Tíminn - 24.02.1949, Síða 2

Tíminn - 24.02.1949, Síða 2
TÍMINN, fimmtudaginn 24. febrúar 1949 42. blað serfW»æ^«s«»Wsw*eí^** ')i‘á kafi til ketöa I dag 5. dagur í Góu. Sólaruppkoma kl. 7,55. Sólarlag kl. 17,28. Öll jörð er þakin þykkri snjó- breiðu. í nótt. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, :ijími 1760. Nætifrakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpib í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla. — 19.00 Enskukennsla. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar). 20.45 Lestur fornrita: Úr Fornaldarsög- um Norðurlandi (Andrés Björns- son). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Dagskrá Kvenfélagasambands ís- lands. — Erindi: Fjölskyldulíf og lieimilisstörf (frú Soffía Ingvars- dóttir). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Passíusálmar. 22.15 Symfón- ískir tónleikar (plötur). 23.15 Dag- skrárlok. H\nr eru skipin? Eimskip. Brúarfoss kom til Reykjavíkur 22. þ. m. frá Leith. Dettifoss kom til Reykjavikur 17. þ. m. Fjallfoss, fór frá Halifax 22. þ. m. til Reykja vílfUr. Goðafoss fór frá Hull 21. þ. m. til Eskifjarðar, Vestmanna- eyja og Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá Reykjavík á morgun til Leith óg Kaupmannahafnar. Reykjafoss fór frá Hull 20. þ. m. til Reykja- Víkur. Selfoss fór frá Húsavík 18. þ. m. tíl Antwerpen. Tröllafoss fór frá Reykjavík 16. þ. m. til Halifax. Horsa fór frá Flateyri í gærkvöldi til Húnaflóahafna. Vatnajökull er á Reyðarfirði. Katla fór frá Reykja vík 13. þ. m. til New York. Einarsson & Zoega. Foldin ‘er í Reykjavík. Linge- stroom er á förum frá Hull til Reykjavíkur. Reykjanes kom til Grikklanls á þriðjudag. Ríkisskip. Esja fór frá Reykjavík kl. 22 í gærkvöldi austur um land í hring- ferð. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið er í Reykjavík. Skjaldbreið fór frá Reykjavík til Vestmanna- eyja kl. 22 í gærkvöldi. Súðin kom til Genúa síðdegis í gær. Þ\| ill var í Árósum í gær. Hermóður er í Reykjavik. Sambandið. Hvassafell er væntanlegt n.k. laugardagsmorgun til Eskifjarðar frá Álaborg. Vigör er í Napoli. - Öldungur. í gær ieit inn í skrifstofu Tím- ans Guðni Þórarinsson að Grettis- götu 51 hér í bæ. Kom hann að heilsa upp á Tímann á 79. afmælis- degi sínum um leið og hann legði á 80. aldursárið. Kvað hann sér hafa alltaf verið sérstök ánægja að því að kaupa og lesa Tímann síðan hann kom fyrst út. Biskups- tungnamaður, sem þekkir Guðna vel segir að hann hafi áttfaldað töðufenginn á túni sínu á Kjarans stöðum. þar sem hann bjó í 43 ár. Hafi Guðni jafnan veriö hinn á- gætastí sveitungi. félagslyndur bók hneigður framfaramaður, sem öll- um hafi verið vel Við. Guðni er ern ennþá eftir aldri og fullur af áhugá um velferðarmál þjóöarinnar. Vestfirðingamót. Hið áilega mót Vestfirðingafé- lagsins var að Hótel Borg s.l. laugardagskvöld. Mótið, sem var fjölsótt, setti formaður félagsins, Guðlaugur Rósinkraz, . með ræðu. Gat hann þess m. a. í ræðu sinni, að í næsta nóvember yrði Vest- firðingafélagiö tíu ára. Verið væri að gera kvikmynd af Vestfjörðum, er vonir stæðu til að yrði fullbúin á tíu ára afmælinu. Einnig gat formaðurinn hess að félagið væri að g.efa út 100 ára gamlar sóknar- lýsingar Vestfjarða. sem Ólafur Lárusson prófessor býr undir prent un og ei von á að 1. bindiö verði komið út á næsta hausti. Enn gat Guðlaugur þess að óskað væri eftir að estiiaiðaskáld sendu félaginu ljóð og lög fyrir tiu ára afmælið. Á mótinu mælti Sigurður Bjarna son alþingismaður fyrir minni Vestfjarða, Guðmunda Elíasdóttir söng einsöng. Karl Guðmundsson flutti skemmtiþátt og að lokum var dans stiginn.___ 'mmi Frá Hnífsdal. í bréfi frá Hnífsdal, dags. 16. þ. m. sogir svo: „Héðan er fátt eitt að frétta, nema hvað hér hefir snjóað mikið frá áramótum og gæftir þar af leiðandi tregar, en sæmiiegt fiskirí, þegar gefur á sjó. Samkomubann hefir verið hér siðan um áramót sökum mænu- veikisfaraldurs á .ísafirði og lítur út fyrir að svo verði, a. m. k. út þennan rnánuð". Aðalfundur. Kristilegt félag Hallgrímssóknar heldur aðalfund sinn í kvöld í Guð spekifélagshúsinu við Ingólfsstræti kl. 8,30 stunlvíslega. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður ræða, upplestur, söngur og kvikmyndin: Guð er kærleikur. Ferr ^.garbörn á undanförnum árum eru sérstaklega boðin á fund inn. Þakklæti. Eftirfarandi hefir T.'minn verið beðinn að birta: Fjáröflunarnefnd Barnaspítala- sjóðs Kvenfélagsins „Hringurinn" þakkar hér með skemmtanir þær, sem skólastjórar, kennarar og börn úr barnaskólunum héldu til ágóða fyrir barnaspítalasjóðinn. Ennfrem ur þökkum við frú Rigmor Hanson og nemendum hennar og öllum öðrum, sem á einn eða annan hátt aðstoðuðu við þessar barnaskemmt anir. Undirskriftir. Úr bréfi af Norðurlandi. ] — — — „í fyrra sá ég mikil skrif um hreyfingu í þá átt að koma upp lýðveldisminnismerki. Og i var eitt stærsta stjórnmálafélagið íarið að hæla sér mjög af því að vera upphafsaðili og brautryöjandi málsins. Seinast sá ég ávarp í blöðunum frá flestum helztu félög- um og íélagasamböndum landsins um að hrinda málinu í fram- kvæmd. í Tímanum gerði syo V. G. nokkrar ' athi>*-.semdir við málið, sem ég var reyndar algerlega sam- þykkur. En síðan hefir málið ekki heyrst nefnt. Ég hefi ensa trú á V. G. sem kraftaskáldi. En það Jítur út eins og hann hafi kveðið þessa hreyfingu algerlega niður! En hvers vegna er fjöldi ágætra félaga og félagasambanda að skrifa undir áskoranir og ávörp til þjóð- arinnar, ef þau meina ekkert með þvi? Væri ekki eins gott að vera sparsamari á slíkar undirskriftir? Séu þau það ekki, ei£a þessi góðu félög á hættu með undirskriftum sínum, að dæmisagan endurtaki sig um sma’ann, sem kallaði úlfur, úlfur, þegar enginn úlfur -var, en þegar úlfurinn kom í hjörð hans, þá gegndi honum enginn“. Jéfcicjáííf Vegna afmælis félagsins verður sk’ðaskálinn lok aður fyrir almenning frá kl. 2 á laugardag. Opið á sunnudag. Skíðafélag Reykjavíkur Skíðaferð að Lækjarbotnum frá Austurvelli og Litlu Bílastöðinni kl. 1.30. Skíðafélag Reykjavíkur ’mjuimimimmimummmmmmmimmmmmimiiummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimiuhm*'> S.G.T.Skemmtifélag Góðtemplara Félagsvist og dans að Röðli í kvöld kl. 8V2 stundvís- lega. Spilakeppni til kl. IOV2. Góð verðlaun. Dansað til kl. 1. — Aðgöngum. frá kl. 8. Húsinu lokað kl. 11. — Mætið stundvíslega. Þar, sem S.G.T. er, þar er gott að skemmta sér. 50 % afsláttur! í dag og næstu daga seljum við mikið úrval af kventqskum með 50% afslætti { Lítið í sýningarglugga okkar. Komið meðan nógu er úr að velja! LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON skóverzlun M atreibslukennara vantar við Húsmæðraskóla Reykjavíkur til þess að kenna matreiðslu við kvöldnámskeið skólans fjögur kvöld í viku. Umsóknir séu sendar skrifstofu skólans, sem gefur allar nánari upplýsingar varðandi starfið. Skrifstofan er opin alla virka daga nema laugardaga frá kl. 1—2 sími 1578. Hulda Á. Stefánsdóttir. i. ÁRSHÁTÍÐ Yörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldin í Sj álfstæðishúsinu föstudaginn 25. þ. m. og hefst kl. 8,30 e. h. stundvíslega. Til skemmtunar verður: Einsöngur, eftirhermur og danssýning. Aðgöngumiðar eru seldir í húsi félagsins. Skemmtinefndin 1878 Flugferðir Loftleiðir. Hekla kom í gærkvöldi frá Prest vík og Kaupmannahöfn. Ákveðið er að fljúga til New York næst- komandi sunnudag kl. 8 árdegis. Ekkert flogið innanlands, vegna sífelldrar ótíðar. Úr ýmsum áttum Gestir í bænum. Sr. Sigurður Norland Hindisvík, Hjalti Guðmundsson bóndi, Vestur kópshólum, Jóhannes Guðmunds- son bóndi Illugastöðum, Sigurþór Ólafsson bóndi, Kollabæ, Sigurður Steinþórsson kaupfélagsstjóri Stykk ishólmi, Kristján Jónsson frá Gárðsstöðum, ísafirði. Það er mörgum blöskrunarefni, hversu mikið húsrúm ýmsar skrif- stofur ríkisins og ríkisstofnana leggja nú undir sig. í hinum nýrri húsakynnum er varla sú skrifstofa, sem ekki mundi hafa salur kallazt fyrir fáum árum. Það er auðvitað ánægjulegt að koma í slíkar stofnanir og sjálf- sagt hagfelld vinnuskilyrði að mörgu leyti. En hús eru dýr um þessar mundir og skortur á hús- næði og byggingarefni í landiny Og enn dregur þetta diJk á eftir sér. Hinar víðáttumiklu skrifstofur væru t>nlegar, ef þar væru ekki húsgögn og skrifstofugögn, er sam- svara stærð þeirra. Þessu fylgir auðvitað gífurlegur kostnaður, svo margar sem opinberar skrifstofur eru orðnar. Sýnist þá nær að kaupa vinnutæki, sem flýttu störfum. Venjulegum skattþegni hlýtur að fljúga í hug, hvort ekki væri hægt að rækja störfin eins vel, þótt skrif- stofurnar væru öllu minni og skrif borðin ekki út af eins viðamikil og umfagnsmikil. En þótt gliesilegt sé fyrir skatt- borgara að koma á kros6göngum sínum inn í sumar af hinum nýju skrifstofum, þar sem nefndir hafa lagt undir sig heilar hæðir. er ekki alls staðar sömu sögu að segja. Mér dettur í hug saga, sem norðan maður sagði mér. Eins og lög gera ráð fyrir er símsastöð á Sauð- árkróki. Við hana er biðstofa, sem er öllu stærri en fangaklefi í göml- um stíl, og setgagn eitt merkilegt — kista með ártalinu 1878. \ Hvernig væri nú að símastöðin á Sauðarkróki fengi einn eða fleiri stóla eða jafnvel bekk, en í þess stað reyndi einhver af ríkisstofn- unum að festa stórkaupum á dýr- ustu innréttingum og húsgögnum, enda væri þó hjá henni á eitt- hvað betra til sætis að vísa en kistu frá 1878, þótt ég sé á hinh bóginn alls ekki að litiJsvirða svo aldurhnigna muni. . J. H. . aa iiiiiimn imi miiiiiiiiiiiiimiiZHZt tZZSH Baðhandklæði 1 Útvegum leyfishöfum ódýr en vönduð baðhandklæði og vasaklúta frá Hollandi. Sýnishorn^f yriríiggj andi. JOHANN KARLSSON & CO. Þingholtsstræti 23. Sími 1707. íí51*í!.5*?íismíí5i>íííi5ííiílíiííiiííi.ilííl*iiííi***ílíííí»*íííiii:í.iií*i*lítm.í!l Kaupi góðu verði ERLENDAR BÆKUR UM ÍSLAND Þeir, sem kynnu að eiga slíkar bækur, er þeir vildu selja, sendi Tímanum tilboð, merkt J. H. — Tilgreind- ur sé höfundur bókar, titill og útgáfustaður og ár. Ennfremur ásigkomulag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.