi við þessa sýningu, að sýningar- gestum verður gefinn kostur á að láta draga upp af sér skyndimynd. Ve'rða þær teikn ingar milli kl. 8 og 10 á kvöld- in. Sýningin verður opin dag- lega kl. 2—10 næstu 10 daga. Eldur í togaranum Verði í fyrradag kom upp eldur í hásetaklefa i togaranum Verði frá Patreksfirði, er hann var að veiöum út af Jökli. Kviknaði í út frá ofni. Fimm hásetar sváfu í klef- anum og vaknaði einn þeirra vlð reykjarsvælu. Hlupu þeir félagar upp fáklæddir. Var eldurinn óðara kæfður, og varð af honum lítið tjón. Samkoma Þjóðvarn arfélagsins í Austur- bæjarbíó á sunnud. Þjóðvarnarfélagið efnir til samkomu i Austurbæjarbíó á sunnudaginn, og hefst húr,. klukkan hálf-tvö. Þar veröur fjölbreytt dag- skrá — fluttar ræður, lesið upp, einleikur á klarinett og fleira. Aðgöngumiðar fást hjá Lái usi Blöndal og Sigfúsi Ey- mundssyni. Aðalfuridur Fram- sóknarfélags Siglu- fjarðar Aðalfundur Framsóknar- félags Siglufjarðar var ný- lega haldinn. Á fundinurr. gengu fimm menn i félagið. í stjórn voru kosnir: Bjarni Jóhannsson formaður, Hjört- ur Hjartar ritari og Ragnar Jóhannsson gjaldkeri. Meðstjórnendur: Bjarni Kjartansson og Jón Kjartans son. í fulltrúaráð voru kjörn- ir: Skapti Stefánsson, Jón Kjartansson, Ragnar Jóhanns son, Hjörleifur Magnússon, Ingclfur Kristjánsson, Frið- leifur Jóhannsson, Þorkell Jónsson, Bjarni Kjartansson, Bjarni Jóhannsson, Hjörtur Hjartar, Guðmundur Jónsson og Skúli Jónsson. Að lokinni stjórnarkosn- ingu voru umræður um bæjar mál er stóöu til kl. 2 um nótt- ina. Fundinn sóttu um 70 manns. Þá hélt félagið skemmtifund s.l. laugardags- kvöld. Spiluð var framsóknar- vist, ræður fluttar og dansað til kl. 2. Skemmtunina sóttu um 90 manns. Næsti fundur félagsins verður 2. marz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.