Tíminn - 24.02.1949, Side 3

Tíminn - 24.02.1949, Side 3
42. blað TÍMINN, fimmtudaginn 24. febrúar 1949 3 Handarbak og lófi Eftír Ólaf Sij»Hrðsson, Ilellusandi 28. des. s.l. skrifar Guð-! um. Dr. Finnur Guðmunds- mundur Davíðsson nærri 5 dálka grein í „Tímann" og lof ar meiru. Kemur hann þarna fram í nafni vísindanna og svo mann kærleika og dýravináttu. í þessari miklu grein kem- ur vísindamaðurinn í fullum skrúða fram fyrir okkur, bændur góðir, og tilkynnir: Þið hafið farið alveg öfugt að við ræktun æðarvarps og sauðfénaðar. Þið eigið að halda hlífiskildi yfir svart- baknum og tófunni. Þetta er hin hreinræktaða „heilbrigða lögregla“, sem er sköpuð til þess eins að létta ykkur kyn- bótastarfið og æðarfugla- uppeldið. Um gagnsemi minksins er hann ekki eins viss. Held- ur jafnvel að hann éti eitt- hvað af heilbrigðum fuglum. Enda er minkurinn nýkom- inn til landsins og hefir ekki lært háttu heilbrigðislögregl- unnar. Svo er maðurinn ekki búinn að rannsaka þetta atriði vísindalega ennþá. Þetta er í stuttu máli hinn svokallaði „stóri sannleikur“. „Stóri sannleikur.“ En það er ofurlítið meira í þessari stóru grein. Það er háðstónninn til „bóndans", sem gerist svo djarfur að ef- ast um sannleiksgildi þessara og þvílíkra vísinda og segir frá staðreyndum, sem þús- undum manna um allt land eru löngu kunnar. — En þar skaut hann yfir markið. Það er liðin sú tíð, þegar það fólk, sem lifði á annarra vinnu. skoðaði og titlaði bændur, sem annars eða þriðja flokks manntegund. „Og bændur voru bældir þá“. — En nú 'þykir okkur enginn titill veg legri en bóndi, og velrekinn landbúnaður hin frjálsasta og ánægjulegasta staða. Og einmitt þar kynnumst við býsna mörgu í samlífi dýr- anna og fuglanna í náttúr- unni. En mér varð á í smágrein minni. Mér hraut blótsyrði er mér varð hugsað til varg- fuglsins rífa í sig egg og unga hins nytsama og fagra æðarfugls. — En ég hefi nú yfirleitt ekki tekið með silki- hönzkunum á þeim fáu við- fangsefnum, sem ég hefi átt við, né gert gælur og tæpi- tungu við ósómann. En þetta Markarfljót og Vestur- Eyjafjallasveit son vann að þeim rannsókn- um á vegum atvinnudeildar Háskólans vorið 1940. Eins og ég tók fram í fyrri grein minni, komst hann að þeirri niðurstöðu, að svartbakur- inn æti 31% af æðareggj- um. Hér orðrétt úr grein Dr. Finns, „Æðarvarp og dún- tekja á íslandi“ bls. 12: „Það skal tekið fram í þessu sambandi, að aðsókn svartbaks í varpið, þar sem athuganir þessar voru gerð- ar, var ekki mjög mikil í sam anburði við það, sem viða er annarsstaðar. Það er ekki úr vegi að athuga, hve mikið af eggjum fer í svartbakinn að meðaltali á ári hér á landi samkvæmt niðurstöðum þeim, sem ég hefi komizt að. Ef við gerum ráð fyrir, að hver kolla gefi af sér 17 gr. af hreinsuðum dún að með- altali á ári, en það mun láta mjög nærri sanni, þá ættu að vera 223.875 æðarhreið- ur á öllu landinu, því meðal dúnmagn af hreinsuðum dún hefir verið 3582 kg. á ári á j tímabilinu' 1898.—1938. Ef I við gerum ráð fyrir 4 eggj - | um í hreiðri að meðaltali, en i það mun sízt of hátt reikn- að, þá ætti árlegur eggja- fjöldi á öllu landinu að vera 895.500. Samkvæmt niður- stöðum af athugunum mín- um ætti þá svartbakurinn að hirða hvorki meira né minna en 277.605 egg á ári, en það eru 31% af heildartölu eggj- anna. Þessar tölur ættu að nægja til þess að sýna fram á hið mikla tjón, sem svart- bakurinn veldur með eggja- ráninu...... .... Það er dálítið ein- kennilegt, að flestir þeir, sem skrifað hafa um æðar- varp hér á landi, minnast annaðhvort alls ekki á eggja rán svartbaksins, eða gera lítið úr því í samanburði við ungaránið. Ég fæ þó ekki bet ur séð, en það hljóti að stafa af því, að menn verða miklu minna varir við það en unga ránið ....“. Svo kemur maður til okkar í nafni vísindanna og heldur þvL fram, að þetta og annað eins geri ekk ert til, því svartbakurinn sé úr heilbrigðislögreglunni! Ég mun ekki eyða meiru af rúmi Tímans til að svara þessum og þvílíkum kenning um G. D„ enda mun ekki Eftir Ólaf Kristjjánsson, Seljalandi verður að miklu íhugunarefni; veita af aiimiklu rúmi f blöð fyrir G. Davíðsson og löngu skrifi, kemst hann aftur í galdrabrennur og miðalda- trúarvingl, og ályktar svo: Hellusandsbóndinn trúir því, að svartbakurinn sé ættað- ur frá Helvíti og fjandinn fari í hann á vissum tímum ásamt fleiri þankabrotum þar um. Allt af því að ég notaði orð, sem eru algeng í mæltu máli þjóðarinnar til sjós og sveita. Að blóta vargfuglinum! Þetta kom við hjarta þessa einkennilega dýravinar, sem snýr lófanum að rándýrum og vargfugli með tilfinninga titringi, en handarbakinu og tilfinningaleysinu að nytja- dýrum og fuglum. Svo vel vill til, að það hefir verið rannsakað nokkuð ná- kvæmlega, hve mikið svart- bakurinn étur af æðareggj- um ef á að sannfæra okkur bændur almennt um rétt- mæti þeirra. En hugsað get ég, að all- margir bændur, er þeir að loknum lestri gengju „á vit verka sinna“, rauluðu góð- látlega fyrir munni sér vísuorð St. G. St.: „Þú lærdómur bókfræðslu- blókar, þú blóðlausi heiðarleg- leikur". Ólafur Sigurðsson, bóndi á Hellulandi. HeilsuverndarstöSin Bólusetning gegn barr^aveiki held ur áfram og er fólk minnt á aS láta endurbólusetja börn sin. Pönt- unum veitt mótttaka aðeins á þriðjudögum frá kl. 10—12 í sima 2781. Fréttir þær, er borizt hafa í útvarpi og blöðum um at- burði þá, er gerzt hafa við Seljalandsgarðinn nú í jan. s.l., hafa að vonum, vakið nokkuð umtal um Markar- fljót og Vestur-Eyjafjalla- sveit. Vegna þess, að gætt hef ir nokkurs misskilnings í sum um þeim ummælum, bæði í útvarpi og blöðum, vil ég lýsa atburðum þeim, er hér gerð- ' ust, eins og þeir komu mér fyrir sjónir, og minni skoðun á þessum málum. Sem kunnugt er hefir verið unnið að því nú um nær tvo áratugi að sameina vötnin á vatnasvæði Markarfljóts. Var það verk fullkomnað fyrir hálfu þriðja ári síðan, með fyrirhleðslu Þverár. ’ Vatn, sem áður féll í Ála, Affall og Þverá, rennur þar ekki leng- ur. Með mörgum görðum er vatninu varnað að renna í sína fyrri farvegi og þannig þvingað austur að Eyjafjöll- um í Markarfljót. Til varnar Eyjafj öllum, og þó fyrst og fremst samgöngunum, hafa verið byggðir varnargarðar. Syðstur þeirra og stærstur er Seljalandsgarðurinn. Fyrsti vísir að þeim garði var byggð ur 1912, fyrir forgöngu ung- mennafélagsins í sveitinni, aðallega í sjálfboðavinnu af fórnfúsum höndum við erf-1 iðar aðstæður þess tíma. Síð- ar hefir þessi garður verið lengdur og styrktur, svo nú er hann á þriðja kílómetra á lengd. Þá er Kattarnefsgarð- ur og Litli-Dimonargarður, svo og aðrir minni garðar. Garðar þessir eru byggðir þannig nú, að mölinni er ýtt upp með jarðýtu, vatnsmeg- in er garðurinn snydduhlað- inn og grjótvarinn. ! Um s.l. áramót brá hér til versnandi veðurfars, með snjókomu og allmiklu frosti, svo að fyrstu viku janúar var ekki bílfært, sem er óvana- legt hér svo langan tíma í einu. Gerði þá mikla skafhríð með hörkufrosti og dróg sam an í fannir. Úr því fóru að koma umhleypingar, sunnan- átt með krapahryðjum og suð vestan og austan með snjó- komu og nokkru frosti. Þann ig hafði kæft í flesta læki og ár, sem svo bræddu af sér og runnu undir ís. Markar- fljót lagði ekki, heldur safn- aði það í sig krapi og hlóð því upp. Frá brúnni við Litla- Dímon og til sjávar, sem er um 17 km. leið, hefir Fljótið, eins og það er í daglegu tali kallað, um 2—3 km. breiðan farveg að renna eftir. Við það að renna á breiðum fleti kæl- ist vatnið og verður að krapi. Myndazt krap í botninum og hleðst síðan upp og vatnið rennur til hliðar meðan rúm leyfir. Þannig er það orðið um miðjan jan. í vesturhluta far vegs Markarfljóts allt frá sjó og á móts við Dal-hverfi um 15 km. leið. Er þá Fljótið farið að renna með austurlandinu frá Stóra Dalsá að Kattarnefsgarði. Um 20. jan. er komið vatn að Seljalandsgarðinum, en þar hefir ekkert vatn verið um nokkurt skeið. Næsta dag hækkar vatnið til muna, er þá orðið tveir metrar á dýpt meðfram garðinum og fylgir vegbrúninni á þjóðveginum. Seinnipart þessa dags gerði þíðu og rigndi dálítið um kvöldið og nóttina. Laugar- daginn 22. jan. hefir vatnið hækkað enn, svo nú er komið 60 cm. djúpt vatn á þjóðveg- inum og er vatnsyfirborðið með garöbrún og er þar um 1.8 m. djúpt meðfram öllum Seljalandsgarðinum. Hafði þá um nóttina runnið lítil- lega yfir garðinn á um 50 m. löngum kafla, en það varð svo stutt, að ekki hefir það náð til að þíða garðinn og rífa niður mölina. Þennan dag lækkar vatnið á þjóðveginum og með garðin um að ofanverðu. Næsta dag stendur við sama, vatnið lækkar að vísu dálítið upp við þjóðveginn, en fram með garðinum er það svipað. Er þá að sjá ein ís og krapa- hrönn vestur yfir farveg Fljótsins allt vestur á Hrúna- tanga. Er hrönnin að sjá nokkru hærri en Seljalands- garðurinn. Jakaburður er nokkur í Fljótinu meðfram! garðinum, þar sem það renn- ! ur ýmist undir eða ofan á ís og krapahrönninni í um 40— 50 m. breiðum ál. Mánudaginn 24. jan. er vatnið svipað með garðinum ofanverðum, rennur með og fylgir garðbrún. Um 1800 m. suður með Seljalandsgarði, er komið um 70 m. breitt skarð og rann þar mikið vatn í gegn. Þetta er nýjasti hluti Selj alandsgarðsins og ér það breiður að hann er ak- fær. Grjótið stóð að mestu ó- haggað, en vatnið hafði bor- ið mölina í burt, og rann þ^ yfir grj ótgarðinn, sem er miklu læg'ri en malargaröur inn. Fljótið stefndi vestan- vert á Sandhólmabæi og rann þá þegar yfir engjar í Selja- landsseli. Þennan dag er fólk ið á Helgu-Söndum flutt í burt af bænum. ! j Enn gerir vætu, það rignir um kvöldið og fram á nótt- ina, um morguninn er kom- ín suðvestanátt og snjókoma ' — og tvö ný skörð í Selja- landsgarðinn. Eru þau um 1 km. niður með garðinum eða um 150 m. sunnan við flóð- gáttina. Rennur allt Markar- fljót þarna í- gegn að því er virðist, og hefir hrönnin lok- að fyrir allt rennsli meðfram garðinum. Vatnsmagnið er allmikið þennan dag og renn ur Fljótið nú nær Sandhólma bæjum eða heim að túngarði í Seljalandsseli og skammt fyrir austan næstu bæi. Á þessu stigi þessa atburð- ar, er nú voru að gerast, var ekki hægt að sjá, hvernig Fljótið myndi haga sér. Á tveim sólarhringum voru komin þrjú stór skörð í Selja- landsgarðinn. Þrátt fyrir það lækkaði vatnið ekki neitt að ráði upp við þjóðveginn eða með garðinum, enda þá fariö að hlaða sandpokum á hann. Hrönnin vestur á aurúm, sem þrengdi svo mjög að Fljótinu virtist enn vera hærri en garð urinn. Ef nokkuð herti frost á ný var ekki önnur leið til en Fljótið bryti ný skörð í garðinn og færði sig þannig nær fjallinu. Þennan dag er allt lifandi flutt í burt af þremur bæjum í Sandhólmi. Það er erfitt og ömurlegt, að eiga við það í kafaldshríð. Það er dimmt yfir sveitinni þennan dag, eins og er Hekla sendi hingað kveðju sína. Og þótt ekki heyrist nú drunur Heklu, hljómar nú þungur niður Markarfljóts, þar sem hann hefir ekki heyrzt í nærri 40 ár. Ef Markarfljót hefði brot- ið skarð ofar i Seljalandsgarð inn, hefði það runnið austur með Eyjafjöllum, í Fitjarál og síðan Rimhúsaál. Allir far vegir eru uppfullir af krapi og hafði vatnið því flætt víða um undirlendið, þar sem um jafnmikið vatn var að ræða og nú var. Við það hefðu 12 býli einangrazt, orð ið umflotin vatni, og nytja- lönd frá 37 jörðum hefðu far- ið undir vatn, þar af tún og nýræktarlönd frá 18 jörðum. Þannig gat þetta orðið og hefði orðið, ef tíð kólnaði á ný. Næstu dagar líða með sunnan og suðvestanátt og snjókomu en litlu frosti. Markarfljót gerir ekki meira illt af sér, það rennur með Seljalandsgarðinum í gegn- um síðasta skarðið, smá lækk ar, svo kemur hæg hláka, ó- vanalega hæg hér um slóðir, suðvestan vindur og nærri úr komulaust. Markarfljót óx sáralítið fyrstu 2—3 dagana úr því fer það bæði í Rauska svo og austur á aurinn hjá Kattarnefi. Að “ Eyjafjalla- sveit slapp með svo góðu móti við ill örlög var hinni ein- stöku og hagstæðu tíð að þakka og engu öðru. Frá þvi farið var að vinna að fyrirhleðslu- á vatnasvæði Markarfljóts hefir það ætíð verið krafa Eyfellinga, að varnir yrðu tryggðar, áður enn allt vatn væri sameinað. Þetta var ekki gert sem skyldi, og hafa varnir nú um tveggja ára skeið beinzt að því eingöngu að verja þjóð- veginn á 8 km. kafla, frá Markarfljótsbrú norður að Seljalandi. Eftir þessa atburði er nú hafa gerzt hér við Selja landsgarðinn, er það trú mín að nú verði hafizt handa og gerðar raunhæfari aðgerðir í vatnamálum Markarfljóts. Markarfljót verði stokkað fram til sjávar. Það þarf að sínu leyti ekki meiri stórhug til þess nú á þessum tímum véla og tækni, en er ung- mennafélag þessarar sveitar hófst handa með byggingu Seljalandsgarðsins á sínum tíma. Hreinsum gólfteppi, einnig bólstruð húsgögn. Gólfteppa- hreinsimm Barónsstíg—Skúlagötu. Sími 7360. fluyhjAit í Tifftahunt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.