Tíminn - 27.02.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.02.1949, Blaðsíða 1
RitstjórU Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Hélgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur l Edduhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 AfgreiOslusími 2323. Augljjsingasími 81300 PrentsmiOjan Edda 33. árg. Reykjavík, sunnudaginn 27. febrúar 1949 45. blaff Stjórnmálayfirlýsing aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins lítur svo á, að háskalega horfi um atvinnu- og fjárhagsmál landsins og telur það nú megin verkefni, að sporna gegn hruni atvinnu- veganna, búa þeim traustan starfsgrundvöll og tryggja lífskjör almennings. Þetta telur fundurinn framkvæmaniegt, ef þjóðinni f-kilst, að það sé óumflýjanleg nauðsyn, enda þótt hún verði þess vegna að þrengja að sér, urn stundarsakir. Aðalfundurinn lítur svo á, að þau vandamál, sem nú eru crfiðust viðfangs séu bein afleiðing þeirrar stjórnarstefnu,1 sem fylgt var á stríðsárunum og þó einkum á árunum 1944— 1946. Þannig á vaxandi hallarekstur ríkissjóðs einkum ræt- 1 ur að rekja til verðbólgu og fjárfrekrar löggjafar þessara ára. Sama máli gegnir um hallarekstur atvinnuveganna, og þær éndurteknu, en þó ófullnægjandi ráðstafanir, sem gerð- ar hafa verið til að koma í veg fyrir stöðvun þeirra. Framsóknarflokkurinn var í stjórnarandstöðu á þessum árum vegna þess að hann taldi stjórnarstefnuna hljóta að leiða til þess, sem nú er komið fram. Baráíta flokksins gegn verðbólgu var að ýmsu leyti óvin- sæl, enda afflutt af andstæðingunum. Engu að síður taldi l'íokkurinn sér skylt að heyja hana, því að honum var Ijóst, að verðbólgark yrði þeim mun erfiðari viðfangs, því lengur sem drægist að snúast gegn henni. Þótt Framsóknarflokknum væri ljóst, að afleiðingar af stefnu fyrrverandi stjórnar væru hvergi nærri að fullu fram- ! komnar, vildi hann ekki skorast undan þátttöku í núverandi , rikisstjórn og þeim samtökum, sem jafnframt voru gerð, með því markmiði að breyta um stefnu. Við stjórnarmyndunina lagði Framsóknarflokkurinn á- herzlu á, að hafizí yrði handa gegn verðbólgunni, breyít um stefnu í landbúnaðarmálum, og ný stefna tekin upp í fjár- íestingar-, gjaideyris- og verzlunarmálum. í máiefnum landbúnaðarins hefir það áunnizt, að stétta- samtökum bænda hefir með Iögum verið falið að hafa með höndum afurðasölumál landbúnaðarins. Á þennan hátt hafa fengizt fram mikilsverðar endurbæt- ur í verðlagsmálum landbúnaðarins. Lögum um búnaðar- málasjóð hefir verið breytt í það horf, sem stéttarsamtök bænda beittu sér fyrir. Fjárframlög til ræktunar og bygginga í sveitum hafa feng- izt aukin, og hagsmunamála landbúnaðarins í hvívetna betur gætt en í tíð fyrrverandi stjórnar. Fyrir starfsemi fjárhagsráðs hafa nauðsynlegar byggingar setið í fyrirrúmi fyrir öðrum ónauðsynlegri, jafnframt því, sem íekizt hefir að forðast söfnun eyðsluskulda erlendis. Með dýrtíðarlögunum frá 1947 og öðrum ráðstöfunum hef- ir tekizí að draga úr vexti verðbólgunnar og koma í veg fyr- ir hækkun framieiðslukostnaðar bátaútvegsins á árinu 1948. Aftur á móti telur fundurinn, að í verzlunarmálunum hafi eigi fengizt framgengt nauðsynlegum endurbótum, enda afleiðing þess orðin sú, að nú viðgengst margs konar okur, svartur markaður, óeðlileg vöruþurrð og mikil mistök um vörudreifingu. Fjárhagur ríkisins er og í öngþveiti og við- unandi afgreiðsla fjárlaga íítt viðráðanlegt vandamál, og raunar óviðráðanlegt nema gerðar séu nýjar ráðstafanir í fjárhagsmálunum. Þótt tekizt hafi í bili að hindra stöðvun framleiðslunnar, er óhjákvæmilegt að grípa til nýrra og víð- tækari ráðstafana, ef koma á í veg fyrir stórfellda kreppu og atvinnuleysi. í því sambandi leggur aðalfundurinn sér- staklega áherzlu á eftirfarandi: 1. VerKlunarmái. Tekin sé upp ný stefna í verzlunarmálum, sem trýggi neyt- endum og framleiðendum, sem mest frjálsræði til að velja á milli verzlana og útilokl svartan markað. Þessu takmarki sé náð með þeim úrræðum, sem felast í verzíuuarfrumvarpi 11111111111111111(1 Framscknarmanna, eða öðrum ráðum, sem ná sama árangri. Jafnframt sé unnið að því, að gera framkvæmd innflutn- ings- og gjaldeyrishafta og skömmtunar sem ódýrasta og auðveldasta, meðan nauðsynlegt telst að beita slíkum ráð- stöfununn 2. Iðnaðarmál. Búið sé þannig að verksmiðjuiðnaðinum í landinu, að af- kastageta fyriríækja, sem hafa fullkomnar vélar, nýtist sem bezt, til að lækka verð og spara gjaldeyri. Slíkum fyr- irtækjuni vcrði með samningum tryggðir möguleikar til hrá- efnaöflunar, gegn því að verðið á framleiðsluvörum þeirra lækki svo að það verði sambærilegt við erlendar vörur. 3. Elwsnæðismál. í húsnæðismálum ber að gera eftirtaldar ráðstafanir: Leggja á háan stóríbúðaskaít, er renni í sjóði, sem veiti odýr og hentug lán til samvinnubyggingafélaga og bygging- ar verkamannabústaða. Lögbjóða lækkun á húsaleigu, sem ákveðin hefir verið á verðbólguárunum, og tryggja fram- kvæmd slíkrar löggjafar m. a. með því að veita leigutökum aðstöðu til að hafa áhrif á og eftirlit með framkvæmd henn- ar Refsingar fyrir húsaleiguokur vex'ði stórum þyngdar. Ileimilað verði með lögum, að þeir, sem búa við hina háu húsaleigu síðari ára, megi draga hluta af henni frá skatt- skyldum jekjum. Barixafjölskyldum sé tryggður forgangs- retíur að leiguhúsnæði. Byggingarefni því, sem ráöstafað verður til íbúöarbygginga, til sjávar og sveita, verði varið til að reisa sem flestar og hagkvæmastar íbúðir, og bygg- ingakostnaður lækkaður með aukinni byggingatækni. 4. SpapnaSui' ríkisms. Dregið sé úr rekstrarútgjöldum ríkis og ríkisstofnana. Sér- stök áherzla á það lögð að taka upp sem fullkomnasta tækni og bezta starfstilhögun og draga þannig úr starfsm.haldi. Dregið sé úr eftirvinnu og eftirlit með vinnubrögðum aukið til muna. Starfsmönnum ríkis og rikisstofnana því aðeins (Framhald á 7. siðu). | Málfundur F.U.F. | I og Frarasóknar- | | verkamanna | I á þriðjud.kvöld j I Málfundafélag F. U. F. Ij I og Framsóknar verka- s I manna halda fund sinn í | | Edduhúsinu þriðjudaginn |j I 2. marzjcl. 20,30. I Dagskrárnefnd skipa: | I Bjarni Guðmundss., Krist- j; I ján Pétursson, Jón Sigurðs | 1 son. !. Til umræðu eru bindind jj j ismál. Framsögu flytur jj 1 Jón Sigurðsson. Þátttak- | I endur! Fjölmennið og 0 1 mætið stundvíslega. . | ••iiáuiiHiiiiiiiimiiiimiiiiMiiimnMiiHiiiiiiiimfUniiiiiÞ Slys á Þingeyri: Maður bíður bana undir bifreiðar- Mjög sviplegt slys varð á Þingeyri í fyrradag. Valur Kristj ánsson bif reiðarstj óri gekk út i bílskúr og fannst skömmu síðar örendur undir palli vörubifreiðar, sem þar var. Virðist sem hann hafi lyft palii- bifreiðarinnar og ætlað að aðgæta eittnvað eða laga undir honum, en lyftan svikið og pallurinn fallið of- an á hann. Annað slys gerðist með sama hætti í Ólafsvík fyrir skömmu, eins og fólki er minnisstætt. Valur var tuttugu og eins árs, ókvæntur, en átti for- eldra og systkini á lífi. Ályktun aðalfundar miöstjórnar Framsókn- arflokksins um utanríkis- og öryggismál Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins var í gær gerð samþykkí um utanxíkismál, og er í henni mótuð af- staða Framsóknarflokksins til utanríkismála og öryggis- mála. urinn að lýsa yfir því, að hann telur íslendinga af augljósum ástæðum eigi geta bundizt í slík samtök, nema tryggt sé, að þeir þurfi ekki að hafa héx her né leyfa neins konar hern- aðarlegai’ bækistöðvar er- lendra þjóða í landi sínu né landhelgi, nema ráðizt hafi verið á landið, eða árás á það yfírvofandi. Á þessum grundvelli og að þessu tilskildu telur flokkurinn eðlilegt, að ís- lendingar hafi samvinnu við önnur lýðræðisríki um sameiginleg öryggismál. ■ •miiiiiMiiiiiiiiiiin llllllllllllllllllllllllHIHIIIII Framsóknarfl. telur, að íslendingum beri að kapp- kosta góða samvinnu við allar þjóðir, er þeir eiga skipti við, og þó einkum norrænar þjóðir og engil- saxneskar vegna nábýlis, menningartengsla og líkra stjórnarhátta. Flokkurinn telur, að ís- lendingum beri að sýna fuilan samhug sérhverjum samtökum þjóða, er stuðla að verndun friðar og efl- ingu lýðræðis, en vinna gegn yfirgangi og ofbeldi. Hins vegar ályktar flokk | Miðstjórnarfund- | urinn hefst aftnr | í dag kl. 2 j Aðalfundi miðstjórnar | Fiamsóknarflokksins verð j ur haldið áfram í Edduhús ! inu í dag klukkan tvö. Verð i ur þá í’ætt um stjói’nmála j horfur og fleiri mál, ef tími j vinnst til. I Fer nú að líða að því, I að aðalfundinum ljúki. Má j gera ráð fyrir, að honum j verði slitið í kvöld eða á I morgun. iiiis:t>iiisri(3«iiiii<i(ii*iiiiiiaiiiiiiiiii 11111111111111111 |lílÍlllllllllHIIMHHlílHMIMIIMIHIIIIIIIIMHIIIIMIIHHMIlÍIIIIIMIMHMHIMIHmillMIHIIIIIHÍlll!ll!!'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.