Tíminn - 18.02.1949, Qupperneq 4

Tíminn - 18.02.1949, Qupperneq 4
4 TÍMINN, föstudaginn 18. febrúar 1949 37. blaö Tveir austfirzkir rithöfundar Fyrir misseri síðan bárust . mér nokkrar bækur frá út- gáfufélaginu „Norðri“ á Ak- ureyri. Og þótt ég leggi það ekki í vana minn að ritdæma bækur í stórum stíl, þykir mér að þessu sinni vel þess vert að vekja athygli manna á forlaginu og bókum þess, eigi aðeins vegna þess, að for- iagið virðist vera gott, þar sem bækur þess eru tvimæla- laust góðar, heldur líka vegna þess, að Austfirðingar virðast standa að forlaginu. Vera má, að hin austfirzku kynni hafi ráðið nokkru þar um, að forlagið hefir prentað bækur eftir tvo Austfirðinga, góða og gegna: Helga Valtýs- son, gamlan blaðamann og kennara, en síungan áhuga- mann, þótt hann sé kominn yfir sjötugt (f. 25. okt. 1877), og Ólaf Jónsson, fram- kvæmdastjóra Ræktunarfé- lags Norðurlands (f. 23. marz 1895). Helgi er Loðmfirðing- ur að uppruna, en Ólafur íæddur í Freyshólum á Völl- um. Skal nú fyrst vikið að verk- um þessara manna. ★ Ilelgi Valtýsson vakti fyrst athygli með litlu ljóðakeri, er hann kallaði Blýantsmyndir og-kom út 1908. Hann hafði verið í Noregi við nám, fyrst á kennaraskóla 1897—1900, síðan við leikfimi, söng- og tungumálanám í Osló, og við blaðamennsku hafði hann líka fengizt þar (1900). Báru kvæðin vott um kynni hans af norskum, einkum nýnorsk- um, menntum, sum voru á nýnorsku, en það var á þeim árum engin meðmæli með þeim á íslandi, því íslending- ar skildu ekki þá og skilja víst tæplega enn, hver styrk- ur þeim mætti verða að ná- komnustu frændmálunum í baráttunni til viðhalds tungu sinni. En í kvæðunum var hiti og fjör, og hefir það síðan ioðað við flest það, sem Helgi hefir hrist fram úr ermi sér sem blaðamðaur, ljóða- og sagnaskáld. Helgi var mikill íorgöngumaður ungmennafé- lagshreyfingarinnar, stofnaði til að efla hana Skinfaxa (1907—11), og hélt úti Unga fslandi til menntunar æsku- lýðnum (1911—13), auk þess hafði hann verið ritstjóri Skólablaðsins 1906—08. Eins og nýnorsku málsmönnunum var honum umhugað um að vekja upp hina fornu íslenzku viklvaka eftir fyrirmyndum xrá Færeyjum. í því skyni gar hánn út íslenzka vikivaka og söngleiki 1927. Á árunum 1933—35 skrifaði hann nokkra sagnaþætti í Eimreiðina undir dulnefninu Bjarni Sveinsson; merkastir þeirra voru sagnaþættirnir „Á Dælamýrum“ í Eimreið- inni 1934—35. ★ Sennilega hafa góðar við- tökur þessara greina og þátta valdið því, að Helgi réðst í að gefa út smásögu- safnið Væringjar, smásögur frá ýmsum löndum eftir einn þeirra. Kom safnið út hjá ,;Norðra“ á Akureyri 1935. Þetta eru átta sögur, flestar frá útivistarárum Helga í Noregi, margar frá stríðsár- unum, er hann vann lönd- úm sínum mikið gagn, og yf- Fyrrl ga'eiit saf tveliigsaBB* eftir Stefán EisBars- sísji, gi3*ófess»r í Baltimore. irleitt alla þá fyrirgreiðslu í Noregi (Bergen) sem íslenzk- ur konsúll hefði átt að gegna, ef nokkur hefði verið. Bókin hefst með skissu um „Falco islandicus" ímynd væringjans, er situr hátt yf- ir fuglageri dýragarðsins í London og hugsar heim. Vildfágel har varken bo eller viv, — Vildfágel ár dock ett harrligt liv. Svo fer íslenzka fálkanum og svo fer væringjanum, — j þeir eiga hvergi heima, fylgja i útþrá og ævintýralöngun | sinni, en halda þó alltaf heim til íslands um síðir. Helgi er sjálfur slíkur vær- ingi, fullur ævintýra og óróa, og þó forsjá íslendinga, þar sem hann fer, þeir Björn Bergs og Þormóður Kormáks eru klofningar af honum sjálfum, hinn norræni mað- ur og keltinn í persónu hans. Á fund þessara félaga streyma íslenzkir ævintýra- menn á stríðsárunum. „Ásgeir ungi“ gáir eigi annars en að sigla, og hann siglir þar til að skip hans er skotið í kaf. En hann horfir í norðvestur á daúðastundinni, eins og ís- lenzki, hvíti gæðingurinn, sem skotinn er í kaf á öðru skipi. „Hjörleifur" er mjög af öðru húsi og laus við allan ævin- týrabrag að því er séð verð- ur. Þó kann hann þá list að fara í felur, ef menn gera rekistefnu eftir honum. Hann vill ekki heim. Söguhetjan í „Svörtum fjöðr um“ kemur til þess að týna lífi sínu, þreyttur á lífinu eft- ir það, að konan hefir svikið hann. En hann kemur líka með „Svartar fjaðrir" í vas- anum, er hann les sér til sálu bótar og afsökunar áður en hann skilur við Garða og Gröf. Mannlýsingin er ágæt, og dómurinn um „Svartar fjaðrir" snjall. Síðasta saga bókarinnar, „Sveinki Salómons“ er líka af einum ævintýramanni, er kom til Noregs og Danmerk- ur og lék þar listir sínar. : Þetta er maður af ætt Vel- j lygna-Bjarna, hraðlyginn og i fullur af stílgáska, sem minn- ir á Heljarslóðarorustu, Písl- arsögu Jóns Þumlungs, Þór- berg og Hagalín. Ber sagan því ljóst vitni, hve létt höf- undi er um að bregða sér í annarra manna ham með eftirhermum, og hve mikill fjörkálfur hann er, þegar hann vill það við hafa. Annars lagar stíll Helga sig mjög eftir efni, er heitur og andstuttur, innilegur í alvöru og sorg, raunsær og hugsær á víxl. En auðsær er þó skyld- leiki höfundar við hugsæ skáld frá því um aldamót, og kemur það enn betur fram í síðari bók hans, einkum í hinni rómantízku skógar- höggs-sögu frá Dælamýrum, sem full er eigi aðeins af dul- arfullum fyrirbrigðum, held- ur líka djúpri náttúrukennd, sem rninnir á Einar Benedikts son. Þær tvær sögur, sem enn eru ótaldar í Væringjum, ger ast báðar heima á íslandi. „Krepptir hnefar" lýsir síð- ustu kveðju drykkjumanns í Reykjavík, manns, sem drekk ur eins og hetja og deyr sem hetja. „A gentleman" segir frá af- dönkuðum kaupsýslumanni, hann fer um, og reynir enn að plata sig áfram með kurt, en verður lítt ágengt þrátt fyrir símtöl um hundruð króna á næstu grösum. Minn- ir maðurinn ekki alllítiö á suma flækinga Hamsuns og uppgerðarlæti þeirra. Þetta er ágæt saga. ★ í bókinni Á Dælamýrum, er „Norðri“ gaf út 1947, er smásagan „Þrír í Lundún- j um“, skrifuð 1911 og er í nánu sambandi við Væringja-þætti fyrri bókarinnar. Þessir „þrír í Lundúnum" eru skáldið — Björn Bergs -— sjálft, þá fyrir skömmu búinn að gefa út kvæðakver sitt, austfirzki 1 málarinn (Kjarval) og ís- lenzki myndhöggvarinn (Ein ar Jónsson). Alla þessa þrjá dreymdi drauma stóra, og um skáldið er þess getið, að „hug- ur hans var óvenju heitur og frjór — á íslenzka vísu. Og viðhorf hans til lífsins var ó- slökkvandi, eirðarlaus þrá, sem hann skynjaði eigi til hlítár .... “ Já, eflaust dreymdi skáldið stóra drauma, en í saman- burði við snillingana tvo, Kjarval og Einar, og í sam- anburði við annan yngri aust firzkan snilling Gunnar Gunnarsson, átti það ekki fyrir þessum unga sveim- huga og væringja að liggja að móta drauma þessa í hina hörðu mynt margra og stórra ritverka. Til þess var hann eflaust of fjölhæfur, of fjöllyndur, of líkur Álfi á Vindhæli. í stað þess gat hann notið lífsins, lifað lífinu á ríkara hátt en hinir snillingarnir, er voru bundnir á klafa framleiðslu sinnar. Hann lagði land und- ir fót og lifði undursamleg ævintýri sem blaðamaður og „kaupamaður", ævintýri eins og fundinn við „Skógarbjöi'n- inn“ (um 1900), eða blaða- mannasigur eins og „Þegar ég sat um Henry Ford“ (1915— 16). Langmerkust eru þó ævin- týri hans í skauti norskrar náttúru, eins og hann lýsir þeim í „Hrímskógur" (1918)' og í lengsta kafla bókarinn- ar: „Á Dælamýrum". Á Dæla- mýrum sökkvir hinn íslenzki unglingur eigi aðeins sál sinni á kaf í norska fjallanáttúru á öllum tímum árs, og kemur þaðan endurnærður eins og maður úr laug. En hann vingast líka við stórtrén, sem hann heggur, við björn og ref og við hina óviðjafnanlegu fugla skógarins, smáa og stóra, einkum stórfuglinn þiður og orra, er á vorin sökkva sér í algleymi kyn- hvatariiTnar og verða þá að bráð veiðimönnum eins og Höslca gamla. Kynnin við Höska gamla, skógarmann- inn, veiðimanninn.sem hvergi unir nema í fjallskógunum, verða náin og innileg, ennþá innilegri verða þó kynnin við (Framhald á 7. síðu). G. B. sendir mér fyrirspurn, sem ég vil ekki stinga undir stól, þó a5 ég kunni þar engar úrlausnir: „Ég var búinn að Icsa í blöðunum, aö þaö væri ekki tímabært að tala um varnir og öryggismál landsins, þar sem enginn vissi ennþá með hverjum hætti okkur kynni að verða boðin þátttaka í svokölluðu Atlantshafsbandalagi ef til kæmi. Ég trók þetta aldrei mjög hátið- lega og hélt að þetta kynni með fram að vera fyrirsláttur, tylli- ástæður, sem menn grípa til, þegar þeir vilja ekki að talað sé um eitt- i hvað ákveðið. Mér virtist líka, að jafnframt því, sem Morgunblaðið og Alþjðublaðið sögðu, að allt væri þetta ótímabært, sem Þjóðvarnar- menn segðu, væru þau blöð lát- I laust að ræða málið frá hinni hliö- | inni. Hélt ég þó, að ef við mætt- i um . ekki hafa skoðun um varnir landins og öryggismál og ræða þá hluti af kurteisi og tillitssemi . við væntanlegt samningstilboð, Uem kynni að bgrast, ætti það held ' ur ekki við að ræða málið á þann hátt, að þátttaka okkar þar væri sjálfsagður hlutur. Þó birti Mbl. áramótagrein Ólafs Thors og Al- þýðublaðið áramótaræðu Stefáns Jóhanns, sem útvarpið lét flytja. Svo verður útvarpið svo grand- vart og hlutlaust í þessum málum, að það birtir alls ekki meinlitlar fréttir af fundarályktunum og einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrif- aði grein um hið alvarlega trún- aðarbrot sr. Jakobs, að ræða þetta viðkvæma mál í útvarpsræðu. Hann taj,di það alvarlegt trúnaðar brot við þjóðina, en annars var grein hans skemmtileg, þó ekki sé nema fyrir það, að harin kallaði faðirvorið „einhver blessunarorð". En sleppum því. En nú hefir þessi sami Jóhann Hafstein verið ein- hver fremsti forgöngumaður að fundi til að ræða þessi sömu mál og gera ályktanir um þau. Sjálf- stæðisfélögin öll* stóðu að þeim fundi ef ég man rétt, Vörður, Heim- dallur, Óðinn og Hvöt. Þar töluðu :: if helztu leiðtogar Sjálfstæðismanna og Morgunblaðið virtist ekkert hika við að túlka málflutning þeirra og birta hann. Nú langar mig til að spyrja af fáfræði mimii. Hefir eitthvað gerzt í málinu, svo að það megi fara að ræða það? Hvað hefir breytzt frá því að umræður máttu engar vera? Hvernig á að skilja þessa afstöðu blaða, sem taka afstöðu í máli, þar sem telja öll skrif og ræður andstæðinganna óheppileg vegna þess, að það megi ekki ræða mál- ið, en ræða það svo hiklaust sjálf frá sinni hlið?“ Eins og ég sagði get ég ekki svarað þessu, en vera má að lærð- ari menn mér kunni hér nokkur svör við. Því læt ég þessa fyrir- spurn og röksemdaleiðslu berast. En ætti ég að gefa svar við því, hvernig svona málflutningur eigi að skiljast, væri mér skapi næst að geta þess til, að hann ætti alls ekki að skiljast. Ég held líka, að hann sé mjög óheppilegur. I . | Eg er hissa á því, að umræðu- vanir menn skuli grípa til nokk- urra þeirra ráða, sem hafa svip af því, að varna andstæðingnum 1 máls. Slíkt hefnir sín alltaf hér á landi. Það er til dæmis alveg víst, að það getur orðið talsvert liðsinni við samtök manna og málefnalegar hreyfingar, að neita þeim um að láta til sín heyra í útvarpinu. Ann ' að mál er hitt, að það er ástæðu- laust að láta sérstefnumenn ræð- ast þar eina við. En það er hægt að svara ofstækismönnum og öfga fólki. Og meðan lýðræði og al- mennur kosningaréttur er í land- inu, — og það verður vonandi alla tíð, — þá verða hinir hóf- samari að treysta sér til að svara öfgamönnunum. Leyfið þeim að tala, en tætið svo áróðurstal þeirra f sundur lið fyrir lið, svo að það verði þeim sjálfum verst að hafa stofnað til leiksins. Starkaður gamli n | Gáður herjeppabíll | tt ♦♦ « H !: sem cr fluttur inn frá Englandi, keyrður ca. 14 þús. « ♦♦ tt ♦♦ ♦♦ :: km„ vel yfirbyggður, í skiptum fyrir fólksbíl. — Tilboð « n n :♦ sendist til blaðsins fyrir n.k. mánaðamót, merkt: :: :: ♦! !: „Bílaskipti". L—— Símanúmer Kirkjugarða Reykjavíkur eru :::««««:: :»:««:: « ♦♦ II « 166, 81167 og 81168 (þrjár línur). Umsjónarmaður kapellunnar 81166 eftir skrifstofu- tíma. Umsjónarmaður við garðana 2840. :: § H ♦♦ ! !: !! s«::::«:«:««a«:::«:«:a:::«::::«t «««:«: Kaupi góðu verði ERLENDAR BÆKUR UM ÍSLAND Þeir, sem kynnu að eiga slíkar bækur, er þeir vildu selja, sendi Tímanum tilboð, merkt J. H. — Tilgreind- ur sé höfundur bókar, titill og útgáfustaður og ár. Ennfremur ásigkomulag.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.